Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 ■ 'tilra ui\i UM MAT Tilraunir heimspekiprófessorsins lúta fyrst og fremst að skilningi. Og það gildir ekki aðeins um heimspekina, heldur ýmis- legt annað sem hann hefur yndi af, hvort heldur um er að ræða skáldskap, tónlist eða matargerð. Sveinn Guðjónsson átti við hann kvöldverðarspjall, sem út af fyrir sigvar áhugaverð tilraun. GET ÉG aðstoðað ykkur með valið á réttunum?" spyr þjónninn kurteislega, en Þorsteinn afþakkar það. Enda óþarfi, því prófessorinn er á heimavelli þegar matargerðarlist er annars vegar. Hún er raunar aðeins lítið brot af þeirri heildarmynd sem áhugamál hans taka til. „Þorsteinn Gylfason er tilraun,“ skrifa vinir hans i inngangi að riti, sem gefið var út í tilefni af fimmtugsafmæli hans. „Og líka tilraun um tilraunir; um manninn, heiminn og flehi efni sem tilraunum hæfa.“ Að fara með hon- um út að borða er að vissu leyti einnig áhugaverð tilraun. Þorsteinn hafði pantað sér fordrykkinn Kir, sem er þurrt hvítvín og sletta af Créme de cassis. Hann segir mér frá því að borgar- stjóri einn í Dijon á Frakklandi, Kir að nafni, hafi fundið upp þennan drykk á ofanverðri 19. öld. Þorsteinn Gylfason kemur mér fyrir sjónir sem fjölfróður háskólaborgari af breska skólanum, enda hlaut hann menntun sína í Oxford. Smekklegur klæðaburður gefur honum líka yfirbragð enskrar „sjentil- mennsku“, sem mér er sagt að sé Þorsteini meðfæddur eiginleiki. Og ég fæ fljótlega á til- finninguna að hann sé fagurkeri af guðs náð. Þekking hans á hinum ólíkustu sviðum er eftirtektarverð. Innan þess ramma rúmast ekki aðeins heimspekin í allri sinni dýrð, þar má einnig fínna svo ólík við- fangsefni sem matar- gerð og skáldskap, eðalvín og tónlist, og hann er talinn einn helsti ljóða- og óperu- þýðandi þjóðarinnar. Operan er ofarlega í huga hans þessa dag- ana, sem von er, svo skömmu eftir frumsýningu óperunnar Hans og Grétu, sem Þorsteinn þýddi. Það er því veí við hæfi að borða með honum á Café Operu. Las gjöfina í lestinni Hann velur í aðalrétt Sinneps- marineraðar kjúklingabringur, matreiddar yfír. opnum eldi, bornar fram með kryddsmjöri og bar- beque-sósu. Sinnepið er að sjálf- sögðu frá borginni Dijon, þeirri sömu og borgarstjórinn Kir, sem fann upp fordrykkinn forðum. Með þessu drekkum við Chablis-hvítvín frá árinu 1994. „Glæsilegt," segir Þorsteinn við þjóninn eftir að hafa bragðað vínið. „Eg skil ekki hvaða tilgangi berbeque-sósan þjónar, en krydd- smjörið er gott,“ segir hann og er nokkuð ánægður með matinn í heild. Og við erum sammála um að þjónustan á staðnum sé lipur og góð. Ég spyr hvort hann hafí snemma fengið áhuga á matargerðarlist? „ Já, ég hef haft þennan áhuga frá því i menntaskóla. Upphafíð má lík- lega rekja til utanferðar, þar sem ég kom meðal annars við í Kaupmannahöfn og keypti þar gjöf handa móður minni, kínverska mat- reiðslubók, sem ég vissi að hún hafði áhuga á. Svo þurfti ég að fara í langa lestarferð og hafði ekkert annað lesefni en gjöfina. Þegar ég kom heim vildi ég óður og upp- vægur fá að prófa sjálfur að mat- reiða upp úr bókinni og hafði gaman af. En þrátt fyrir þennan matreiðsluáhuga finnst mér ekki skemmtilegt að matreiða fyrir mig einan. Ég vil miklu heldur búa við þröngan kost sjálfur, frá degi til dags, og matreiða svo með brag öðru hverju í félagi við einhverja vini mína. Ef þú kæmir í eldhús til mín fengir þú verk að vinna eftir því sem hæfileikar þínir og þroski í greininni standa til, allt frá þvi að skera niður grænmeti og upp í að úrbeina kjötlæri." Þegar áhugi Þorsteins á matargerð var að hefjast var ekki um auðugan garð að gresja í matar- og veitingahúsamenningu Islendinga. En síðan hefur orðið bylting: „Island er nú ekki eina landið sem hefur orðið fyrir þessari byltingu í matargerð," segir hann þegar þetta ber á góma. „Ég held að þetta eigi líka við um önnur Norðurlönd. Og á Englandi hef ég orðið var við miklar breytingar hvað þetta varðar á síðasta áratug. Nú er ég ekki þjóðfélagsfræðingur og kann ekki skýringu á því hvers vegna þetta gerist einmitt nú. Ugglaust eru ástæðumar afskap- lega flóknar. Eitt er að með bættum efnahag hefur fólk ráð á því að borða meira úti en áður var. Hvað fjölbreytnina snertir hafa stóraukn- ar ferðir Norðurálfubúa til Suður- landa haft eitthvað með þetta að gera. Breytt hlutverk kvenna í þjóðfélaginu. Er það ekki eitt?