Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Oánægja innan verkalýðshreyfingarinnar með frumvarpsdrög um sáttastörf í vinnudeilum „Veruleg takmörkun á verkfallsrétti“ UTSALA á erlendum bókum Múrg hundruð titlar OPIÐ UM HELGINA VA'«k/7/ laugard.27. janúar kl. 12-18 sunnud. 28. janúar kl. 13-17 BÚKABÚÐ 5TEINAR5 Bergstaðastræti 7, sími 551 2030 Opið 13-18 virka daga SAMIN hafa verið drög að frum- varpi um breytingu á lögum um sáttastörf í vinnudeilum á grund- velli áfangaskýrslu sem vinnuhópur félagsmálaráðherra um samskipti á vinnumarkaði skilaði til ráðherra um miðjan nóvember síðastliðinn. Fyrir- hugað er að leggja frumvarpið fram á vorþingi, en aðilar innan verkalýðs- hreyfíngarinnar telja að frumvarpið feli í sér verulega skerðingu á rétt- indum verkalýðsfélaga. Bjöm Grétar Sveinson, formaður Verkamannasambands íslands, seg- ir frumvarpið fela í sér verulega takmörkun á verkfallsréttinum, sem og umboði og hlutverki einstakra stéttarfélaga í kjaramálum félaga sinna. Auk þess stefni það að stór- felldri miðstýringu í þessum málum. Ekki fengið efnisumræðu Björn Grétar segir að skýrsla vinnuhópsins hafí verið lögð fram á sambandsstjórnarfundi Alþýðusam- bandsins seinnipartinn í nóvember. Þar hafi skýrslan ekki fengið efnis- lega umræðu vegna anna út af ákvörðun launanefndar sem þá var framundan og ýmislegs annars. Enda væri í niðurstöðu skýrslunnar áréttað að „hugmyndir í áfanga- skýrslu vinnuhópsins þarf að ræða frekar áður en þær eru útfærðar nánar, enda þarf víðtæk umræða að eiga sér stað um þetta efni. Ýmis atriði sem tengjast þessum hugmyndum hafí auk þess ekki ver- ið rædd til hlítar og megi þar nefna miðlun sáttasemjara, fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um hana, boðun verkfalls og verkbanns, hlutverk rík- issáttasemjara í vinnudeilum og vinnufyrirkomulag." Björn Grétar segir að engum hafi dottið í hug að skýrslan yrði sett í frumvarpsform strax, enda væru öll þessi atriði órædd. Frumvarpsdrögin fjölluðu einmitt um þessi atriði og hafi komið fulltrúum Alþýðusam- bandsins ekki síður en öðrum fulltrú- um í nefndinni í opna skjöldu, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hon- um hafi borist. í frumvarpsdrögun- um væri með breytingum á starfi sáttasemjara verið að breyta sjálfri vinnulöggjöfinni. Umsnúningur á gildandi reglum Björn segir að þótt frumvarps- drögin séu saklaus á yfirborðinu feli þau í reynd í sér algjöran um- snúning á þeim reglum sem hefðu mótast á grundvelli vinnulöggjafar- innar. Aðspurður hvort það gegndi ekki furðu að fulltrúar Alþýðusambands- ins hefðu ekki gert fyrirvara í áfangaskýrslunni við atriði sem þar kæmu fram, segir Björn að hann liti svo á að niðurlagsorð skýrslunn- ar jafngildi slíkum fyrirvara. Vinnuhópurinn er skipaður full- trúum heildarsamtaka á vinnumark- aði nema frá Bandalagi háskóla- manna og hefur haldið áfram störf- um eftir að áfangaskýrslunni var skilað. Vinnuhópinn skipuðu: Benedikt Davíðsson og Bryndís Hlöðversdótt- ir fyrir hönd Alþýðusambands ís- lands, Ögmundur Jónasson fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Birgir Guðjónsson fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, Árni Bene- diktsson fyrir hönd Vinnumálasam- bandsins og Þórarinn V. Þórarins- son fyrir hönd Vinnuveitendasam- bands íslands. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti, er formaður vinnuhópsins. Ráðherra undrast gagnrýni á frumvarpsdrög Telur menn misskilja ákveðna þætti PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir gagnrýni innan verka- lýðshreyfingarinnar á frumvarps- drögin koma sér mjög á óvart. Hann telji undirbúninginn að þeim hafa verið vandaðan og að þeim Bílastæðasjóður Obreytt gjaldskrá FJÁRHAGSÁÆTLUN Bíla- stæðasjóðs gerir ekki ráð fyrir breytingum á gjaldskrá en þrátt fyrir það er reiknað með að tekjur aukist á árinu þegar breytingar sem gerðar voru í apríl 1995 skila sér til fulls miðað við eitt heilt