Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 514 þúsund í bætur vegna meiðsla við handtöku HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrr- verandi lögreglumann og íslenska ríkið sameiginlega til að greiða manni 514 þúsund krónur í skaða- og miskabætur vegna áverka sem hann hlaut við handtöku. Lögreglu- maðurinn sem í hlut á hefur áður verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið varðhald og verið sviptur starfi vegna málsins. Maðurinn var handtekinn að næturlagi milli jóla og nýárs 1990 eftir að hafa ekki sinnt fyrirmælum lögreglumanna sem kvaddir höfðu verið að húsi við Bergþórugötu þar sem samkvæmi stóð yfir. Sannað þótti að lögreglumaður- inn sem dæmdur er í málinu hefði tekið manninn tökum og drégið hann rænulausan eða rænulítinn í Fjarlægja á 125 hús af Keflavíkurflugvelli Verðmætið áætlað um 380 millj. Á NÆSTU árum á að fjarlægja 125 einingahús sem staðsett eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Runólf- ur Guðjónsson í Vogum á Vatns- leysuströnd falast eftir sex húsanna sem auglýst voru til sölu i sumar í því skyni að flytja þau til Voga á næstunni. Runólfur segir að mikið verðmæti sé fólgið í húsunum 125 og timbrið í þeim séu sennilega um 380 milljóna króna virði. Bygginganefnd Vatnsleysu- strandahrepps tók umsókn um upp- setningu húsanna fyrir nýverið og hafnaði erindinu. Síðan hefur Run- ólfur látið gera teikningar af húsun- um samkvæmt íslenskum staðli og að hans sögn hefur Þórður Guð- mundsson, formaður bygginga- nefndarinnar, ákveðið að taka mál- ið fyrir á nýjan leik á fundi bygg- inganefndar n.k. þriðjudag. Húsin sem um ræðir eru um 250 fermetrar að stærð á tveimur hæð- um og í hverju þeirra eru tvær íbúð- ir. Þau eru klædd að utan með asb- est en Runólfur segir að verði af flutningi húsanna til Voga verði klæðningin tekin af þeim. átt að lögreglubíl en sleppt svo tak- inu þannig að andlit mannsins skall í götuna. Við þetta brotnuðu 7 tenn- ur í manninum, auk þess sem hann hlaut ýmiss konar bólgur, mar og skrámur í andliti. í sakamáli sem höfðað var gegn lögreglumanninum þótti sannað að aðgerðir hans hefðu verið miklu harkalegri en tilefni var til og hann var því dæmdur til fyrr- greindrar refsingar. Harðneskjulegar aðgerðir í sérstöku bótamáli sem höfðað var vegna þeirra áverka sem mað- urinn hlaut og þess tjóns og miska sem hann hefði orðið fyrir af þeim sökum var lögreglumaðurinn jafn- framt dæmdur til að greiða honum bætur í héraðsdómi en þar var rík- ið sýknað af kröfum. í dómi Hæstaréttar í gær er vi's- að til fyrri niðurstöðu um að aðgerð- ir lögreglumannsins hafi verið miklu harðneskjulegri en aðstæður gáfu tilefni til. Hins vegar sé óum- deilt að hann hafi þá tekið þátt í lögregluaðgerðum og hafi verið að vinna starf sitt. Þó hann hafi farið út fyrir starfsskyldur sínar með harkalegum og óvenjulegum hætti, þyki atferli hans vera í nægilegum tengslum við löggæslustarf til þess að felld verði bótaskylda á ríkið eftir reglunni um vinnuveitanda- ábyrgð. Því voru ríkið og lögreglumaður- inn fyrrverandi sameiginlega dæmd til að standa skil á 514 þúsund króna bótum til mannsins og ber sú íjárhæð vexti frá í febrúar 1992. Við málflútning fyrir Hæstarétti hafði lögmaður lögreglumannsins vísað til þess að