Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 19 Ný ríkisstjórn Lipponens í Finnlandi Skipan aðstoðar- ráðherra veldur erfiðleikum Helsinki. Morgunblaðið. NYRRI ríkisstjórn Paavos Lippon- ens, forsætisráðherra í Finnlandi, virðist þrátt fyrir góð áform ætla að ganga erfiðlega að semja um verkaskiptingu. Oðru fremur eru það fimm aðstoðarráðherraemb- ætti sem standa í mönnum. Eitt nýmælanna í stjórnarsátt- mála Lipponens er að skipa flokks- bundna aðstoðarráðherra til að jafna dreifingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna. Var í gær skip- aður vinnuhópur til að semja reglur um stöðu aðstoðarráðherranna. Fimm flokkar eiga aðild að ríkis- stjórn Lipponens, sem tók við völd- um sl. fimmtudag, Hægriflokkur- inn, Jafnaðarmannaflokkurinn, Vinstri sósíalistaflokkurinn, flokk- ur sænskumælandi Finna og Græn- ingjar. Samstarf vinstri- og hægri- flokka af þessu tagi á sér ekki sögulega hliðstæðu í Finnlandi en á stríðsárunum var við völd stjóm allra flokka. Jafnaðarmenn hlutu sjö ráð- herraembætti en hægrimenn fimm. Sauli Niinistö, leiðtogi hægri- manna, gegnir embætti dómsmála- ráðherra og er jafnframt varafor- sætisráðherra. Sérstakur Evrópu- ráðherra er nú í fyrsta skipti starf- andi og gegnir Ole Norrbaek, for- maður Sænska þjóðarflokksins, því embætti. Hann er einnig samstarfs- ráðherra Norðurlanda. Minni framlög til landbúnaðar Róttæk breyting er einnig á skipulagi landbúnaðarmála. í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að framlög til bænda minnki verulega á næstu árum og mun óflokksbundinn ráðherra, Kalevi Hemila, sjá um þá framkvæmd. Hann hefur áður séð um að leggja niður Landbúnaðarstjóm ríkisins, sem var lengi vel öflug stofnun við hlið landbúnaðarráðuneytisins. Þá hefur hann vakið athygli fyrir yfir- lýsingar um að vilja fækka finnsk- um bændum um tugi prósenta. Þar sem stjómarskrá Finnlands takmarkar fjölda ráðherra ákváðu stjórnarflokkarnir að skipa í fyrsta skipti sérstaka aðstoðarráðherra. Þeir verða pólitískir en ekki endi- lega sérfræðingar á sínu sviði. Þeir eiga að gæta hagsmuna flokka sinna í ríkisstjórninni í fjarveru flokksformanna og æðri fagráð- herra. Fyrsta ráðherraembætti græningja Stjórn Lipponens er einnig sögu- leg vegna þess að í henni á sæti ráðherra úr flokki græningja, en það er í fyrsta skipti sem græningj- ar sitja í ríkisstjórn í Evrópu. Pekka Haavisto formaður Græningja- flokksins hefur umhverfismál með höndum en einnig þróunaraðstoð. Jafnaðarmaðurinn Taija Halon- en er utanríkisráðherra og er hún fýrsta konan í Finnlandi, sem gegn- ir því embætti. í kosningabarátt- unni lofuðu jafnaðarmenn að ráð- herraembætti myndu skiptast jafnt á milli kynjanna. Meðal annars þess vegna var Pertti Paasio fyrr- um utanríkisráðherra útilokaður frá stjómarsetu. Alls sitja átján ráðherrar í stjóm Lipponens en nokkrum ráðuneyt- um, s.s. fjármálaráðuneytinu, hefur verið skipt á milli tveggja ráðherra. Sú verkaskipting auk skipanar að- stoðarráðherra hefur reynst erfið í framkvæmd. Þrátt fyrir mótmæli vinstri- manna og margra jafnaðarmanna gegnir hægrimaðurinn Iiro Viinan- en áfram embætti fjármálaráð- herra og ber þar ábyrgð á fjárlaga- gerð. Þykir það benda til þess að stjórnin hyggist halda áfram að skera niður ríkisútgjöld. Niður- skurðarstefna Viinanens var harð- lega gagnrýnd af vinstrimönnum í kosningabaráttunni. Ríkisútgjöld skorin niður Efnahagssérfræðingar telja hins vegar að Finnar verði að skera nið- ur ríkisútgjöld verulega á skömm- um tíma og er ákvæði þess efnis í stjórnarsáttmálanum. Viinanen til aðstoðar í fjármálaráðuneytinu er jafnaðarmaðurinn Arja Alho, sem einnig er titlaður fjármálaráðherra þó ekki sé komið á hreint hvaða verkefni hann muni hafa undir höndum. Óvissa ríkti um stjórnarþátttöku Vinstra bandalagsins og Græningja fram á síðustu stundu vegna and- stöðu innan flokkanna. Claes And- ersson, formaður vinstrimanna er nú menningarmálaráðherra, en hann er helst þekktur fyrir skáld- skap sinn og að vera ágætur djass- píanóleikari. Margir vinstrimenn eru þeirrar skoðunar að stjórnarþátttaka flokksins hafi það eitt að markmiði að koma í veg fyrir vinstri stjórnar- andstöðu. Fyrirhugaður niður- skurður mun einmitt fyrst og fremst beinast að þeim þjóðfélags- hópum, sem hvað helst kjósa Vinstra bandalagið, s.s. atvinnu- lausum verkamönnum. 