Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 45 FÓLK í FRÉTTUM „ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HREKKJALOMAR utan við Herjólfsbæ í Herjólfsdal þar sem þeir ætluðu að heimsækja Ásmund á afmælinu. ÁSMUNDUR Friðriksson, fisk- verkandi og blaðurfulltrúi Hrekkjalómafélagsins í Vest- mannaeyjum, hélt upp á fer- tugsafmæli sitt fyrir skömmu. Ásmundur bauð vinum og vandamönnum til afmælisteitis í Heijólfsbæ, húsi Oddfellow- reglunnar í Eyjum og heimsóttu margir Ásmund á þessum tíma- mótum. Ásmundur var einn af stofn- endum Hrekkjalómafélagsins í Eyjum og hefur haft með hönd- um embætti blaðurfulltrúa fé- lagsins. Félagar hans í Hrek- kjalómafélaginu heimsóttu af- mælisbarnið að sjálfsögðu og það oftar en einu sinni. Fyrst héldu þeir inn í Heijólfsdal þar sem Herjólfsbær, rústir bæjar landnámsmannsins Herjólfs, eru, og ætluðu að heimsækja Ásmund þar, en hann hafði boð- ið til veislu í Heijólfsbæ. Enginn var Ásmundur á svæðinu en settur var á svið leikþáttur sem kvikmyndaður var og sýndur í afmælishófinu um kvöldið. Að því loknu var haldið til heimils Ásmundar við Smáragötu undir lúðraþyt þar sem Ásmundi var fært að gjöf fullvaxið 250 kílóa svín á fæti, gölturinn Slummi. Tók Ásmundur við gjöfinni á Fékk svín og nektar- dansmær í afmælis- HALLGRÍMUR Tryggvason og Árni Johnsen skelltu sér í hlutverk Vilborgar og Her- jólfs, feðginanna í Heijólfsbæ, og buðu Hrekkjalómana vel- komna í veisluna. lóðinni framan við hús sitt með tregablandinni ánægju. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hrekkjalómar færa Ásmundi dýr af þessari tegund í afmæl- isgjöf því er hann var þrítugur fékk hann lítinn grís að gjöf frá félögum sínum. Að sögn Hrek- kjalóma var þarna um sama dýrið að ræða en það hefur verið fóstrað fyrir Ásmund und- anfarin 10 ár og hefur vaxið og dafnað á þeim tíma líkt og afmælisbarnið. í afmælisveislunni sjálfri færðu Hrekkjalómar Ásmundi aðra gjöf, nektardansmærina indversku prinsessuna. Prins- essan var borin í salinn í rauð- klæddu baðkari sem rauður dúkur var breiddur yfir og þeg- ar Ásmundur lyfti dúknum af steig fáklædd prinsessan upp og rak honum rembings koss og dansaði síðan við afmælis- barnið áður en hún fækkaði fötum enn frekar á gólfinu fyr- ir framan hann. Ásmundur virtist þokkalega ánægður með þessa gjöf Hrekkjalómanna, en ekki fer sögum af því hvort eiginkona hans hafi verið jafn ánægð með uppátæki félaga hans í Hrekkja- lómafélaginu á afmælisdaginn. AFMÆLISBARNIÐ Ásmundur Friðriksson með afmælisgjöfina, göltinn Slumma, og er ekki annað að sjá en að hann sé ánægður með gjöfina. ÁSMUNDUR opnar „pakkann" sem Hrekkja- lómar gáfu honum og innihélt indversku prins- essuna. ÁSMUNDUR sæll og glaður með gjöfina frá Hrekkjalómum, nektardansmærina Indversku prinsessuna. Allra síðasta sýning ’ Matseðill 1 Forréttur: Freyðivínstónuð laxasúpa m/r)ómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðvi dijon m/pútlvinssósu, kryddsteiktum jarðeplum, I gljáðu grænmeti og fersku salati. Eftirréttur: Heslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxmm. Verð kr. 4.600 Sýninearverð. HÖTEL íALANÓ 2.000 L Borðapantanir í síma 568 7111. á Ath. Eneinn aðgangseyrir á dansleik, Hótel Island þar sem BJÖRGVIN HALLDÓRSSON rifjar upp öll bestu lögin frá 25 ára glæstum siíngferli ásamt fjölmörgum frábærum listamönnum í glæsilegri sýningu. Gestasöngvari: SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR Hljómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÖARSON ásamt 10 manna hljómsveit Kynnir: r JÓN AXi:i, ÓIAFSSON / Dansahöfundur: j HF.LF.NA JÓNSDÓTflR J Dansarar úr BATTU flokknuJ Handrit og leikstjórn: M BJÖRN (i. IiJÖRNSSON ■ Spænski sögnvarinn og iljómborðslcikarínn Gabricl Garcia Dan Salvador lcikur fvrir matargesti Hljómsvcitin Karnia í Aðalsal Ásbyrgi: Spænski söngvarinn Gabriel Garcia San Salvador Sértilbod á hótelgistingu. stmi 56ti 8999. imennimir og Stefán Jöknlsson halda uppi stuðinu á Mímisbar. Súlnasklur lokaður vegna einkasamkvæmis. Jf | -þín saga! ir' Catalina (áður Mamma Rósa) Hamraborg 11, sími 554-2166 e* baraeinplgtabúðvestí^o* AUSTURSTRÆTI 8 sími 588 47 17 umboðsjiöili eftirfarandi merkja foo+® REtOWIS SflBBHCCES SÍ & umboösaöil: *m®s HEflUENbY# HLJÓMAUNDlangnainnstastórfirrirtaBld&ialandiogþóvíðarvarileitaa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.