Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 31 AÐSENDAR GREINAR Prestsþj ónustan - vegsemd og vandi Örn Bárður Jónsson L Margt hefur verið rætt og ritað um kirkju og kristni á liðnum vik- um og margt sagt sem kyrrt mætti liggja. Umræðan hefur aðal- lega snúist um völd og áhrif innan safnaða þjóðkirkjunnar. Kirkj- an er ekki hafin yfir gagnrýni — prestar, organistar og annað starfsfólk safnaða ekki heldur. En öll gagnrýni á sinn stað og tíma. Kirkjan er seld undir sömu örlög og önnur jarðnesk fyrirbrigði (Róm 8:20). En von kirkjunnar og trú er sú, að kirkj- an sé ekki alfarið af þessum heimi. Hún er hins vegar í heiminum. Kirkj- an er verk Guðs og hann viðheldur henni. Hún er postulleg kirkja, send með ákveðið erindi. Hún er kölluð til þess að vera verkfæri Guðs við að endurnýja ásjónu jarðar og skapa nýtt þjóðfélag réttlætis og friðar. Framtíð hennar er ekki undir mönn- um komin. Við, syndugir mennirnir, Starfsaðstæður presta •• eru misjafnar. Orn Bárður Jónsson segir prestinn gegna lykil- hlutverki í söfnuðinum. getum hvorki gert kirkjuna mikla og volduga, né heldur eyðilagt hana. Hún er í almáttugri hendi Guðs „og máttur heljar mun ekki á henni sigr- ast“ (Mt 16:18). Kirkjunni er m.a. líkt við líkama þar sem Kristur er höfuðið. í Nýja testamentinu er gert ráð fyrir virkni allra meðlima henn- ar. Hún er ekki prestakirkja þótt þeir gegni mikilvægu hlutverki innan hennar, fremstir meðal jafningja. Skoðum það nánar. n. Lærisveinar Jesú voru hégómlegir menn eins og gengur og gerist. Sum- ir þeirra voru metnaðarfullir og þráðu völd og frama. Mjög margt í kenningum Jesú gengur þvert á vís- dóm manna. Jakob og Jóhannes komu til Jesú og báðu hann að gera sér greiða. Þeir vildu fá hefðarsæti i ríki hans. Hinum lærisveinunum tíu gramdist að heyra þetta. Þá minnti Jesús þá á þjónshlutverkið (Mk 10:42-45). Það er mikill leyndardómur fólg- inn í orðum Jesú í þessu sambandi. Leiðin til upphefðar er leið auðmýkt- arinnar. J. David Newman fjallar í tímaritsgrein um bók Roberts Green- leaf, Servant Leadership. í skrifum sínum leggur Greenleaf mikla áherslu á yfirburði stjórnunar í anda þjónsins í samanburði við aðrar leið- ir stjómunar. Hvað er það sem ein- kennir þjóninn? Þjónninn leitast einkum við að mæta þörfum annarra í stað eigin. Greenleaf spyr hvort þeir er þjónustuna þiggja vaxi sem persónur. Verða þeir heilbrigðari, vitrari, fijálsari, sjálfstæðari, líklegri til jjess að verða sjálfir þjónar? I Gamla testamentinu er frægt dæmi um stjórnsýslu þar sem Jetró tengdafaðir Móse gefur honum ráð. Það er skoðun Greenleafs að Jetró hafi ekki gefið Móse rétt ráð varð- andi stjórnun ísraelsmanna (2. Mós 18). Móse mæddist í mörgu. Hann sat frá morgni til kvölds og greiddi úr málum manna. Jetró ráðlagði honum að velja sér dugandi menn og skipa þá foringja yfir lýðnum. Þeir áttu að sjá um öll smærri mál en Móse hin stærri. Hér var um að ræða skipan (hierarchical principle) sem setur einstaklinginn efst í pýr- amídann. Slík staða er varasöm. Kalt er á toppnum, segja menn og því fylgir oft spilling. Því hefur verið haldið fram að allt vald spilli og að algjört vald spilli algjöriega. Sé sú full- yrðing rétt er fátt sem