Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Stjórnarmyndunarviðræður í Póllandi Litlar líkur á sérfræð- ingastjóm Varsjá. Reuter. ALEKSANDER Kwasniewski, for- seti Póllands, féllst í gær á afsagn- arbeiðni Jozefs Oleksys forsætis- ráðherra, sem ákvað að láta af embætti vegna ásakana um að hann hefði verið á mála hjá leyni- þjónustu Sovétríkjanna og síðar Rússlands. Forsetinn tók tiilögu um sérfræðingastjórn fremur fá- lega og hefur tvær vikur til að til- nefna næsta forsætisráðherra. Hann fól Oleksy að gegna embætt- inu til bráðabirgða þar til ný stjórn verður mynduð. Forystumenn stjórnarflokkanna tveggja - Lýðræðislega vinstra- bandalagsins, flokks fyrrverandi kommúnista, og Bændaflokksins - hafa deilt um hver eigi að taka við embættinu en ólíklegt þykir að þeir slíti stjómarsamstarfinu vegna deilunnar og boði til kosn- inga. Leiðtogar miðflokksins Frelsis- sambandsins ræddu við Kwasn- iewski í gær og lögðu til að mynd- uð yrði stjóm sérfræðinga undir forystu Wladyslaws Bartoszewsk- is, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem er ekki flokksbundinn. Rök þeirra voru þau að slík stjórn gæti öðlast traust þjóðarinnar eftir allt uppnámið sem ásakanirnar á hend- ur Oleksy ollu. Leszek Balcerowicz, leiðtogi Frelsissambandsins, sagði að for- setinn hefði lofað að kanna þennan möguleika en Kwasniewski kvaðst JOZEF Oleksy, fráfarandi forsætisráðherra Póllands, eftir að hafa lagt fram formlega afsagnarbeiðni í gær. efast um að slík stjórn fengi næg- an stuðning á þingi. Leiðtogar stjórnarflokkanna höfnuðu tillög- unni. Varasamt embætti Jozef Lochowski, einn af for- ystumönnum Bændaflokksins, sagði að betra kynni að vera fyrir flokkinn að falla frá kröfu um að fá forsætisráðherraembættið. „Með því að taka við forsætisráð- herraembættinu myndi flokkurinn setja sig í hættu og lenda í fremstu víglínu á mjög erfiðu skeiði í pólsk- um stjórnmálum," sagði hann. „Það er ekki gott fyrir flokkinn að vera í fremstu víglínu og taka á sig öil höggin í átján mánuði fyrir kosningar.“ Aðrir forystu- menn Bændaflokksins vilja halda til streitu þeirri kröfu að Miroslaw Pietrowicz áætlanaráðherra verði næsti forsætisráðherra. Bænastund í Jerúsalem MÚSLIMSKAR konur Iiggja á bæn við al-Aqsa-moskuna í Jerúsal- em sem er með helstu helgistöðum íslamskrar trúar. í gær var fyrsti föstudagur föstumánaðarins Ramadan og komu um 110 þúsund múslimar til Jerúsalem af því tilefni þó svo að mörgum Palestínumönnum frá Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum hafi verið meinað af ísraelskum öryggissveitum að koma inn í borgina. Fjárlög vestra Ásáttir um niðurskurð New York. Reuter. ALICE Rivlin, íjárlagastjóri Hvíta hússins, tilkynnti í fyrra- kvöld, að Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar repúblikana hefðu náð sam- komulagi um 700 milljarða doll- ara niðurskurð á fjárlögum. Kvað hún það nóg til að ná markinu um hallalaus fjárlög ásamt. hóflegri skattalækkun. Rivlin sagði, að nú ættu forset- inn og þingið að koma sér sam- an um að afgreiða fjárlögin og deila síðan um það í komandi kosningabaráttu hvort rétt væri að skera fjárlögin enn frekar niður til að unnt væri að lækka skattana meira. I deilunni um fjárlögin hafa repúblikanar verið því andvígir að auka svigrúm ríkisins til auk- inna lántakna en Rivlin sagði, að þeir væru farnir að átta sig á, að.