Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 19.04.1995, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 65 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA HK-LIÐID varð íslandsmeistari í fimmta aldursflokki í blaki. Fremri röð frá vinstri: Albert H.N. Valdimarsson þjálfari, Maria Lena Ólafsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Ingólfur Hreinsson, Aftari röð frá vinstri: Ingvar Óskars- son, Daði Magnússon, Hákon Gunnarsson og Steingrímur J. Guðjónsson. Morgunblaðií/Frosti STÚLKUR frá Grundarfirði hrepptu guliið í þriðja flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Svanborg Kjartansdóttir, Sirrý Amardóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Jónína Kristbergsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Valdís Ásgeirsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Anna Björg Atladóttir og Sóley Ásta Karlsdóttir. Grundarfjördur fagnaði tveimur íslandsmeistaratitlum í blaki UNGMENNAFÉLAG Grundarfjarðar eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara í hópíþróttum þegar tveir stúlknaflokkar f félaginu stóðu uppi sem sigurvegarar á íslandsmótinu íblaki. Úrslita- keppni var haldin í íþróttahúsi Seljaskólans í Reykjavík síðustu dagana fyrir páska. Islandsmótið hefur verið leikið með svipuðu fyrirkomu- lagi og í handknattleiknum. Þrjú fjölliðamót voru haldin yfir veturinn, það fyrsta á Neskaupstað, annað á Húsavík og það þriðja í Reykjavík og tóku bestu liðin með sér stig inn í lokamótið. Til þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni þurftu liðin að taka þátt í öll- um mótunum. DÖGG Mósesdóttir [t.vj og Sóley Ásta Karlsdóttir. 3. flokkur vinsælastur Þriðji flokkur kvenna er að verða einn stærsti yngri árgangur sem komið hefur upp í blakinu hér á landi. Liðin í þessum aldursflokki eru skip- uð stúlkum frá þrettán ára aldur upp í sextán ára og vegna fjöldans í þess- um aldurshópi var Islandsmótinu skipt upp í tvær deildir hjá þessum flokki. Sigurvegari í fyrstu deild og jafn- framt íslandsmeistari varð lið Ung- mennafélags Grundarfjarðar sem hlaut 27 stig en lið Þróttar frá Nes- kaupstað hlaut þremur stigum færra. Segja má að baráttan hafi staðið milli þessara liða því Völsungur sem hlaut þriðja sætið var aðeins með fimmtán stig. Fyrirhuguð var sex liða úrslitakeppni í 1. deildinni en þar sem Sindri og Völsungur mættu ekki til leiks kepptu aðeins fjögur lið að þessu sinni. „Það má eiginlega segja að við séum fyrsta blakliðið frá Grundar- firði. Við vorum bytjaðar að spila blak þegar Haraldur [Grétar Guð- mundsson] þjálfari fluttist til Grund- arfjarðar og byijaði að kennað en það má líka segja að við höfum kunn- að ansi lítið þegar hann kom,“ sögðu þær Dögg Mósesdóttir og Sóley Asta Karlsdóttir, leikmenn í þriðja flokki Grundarfjarðarliðsins. „Við erum að sjálfsögðu ánægðar með titilinn en jafnframt svolítð svekktar yfir því hve fá lið mættu í úrsiitakeppnina," sögðu stúlkumar.