Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tjaldstæði, skátar og hestar á fimmtíu hektara svæði TJALP51/ÆPI AKWEÝm Fntrndrocj yCjarnniííjnr | Aðkorvt 'í/fíi 'tfjnjS- ttfjqa AialiyJdttf*IJjf. CartJirit £.11.A í) U) t» »* tl i4 V ) 7 ' Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður á morgun, sunnu- dag, kl. 11.00. Öll börn og for- eldrar velkomin. Munið kirkju- bílana. Messað verður í Akur- eyrarkirkju kl. 14.00, á Hlíð ki. 16.00 og á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 17.00. Æskulýðs- fundur verður í kapellunni kl. 15.30. Biblíulestur í Safnaðar- heimili á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíu- lestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laugardag. Barnasam- koma í kirkjunni kl. 11.00 á morgun, foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14.00. Kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safnaðarsal að athöfn lokinni. Eldri borgurum boðin keyrsla tii messunnar. Þeir sem vilja þiggía þá þjónustu hringi í kirkjuna sama dag frá kl. 11.00 til 12.00. Fundur æskulýðsfé- lagsins kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, bænasamkoma kl. 19.30 og samkoma kl. 20.00. Heimilasamband á mánudag kl. 16.00, krakkaklúbbur kl. 17.00 á miðvikudag,, hjálpar- flokkur á fimmtudag kl. 20.30. HÚSAVÍKIJRKIRKJA: Sunnudagaskóli í Miðhvammi kl. 10.30, barn borið til skírn- ar, athugið breyttan stað og tíma. Guðsþjónusta kl. 14.00 á sunnudag, fermingarbörn að- stoða. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöid kl. 20.30. Vakningasam- koma á morgun kl. 15.30, krakkakiúbbur 9-12 ára á mið- vikudag, biblíulestur kl. 20.30 miðvikudagskvöld, krakka- klúbbur á föstudag og bæn og lofgjörð kl. 20.30 sama dag. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í dag, 27. janúar kl. 11.00 í Svalbarðskirkju og kl. 13:30 í Grenivíkurkirkju. Fermingarfræðsla í safnaðar- stofu Svalbarðskirkju á sunnu- dag kl. 11.00. Kyrrðar- og fyr- irbænastund í Grenivíkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 21.00. ÁRSÓL er eini leikskóli landsins sem nýtir sér heimild í reglugerð um starfsemi leikskóla þess efnis að þegar leikskóli er rekinn af öðr- um en sveitarfélagi getur rekstrar- aðili óskað eftir að eftirlit með starf- semi hans sé falið aðila sem menntamálaráðuneytið samþykkir. Þessi reglugerð_ var samþykkt í apríl í fyrra, en Ársól hóf starfsemi í maí á liðnu ári. Ráðuneytið hefur falið Ragnhildi Sigmundsdóttur leikskólakennara í Hafnarfirði að annast eftirlit með leikskólanum og hefur hún verið í SKIPULAGSUPPDRÁTTUR af nýju tjaldstæði á útivistarsvæði Akureyringa hefur verið sam- þykktur í skipulagsnefnd og um- hverfisnefnd og verður hann vænt- anlega lagður fyrir til umfjöllunar á næsta fundi bæjarstjómar Akur- eyrar. Helga Aðalgeirsdóttir iandslagsarkitekt hannaði svæðið. Nýja tjaldsvæðið verður skammt norðan Kjarnaskógar, í landi Hamra I og Hamra II. Skipu- lagssvæðið sem um ræðir er sam- tals 46,7 hektarar að stærð. Eitt þúsund manna tjaldstæði er al- mennt talið þurfa 8-11 hektara. Tjaldstæðið á Akureyri, sem er við Þórunnarstræti skammt frá Sundlaug Akureyrar, er eitt fjöl- sóttasta tjaldstæði landsins en gistinætur voru þar tæplega 21 þúsund talsins á liðnu sumri. Gert er ráð fyrir að tjaldstæðin þar verði rekin samhliða þeim sem væntanlega rísa að Hömrum. Útilífsmiðstöð skáta á svæðinu Árni Steinar Jóhannsson um- hverfisstjóri á Akureyri sagði að í tengslum við nýja tjaldstæðið yrði skipulögð útilífsmiðstöð skáta sem tjaldgestir gætu að einhveiju leyti nýtt sér. Þá er hugmyndin sú að starfrækja hestaleigu í nám- unda við svæðið sem þá væri í beinum tengslum við reiðleiðakerfi bæjarins. Á nýja svæðið sagði Árni að gert væri ráð fyrir öllum þægind- um sem í boði eru á slíkum svæð- um. Sérstaklega yrði tekið tillit til ferðahópa sem kæmu með rútum og ferðalanga á húsbílum. Samhliða gerð þessa svæðis er verið að skoða möguleika á að tengja strætisvagnakerfi bæjarins við þá fjölbreyttu starfsemi sem er á þessum slóðum, í Kjarriaskógi og Kjamalundi, orlofshúsabyggð heimsókn þar síðustu daga og kynnt sér starfsemina. Guðný Anna Annasdóttir sem rekur leikskólann Ársól ásamt eig- inmanni sínum Sigurjóni Haralds- syni sagði að sambærilegt eftirlit með starfsemi leikskóla á vegum sveitarfélaga væri ekki fyrir hendi. Ragnhildur starfaði sem hlutlaus aðili, en sveitarfélögin sæju sjálf um eftirlit með sinni starfsemi. Ársól er í 240 fermetra húsnæði við Móasíðu og þar er pláss fyrir 34 börn í einu. Nú eru rúmlega 40 börn á leikskólanum, en boðið er sem þar er risin, Akureyrarflug- völl og eins tjaldstæðið nýja og útilífsmiðstöðina. upp á sveigjanlegan vistunartíma. „Eg er afar ánægð með viðtökur foreldra. Það eru margir ánægðir með að geta valið þann tíma sem þeir þurfa,“ sagði Guðný Anna. Tilbúið um aldamót „Ef hafist verður handa við að reisa þetta svæði nú má gera ráð Boðið er upp á vistun barna allt frá 6 mánaða aldri og upp í 5 ára. Sem stendur er yngsta bamið á leikskólanum eins árs. fyrir að það verði að fidlu komið í notkun um aldamót,“ sagði Árni Steinar. Hlíðarfjall Ný veiting’a- aðstaða á Skíðastöðum SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðar- fjalli er lokað þar sem ekki er nægur snjór til að hægt sé að hafa brautir opnar. „Það vantar grátlega lítið upp á,“ sagði ívar Sigmundsson forstöðumaður. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á veit- ingaaðstöðu á Skíðastöðum og verður hún tekin í notkun um helgina, þó svo að lyftur séu ekki í gangi. Einkarekni leikskólinn Ársól Eftirlit verður í höndum hlutlausra Morgunblaðið/Kristján GUÐNÝ Anna Annasdóttir og Ragnhildur Sigmundsdóttir leikskólakennari í hópi barna. e kki af j anuarbó kunum ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.