Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fí sendir Skipulagi ríkisins athugasemdir við deiliskipulag og umhverfismat Hveravalla „Illa unnin og mótsagnakennd“ Hefur pijónað nærri hundrað peysur á síðustu tveim árum Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið FERÐAFÉLAG íslands sendi í gær Skipulagi ríkisins athugasemdir við frumumhverfismat og drög að deili- skipulagi á Hveravöllum, þar sem lagt er til að deiliskipulaginu verði hafnað. í niðurstöðum umsagnar FÍ segir: „Bæði deiliskipulagið og frumumhverfísmatið eru illa unnin og tíðum í mótsögn við þær hug- myndir, sem menn hafa um þá starfsemi, sem fram á að fara á hálendinu." í umsögninni er minnt á að veru- legur ágreiningur er uppi um skipu- lagningu Hveravalla. Sá þáttur að- alskipulags Svínavatnahrepps sem tekur yfír Hveravallasvæðið er nú til kærumeðferðar í umhverfísráðu- neytinu og krefst FÍ þess að sá þáttur skipulagsins verði ógiltur eða honum vikið til hliðar. Jafnframt er vakin athygli á að með nýlegum dómi var staðfest að hlutaðeigandi sveitarfélög hafa aldrei öðlast beinan eignarrétt að Auðkúluheiði eða Hveravöllum. Þá er kæran einnig að hluta til byggð á þeirri röksemd að lögsagnarum- dæmi Svínavatnshrepps nái ekki til Hveravalla. FÍ leggur ennfremur sérstaka áherslu á þá staðreynd að samkvæmt 19. grein skipulagslaga frá 1964 með síðari breytingum, er aðeins heimilt að gera óverulegar breytingar á deiliskipulagi frá stað- festu aðalskipulagi, án undangeng- innar kynningar og auglýsingar samkvæmt 15.-18. grein skipulags- laga. I athugasemdunum ségir að um róttæka og meiriháttar breytingu sé að ræða þegar fyrirhuguð þjón- ustumiðstöð er færð til um nokkur hundruð metra ásamt tilheyrandi mannvirkjum og staðsetja hana inná hið friðlýsta svæði Hveravalla og um leið miklu nær hverasvæðinu. Mismunun og brot á jafnræði Ennfremur sé það veruleg breyt- ing frá aðalskipulagi að leyfa húsi Veðurstofu íslands að vera áfram auk þess að fela í sér grófa mismun- un gagnvart þeim aðilum sem starfa á Hveravöllum og brot á reglum um jafnræði. FI áskilur sér rétt til að koma á frekari athugasemdum við fýrir- liggjandi frumumhverfísmat og drög að deiliskipulagi, fyrir lok hins almenna umsagnarfrest, sem aug- lýstur var til 15. febrúar, ef ástæða þykir. KRISTBJORG Ragnarsdóttir bóndi á Smáragrund hefur á und- anförnum tveim árum handprjón- að nær eitt hundrað peysur. Kristbjörg býr ásamt manni sín- um, Valgeiri Magnússyni, á Smáragrund á Jökuldal. Hún seg- ir að ptjónaskapurinn sé frí- stundavinna unnin í stundum sem gefast frá búskapnum. Kristbjörg segist hafa byrjað að pijóna fyrir tveim árum til að hafa eitthvað fyrir stafni því sér leiðist að sitja aðgerðalaus. Krist- björg hefur alltaf verið mikil hannyrðakona eins og hún á kyn til. Móðir hennar, Anna Einars- dóttir, er mikil hannyrðakona og amma hennar og nafna, Krist- björg Kristjánsdóttir, var orðlögð fyrir myndarskap. Aður en Krist- björg byijaði að pijóna svona mik- ið hafi hún dundað við að hekla og sauma út. Að sögn Kristbjargar er mikið pijónað á heimilinu. Óll börn hennar, fimm talsins, fjórar dætur og einn sonur, kunna að pijóna og pijóna mikið, sérstaklega dæt- urnar, en Valgeir er frekar latur viðpijónana. Á síðasta ári pijónaði Krist- björg fimmtíu peysur sem segir að hún hafi verið rúma sjö daga að meðaltali með