Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gengu frá Eyj afirði til Þórsmerkur TVEIR menn, Hörður V. Haralds- son, 25 ára, og Norðmaðurinn Peter Istad, 27 ára, fóru á göngu- skíðum úr Eyjafirði til Þórsmerk- ur á þrettán dögum. Göngukapp- arnir lögðu af stað 5. apríl úr Þórmóðsstaðadal og voru komnir 17. apríl til Þórsmerkur. Fyrsti áfangastaður var Landakot og leiðin lá síðan um Fjórðungsöldu, Nýjadal, Há- gönguhraun, Jökulheima, Lang- asjó, Eldgjá, Strútslög og Hvanngil til Þórsmerkur. Félagarnir gengu samtals í ell- efu daga en stóðu af sér veður í tvo daga. Hörður sagði að einu leiðsagnartækin sem þeir félagar hefðu haft meðferðis hefði verið áttaviti. Að öðru leyti voru þeir vel búnir, m.a. með talstöð og neyðarsendi. Tveir sólardagar „Þetta gekk vel í alla staði og var ákaflega skemmtileg ferð. Við lentum reyndar í alls kyns erfiðleikum og hrepptum öll veð- ur, en þó ekki nema tvo sólar- daga. Það var mest þoka, snjó- koma eða rigning,“ sagði Hörður. Verkfall undirmanna á kaupskipum hófst á annan dag páska Fjögur skip hafa stöðvast í verkfallinu VIKULANGT verkfall undirmanna á kaupskipaflotanum, sem hófst á annan páskadag, hefur þegar stöðvað siglingu fjögurra skipa. Jónas Garðarson, formaður Sjómannasambands Reykjavík- ur, segir að fíeiri skip komi til hafnar í dag. Hann segir allsheijar- verkfall inni í myndinni, þokist ekkert í viðræðum. Verkfallinu lýkur aðfaranótt næstkomandi sunnudags. Jónas sagði að 160 til 170 manna hópur tilheyrði hópi undir- manna á kaupskipaflotanum. Verkfallið næði hins vegar aðeins til um éins þriðja hluta hópsins, því mörg skip væru annað hvort í erlendum höfnum eða á siglingu. Verkfallið hefur áhrif á siglingu skipa eftir að þau hafa verið af- fermd hér á landi og hafa fjögur skip, Laxfoss, Lagarfoss, Hofsjök- ull og Lómur, þegar stöðvast með þessum hætti. Von er á fleiri skip- um til hafnar í dag. Fundað að loknu verkfalli Jónas sagði að vinnuveitendur hefðu boðið svokallað ASÍ sam- komulag en hann nefndi að farið væri fram á 12.000 kr. hækkun á tæplega 50.000 kr. byijunarlaun. Hann sagði að viðræður hefðu stað- ið yfir í um mánuð og næsti fund- ur væri boðaður hjá ríkissáttasemj- ara að loknu verkfalli á mánudag. Þegar spurst var fyrir um af hveiju ekki hefði verið boðað fyrr til fund- arins sagði Jónas að sáttasemjari LAXFOSS er eitt þeirra skipa sem stöðvast hefur vegna verk- falls undirmanna á kaupskipaflotanum. réði ferðinni og hann styddi mat hans. Hann sagði að ekki yrði boð- að til formlegs félagafundar en mennirnir kæmu við á skrifstofunni þegar þeir kæmu í land. Jónas sagði að allsheijarverkfall væri inn í myndinni ef ekkert gengi í samningaviðræðum. Enn hefði hins vegar ekki verið tekin ákvörð- un um það. Morgunblaðið/Peter Istad HÖRÐUR við tjald þeirra félaga í Jökulheimum þar sem þeir gistu yfir nótt. Táragasi sprautað á lögreglumenn FLYTJA varð fjóra menn á slysa- deild, þar af tvo lögreglumenn, eftir að sprautað hafði verið í and- lit þeirra úr táragasbrúsa snemma á laugardagsmorgunn. Atburður- inn varð þegar lögreglan var kvödd að húsi á Langholtsvegi vegna ít- rekaðs ónæðis. Lögreglukona bar táragasbrús- ann utan á sér í belti en þegar verið var að rýma húsið náði ungl- ingsstúlka brúsanum af henni og sprautaði úr honum í kringum sig. Nágrannar hringdu þrívegis í lögreglu vegna ónæðis og slags- mála en alls munu hafa verið um 25 unglingar í húsinu þegar lög- regla kom á staðinn og var þar almenn ölvun. Húsráðandi hringdi einnig í lög- reglu þegar hún réði ekki lengur við ástandið. Foreldrar stúlkunnar voru í sumarbústað úti á landi og ætlaði hún að halda samkvæmi fyrir nokkra vini en boðið spurðist út með fyrrgreindum afleiðingum. Starfsmannafélag ríkisstofnana samdi fyrir 4.700 félaga sína Kj arasamningrir í sam- ræmi við ASI samninginn STARFSMANNAFELAG ríkis- stofnana skrifaði undir kjarasamn- ing við fjármálaráðherra, með fyrir- vara um samþykki