Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Macmill- an-for- lagið selt? MACMILIjAN-fjölskyldan í Bret- landi mun líklega bjóða bókaforlag það sem við hana er kennd til sölu á næstu mánuðum að sögn brezka blaðsins Financial Times. Blaðið spáir því að mörg erlend útgáfufyrirtæki, sem vilji auka um- svif sín í Bretlandi, muni keppast um að komast yfir Macmillan-forlagið. Macmillan er stærsta óháða bóka- útgáfan í Bretlandi. Pappírskiljufor- lagið Pan er í eigu hennar og um- svif fyrirtækisins ná til Bandaríkj- anna og Asíu. Fyrirtækið skilaði 15 milljóna punda hagnaði fyrir skatta 1993. Fjölskyldan á nánast öll hlutabréf í fyrirtækinu. Hambro-banki er fjöl skyldunni til ráðuneytis, en kunnasti fulltrúi hennar var Harold Macmill- an, fyrrum forsætisráðherra. í fyrstu mun hafa verið í athugun að gefa út fleiri hlutabréf. Kaupir Bertelsmann? Þýzkir útgefendur munu hafa sýnt Macmillan-forlaginu áhuga. Bertels- mann, umsvifamesta útgáfufyrirtæki heims, hefur þó ekki viljað staðfesta að viðræður við Macmillan standi yfír. Bertelsmann hefur sagt að fyrir- tækið vilji auka útgáfu sína á sér- fræðiritum annars staðar en í Þýzka- landi. Jafnframt bendir margt til þess að bókaútgáfa í Bretlandi sé að rétta úr kútnum, þrátt fyrir skuldir Dillon- bóksölukeðjunnar, sem er komin í eigu Thoprn EMI tónlistarfyrirtækis- ins. -----» ♦ ♦---- CompuServe býðurlnter- nethugbúnað Reuter/Variety BANDARÍSKA tölvunotendaþjón- ustan CompuServe ætlar að útvega áskrifendum sínum ókeypis hugbún- að til að gera þeim kleift að rekja sig um Veraldarvef Internetsins. Þriggja klukkustunda aðgangur að Intemetinu verður innifalinn í mánað- argjaldi CompuServe, en það er nú 9,95 dollarar (650 krónur). Hugbún- aðurinn sem dreift verður endur- gjaldslaust heitir CompuServe Net- Launcher og byggir á SPRY Mosaic, hann þykir auðveldur í notkun og veita greiðan aðgang að Veraldar- vefnum. CompuServe keypti hugbún- aðarfyrirtækið SPRY Inc. í síðasta mánuði fyrir 100 milljónir dala. CompuServe ætlar að fjölga tengi- gáttum fyrir notendur úr 40 þúsund nú í 90 þúsund í árslok. Þá verður vélbúnaður endurnýjaður til að geta þjónað 28,8 kbaud mótöldum í byrjun næsta árs. CompuServe mun bjóða PPP Internet-tengingu sem gerir notendum fjölda stýrikerfa kleift að tengjast. Fyrirtækið ráðgerir að fjár- festa 301 milljón dala næstu þrjú ár í tækni, búnaði og öryggi sem við- kemur Internetinu. -----♦ ♦ ♦---- Matsushita selurmynd- geislaspilara Tokyo. Reuter. JAPANSAKA rafeindafyrirtækið Matsushita markaðssetur á næsta ári nýjan diskspilara, sem verður hægt að nota fyrir nýja myndgeisla- diska og venjulega geisladiska. Matsushita segir að notuð verði sérstök „ljósdós", sem geti numið nýja, stafræna myndgeisladiska (DVD) og venjulega geisladiaka. Kvikmyndum má koma fyrir á diski, sem er á stærð við venjulegan geisla- disk, en getur geymt 15 sinnum meira efni. MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 17 '95 Iínan frá Philips - þú færð ekkert betra! PHILIPS hefur verið brautryðjandi í sjónvarpstækni um árabil. Gæði Philips tækjanna er löngu heimsþekkt bæði hjá fagfólki og almenningi. Þau þykja bera af hvað varðar mynd- og hljómgæði og ótrúlega góða endingu. Philips hefur kynnt hverja tæknibyltinguna á fætur annarri og sem dæmi um það má nefna 100 Hz tækin með „Digital Scan“ sem tryggir að titringur á mynd er algjörlega horfinn. Ekki má heldur gleyma hinni frábæru „Crystal Clear“ tækni sem eins og nafnið gefur til kynna eykur myndskerpu til mikilla muna. PHILIPS PT-472, 28" • Nýr BLACK-MATRIX myndlampi. Stóraukin myndgæði og lítill sem enginn glampi á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI “ litaskerping. (Colour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. {Surround hljúmur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. • 2x25W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp með íslenskum stöfum. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld i notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 94.700 kr. PHILIPS PT-532, 28" • BLACK-LINE S flatur myndlampi með sérstakri skerpustillingu og litlum sem engum glampa á skjá. • NICAM STEREO hljómur og tvö SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „CTI“ litaskerping. (Cotour transient improvement) • Úttak fyrir hljómflutningstæki. (Surround híjómur) • „SPATIAL SOUND“ bergmálshljómur. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • 2x30W innbyggður magnari. • Tenging fyrir heyrnartól. • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Fullkomin fjarstýring. Mjög einföld i notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. Verð 119.900 kr. PHILIPS PT-912, 29" • 100 riða „BLACK-LINE S, CRYSTAL CLEAR, EXTRA FLAT“ háskerpumyndlampi. Myndgæðin gerast ekki betri! Ekkert flökt. • „Mynd í mynd“ 'möguleikar. • Kyrrmynd á skjá. • „PICTURE STROBE” Ramma fyrir ramma stilling. • „DIGITAL SCAN“ eyðir öllu flökti I mynd. • „CINEMASCOPE" breiðtjaldsstilling. • „CTI“ litaskerping. (Colour transient improvement) • NICAM STEREO hljómur og þrjú SCART tengi fyrir STEREO móttöku. • „POWER BASS REFLECT SYSTEM“ kraftbassastilling. • Úttak fyrir hljómflutningstæki og aukatengingar fyrir viðbótarhátalara fyrir „SURROUND“ hljóm. • 2x50W innbyggður magnari. • Tengi framan á tækinu fyrir myndbandstökuvél. • S-VHS inngangur. • Tenging fyrir heyrnartól. <ö> PHILIPS Nýjungar fyrir þig! • Textavarp. • Barnalæsing á notkun. • Sjálfvirk innsetning sjónvarpsrása. • Mjög fullkomin fjarstýring. Sérlega einföld I notkun. • Tímastilling á straumrofa o.m.fl. verð 199.900 kr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 OO Umbobsmenn um latid allt. fMffltttutMjiMfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.