kallar með eins skýrum hætti á lýðræði. Lýð- ræðið er ekki fullkomið en það er líklega besta trygging gegn alræði sem menn þekkja. Sá sem er einn á toppnum á enga kollega, aðeins undirmenn. Greenleaf teflir fram öðru módeli en pýramídanum, rómversku módeli - primus inter pares - sem merkir að vera fremstur meðal jafningja. í staðinn fýrir samstarfshóp með ein- um foringja (chief) samanstendur þetta módel af hópi jafningja þar sem einn er primus - fremstur með- al jafningja. I slíku tilfelli þarf leið- toginn að beita sannfæringarkrafti í stað þvingunar. Greenleaf hefur einnig fjallað um trúarleiðtoga og spurt eftirfarandi spurninga: Hveijar eru afleiðingar slíkrar stjórnunar? Hefur hún líkn- andi og mannbætandi áhrif? Hvetur hún fólk til þess að það þjóni öðrum svo að þeir vaxi og þroskist? Skilur hún á milli þeirra sem vilja þjóna og þeirra sem tortíma? Glæðir slík stjórnun trú í hjörtum fólks, and- spænis myrkraöflunum, sem viija tortíma trúnni? Markmið trúarleið- toga er að finna þá sem eru afskipt- ir, byggja fólk upp og stuðla að því að kirkjan öll þjóni náunganum í kærleika. Það er íslensku kirkjunni ákaflega mikilvægt að fóstra upp leiðtoga sem hafa slíka eiginleika. íslenska kirkjan þarf að virkja al- mennt safnaðarfólk til þjónustu og það verður aðeins gert í anda kenn- inga Jesú Krists þar sem þjónn fer fyrir hjörðinni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að presturinn hefur yfirburða- stöðu í kirkjunni. Hann er leiðtogi safnaðarins. Hann hefur ákveðið embætti sem nýtur virðingar og getur í krafti þess haft mikil áhrif á störf og stefnu safnaðarins. Sókn- amefndir hafa ennfremur mikil völd í söfnuðum, ekki síst á sviði fjármála. Sóknamefnd er kosin á almennum safnaðarfundi þar sem allir skírðir og skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar innan viðkomandi sóknar hafa at- kvæðisrétt séu þeir orðnir fullra 16 ára (7. gr. laga nr. 25/1985). Sókn- arnefnd velur prest í umboði sóknar- manna. Prófastur stýrir kjörfundi þar sem aðal- og varamenn sóknar- nefnda/r hafa kosningarétt. Kosn- ingin er leynileg. Prófastur skilar niðurstöðu til biskups. Samkvæmt venju ritar biskup kirkjumálaráðu- neyti bréf og mælist til þess að umsækjandi sem hlaut flest atkvæði verði skipaður í embætti. Ráðherra gefur síðan út skipunarbréf. Guð- fræðingur er vígður af biskupi til embættis. Prestur er settur í emb- ætti af prófasti. Um presta gilda lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Þeir eru æviráðnir. Sóknamefnd ræður ekki sóknarprest þótt hún velji hann í leynilegri kosningu. Þar af leiðir að hún getur ekki sagt hon- um upp. Presturinn situr að jafnaði sóknarnefndarfundi en hefur þar ekki atkvæðisrétt. Eigi að síður vega orð hans og skoðanir sem kertni- manns mjög þungt í allri umræðu sé allt með felldu í samskiptum hans og sóknarnefndar að öðru leyti. Vert er að minna á merkingu orðsins embætti í þessu sambandi en það er skylt orðinu ambátt. Presturinn er því þjónn en ekki herra. III. Veldur hver á heldur, segir mál- tækið. John Finney, biskup í ensku kirkjunni, segir í bók sinni Under- standing Leadership, að það sé nán- ast spaugilegt að sjá breytingar sem verða á söfnuðum við