Morgunblaðið - 19.04.1995, Page 65

Morgunblaðið - 19.04.1995, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 65 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA HK-LIÐID varð íslandsmeistari í fimmta aldursflokki í blaki. Fremri röð frá vinstri: Albert H.N. Valdimarsson þjálfari, Maria Lena Ólafsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Ingólfur Hreinsson, Aftari röð frá vinstri: Ingvar Óskars- son, Daði Magnússon, Hákon Gunnarsson og Steingrímur J. Guðjónsson. Morgunblaðií/Frosti STÚLKUR frá Grundarfirði hrepptu guliið í þriðja flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Svanborg Kjartansdóttir, Sirrý Amardóttir, Vigdís Gunnarsdóttir og Jónína Kristbergsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Valdís Ásgeirsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Anna Björg Atladóttir og Sóley Ásta Karlsdóttir. Grundarfjördur fagnaði tveimur íslandsmeistaratitlum í blaki UNGMENNAFÉLAG Grundarfjarðar eignaðist sína fyrstu íslandsmeistara í hópíþróttum þegar tveir stúlknaflokkar f félaginu stóðu uppi sem sigurvegarar á íslandsmótinu íblaki. Úrslita- keppni var haldin í íþróttahúsi Seljaskólans í Reykjavík síðustu dagana fyrir páska. Islandsmótið hefur verið leikið með svipuðu fyrirkomu- lagi og í handknattleiknum. Þrjú fjölliðamót voru haldin yfir veturinn, það fyrsta á Neskaupstað, annað á Húsavík og það þriðja í Reykjavík og tóku bestu liðin með sér stig inn í lokamótið. Til þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni þurftu liðin að taka þátt í öll- um mótunum. DÖGG Mósesdóttir [t.vj og Sóley Ásta Karlsdóttir. 3. flokkur vinsælastur Þriðji flokkur kvenna er að verða einn stærsti yngri árgangur sem komið hefur upp í blakinu hér á landi. Liðin í þessum aldursflokki eru skip- uð stúlkum frá þrettán ára aldur upp í sextán ára og vegna fjöldans í þess- um aldurshópi var Islandsmótinu skipt upp í tvær deildir hjá þessum flokki. Sigurvegari í fyrstu deild og jafn- framt íslandsmeistari varð lið Ung- mennafélags Grundarfjarðar sem hlaut 27 stig en lið Þróttar frá Nes- kaupstað hlaut þremur stigum færra. Segja má að baráttan hafi staðið milli þessara liða því Völsungur sem hlaut þriðja sætið var aðeins með fimmtán stig. Fyrirhuguð var sex liða úrslitakeppni í 1. deildinni en þar sem Sindri og Völsungur mættu ekki til leiks kepptu aðeins fjögur lið að þessu sinni. „Það má eiginlega segja að við séum fyrsta blakliðið frá Grundar- firði. Við vorum bytjaðar að spila blak þegar Haraldur [Grétar Guð- mundsson] þjálfari fluttist til Grund- arfjarðar og byijaði að kennað en það má líka segja að við höfum kunn- að ansi lítið þegar hann kom,“ sögðu þær Dögg Mósesdóttir og Sóley Asta Karlsdóttir, leikmenn í þriðja flokki Grundarfjarðarliðsins. „Við erum að sjálfsögðu ánægðar með titilinn en jafnframt svolítð svekktar yfir því hve fá lið mættu í úrsiitakeppnina," sögðu stúlkumar.