1% Bandaríkja- manna á 40% eigna New York. Reuter. MUNUR á milli stétta er meiri í Bandaríkjunum en í nokkru öðru iðnríki, að sögn dagblaðsins New York Times. Vitnar blaðið í óbirtar hagfræði- og tölfræðiskýrslur, þar sem segir að samkvæmt nýjustu tölum, sem eru frá árinu, 1989, eigi 1% þjóðarinnar 40% eigna. Eignir eignir þeirra sem fylla hóp þeirra ríkustu eru að minnsta kosti 2,3 milljarðar dala. 20% Banda- ríkjamanna, sem eiga 180.000 dala eignir hið minnsta, eiga um 80% þjóðarauðsins. Ef þessar tölur eru bornar sam- an við Bretland, á 1% þjóðarinnar um 18% eignanna. Tekjulægstu 20% Bandaríkjamanna eiga 5,7% eigna en í Finnlandi eiga 20% hinna tekjulægstu 10,8% eigna. Þegar litið er á tekjur, kemur í ljós að 20% Bandaríkjamanna sem tekjuhæstir eru, vinna sér inn 55.000 dali eða meira, sem eru um 55% tekna eftir skatt. Hagfræðingurinn Edward Wolff hefur tekið saman þessar tölur. Ræddi blaðið við hann og fleiri hagfræðinga í leit að skýringum á þessum mun. Voru þeir ekki sam- mála um ástæðurnar, nefndu m.a. launamisrétti og minni aðstoð við þá tekjulægstu. Irakar hafna tilboði Sameinuðu þjóðanna FJÖLSKYLDA í Bagdad kaup- ir í matinn á útimarkaði á sunnudag. Talsmenn Iraks- stjórnar fóru í gær hörðum orðum um tilboð Sameinuðu þjóðanna er vilja slaka á við- skiptabanninu og leyfa Irak að selja olíu fyrir allt að tvo millj- arða dollara næstu sex mánuði til að kaupa brýnar nauðsynj- ar, mat og lyf. Segja írakar að tilboðið sé ógnun við sjálf- stæði og einingu ríkisins. Olíu- verð hækkaði á heimsmarkaði er fregnir bárust af svörum íraka og var verðið á mánudag hið hæsta í átta mánuði. Telja heimildarmenn að neikvæð viðbrögð íraka verði til þess að bið verði á því að írösk olía flæði inn á markaði en sljóm Saddams Husseins í Bagdad ræður yfir næst-mestu olíu- birgðum í heimi. Rússar standa ekki við samning PAVEL Gratsjov, varnarmála- ráðherra Rússa, sagði um helg- ina að Rússar gætu ekki staðið við alla skilmála Samnings um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu, fýrr en stríðinu í Tsjetsjníju lyki. Gratsjov sagði í samtali við Interfax-frétta- stofuna að rússnesk stjórnvöld vildu að ákvæði samningsins yrðu endurskoðuð en hann setur m.a. takmörk fyrir því hversu mikinn liðsafla Rússar geta sent til svæða á borð við Tsjetsjníju. Mongólskir fangar sveltir íhel FjÖLMARGIR fangar í Mongól- íu hafa soltið í hel vegna van- rækslu, ofbeldis og laga sem skylda þá til að vinna sér inn fyrir mat, að sögn mannrétt- indasamtakanna Amnesty Int- ernational. Hvetja samtökin mongólsk yfirvöld til að breyta lögum er varða meðferð fanga, sem margir hveijir séu sveltir fyrir réttarhöld til að knýja fram játningu. Berklar breiðast út í Bretlandi BERKLATILFELLUM hefur fjölgað mjög á meðal heimilis- lausra Breta og hafa ekki verið fleiri í þijátíu ár, að sögn bre- skrar líknarstofnunar. A þessu ári hafa 600 heimilislausir farið í læknisskoðun hjá stofnuninni og hafa 12 ný tilfelli greinst en það er eitt tilfelli á hveija fímmtíu. RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFERÐIR • RÚTUFE/9 Rútuferðir ti[ Evrópu voríð 1995 Rín oq Mósel í maí: Frankfurt, Rínardalur og Móseldalur. Brottför 18. maí, heimferð 24. maí. Verð 54.500. Stóra Evrópuferðin, 25. maí til 15. iúní: Flogið út og siglt heim. Pýskaland, Sviss, Ítalía, Slóvenía, Austurríki, Danmörk, Noregur, Færeyjar og ísland. Hálft fæði innifalið. Verð 159.500. . , . íslensk fararstiórn í öllum ferðum. Leitið nánari upplýsinga Ferðaskrifstofa GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 m 33 O JJ JJ C' H C *n m jj 0 jj o tíiGtía=mina • tíiGtíadnmtí • uiGtíadnintí • tíiGtíaanintí • tíiau^ c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.