Þess má geta að blak hefur einungis verið stundað í tvö og hálft ár á Grundarfirði og áhuginn er mikill, jafnt hjá þeim yngri sem eldri. Stúlkur frá Grundarfirði urðu einnig hlutskarpastar í fjórða flokki kvenna. Liðið sigraði Þrótt Neskaup- stað 2:0 og 2:1 en aðeins tvö félög kepptu í þessum flokki. KA-slgur í hörkuleik KA varð meistari í þriðja flokki karla eftir hörkuleik við Þrótt Reykjavík þar sem oddahrinu þurfti til að skera úr um úrslitin. KA sigr- aði 15:13, 12:15 og 15:12. Margir efnilegir strákar keppa í þessum flokki. Þróttur Neskaupsstað sigraði í fjórða flokki karla. Aðeins tvö lið spiluðu í þessum aldursflokki og höfðu austanmenn betur gegn nöfn- um sínum úr Reykjavík 2:0 í báðum leikjunum. Margir af piltunum úr þessu liðum leika einnig í þriðja flokki. HK varð meistari í fimmta aldurs- flokki en þar eru liðin blönduð strák- um og stelpum og spilararnir að fá sín fyrstu kynni af íþróttinni. HK sigraði í öllum leikjum sínum en Þróttur Neskaupsstað hafnaði í öðru sæti. Kapp lagt á að kynna blaklð Kapp hefur verið lagt á það hjá blaksambandinu að kynna íþrótt sína í vetur og til að mynda fengu rúm- lega 2400 krakkar á grunnskóla og framhaldasskólastigi leiðsögn í íþrót- inni. Búlgarinn Zdravko Demirev sem er landsliðsþjálfari kvenna og Jón Gunnar Sveinsson, fyrrum þjálf- ari Stjörnunnar stýrðu þessu verk- efni fyrir blaksambandið. Blakið hefur verið mjög vinsælt á landsbyggðinni en hefur átt erfiðar uppdráttar á höfuðborgarsvæðinu. Áhuginn þar er þó að aukast og nokkur félög eru að byija með blak í fyrsta sinn í yngri flokkunum. Blak- deild Fylkis var stofnuð síðasta haust og íþróttafélag Kvenna hyggst senda lið í íslandsmót yngri flokka næsta haust. UNGMENNAFÉLAG GRUNDARFJARÐAR sigraði í fjórða flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Karen Rós Sæmundsdóttir, Álfheiður Ágústsdóttir, Hanna Sif Ingadóttir og Ilrafnhildur Skúladóttir. Aft- ari röð frá vinstri: Marsibil Guðmundsdóttir, Guðrún Jóna Jósefsdótt- ir, Heiðrún Siguijónsdóttir, Helga Bjarnadóttir og Jóhanna Beck. SÓLVEIG Unnur Ragnarsdóttir [t.v.] og Margrét Ingvars- dóttir eru fyrirtiöar Fylkls f 3. flokki kvenna. Stelpur sýna blaki meiri áhuga heldur en strákar 4T Eg held að stelpur hafi almennt miklu meiri áhuga á blaki heldur en strákamir, það er eins og þeim þyki þetta eitthvað hallærisleg íþrótt, þeir eru meira fyrir fótbolta og körfubolta," sagði Sólveig Unn- ur Ragnarsdóttir, spilari með Fylki en Árbæjarfélagið stofiiaði blak- deild sl. haust. Sólveig er ásamt Margréti Ingvarsdóttur fyrirliði í 3. flokki. „Við vorum að leika okkur í blaki í fyrra og fengum þá mikinn áhuga fyrir þessari íþrótt. Það hefur verið meiri alvara í þessu í vetur enda erum við nú komin með lið á íslandsmótið," sagði Margrét. Þó keppni hafi lokið í þeirra aldursflokki sögðust þær ætla að æfa út aprílmánuð. „Það er eitt mót eftir hjá eldri stelpunum í öðrum flokki og hver veit nema við fáum að spreyta okkur með þeim.“ Tíu tíma akstur á mótsstað Guðmundur Árnþórsson og Elsa Sæný Valgeirsdóttir þurftu að dvelja í langferðabíl í tíu klukkustundir til að leika á íslandsmótinu en þau eru frá Neskaupstað og leika með liði Þróttar í fimmta flokki. „Ætli uppgjafimar séu ekki erfíðastar, þær mistakast stundum en eru mjög mikilvægar," sagði Guðmundur aðspurður um hvað væri erfíðast að læra. „Við höfum ekki spilað mikið í vetur og þetta er til dæmis í fyrsta skipti sem við keppum í Reykjavík. Það er ekki mikið um leiki hjá okkur en það á eftir að aukast þegar við fórum að leika með fjórða flokki,“ sögðu þau Guðmundur og Elsa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.