hveija peysu. Að sögn Kristbjargar tekur frá einum degi að pijóna bamapeysu upp í fjóra daga að pijóna stórar peysur með allt upp í sjö liti. Kristbjörg pijónar eingöngu úr ullargarni. Á síðustu tveim árum hefur hún pijónað úr nær átta hundruð garnhnotum, sem eru alls um fjörutiu kíló að þyngd, og sagði hún það undarlegt að ekki væri framleitt íslenskt ullargarn og þarf hún þvi að pijóna úr norsku garni. Kristbjörg sagðist aðallega pijóna fyrir ættingja og vini en einnig selja lítillega, garn í hveija peysu kostar fjögur til fimm þús- und krónur og sagðist hún verða að hafa sjö til átta þúsund fyrir vinnuna í hverri peysu ef vel ætti að vera. Kristbjörg segist vinna við ptjónaskapinn allt árið en þó eru úrtök á haustin þegar hún vinnur í sláturhúsinu tvo mánuði og um heyskap og sauðburð einnig, en um sauðburðinn er Kristbjörg oft fengin til að hjálpa kindum sem erfitt eiga með burð svo segja má að handlagnin komi henni að not- um við fleira en pijónaskapinn. Salmonellumengun í Gæða-kjúklingum HOLLU STU VERND ríkisins og embætti yfirdýralæknis hafa sent út aðvörun vegna salmonellumeng- unar í kjúklingum, sem merktir eru Gæðafugl. Aðvörunin er send út á grund- velli nýlegrar rannsókna á salmon- ellumengun í kjúklingum en þá greindist „Salmonella typhimurium“ í kjúklingum merktum Gæðafugl. Pökkunardagur kjúklinganna er 26. september 1995. „Salmonella typ- himurium getur valdið alvarlegum matarsýkingum og er því neytendum ráðlagt að skila vörunni inn til sölu- aðila. Vanda ber meðferð Það er jafnframt ítrekað að vanda skuli meðferð hrárra alifuglaafurða og forðast að blóðvökvi úr þeim ber- ist í önnur matvæli, hreinsa öll ílát og áhöld vandlega eftir notkun og fullsteikja eða sjóða þessar afurðir fyrir neyslu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Starfsmenn Neyðarlínunnar hf. taka við neyðarsímsvörun 1. júlí Slökkviliðsmenn neita að þjálfa starfsmennina SLÖKKVIUÐSMENN í Reykjavík hafa lýst því yfir að þeir muni ekki taka þátt í starfskynningu og þjálf- un starfsmanna Neyðarlínunnar hf. Slökkviliðsmenn sinna til bráða- birgða neyðarsímsvörun í símanúm- eri 112 en 1. júlí taka starfsmenn Neyðarlínunnar hf. við henni. Reykjavíkurdeild Landssam- bands slökkviliðsmanna hélt fjöl- mennan fund í fyrrakvöld. Þar var samþykkt ályktun þar sem fram kom að slökkviliðsmenn myndu beita öllum tiltækum ráðum gegn því að farið verði inn á starfssvið þeirra. Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkvi- liðsmanna, segir að móttaka neyð- STJÓRN Sambands íslenskra sveit- arfélaga hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um vímuefnavandann og samræma stefnu sveitarfélaga í fræðslu- og forvarnastörfum og samvinnu við lögregluyfírvöld og félagasamtök sem láta sig þessi mál varða á hveijum stað. Vinnuhópinn skipa þau Jón Hákon Magnússon úr bæjarstjórn Seltjarnarness, sem er formaður hópsins, Ásta Sigurðar- dóttir frá Akureyrarbæ og Ómar Smári Ármannsson frá Hafnarfjarð- arbæ. í frétt frá Sambandi íslenskra artilkynninga sé ótvírætt á verk- sviði slökkviliðsmanna og svo hafí alltaf verið. Þarna sé ekki um að ræða skrifstofustörf, eins og fram hafí komið í karpi verkalýðsfor- ingja. „Það er talandi tákn um það hvað þessi umræða er komin á mikl- ar villigötur. Menn vita ekki hvert eðli þessara starfa er,“ segir Guð- mundur. Grundvöllur þess