það væri nauðsynlegt. Að öðrum kosti væri hætta á, að Bandaríkjastjórn gæti ekki greitt af lánum sínum. Til þess mætti aldrei koma. Lánaþakið yrði að hækka fyrir 1. mars og Rivlin kvaðst viss um, að skyn- semin yrði ofan á fyrir þann tíma. John A. Taylor tekinn af lífi í Utah Brast í grát fyrir aftökuna Draper. Reuter. FIMM manna aftöku- sveit batt í gær enda á líf Johns Alberts Taylors í fangelsi í Utah í Bandaríkjunum en hann hafði verið dæmdur til dauða fyr- ir barnsmorð. Var þetta fyrsta aftakan sinnar tegundar í Bandaríkjunum frá 1977. Taylor, sem var dæmdur til dauða 1989 fyrir að nauðga og myrða 11 ára gamla stúlku, Charla King að nafni, brast í grát nokkru fyrir aftökuna en áður hafði hann farið með bænir og sálma með kaþólskum presti. Það var síðast 1977, að dauða- dæmdur fangi, Gary Gilmore, var leiddur fyrir aftökusveit en í henni eru fimm menn og er riffill eins þeirra með púðurskoti. Þeir geta því allir talið sér trú um að hafa ekki skot- ið manninn. Síðustu orðin Fréttamaðurinn Paul Murphy, sem var vitni að aftökunni, segir, að lesa hafi mátt óttann úr augum Taylors en snælda með síðustu orðum hans var leikin fyrir fréttamenn að aftök- unni lokinni. „Ég vil að síðustu minna fjölskyldu mína og vini á það, sem segir í ljóðinu, „minnist mín en leyfið mér að fara“,“ sagði Taylor. Síðasta máltíðin hjá Taylor var pizza, sem hann snæddi með frænda sínum, Gordon Lee, en hann átti erfitt með að halda henni niðri. Fyrir aftökuna var hann bundinn niður í sérstakan stól og einnig var bundið fyrir augun. Lög- fræðingar hans höfðu reynt að fá hann til að samþykkja, að máli hans yrði áfrýjað til alríkisdómstóls en á það vildi hann ekki fallast. Lítil andstaða við dauðarefsingu I Utah geta dauðadæmdir menn valið á milli banvænnar sprautu og aftökusveitar og efndu andstæð- ingar dauðarefsinga til mótmæla fyrir utan fangelsið og víðar. Lítil þátttaka var þó í þeim og Joe Bak- er, einn af frammámönnum Am- nesty Intemational í Bandaríkjun- um, segir, að opinberar aftökur séu orðnar viðtekin venja þar í landi og láti almenningur sig þær litlu skipta. John A. Taylor Hungursneyðin í Norður-Kóreu Rauði kross S-Kóreu til hjálpar Talið að um 130.000 manns eigi á hættu að deyja úr sulti Seoul. Reuter. RAUÐI krossinn í Suður-Kóreu sendi í gær hjálpargögn áleiðis til Norður-Kóreu þar sem embættis- menn Alþjóða Rauða krossins telja að um 130.000 eigi á hættu að deyja úr sulti. Sendir voru 100.000 pakkar af núðlum, 20.000 sokkapör og 2.000 teppi. Búist var við að skipið, sem lagði upp frá borginni Inchon, kæmi í höfn í Norður-Kóreu snemma í dag, laugardag. Suður-Kóreustjórn hefur neitað að grípa til umfangs- mikilla aðgerða vegna vandans nema kommúnistastjórn grann- landsins í norðri taki upp vinsam- legri samskipti. í fyrra sendi S- Kórea skip með korn tíl norðurhlut- ans en það var kyrrsett um hríð og neytt til að draga upp fána kommúnistaríkisins. Hjálpargögn fyrir hermenn Stjórnvöld í Seoul ségja að ekk- ert sé hægt að fullyrða um það hvar neyðargögn hafni, þau geti lent hjá n-kóreska hernum sem hefur mikinn viðbúnað á landa- mærum ríkjanna tveggja. Fundur fulltrúa S-Kóreu, Japans og Bandaríkjanna um ástandið og aðstoð við N-Kóreu, sem haldin var á Hawaii á föstudag, fór út um þúfur. Ekki tókst að ná samkomu- lagi um það hvernig meta ætti matvælavandann. Nær engar áreiðanlegar upplýsingar er að fá hjá stjómvöldum í höfuðborg N- Kóreu, Pyong-yang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.