Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Obreyttar tekjur þrátt fyrir gjaldskrárhækkun Morgunblaðið/Ámi Sæberg UPPSKIPUN i Reykjavíkurhöfn. mál. Þeir sem stunda ekki íþróttir eða hljóðfæranám, svo dæmi séu tekin, hafa ekkert við að vera þeg- ar þeir koma heim úr skólanum annað en að hanga með vinun- um,“ sagði Guðný. Leiðinleg fræðsla „Reyndar er félagsmiðstöð hér í Foldaskóla sem er gott mál. En í skólunum hér í kring eru ekki félagsmiðstöðv- ar. Það væri mikil bót að bjóða unglingunum upp á fleiri valkosti. Krakkar á mínum aldri þurfa að hafa áhugamál annars finnst þeim lífið svo tilgangslaust. Það sem skiptir mestu máli er fræðsla og að krakkarnir hafi nóg fyrir stafni. Það mætti fræða okkur betur um hvað gerist við fíkniefnanotkun. Fræðslan sem við fáum er svo leið- inleg. Það eru talin upp nöfnin á fíkniefnunum og hvaða vímu þau gefa. Þetta snertir okkur ekkert. Eg myndi vilja vita hvort það sé líklegt að það myndi breyta mér eitthvað ef ég prófaði E-töflu bara einu sinni,“ segir Guðný. Hún segir að afstaða sinna jafn- aWra til fíkniefna sé mismunandi. „Ég er ekkert viss um að allir mínir kunningjar muni ekki nota fíkniefni á næsta ári þegar við byrjum í framhaldsskóla,“ sagði Guðný. Ræktar með sér sjálfsagann Magnús Karl Magnússon, 15 ára, nemandi í Foldaskóla, ákvað ungur að rækta með sér sjálfsaga. Hann segir að sér leiðist þó frekar fræðsla um fíkniefni. „Flest af því sem við erum frædd um veit ég fyrir. Ég varð að taka meðvitaða ákvörðun um að neyta ekki fíkni- efna því ég stunda fótbolta í 3ja flokki í Fjölni. íþróttir og fíkniefnr fara ekki saman,“ sagði Magnús, sem er fyrirliði í sínu liði. Hann neytir ekki held- ur áfengis. í fótboltanum er borin mikil virðing fyrir þjálfaranum, Lárusi Grétars- syni, sem Magnús segir að líði ekki óreglu. „Meðalaldur unglinga sem byijar að drekka er fjórtán ár og mér finnst alltof snemmt að krakkar fari að gera þetta upp við sig strax þá,“ sagði Magnús. Magnúsi finnst, eins og Guðnýju, umræðan hafa verið of einhliða og vandinn verið ýktur. „Ég held að málið snúist ekki bara um forvarnarstarf heldur miklu fremur um sjálfsaga. Ég held að unglingar hafi almennt ekki mikið ræktað hann. Kveikjan að því að ég vil temja mér sjálfs- aga er sú að ég ætla að ná sem lengst í fótboltanum,“ sagði Magnús. Hann sagði að vinir sínir hefðu byijað að fikta við áfengi en hann hefði strax séð og ákveðið að það ætti ekki við sig. „Ég skil það mjög vel þegar krakkar á mínum aldri vilja ekki skera sig úr. Þeir eru mjög viðkvæmir fyrir öllu umtali og þess vegna hafa þeir tilhneigingu til þess að reyna að falla inn í hópinn. Mér finnst það allt í lagi upp að vissu marki að standa utan hópsins hvað þetta varðar og ég er stoltur af því að drekka ekki,“ sagði Magnús. Gæti vakið upp forvitni Guðleifur Kristjánsson er 18 ára nemandi í Verslunarskóla Islands. „Mér hefur fundist umræða um fíkniefnamál færast í aukana og hún á rétt á sér. Mér finnst notk- un eiturlyfja vera að aukast og færast neðar í aldursflokkana. Ég nota sjálfur áfengi en snerti ekki fíkniefni. Þetta var fastmótuð ákvörðun sem ég tók og ég hef haldið henni og langar ekki til þess.að breyta því. Miðað við mína reynslu skemma fíkniefni alltof mikið fyrir fólki," sagði Guðleifur. Hjörtur Þór Steindórsson, 18 ára, og Kristján Ra. Kristjánsson, 20 ára, nemendur í Verslunarskóla íslands, telja að fíkniefnaumræðan að undanförnu geti snúist upp í andhverfu sína og jafnvel vakið upp forvitni fyrir fíkniefnum. „Mér finnst að umræðan hafi verið blásin mikið upp. Með svo mikilli umfjöllun verður málefnið bara spennandi,“ sagði Hjörtur. Þeir félagar telja báðir ástæðu til þess að óttast það að of mikil fíkni- efnaumfjöllun geti ýtt undir það að krakkar prófi fíkniefni. Kristján segir að all- ir viti að þeir sem vilji géti komist yfir fíkni- efni. Það sé þó fjarri því jafnauðvelt og að nálgast áfengi. „Þetta er ekki þannig að það sé verið að selja fíkniefni í skólunum. Málið er blásið upp.