“ Tilraun sprnttin af sérvisku______________________ Ég heyrði Þorsteins Gylfasonar fyrst getið þegar bók hans Tilraun um manninn kom út árið 1970. Bókin er byggð á fyrirlestrum hans um heimspeki og var mikið lesin meðal ungra námsmanna á þeim árum. Seinna átti ég þess kost að sitja í fyrirlestrum hjá honum í Háskólanum og minnist þess, að þeir voru ekki síður kennslustund í íslensku máli en fræðunum sem hann kenndi. Tungutak fræði- manna og vandað málfar er líka ein af sérgreinum Þorsteins. Liklega er Krydd- lögurinn INNIHALD: EINN HLUTI DIJON SINNEP. EINN HLUTI SOYAOLÍA. SÍTRÓNU- PIPAR (1 MATSKEIÐ F. 100 GR.) AÐFERD: SINNEPIÐ HRÆRT OG OLÍUNNI HELLT RÓLEGA SAMAN VIÐ. SÍTRÓNUPIPAR BLANDAD ÚT Í. PENSLAÐ VEL YFIR KJÚKLINGABRINGURN- AR OG LÁTID BÍÐA í KÆLI AD MINNSTA KOSTI 12 KLUKKU- STUNDIR. MorgunDiaoio/Arru ^æi ÞORSTEINN Gylfason - Fyrir mér er heimspekin ástríða og kannski eru önnur áhugamál mín sprottin af sömu ástríðu, það er að segja ástríðu eftir skilningi. það arfur úr foreldrahúsum, en hann er sonur hjónanna Guðrúnar Vilmundardóttur og dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrum prófessors og ráðherra, svo sem kunnugt er. „Tilraun um manninn var svolítið sérviskuleg bók öðrum þræði. Hún var samin 1 anda framstefnu sem nær allir kennarar mínir og félagar í námi töldu maklega útdauða,“ segir hann um bókina. „En hún var líka viðbrögð mín við tíðarandanum þá, stúdenta- uppreisnum og marxisma. Svo var ég að bregðast við kenningum helstu þálifandi heimspekinga Islendinga, þeirra Brynjólfs Bjarnasonar, Sigurðar Nordal og sálfræðinganna Matthíasai' Jónassonar og Símonar Jóhanns Agústssonar. Fyrir mér er heimspekin ástríða og hefur verið það síðan ég var þrettán ára. Þá las ég Gátur heimspekinnar eftir Bertrand Russell. Og kannski eru önnur áhugamál mín sprottin af sömu ástríðu, það er að segja ástríðu eftir skilningi. Og þá byrja ég fyrst á að skoða handverkið eða tæknina, til dæmis í matargerð, kveðskap eða tónlist, kynni mér hvernig hlutimir eru gerðir og ef kastað er til þeirra höndunum missi ég áhugann. Þá er ekkert sem þarf að skilja.“ SigurBar þáttur IXInrdal „Sigurður Nordal kenndi mér á koníak," segir Þorsteinn og hlær. Var einhver ein grundvallarregla sem hann lagði út af? „Nei, þær voru margar.“ Getur þú kannski kennt mér ein- hverjar þeirra? „Til þess þurfum við mörg koníök," segir prófessorinn og hon- Saga úr Vínarskógi HUGMYNDIN um ímyndim- ar kviknaði í sömu svipan og hugmyndin um að nota breyskleikakenningar sem ímyndir til að bregða ljósi á geðveiki, og hugmyndina um að gera síðan samsemdar- rökfræði og ákvörðunarfræði að ímyndum líka. Þessar hugmyndir urðu allar til í Vínarborg í júlímánuði 1991. Ollu heldur gerðist það í Vínarskógi, náttúrlega við sólgeislaþyt í margvíslega grænu og stundum næstum gagnsæju laufi, við hvítvín blandað lindarvatni í hlíð hjá bónda í skóginum, við fugla- söng og börn að leik við geit á hlaði, og við fáeinar endur á friðsælli tjörn. Mest munaði samt um þrotlausar sam- ræður, stundum dag eftir dag, við minn góða vin Manuelu Wiesler flautu- leikara. Við töluðum til að mynda um skynsemisbresti. Þær samræður fóru ýmist fram á göngunni um skóginn með börnum hennar, Maríu og Davíð, eða yfir víninu við jarmið í geitinni. Ef eitthvert vit er í hugmyndunum er það þessum stundum að þakka. • Ur formála bókarínnar Tilraun um heiminn, eftir Þorstein Gylfason, útg. 1992. DiTHYRAMBE Friedrích von Schiller (1759 -1805) Nimmer, das glautat mir, erscheinen die Götter, Nimmerallein. Kaum da? ich Bacchus, den lustigen, habe, Kommt auch schon Amor, der láchelnde Knabe, Phöbus