prestaskipti. Hann vitnar í tölfræðileg gögn og segir að persóna prestsins, andlegt líf hans og stjórnunarhæfileikar skipti sköpum várðandi vöxt og við- gang safnaðarlífsins. Og þetta á ekki aðeins við um prestana, heldur líka þá sem leiða nefndir, félög og hópa á vegum safnaðarins. Hann bendir ennfremur á að það sé viss tregða meðal presta að viðurkenna þessa staðreynd. Þeir halda því gjarnan fram að önnur lögmál gildi um kirkjuna en gengur og gerist í mannlegu samfélagi. Kirkjan er, segja þeir, andlegur líkami sem lýtur stjórn Krists, en ekki mannlegt skipulag undir stjórn sóknarprests- ins. Þetta eru að hluta til varnar- hættir prestanna - ef safnaðarlífinu hrakar þá er það ekki þeirrá sök. George Carey, erkibiskup af Kant- araborg, tekur I sama streng og Finney í formála áðurnefndrar bókar er hann segir: „Söfnuðir og samfélög vaxa vegna leiðtoga með framtíðar- sýn. Á hinn bóginn, þegar söfnuðir missa móðinn og deyja nánast út, Pýramídaskipulag þar sem presturinn (P) er yfir aðra hafinn. Fremstur meðal jafningja Hér er presturinn fremstur meðal jafningja eins og skipulag þjóðkirkjunnar gerir ráð fyrir og kemur m.a. fram í því að presturinn er ekki í sóknarnefnd en situr fundi hennar og hefur þar áhrifavald. þá er orsökin oft, þó ekki alltaf, „leiðtogar“ sem kunna ekki að leiða aðra.“ Starfsaðstæður presta eru mjög misjafnar. En fram hjá því verður ekki gengið að presturinn gegnir lykilhlutverki í söfnuðinum. Hann getur stuðlað að endurnýjun safn- aðarlífsins og hann getur líka hindr- að að svo verði. Presturinn er leið- togi safnaðarins, lykilmaður og þjónn, fremstur meðal jafningja - primus inter pares. ^ Höfundur er prestur og starfar sem fræðslustjóri þjóðkirkjunnar. Hann hefur Doctor of Ministry próf í safnaðaruppbyggingu. ISLENSKT MAL I 827. ÞÆTTI spurði ég um höfund vísu sem ég veit ekki hvernig rak á fjörur mínar. Ég taldi mig „eiga “ að vita höfund- inn og hélt mig kannski verða mér til minnkunar, datt í hug að vísan hefði birst í bók sem ég hefði „átt“ að lesa. Ég lét þó slag standa og spurði um höfund að: „Manstu þegar lékstu mér lögin eftir Schumann, bjútífyllri enginn er eða meira hjúman." Gísli Konráðsson vakti fyrstur manna athygli mína á því, að þarna væri vísan hvorki rétt né full. Fyrsta lína ætti að vera: Langt er síðan lékstu mér og við ættu að bætast tvær línur til loka: Drottinn, guð, ég þakka þér að þekkti ég slíkan vúmann. Ekki vissi nafni minn að svo stöddu um höfund, en datt í hug að hann og Ámi Jónsson (bóka- vörður) hefðu lært þetta af Sig- fúsi Halldórs frá Höfnum, er hann kom úr Vesturheimi til Akureyrar. Ekki miklu síðar hringir til mín Guðmundur Benediktsson í forsætisráðuneytinu og ráðlegg- ur mér að fletta upp í Carminu (myndabók M.A.) árgangi 1938, en það ár varð Jóhann bróðir Guðmundar stúdent. Og viti menn: þama stóð vísan, en engir stafir undir og ekkert sem benti til þess hver væri höfundur. Orð- in voru alveg eins og Gísli Konr- áðsson hafði lært, en stafsetning sumstaðar enskuleg: Langt er síðan lékstu mér lögin eftir Schumann, beauti-fyllri enginn er eða meira human. Drottinn guð ég þakka þér að þekkti ég slíkan woman. Víkur nú sögunni aftur til nafna míns. Hann hitti