Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 41 MIIMNIIMGAR Pétur J. Thorsteinsson var ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins er ég kynntist honum og var ráðinn í utanríkisþjónustuna í byijun júní árið 1970. Hann sagði mér er hann ræddi ráðningu mína, að hann vildi ekki já-menn í kringum sig, menn ættu að setja fram sínar skoðanir og rökstyðja þær, allar góðar hug- myndir væru vel þegnar og til um- ræðu. Hann útskýrði fyrir mér hversu starfið væri fjölbreytt og skapandi, bæði sérhæft og almennt og hversu erfitt gæti verið að þræða bil beggja. Eg þáði leiðbeiningar Péturs allt fram til þess síðasta. Ráð hans voru traust og þau eru nú öll þökkuð. Ég vann í nærri íjögur ár í utanrík- isráðuneytinu undir stjórn Péturs og síðan í sendiráðinu í London þar til hann lét þar af stjórn og annar brautryðjandi íslenskrar utanríkis- þjónustu tók við starfi hans, Henrik Sv. Björnsson. Þessi ár voru tími mikilvægra viðfangsefna, þar með talin tvö þorskastríð við Breta og Þjóðveija, auk þess sem Pétur gerði gagngerar breytingar á starfsemi utanríkis- þjónustunnar. Hann gerði kröfur til starfsfólks síns, en gekk á undan í fararbroddi og hlífði sér hvergi. Nákvæmnismaður fram í fingur- góma er hann gekk til verka, en kunni betur en flestir aðrir að slá á létta strengi er það átti við. Sögur Péturs af mönnum og málefnum er hann hafði kynnst á lífsleiðinni voru ótalmargar, enda maðurinn stálm- innugur og betur lagið en flestum að komast að kjarna málsins. Við lát hans er genginn einn helsti brautryðjandi íslenskrar utanríkis- þjónustu. Pétur markaði þar dýpri og gleggri spor en flestir aðrir. Hann hóf störf sín í ráðuneytinu á árdögum hins íslenska lýðveldis og helgaði utanríkisþjónustunni líf sitt og störf til hins hinsta. Þótt Pétur væri hættur fyrir aldurs sakir, eins og lög gera ráð fyrir, lét hann ekki staðar numið heldur ritaði yfir 1.400 blaðsíðna sögulegt yfirlit um utan- ríkisþjónustu íslands og utanríkis- mál sem er ómetanlegur skerfur sem hann skilaði til framtíðarinnar um sögu lands og þjóðar. Jafnframt endurskoðaði Pétur bækur sínar „Meðferð utanríkis- mála“, sem gefur yfirlit yfir helstu grundvallarreglur og venjur í frið- samlegum samskiptum ríkja og leið- beiningabók á ensku fyrir íslenska ræðismenn. Þótt við veikindi væri að stríða var þessum viðamiklu verkum skilað með glæsibrag. Það orð lýsir Pétri J. Thorsteins- syni best. Allt hans fas og framkoma var með þeim hætti. Þekking hans á mönnum og málefnum var við- brigðagóð. Góð dómgreind hans, skyldurækni og kraftur gerðu Pétur að afburðamanni í mínum augum. En það voru fleiri hliðar en hin embættislega á Pétri J. Thorsteins- syni. Við hlið hans stóð sem klettur kona hans Oddný Thorsteinsson og við hjónin munum ævilangt minnast með hlýhug því viðmóti sem þau Pétur og Oddný sýndu okkur á fyrstu árum okkar í utanríkisþjón- ustunni og ævinlega síðan. Það var okkar lán að stíga fyrstu sporin við tilsögn þeirra hjóna og það var gæfa okkar að eignast vináttu þeirra. Samverustundir með Pétri og Oddnýju á hlýlegu heimili þeirra á Ægissíðunni urðu margar og ævin- lega skemmtilegar og fróðlegar. Fyrir þær samverustundir er enn þakkað. Við Heba vottum Oddnýju og fjöl- skyldunni allri okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Helgi Ágústsson, sendiherra. Með Pétri J. Thorsteinssyni, sendiherra og ráðuneytisstjóra, er látinn einn af hæfustu embættis- mönnum þjóðarinnar, máttarstólpi í íslenskri utanríkisþjónustu, maður sem lagði sig allan fram um að efla veg og virðingu íslands út á við. Starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru fulltrúar íslenskra hagsmuna á erlendri grund. Það starf hafa fáir stundað af meiri kostgæfni og áhuga en Pétur gerði. Á löngum og viðburðaríkum starfsferli, sem hófst lýðveldisárið 1944 og lauk formlega 