að útkall gangi vel Hann segir að móttaka neyðartil- kynninga og úrvinnsla þeirra sé grundvöllur þess að útkall gangi vel fyrir sig. „Þannig hefur mennt- un og starfsreynsla úr útköllum verið hornsteinn í því að vel takist sveitarfélaga segir, að á undanförn- um mánuðum hafí sveitarstjórnar- menn haft vaxandi áhyggjur af auk- til við að svara og aðstoða þann sem á í neyð. Við höfum gert kröfu um að þessi sjónarmið séu virt og okk- ar menn komi til með að sinna þessu og hafa yfirumsjón með þessum þáttum starfanna hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur. Slökkviliðsmenn eiga í viðræðum við Reykjavíkurborg og í þeim hafa þeir lýst viðhorfum sínum. Síðast- liðinn miðvikudag komu fimm ný- ráðnir starfsmenn Neyðarlínunnar í starfskynningu, slökkviliðsmönn- um til mikillar undrunar. Guðmund- ur segir að þeir hafí ekki átt von á því að neitt slíkt kæmi til greina meðan viðræður við borgina stæðu yfir. Þá segir hann að slökkviliðs- menn hafí átt fund í dómsmálaráðu- inni fíkniefnaneyslu ungs fólks og örri útbreiðslu ávana- og fíkniefna um landsbyggðina. Sala og dreifíng neyti 2. janúar sl. þar sem farið hafí verið yfir sjónarmið þeirra. Svara ráðuneytisins sé nú beðið. Starfsþjálfun ekki áformuð Þá segir Guðmundur að slökkvi- liðsmenn hafí átt fund með slökkvi- liðsstjóra í gærmorgun þar sem yfirlýsing sú, sem fundurinn sam- þykkti í fyrrakvöld, var afhent. Slökkviliðsstjóri hafí tilkynnt að þegar fimm menn komu á vegum Neyðarlínunnar á stöðina á mið- vikudag hafí eingöngu verið um stutta kynningu á starfsemi slökkvistöðvarinnar að ræða. Starfsþjálfun væri ekki áformuð meðan óvissa ríkti um þá hlið sem sneri að slökkviliðsmönnum. fíkniefna sé ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið, heldur fjölgi dæmum um skipulagða sölu og notk- un í sveitarfélögum um land allt. Tillögur í mars Stefnt sé að því að vinnuhópurinn vinni hratt að tillögugerð og áætl- unum um aðgerðir sveitarstjórna og samstarfí þeirra við aðra er vinna að því að draga úr sölu og neyslu vímuefna og skili stjórn sambandsins niðurstöðum sínum í byijun mars- mánaðar. Skemmt- anahald skóla end- urskoðað? LÖGREGLAN í Reykjavík íhugar að endurskoða skemmt- anahald framhaldsskólanna eftir að þrír ungir menn voru handteknir á skólaballi í Tungl- ingu í fyrrakvöld. Skömmu fyrir klukkan eitt í fyrrinótt fóru lögreglumenn í skemmtistaðinn Tunglið þar sem fram fór framhaldsskóla- ball. Þeir sem stóðu fyrir dans- leiknum aðstoðuðu lögreglu- menn við að benda á þá sem líklega hefðu fíkniefni í fórum sínum og voru þrír ungir menn handteknir, færðir á lögreglu- stöð og vistaðir í fanga- geymslu. Á þeim fundust 10 E-töflur. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfírlög- regluþjóns er ekki við þá að sakast sem stóðu að dansleikn- um en í ljósi þessa og reynslu af öðrum framhaldsskóladan- sleikjum undanfarið sé talin ástæða til þess að skoða dans- leikjahald framhaldsskólanna á næstunni. „Við ætlum að skoða þetta og velta fyrir okkur fyrir- komulagi og framkvæmd á næstu dögum og þá með hlið- sjón af aðgerðum þeirra sem eru að vinna að úrbótum á því sviði innan skólanna. Ég held að allir geti verið sammála um að þarna þurfí að líta nánar á hlutina," segir Ómar Smári. Sveitarfélögin skipa vinnuhóp um vímuefnavandann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.