ár. Á síðasta ári var gert ráð fyrir að með umtalsverðri tekjuaukningu eftir gjald- skrárbreytingu, og með lág- marksfjárfestingum, myndu skuldir sjóðsins lækka um nærri 30 milljónir á árinu, segir í skýrslu borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar. Gert er ráð fyrir áframhaldi og að heildar- skuldir lækki um 25 milljónir árið 1996. Reiknað er með að skuldir sjóðsins verði um 755 milljón- ir í árslok 1996 en þær voru 810 milljónir í árslok 1994. Afborganir skulda á árinu 1996 munu nema 198 milljón- um og er reiknað með að tek- in verði ný lán, allt að 173 milljónum, segir í skýrslu borgarstjóra. hafí komið bæði fulltrúar verkalýðs- hreyfingar og vinnuveitenda. Páll segir að vinnuhópurinn hafi haldið yfir fjörutíu fundi og notið sérfræðiaðstoðar I starfi sínu, sem hann telji nægjanlegan undirbúning að fæðingu frumvarpsdraga. Hann viti ekki annað en innan vinnuhóps- ins ríki sátt um þá niðurstöðu sem fram komi í drögunum og lýsir yfir vonbrigðum sínum, ríki ekki sátt um þau. „Þetta er skynsamleg og alls ekki róftæk breyting á vinnulög- gjöfinni, þannig að mér kemur mjög á óvart hvað einstakir fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar taka mik- ið upp í sig við að fordæma frum- varpið og ég óttast að þeir hafi misskilið einhverja þætti þess,“ seg- ir hann. Ekki hróflað við verkfallsrétti Páll kveðst líta svo á að drögin feli í sér betri skilgreiningu á ferl- inu sem verður fyrir verkfallsboðun, en ekki sé verið að hrófla við verk- fallsréttinum sem slíkum. „Menn þurfa hins vegar að leggja fram áætlun um hvernig þeir ætla að tala saman, vera búnir að fara í gegnum viðræðúferli og reyna samninga til þrautar áður en til verkfalls kemur. Einnig er skilgreint betur hlut- verk sáttasemjara, sem þarf að koma að málum áður en allt er komið í óefni. Með þessum hætti eru menn hvattir til að hafa sam- flot eða frumvarpið gæti hugsan- lega leitt til þess, enda vandræða- ástand að mjög litlir hópar geti stokkið í verkfall og lamað þjóðfé- lagið,“ segir Páll. Frumvarpsdrögin fela jafnfratnt í sér kröfu um það að hans sögn, að góð þátttaka sé í verkfallsboðun og að hún sé samþykkt með ákveðn- um meirihluta. Páll segir að ef verkalýðshreyf- ingin eða aðrir málsaðilar vilji gera athugasemdir við frumvarpsdrögin án óhóflegra tafa, telji hann sjálf- sagt að yfirfara athugasemdirnar vandlega og hann treysti vinnuhóp- inum fyrir því starfi. Hann eigi jafn- framt von á að vinnuveitendur setji fram sínar athugasemdir, enda hafi heyrst fullyrðingar úr þeim herbúð- um um að drögin gangi of skammt. Lagt fram í vor Að því loknu standi ekkert í vegi fyrir því að leggja málið fyrir ríkis- stjórn og loks fyrir Alþingi á vor- þingi. „Eg þarf ekki formlegt leyfi frá einum eða neinum nema ríkis- stjórn og stjórnarflokkum til að leggja fram frumvarp á Alþingi og það er hvorki í verkahring VSÍ né ASÍ að setja lög í landinu," segir hann. -kjarnimálsins! UTSALA Viðbótarafsláttur á síðustu dögum útsölunnar. Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Gc tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 G E G N FlKN 1E Fl \l U M Fundur þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 12.00-13.30 á Hótel Borg. Forvarnir og lög gegn fíkniefnum Frummælendur: Ólafur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður & Högni Kristjánsson, lögfr. dómsmálaráðuneyti. Fundarstjóri: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður. Allir velkomnir FFR. ^rtúo porrnblót í kvöld Hefst með borðhaldi kl. 20.30. 1 2 rétta hlabborb ásamt meblæti. Veislustjóri: Heibar Jónsson, snyrtir. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Vilhelm, Gunnar, Trausti og Ævar ásamt söngkonunum Mattý og Diddu. Danssýning: Jóhanna og Þorvaldur. Eitt besta ball 20. aldarinnar. Húsið opið öllum. Miðasala hafin, veró kr.2.300. Upplýsingar í símum 587-5090, 895-0795 og 581-4363. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.