“ Þeir telja að fíkniefnaneysla sé í lág'marki í Verslunarskólanum miðað við aðra skóla. Þeir neyta báðir áfengis og segja að áfengis- neysla sé viðurkennd áf samfélag- inu. _ „Ég held að það séu flestir sam- mála því að lög sem banna fólki innan tvítugs að kaupa áfengi í ríkinu séu fáránleg. Staðfesting á þessu eru kaup margra foreldra á áfengi fyrir unglinga. Þeir óttast landaneyslu,“ sagði Kristján. TEKJUÁÆTLUN Reykjavíkur- hafnar árið 1996 gerir ráð fyrir að tekjur af vöruflutningum verði nánast þær sömu og á síðasta ári þrátt fyrir 3,5% hækkun á gjald- skrá. Rekstrartekjur eru áætlaðar 707.5 milljónir og er það um 3,2% hækkun frá áætlaðri útkomu árs- ins 1995. Rekstrargjöld eru áætluð 470.6 milljónir króna, sem er 1,4% hækkun miðað við áætlaða út- komu ársins 1995. Aukinn innflutningur í skýrslu borgarstjóra með fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborga^ segir að í tekjuáætlun Reykja- víkurhafnar árið 1996 sé gert ráð fyrir auknum innflutningi á al- mennri vöru. Jafnframt að vegna breytinga á strandflutningum Eimskipafélags Islands minnki magn útfluttra sjávarafurða sem fer í gegnum Reykjavíkurhöfn. Þá muni magn innfluttrar olíu minnka um 20 þús. tonn samkvæmt upp- lýsingum olíufélaganna. Þetta muni leiða til þess að tekjur af vöruflutningum verða nánast þær sömu og árið 1995 þrátt fyrir hækkun á gjaldskrá. Gert er ráð fyrir svipaðri skipa- umferð um höfnina og á síðasta ári, en vegna nýrra skipa Eim- skipafélagsins, sem eru talsvert minni en fyrirrennarar þeirra, ná- GERT er ráð fyrir 55 milljónum til átaksverkefna á árinu og að Atvinnuleysistryggingasjóður endurgreiði 15 milljónir. Kostnað- arhlutur borgarsjóðs er því áætlað- ur 40 milljónir. Gert er ráð fyrir að ataksverkefnum fækki á árinu. í skýrslu borgarstjóra með fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar segir að á síðustu þremur árum hafi miklum fjármunum verið veitt úr borgarsjóði til skammtímaúr- ræða í atvinnumálum. Astæðan væri samanlagður kostnaður af ist aðeins 1,2% hækkun milli ára á skipagjöldum. 222 milljónir til framkvæmda Fram kemur að áætlaðar tekjur af gatnagerðargjöldum eru 25 milljónir og að afborganir lang- tímalána séu 4,8 milljónir. Til framkvæmda er áætlað að veija margvíslegum úrræðum í þágu skólafólks og annarra ungmenna hafi á síðasta ári numið um 750 milljónúm. Þar við bættist 150 milljón króna kostnaður borgar- sjóðs af átaksverkefnum. Á síðasta ári hafi verið gert ráð • fyrir 170 milljónum til átaksverka á árinu og var gert ráð fyrir 20 milljón króna endurgreiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Ráðnir voru 553 einstaklingar til verkefna á vegum borgarinnar auk þess sem borgin hafði milligöngu 222 milljónum króna. Stærsta verkefnið er upphaf framkvæmda við olíubryggju í Örfirisey, en ráð- gert er að verkinu ljúki árið 1998 og að heildarkostnaður verði um 470 milljónir. Önnur verkefni eru landauki á hafnarsvæðinu fyrir um 25 milljónir, dýpkun Kleppsvíkur fyrir sömu upphæð og aðrar fram- kvæmdir fyrir 42 milljónir. um ráðningu 64 einstaklinga til starfa við átaksverkefni á vegum þriðja aðila. Þá segir að á þessu ári sé gert ráð fyrir að kostnaðarhlutur borg- arinnar verði 40 milljónir. „Átaks- verkefnum á vegum borgarinnar verður því fækkað á þessu ári, þar sem þau eru dýr og hafa ekki skilað því, sem til var ætlast. Ákvarðanir um endanlegan fjölda átaksverkefna verða síðan teknar með hliðsjón af atvinnuástandi á vori komanda,“ segir í skýrslunni. Krakkar þurfa að hafa áhugamál Málið snýst miklu fremur um sjálfsaga Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Færri