Þess má geta að blak hefur einungis verið stundað í tvö og hálft ár á Grundarfirði og áhuginn er mikill, jafnt hjá þeim yngri sem eldri. Stúlkur frá Grundarfirði urðu einnig hlutskarpastar í fjórða flokki kvenna. Liðið sigraði Þrótt Neskaup- stað 2:0 og 2:1 en aðeins tvö félög kepptu í þessum flokki. KA-slgur í hörkuleik KA varð meistari í þriðja flokki karla eftir hörkuleik við Þrótt Reykjavík þar sem oddahrinu þurfti til að skera úr um úrslitin. KA sigr- aði 15:13, 12:15 og 15:12. Margir efnilegir strákar keppa í þessum flokki. Þróttur Neskaupsstað sigraði í fjórða flokki karla. Aðeins tvö lið spiluðu í þessum aldursflokki og höfðu austanmenn betur gegn nöfn- um sínum úr Reykjavík 2:0 í báðum leikjunum. Margir af piltunum úr þessu liðum leika einnig í þriðja flokki. HK varð meistari í fimmta aldurs- flokki en þar eru liðin blönduð strák- um og stelpum og spilararnir að fá sín fyrstu kynni af íþróttinni. HK sigraði í öllum leikjum sínum en Þróttur Neskaupsstað hafnaði í öðru sæti. Kapp lagt á að kynna blaklð Kapp hefur verið lagt á það hjá blaksambandinu að kynna íþrótt sína í vetur og til að mynda fengu rúm- lega 2400 krakkar á grunnskóla og framhaldasskólastigi leiðsögn í íþrót- inni. Búlgarinn Zdravko Demirev sem er landsliðsþjálfari kvenna og Jón Gunnar Sveinsson, fyrrum þjálf- ari Stjörnunnar stýrðu þessu verk- efni fyrir blaksambandið. Blakið hefur verið mjög vinsælt á landsbyggðinni en hefur átt erfiðar uppdráttar á höfuðborgarsvæðinu. Áhuginn þar er þó að aukast og nokkur félög eru að byija með blak í fyrsta sinn í yngri flokkunum. Blak- deild Fylkis var stofnuð síðasta haust og íþróttafélag Kvenna hyggst senda lið í íslandsmót yngri flokka næsta haust. UNGMENNAFÉLAG GRUNDARFJARÐAR sigraði í fjórða flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Karen Rós Sæmundsdóttir, Álfheiður Ágústsdóttir, Hanna Sif Ingadóttir og Ilrafnhildur Skúladóttir. Aft- ari röð frá vinstri: Marsibil Guðmundsdóttir, Guðrún Jóna Jósefsdótt- ir, Heiðrún Siguijónsdóttir, Helga Bjarnadóttir og Jóhanna Beck. SÓLVEIG Unnur Ragnarsdóttir [t.v.] og Margrét Ingvars- dóttir eru fyrirtiöar Fylkls f 3. flokki kvenna. Stelpur sýna blaki meiri áhuga heldur en strákar 4T Eg held að stelpur hafi almennt miklu meiri áhuga á blaki heldur en strákamir, það er eins og þeim þyki þetta eitthvað hallærisleg íþrótt, þeir eru meira fyrir fótbolta og körfubolta," sagði Sólveig Unn- ur Ragnarsdóttir, spilari með Fylki en Árbæjarfélagið stofiiaði blak- deild sl. haust. Sólveig er ásamt Margréti Ingvarsdóttur fyrirliði í 3. flokki. „Við vorum að leika okkur í blaki í fyrra og fengum þá mikinn áhuga fyrir þessari íþrótt. Það hefur verið meiri alvara í þessu í vetur enda erum við nú komin með lið á íslandsmótið," sagði Margrét. Þó keppni hafi lokið í þeirra aldursflokki sögðust þær ætla að æfa út aprílmánuð. „Það er eitt mót eftir hjá eldri stelpunum í öðrum flokki og hver veit nema við fáum að spreyta okkur með þeim.“ Tíu tíma akstur á mótsstað Guðmundur Árnþórsson og Elsa Sæný Valgeirsdóttir þurftu að dvelja í langferðabíl í tíu klukkustundir til að leika á íslandsmótinu en þau eru frá Neskaupstað og leika með liði Þróttar í fimmta flokki. „Ætli uppgjafimar séu ekki erfíðastar, þær mistakast stundum en eru mjög mikilvægar," sagði Guðmundur aðspurður um hvað væri erfíðast að læra. „Við höfum ekki spilað mikið í vetur og þetta er til dæmis í fyrsta skipti sem við keppum í Reykjavík. Það er ekki mikið um leiki hjá okkur en það á eftir að aukast þegar við fórum að leika með fjórða flokki,“ sögðu þau Guðmundur og Elsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.