félagsmanna, þann 12. apríl. Sigríður Kristins- dóttir, formaður félagsins, segir samninginn í samræmi við kjara- samning ASÍ. Samningurinn gildir til 31. desember árið 1996 og gerir ráð fyrir 2.700 kr. launahækkun 1. apríl sl. og aftur 1. janúar 1996. Lægstu laun hækka um 1.000 kr. til viðbótar í fyrra skiptið og deyr hækkunin smám saman út frá 50.000 kr. mánaðalaunum og verð- ur að engu við 84.000 kr. mánaða- laun. Starfsmannafélag ríkisstofn- ana er stærsta félag ríkisstarfs- manna með samtals 4.700 félaga. Sigríður lagði áherslu á að SFR- félagar væru lágt launaðir og auðvitað væri markmiðið að breyta því og bæta. „En lengra komumst við ekki núna og við munum leggja samningin í dóm félagsmanna í allsheijaratkvæða- greiðslu næstu daga. Þeirra er auðvitað að velja eða hafna,“ sagði Sigríður. Eins og í tveimur síðustu samn- ingum gerir samningurinn ráð fyrir sérstökum láglaunabótum. Hann gerir ráð fyrir að starfsmað- ur í fullu starfi, sem vinnur á reglubundnum vöktum og skilar til jafnaðar 40 klst. vinnu á viku allt árið, geti í stað greiðslna feng- ið frí á óskertum föstum launum í 88 vinnuskyldustundir á ári mið- að við heils árs starf. Önnur grein gerir ráð fyrir að sérmenntað starfsfólk á heil- brígðissviði, sem með samþykki stjórnar viðkomandi stofnunar stundi viðurkennt sérnám varð- andi starf sitt eða sæki fram- halds- eða endurmenntunamá- mskeið sem njóti viðurkenningar heilbrigðisvalda, haldi föstum launum með fullu vaktaálagi með- an slíkt nám vari, allt að þremur mánuðum á hveijum 5 starfsá- rum. Forsenda samningsins er að verðlagsþróun á samningstíman- um í heild verði áþekk því sem gerist í helstu samkeppnislöndum svo stöðugleiki í efnahagslífinu verði tryggður. Menntamál og launajafnrétti Bókanir með samningnum gera m.a. ráð fyrir að haldin verði nám- skeið fyrir sérmenntaða starfs- menn og ófaglærða. Skulu í því efni m.a. höfð hliðsjón af þeim regl- um sem gilda um námskeið fyrir starfsmenn annarra félaga í sam- bærilegum störfum. Tryggt verður sérstakt viðbótarframlag í starfs- menntunarsjóð þannig að unnt verði að halda allt að 14 námskeið (60-80 stunda) á samningstíman- um og eftir það samkvæmt frekari ákvörðun námskeiðsnefndar samn- ingsaðila. Félagsmálaráðherra hefur skipað vinnuhóp á grundvelli þingsálykt- unarum aðgerðir til að ná fram jafn- rétti kynjanna. Samningsaðilar munu að því er segir í samningnum fylgjast með framvindu þessa verk- efnis og taka niðurstöður starfs- hópsins til umfjöllunar þegar þær liggja fyrir og leggja mat á að hveiju leyti þær kunna að geta haft áhrif á kjarasamninga SFR og gerð þeirra. »•♦ ♦ Sleginn í höfuðið með byssu TIL ryskinga kom í samkvæmi á sveitabæ vestan við Borgarnes að- faranótt laugardags sem enduðu með því að maður var sleginn í 'höfuðið með byssu. í fyrstu var talið að hleypt hefði verið af byss- unni en nú þykir það ósennilegt. Ungmenni höfðu safnast saman á sveitabænum til gleðskapar og kom til átaka milli húsráðanda og manns sem átti að vísa út úr hús- inu. Lauk þeim með því að húsráð- andi barði gestkomandi með byssu í höfuðið. Hann var fluttur til lækn- is en ekki talinn alvarlega sár. Byssan var upphaflega riffill en búið er að breyta henni. Ekki er ljóst hvort byssan hafi verið að fullu samansett svo hægt væri að hleypa úr henni skoti. -♦.♦ ♦ Húsgögnum stolið úr gámum STOLIÐ var leðurhúsgögnum úr þremur gámum á lóð húsgagna- verslunarinnar Valhúsgagna í Ár- múla. Talið er að brotist hafi verið inn í gámana á tímanum frá laugar- degi til þriðjudags. Verðmæti þýfís- ins^ er hátt á aðra milljón króna. I gámunum voru ítölsk leðurhús- gögn. Úr þeim var stolið þremur þriggja sæta sófum og sjö stólum. Andvirði þess sem stolið var er hátt á aðra milljón króna og tjónið er talið meira þar sem húsgögnin eru tekin út úr settum. RLR biður þá sem hafa orðið varir mannaferða á þessum stað á umræddu tíma að hafa samband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.