vitnisburður tann- læknis fyrir héraðsdómi bendi til þess að áverkar á tönnum mannsins hafi ekki orðið af völdum lögreglu- mannsins heldur vegna óvarlegrar meðferðar annarra lögreglumanna síðar um nóttina. Hæstiréttur segir þessi gögn hafa legið fyrir í refsimálinu og því verði ekki fallist á mótbárurnar nú. Leggja beri til grundvallar að þau meiðsli sem um var fjallað í refsi- málinu verði að öllu leyti rakin til háttsemi lögreglumannsins og beri hann því ábyrgð á tjóni mannsins. Ráðherrar á fundi um fíkniefna- vandann FÍKNIEFNAVANDINN verður til umræðu á opnum fundi sem hald- inn er í tengslum við kjördæmis- þing reykvískra sjálfstæðismanna í dag. Fundurinn verður í Súlnasal Hótel Sögu. Yfirskrift fundarins er Fíkni- efnavandinn - hvað er til ráða. Hann hefst kl. 15, að Ioknum aðal- fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna, og er öllum opinn. Framsögumenn eru Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra, sem íjallar um fíkniefnavandann og réttarfarið, Björn Bjarnason menntamálaráðherra fjallar um forvarnir í skólakerfmu, Gunnar Jóhann Birgisson borgarfulltrúi fjallar um hvernig löggjafinn og stjórnvöld geti brugðist við, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkniefnavörn- um, fjallar um hvað heimili, skóli og almenningur geti gert, Björn Halldórsson, lögreglufulltrúi, ræðir umfang fíkniefnavandans og lög- gæslu og Einar Gylfi Jónsson, sál- fræðingur íjallar um neyslu ungl- inga, áhættu- _og áhrifaþætti. Þá greina Ólöf Helga Þór, for- stöðumaður RKÍ-hússins Sigrún Hv. Magnúsdóttir, forstöðumaður Tinda og ónafngreindur aðstand- andi fórnarlambs fíkniefna um kynni sín af vandanum. Að loknum framsöguræðum verða pallborðsumræður undir stjórn Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfulltrúa. Árni Sigfússon borgarfulltrúi er þingforseti. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna er í dag, fyrir opna fundinn og hefst kl. 13.30. --------------- Jón Baldvin og Svanfríður ræða framtíðina FRAMTÍÐ jafnaðarstefnunnar vefður til umræðu á fundi í húsi Alþýðuflokksins í Keflavík, Hafnar- götu 31, 3. hæð, í dag, laugardag- inn 27. janúar, kl. 16. Framsögumenn verða Svanfríður Jónasdótti varaformaður Þjóðvaka og Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins. Það eru ungir jafnaðarmenn sem standa fyrir fundinum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sýning á bestu blaðaljósmyndunum SÝNING á bestu ljósmyndum lið- ins árs verður opnuð í Gerð- arsafni í Kópavogi í dag, laugar- dag, en Blaðamannafélag íslands og Blaðaljósmyndarafélag ís- lands standa I sameiningu að sýningunni, sem nú er haldin í sjötta sinn. Alls eiga 16 blaða- og fréttaljósmyndarar myndir á sýningunni, sem eru samtals 120 talsins, en í gær unnu ljósmynd- arar af kappi við að setja upp sýninguna, þar á meðal Júlíus Siguijónsson, Kristinn Ingvars- son, Arni Sæberg, Þorkell Þor- kelsson og Ásdís Ásgeirsdóttir, ljósmyndarar á Morgunblaðinu. Sýningin verður opnuð almenn- ingi klukkan 15 í dag og verður síðan opin alla daga nema mánu- daga fram til 11. febrúar. Fjárhagsáætlun Seltjarnarness gerir ráð fyrir 82,5 milljónum króna til eignabreytinga Aætlaðar tekjur 501 milljón króna BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1996. Tekjureru