átaksverkefni Aðild Rússlands að Evrópuráðinu styðja þessi ríki á ann- an og betri hátt með því að færa þeim það lýðræði og fijálsræði sem fengið hefur að þróast í vestrænum heimi í stað kyrrstöð- unnar fyrir austan eft- ir að eðlileg samskipti rofnuðu milli austurs og vesturs. Hlutverk Evrópuráðsins Tilgangur Evrópu- ráðsþingsins er að vera vettvangur um- ræðu um mannrétt- indi og lýðræði. Höf- Hjálmar Jónsson er einnig stefnumót- andi fyrir lagasetn- ingu á flestum þjóðfé- lagssviðum. Ökkur íslendingum er því mikilvægt að starfa af krafti á þessum vettvangi. Mikilvæg ákvörðun Evrópuráðsþings- ins - aðild Rússa Ein mikilvægasta og merkilegasta ákvörðun þings Evr- ópuráðsins var tekin á fimmtudaginn. Sú ákvörðun að sam- NÝR HEIMUR hefur opnast í austri. Hann hefur verið lokaður fyrir vestrænum áhrifum. Samfé- lagið var læst í fjötra kommún- ismans sem hindraði fijálsa hugs- un. Því varð þróunin þar með allt öðrum hætti en í vestrænum lönd- um. Framkvæmd kommúnismans í þeim löndum sem voru honum ofurseld hefur orsakað mikla ógæfu. Því fór fagnaðarbylgja um heiminn þegar járntjaldið féll og kommúnisminn hafði beðið skip- brot. Þegar þjóðskipulagið riðlað- ist skapaðist óvissa um framhald- ið. Svo lengi hafði kerfi kommún- ismans lagt línurnar um líf fólks að bullandi ólga hlaut að verða í þjóðfélagi hinna nýfijálsu ríkja. Eftir svo langa hugmyndafræði- lega einstefnu er óhugsandi að í einu vetfangi náist vestrænt lýð- ræðisstig. Það tekur tíma og velt- ur á fleirum en Rússum. Ríki Austur-Evrópu fengu hug- myndafræði kommúnismans frá Vestur-Evrópu. Nú er tímabært að uðmarkmið þess er að vernda mannlegt líf. Mannhelgi er aðals- merki ráðsins. Evrópuráðið er ekki klúbbur eða lokuð regla. Evrópu- ráðsþingið er þing þjóða Evrópu, það er lifandi samfélag sem ber uppi hugsjónina um lýðréttindi, frelsi og lífshamingju fólks. Þingið þykkja aðild Rússa að Evrópuráð- inu mun hafa mikil áhrif á fram- þróun í Evrópu. Kalda stríðinu er lokið og nýir tímar að renna upp. Stjórnmálamenn í vestri gera sér grein fyrir því. Óvissuástand ríkir í Rússlandi. Almenningur þar vissi hvað hann hafði undir ráðstjórn- Rússi sem brotin eru á mannréttindi getur nú, segir Hjálmar Jónsson, leitað til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. inni. Lífskjör eru vissulega lakari nú en þá. Það gerir lýðræðisöflun- um erfitt fyrir en andstæðingar lýðræðis, eins og Zhirinovskij, ná athygli og áhrifum. Hjálp úr vestri er Rússum því afar þýðingarmikil og það hlýtur að vera markmið lýðræðissinnaðra þjóða að breiða lýðræði út um heiminn. Hvaða hugmyndafræði og skoðanir fylla tómarúmið, sem aftur ræður mestu um það hvaða stjórnarfar fólk í þessum löndum mun búa við? Tímamótin eru söguleg. Nú er vendipunktur í samskiptum Evrópuríkjanna innbyrðis og í samskiptum þeirra við ríki í öðrum hlutum heimsins. Breski íhaldsmaðurinn Finsberg lávarður sagði í ræðu sinni á Evr- öpuráðsþinginu á fimmtudag að ef mál eins einasta Rússa, sem brotin væru á mannréttindi, yrði tekið til meðferðar fyrir Mannrétt- indadómstóli Evrópu þá réttlætti það jákvæða afgreiðslu okkar. Og hann endaði ræðu sína á því að segja það bæði heimskulegt ef ekki glæpsamlegt að neita Rúss- um um aðild. Mér blandast ekki hugur um það hvor hefðu hagnast á því að Rússum hefði verið neitað um aðild, lýðræðisöflin eða andlýð- ræðisöflin í Rússlandi. Við hljótum að fagna aðild þeirra og vilja til þess að þróa betra samfélag í sam- starfi við önnur Evrópuríki og aðra hluta heimsins. Löng og erf- ið leið er framundan fyrir lýðræði og frið í Rússlandi og margt.óunn- ið. En þeir erfiðleikar mega ekki vaxa mönnum í augum. Höfundur er alþingismadur, full- trui í íslandsdeild Evrópuráðs- þingsins í Strassborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.