der henliche findet sich ein. Sie nahen, sie kommen, die himmlischen alle, Mit Göttem erfullt sich die irdische Haile. Sagt wie bewirt ich, der Erdegebome, Himmlischen Chor? Schenket mir euer unsterbliches Leben, Götterl Was kann euch der Sterbliche geben? Hebet zu eurem Olymp mich empori Die Freude, sie wohnt nur in Jupiters Saale; O fullet mit Nektar, o reicht mir die Schale! Reich ihm die Schale! Schenke dem Dichter, Hebe.nurein. Netz ihm die Augen mrt himmlischem Taue, Da? er den Styx, den verha?ten, nicht schaue, Bner der Unsem sich dunke zu sein. Sie rauschet, sie pertet die himmlische Quelle, Der Busen wird ruhig, das Auge wird helle. DRYKKJUVÍSUR Við lag eftir Franz Schubert (1797-1828) Aldrei í Irfinu ónáða guðir einirsínsliðs. Til mín ef Bakkus nú kemur með kæti kann sér hinn brosandi Amor ei laeti. Appolló sjálfur er ekki til friðs. Ég heyri þá koma, að heiman þeir fara, og herbergið fyflist af guðanna skara. Hvaö fæ eg, jarðarbam, guðunum gefið gott eða smátt? Dauðlegir vaida aðeins veraldargæðum. Vertið mér eilrfa lífið í hæðum, guðir, á Ólympos hefjið mig hátt! Fyrst aðeins hjá Seifi nær yndi að skína af ódáinsveig fyllið skálina mína! Skálina, Heba! Nú skáldinu veittu skínandi vín! Væta lát hvarma hans himindögg bjarta, hverfur þá Styx, sem hann skelfist, hin svarta Sjálfur hann telur sér svipa til mín. Nú fylltu að barminum bikarinn tóma og brjóstið mun kyrrast og augaö mun Ijóma • ÞorsténnGylfwionþýildi. um er bersýnilega skemmt. „Ég kynntist Sigurði þannig að hann hafði spumir af því að ég hefði dálæti á Kierkegaard. Svo var ég eitt ár stúdent í íslenskum fræðum við Háskólann og þennan vetur bauð hann mér að koma til sín hálfs- mánaðarlega í eins konar „tutorial“. Hann var gamall Oxford-maður sjálf- ur og hafði mikið dálæti á þessu kennsluformi, það er að segja kennslustund þar sem nemandi er einn með kennara sínum í klukku- tíma. Þetta fór þannig fram að ég mætti til hans annan hvern fimmtu- dag, venjulega klukkan þrjú, en þetta var ekki klukkutími heldur kvaddi ég sjaldnast fyrr en um átta- leytið á kvöldin. Síðan héldum við þessum sið meðan hann lifði og ég var á landinu. Og ævinlega koníak með kaffinu.“ Það hefur væntanlega borið margt annað á góma en íslensk fræði? „Mikil ósköp. Við töluðum um heimspeki. Við lásum yfir handrit hvors annars og töluðum um þau. Hann var mikill lestrarhestur og las mikið af útlendum bókum um fjöl- breytileg efni. Hann hafði mikinn áhuga á tíðarandanum og fylgdist vel með, til dæmis ef um var að ræða deil- ur fræðimanna eða rithöfunda úti um öll lönd. Þá var áhugi hans vakinn. Við deildum mikið. Aðal- ágreiningsefnið var hugmyndir hans um annað líf og gamall veikleiki hans fyrir svokölluðum sálarrannsóknum. Hann var of skynsamur til að gleypa þessar kenningar hráar, en hafði þennan veikleika, sem kemur viða fram í ritum hans, jafnvel þar sem síst er von á þeim. Við deildum meðal annars um bók, sem einn virtasti heimspekingur Breta, prófessor C.D. Broad í Cambridge, ski-ifaði um sálarrannsóknir og ég gerði margar tilraunir til að sýna Sigurði fram á að þetta gæti ekki gengið.“ Tilraun um knníak í samræðum okkar Þorsteins undir borðhaldinu, sem stóð langt fram á kvöld, var komið víða við. Þar á meðal veittist mér sú ánægja að bragða á nokkrum koníaksteg- undum undir handleiðslu prófess- orsins, samkvæmt forskrift læriföðurins, Sigurðar Nordal. Af þeim tegundum sem við dreyptum á vakti Napoleons- armaníakið Armagnac - Chabot einna mesta hrifningu hjá báðum. Af því tilefni sagði Þorsteinn mér frá því er hann bragðaði Armagnac frá árinu 1874, þegar bandarísk móðir skólafélaga hans í Oxford bauð þeim út að borða á dýrasta staðinn í bænum. En það og fleira, sem bar á góma undir borðhaldinu, er önnur og lengri saga. Hið sama gildir vitaskuld einnig um furður og leyndardóma koníaksins, enda öldungis útilokað að koma niðurstöðum tilrauna um þann eðaldrykk til skila á prenti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.