áætlaðar 501 milljón króna, áætluð gjöld eru rúmar 418,4 milljónir króna og til eignabreytinga er áætlað að veija 82,5 milljónum. Samkvæmt áætlun- inni er gert ráð fyrir að útsvar verði 8,4%. Tillaga um frestun Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá. Í upphafi fundar lögðu fulltrúar Bæjarmála- félagsins fram tillögu um að síðari umræðu yrði frestað til næsta fund- ar en tillagan var felld. í greinar- gerð með tillögunni segir að bæjar- fulltrúum hafí verið send ófullnægj- andi gögn og að fjárhags- og launa- nefnd hafí ekki fengið tíma til að ræða við forstöðumenn stofnana og formenn nefnda. Ellf- og örorkulífeyris- þegar fá afslátt í frétt frá bæjarstjórn kemur fram að forsendur fjárhagsáætlun- ar séu 8,4% útsvar, 0,375% fast- eignagjald af fasteignamati og 1,12% fasteignagjald af atvinnu- húsnæði og óbyggðu landi. Vatns- skattur er 0,15% af fasteignamati, urðunargjald fyrir sorp er 4.000 krónur á hveija íbúð og sorphreins- unargjald er 2.800 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Sameiginlegar tekjur skiptast þannig að útsvar er 415 millj. eða 82,83% og fasteignaskattur 66,5 millj. eða 13,27%. Aðrar tekjur eru 500 þús. eða 0,10%, arður af hita- veitu 12 millj. eða 2,40% og arður af vatnsveitu er 7 millj. eða 1,40%. Mest til fræðslumála í rekstraryfírliti kemur fram að til fræðslumála verði varið rúmum 133,6 millj. eða 26,68% af tekjum. Næststærsti liðurinn er götur, hol- ræsi og umferðarmál en til þeirra verður varið rúmum 46,7 millj. eða 9,33% af tekjum. Þá koma al- mannatryggingar og félagshjálp en til þeirra verður varið rúmum 41,9 millj. eða 8,37% af tekjum og til yfirstjórnar bæjarins verður varið rúmum 34,2 millj. eða 6,83% af tekjum. Til eignabreytinga verður varið rúmurn 82,5 millj. eða 16,48% af tekjum. Þar vegur þyngst bygging leikskóla en til þeirra framkvæmda er áætlað að veija 40 millj. Þá koma afborganir langtímaskulda sem eru um 31,1 millj. Hærri arðgreiðslur af veitufyrirtækjum Bæjarfulltrúar bæjarmálafélags- ins lögðu fram bókun á fundinum þar sem segir að í fjárhagsáætlun fyrir árið 1996 sé gert ráð fyrir 501 millj. í tekjur, sem sé tæplega 7% aukning milli ára. Athygli veki að gert sé ráð fyrir hærri arðgreiðslum af veitufyrirtækjunum miðað við síðastliðið ár. Fulltrúarnir telji því eðlilegt að lækka þjónustugjald veitnanna í stað þess hækka arð- inn. Fram kemur að til eignabreyt- inga séu áætlaðar 88 millj. Þar af fari 31 millj. til afborgana lána en 40 millj. til byggingar nýs leik- skóla. Fulltrúar Bæjarmálafélags- ins leggi áherslu á byggingu nýs leikskóla. Hann þurfi að geta tekið til starfa í haust og því sé líklega um vanáætlun að ræða ef það ætti að takast. 70 þús. til forvarna í fíkniefnamálum Dregið sé úr verklegum fram- kvæmdum og viðhaldsverkefni sett í salt. Bent er á að þær 6 millj. sem áætlaðar séu til skólalóðarinnar við Mýrarhúsaskóla séu vanáætlaðar én brýn þörf sé fyrir vandaða skóla- lóð. Loks segir, „Fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram hefði mátt vanda betur og vera raunsærri. Benda má á að til forvarna í fíkni- efnamálum undir liðnum áfengi- svarnarráð er einungis áætlaðar 70 þúsund krónur. Gera verður stór- átak í þessum rnálurn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.