að máli hinn stálminnuga mann, Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum, og ekki vafðist fyrir honum að feðra Umsjónarmaður Gísli Jónsson 833. þáttur vísuna. Örugglega eftir Tómas Guðmundsson. Litlu síðar fékk ég bréf frá tveimur mönnum, hvomm í sínu lagi, sem báðir fullyrtu að vísan væri eftir Tóm- as, en höfðu „engin“ í þriðju línu og „minn“ fyrir „guð“ í 5. línu. Taldi ég nú málinu lokið. En rétt áður en þáttur þessi fór í vinnslu hringir í mig Karl Strand læknir og telur að vísan sé eftir Karl ísfeld skáld (svona um 1934), en skammt var á milli þeirra nafnanna í Menntaskólan- um á Akureyri. Hann hafði ráð- fært sig við próf. Ármann Snæv- arr sem var sama sinnis. Vera má að tilvist vísunnar í Carminu 1938 styrki þetta, þótt erfitt sé að ganga gegn fyrmefndum af- dráttarlausum vitnisburðum. En svona er munnlega geymdin, og gaman að þessu, og hafi þeir allir þakkir sem veitt hafa mér aðstoð. Kannski kemur eitthvað nýtt fram enn? Ratatoskur heitir íkomi, er renna skal að aski Yggdrasiis, amar orð hann skal ofan bera og segja Niðhöggvi niður. Þetta er 32. vísa Grímnis- mála, og er það kvæði fomt. Snorri Sturluson kann skil á þessu í Eddu sinni. Hann segir að höfuðstaður eða helgistaður goðanna sé „að aski Yggdrasils“. En hann er allra tijáa mestur og bestur. Svo er að skilja sem hann hafi verið burðarás og máttarstólpi tilvemnnar. Yggur var Óðinsheiti, en drasill merkti hestur, sbr. drösull. Þágufall þessara orða gerir þau lítt eftir- sóknarverð til daglegs brúks. Hver vill ríða á drasli eða drösli? Hestur Óðins var Sleipnir, en hvers vegna askurinn var kennd- ur til hans er vafasamt. Ymislegt dýralíf var í askin- um. Sat öm í toppi og var marg- vís, en milli augna honum hauk- urinn Veðurfölnir. Undir askin- um var óvætturin Níðhöggur eða Niðhöggur og gnagaði neðan askinn. Fjórir hirtir rannu í lim- um asksins, og kunnu menn að nefna þá, ef lærðir vora. Kvikind- ið Ratatoskur „bar öfundarorð“ milli amarins og Níðhöggs. Orðið Ratatoskur gæti út- lagst „Nagtanni". Fyrri hlutinn er af sömu rót og rotta, e. rat, lat. rodo = naga. Englendingar kalla nagdýr rodents. Síðari hlutinn er skyldur orðinu tönn, e. tusk = skögultönn, lat. dens = tönn (sbr. e. dentist = tann- læknir), þýsku Zahn = tönn, ísl. tanni. Svo segir í 35. vísu Grm. að askur Yggdrasils yrði fyrir miklu hnjaski: Askur Yggdrasils drýgir erfíði meira en menn viti: hjörtur bítur ofan, en á hliðu fúnar, skerðir Níðhöggur neðan. ★ Rétt er að tala um að snurða hlaupi á þráðinn eða að eitthvað sé snurðulaust, eftir atvikum, ekki segja að „snuðra" hlaupi á þráðinn eða eitthvað sé „snuðru- laust“. Snurða er lykkjuhnútur sem hleypur sjálfkrafa á band og leysa þarf áður en áfram er spunnið (sjá Merg málsins). Á dönsku ér samsvarandi orðasam- band: (der er kommet) en kurre pá tráden (mellem dem). (Tungutak nr. 85.) Kata er lipur við kokkinn með krullaða dökkbrúna lokkinn, og hrifningin vex, því að harkan er sex með seytlandi sælu um skrokkinn. (Kristján málari.) ★ Auk þess er húsráð við nef- dreyra sem nú kallast almennt blóðnasir: Láttu nefið slota vel ofan fyrir búkinn, uns hjartað stöðvast. e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.