1987, en í reynd aldrei, svo sem ritstörf hans bera með sér, gegndi Pétur störfum sendiherra íslands í Moskvu, Bonn, París og Washington og var fasta- fulltrúi íslands hjá NATO, OECD og UNESCO. Ráðuneytisstjóri ut- anríkisráðuneytisins var hann í sjö ár og síðan fyrsti sendiherra íslands í fjarlægum löndum með aðsetri á íslandi. í sérhveiju þessara starfa óx hróður hans og orðstír. Pétur hafði fram á hinstu stundu metnað og brennandi áhuga á að bæta utanríkisþjónustuna, sem stöðugt verður að aðlaga sig að breyttum aðstæðum heima og er- lendis ef hagsmunagæsla íslands á að vera trúverðug. Ráðuneytis- stjóraferill hans á árunum 1969- 1976 ber einmitt glöggan vott um viðleitni til að þjálfa og leiðbeina starfsmönnum, bæta kjör þeirra og koma á betri skipan ýmissa rekstr- arþátta ráðuneytisins og utanríkis- þjónustunnar. Fyrir þau störf verður honum seint fullþakkað. Í ráðuneytisstjóratíð hans var ís- lensk landhelgi færð tvisvar út, fyrst í 50 mílur 1972 og síðan í 200 míl- ur 1976. Síðari útfærslan hafði í för með sér slit á stjórnmálasambandi íslands og Bretlands. Reyndi þá mikið á diplómatíska hæfileika Pét- urs við að útfæra ákvarðanir stjórn- málamanna á þeim þáttum sem snertu utanríkisþjónustuna og var það bæði annasamt og erfítt starf, sem Pétur leysti af hendi með mikl- um sóma. Fyrir yngri starfsmenn var Pétur fyrirmynd varðandi fagleg vinnu- brögð og embættisfærslur. Hann var greindur eljumaður, stálminn- ugur, mundi embættisafgreiðslur áratugi aftur í tímann. Ávallt var hann lipur og raungóður þegar leit- að var til hans. Frásagnir hans um störf og reynslu urðu okkur yngri mönnum gott veganesti. Það lýsir ágætlega störfum Pét- urs hve erlendir samstarfsmenn minntust hans vel og luku upp lofs- orði um þennan fulltrúa Islands þegar tal barst að honum á erlend- um vettvangi. ísland var í þeirra augum stórþjóð að eiga slíkan full- trúa. Ég hafði heyrt margt gott um Pétur frá föður mínum, sem mat hann mikils frá samstarfi þeirra í viðskiptadeild utanríkisráðuneytis- ins á árunum 1947 til 1950. Þegar ég hóf störf í ráðuneytinu fyrir ald- arfjórðungi kynntist ég þessum dugnaðarmanni, sem af hógværð en festu kom málum í höfn. Pétur hafði hlýtt hjarta og var drengur góður sem kom sér vel í erilsömum störfum á vegum utanríkisþjón- ustunnar. Islenska utanríkisþjónustan mun búa lengi að störfum Péturs J. Thor- steinssonar. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að starfa undir hans leiðsögn, því fáum mönn- um hef ég lært jafnmikið af. Með Oddnýju eiginkonu sinni hafði Pétur sér við hlið lífsförunaut, sem var samstíga honum í öllum störfum þeirra hjóna erlendis og á íslandi. Var ekki síður áhugi hjá henni að gera hlut okkar lands sem mestan. Voru störf hennar í þágu Islands til fyrirmyndar. Við Guðný flytjum Oddnýju og fjölskyldu þeirra Péturs innilegar samúðarkveðjur. Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Með Pétri J. Thorsteinssyni sendi- herra er fallinn í valinn einn af merkustu embættismönnum ís- lenska lýðveldisins á 50 ára ferli þess. Starfsferill hans í utanríkis- þjónustunni spannaði rúm 43 ár og þá tóku við fímm ára ritstörf líka í hennar þágu. Hann hét nafni móðurafa síns, hins merka athafnamanns frá Bíldudal, og ólst upp hjá honum og ömmu sinni Ásthildi; móðir Péturs lést er hann var eins árs gamall. Þau Ásthildur og Pétur Jens eldri bjuggu að Laufásvegi 46 er þau höfðu látið reisa en fluttu árið 1925 í Hafnarfjörð. Þá var Pétur á átt- unda ári. Eftir fráfall Péturs eldra 1929 fluttist Ásthildur til Reykja- víkur og bjó Pétur með henni uns hún andaðist 1938. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937. Þess gætti snemma að Pétur vildi standa traustum fótum því hann lét sér ekki nægja eitt háskóla- próf heldur lauk námi í bæði við- skiptafræði 1941 og lögfræði 1944. Reyndist þetta honum hin nýtasta undirstaða starfanna sem í hönd fóru í Stjórnarráðinu og um víðan völl erlendis. Pétur réðst í utanríkisþjónustuna fyrir áeggjan nafna síns Benedikts- sonar hinn 1. júní 1944. Sá síðar- nefndi var þá sendiherra í London en nýlega hafði verið ákveðið að hann yrði fyrstr sendiherra íslands í Moskvu. Vildi hann fá Pétur með sér þangað og hóf hann þá störf í utanríkisráðuneytinu. Annir voru þar miklar er tengdust endurreisn lýðveldisins eins og hún sneri að öðrum ríkjum og fulltrúum er hing- að komu til þess að vera viðstaddir þennan merka atburð í sögu þjóðar- innar. Lögðu starfsmenn ráðuneyt- isins nótt við dag í störfum sínum. Vilhjálmur Þór var utanríkisráð- herra. Agnar Kl. Jónsson var nýlega tekinn við stöðu skrifstofustjóra eins og ráðuneytisstjórastaðan þá nefnd- ist en aðrir embættismenn í ráðu- neytinu voru einungis sex auk rit- ara. Þetta var hóflegur fjöldi eins og tíðkast hefur í utanríkisráðuneyt- inu. Eftir tvo mánuði í ráðuneytinu lagði Pétur svo upp í för sína til Moskvu. Heimsstyijöldin var enn í algleymingi í kjölfar innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Ferðin tók því aðra 2 mánuði. Þurfti að fara djúpleið allt suður um Egyptaland og íran. Þannig var hafinn farsæll emb- ættisferill sem leiddi til búsetu á erlendri grund í 19 ár, þ.e. Moskvu IOV2 ár í tveimur vistum, Bonn l'A ár, París 3 ár og Washington 4 ár, en heima í 24 ár þegar talin eru bæði þau ár sem Pétur starfaði bein- línis í ráðuneytinu þ.á m. sem ráðu- neytisstjóri i 6‘/2 ár og þau rúmlega 11 ‘/2 ár sem hann í lokin sinnti sam- skiptunum við fjarlæg lönd sem sendiherra þar með aðsetri í Reykja- vík. Pétur varð sendiherra aðeins 35 ára gamall eftir að hafa getið sér sérstakt orð við störf á sviði viðskiptamála. Átti það síðan fyrir honum að liggja að verða sendiherra í fleiri og samanlagt fjölmennari og víðfeðmari ríkjum en nokkur annar íslenskur sendiherra eða án efa sendiherra nokkurs annars lands. Eru þetta eigi færri en 29 ríki dreifð um allar hinar byggðu heimsálfur, auk 4 mikilvægra alþjóðasamtaka sem hann gegndi sendiherrastörfum hjá. Því eru takmörk sett hveiju einn maður getur áorkað á svo víðum starfsvettvangi með samstarfsmenn fáa og stundum engan sér við hlið, jafnvel þótt gæddur sé miklum hæfíleikum og óvenjulegum dugn- aði. En Pétri var lagið að halda sig að lykilþáttum, þótt ekki vanrækti hann hin minni mál sem kröfðust úrlausnar. Oft voru annirnar miklar og störfin slítandi eins og t.d. í París þar sem sinna þurfti jöfnum höndum tvíhliða samskiptum við Frakkland og fundarhöldum hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), Efnahagssamvinnu- og þróunar- stofnuninni (OECD) og Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), auk ferða til Brussel þegar gæta þurfti hagsmuna gagn- vart Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE), og stöku sinnum til Luxem- borgar. Með heimasendiherrastörf- unum hrinti Pétur í framkvæmd nýjung sem miðaði að þvi að geta án kostnaðar af nýju sendiráði búið í haginn fyrir framtíðina, brotið ný lönd undir íslenska utanríkisþjón- ustu, kynnt þar íslensk viðhorf, rutt braut viðskiptum og kannað mögu- leika á hverskyns samskiptum er ávinningur gæti fylgt. Þetta vakti nokkra athygli og örvaði önnur ríki til að taka upp þennan hátt. Ekki verður hér nema fátt nefnt af nýtum og merkum störfum Péturs á hans langa ferli. Það sem fyrst kemur í hugann er hve ríka rækt Pétur lagði við undirstöður utanríkisþjónustunnar, að hlynna áð starfsskilyrðum henn- ar og halda starfseminni í traustum skorðum. Meðan hann var ráðuneyt- isstjóri kom þetta m.a. fram í því að ráðuneytið flutti í ný húsakynni, ísland gerðist aðili að Vínarsamn- ingunum um stjórnmálasamband frá 1961 og ræðissambandfrá 1963, leiðbeiningar og reglur sem starfað var eftir voru endurskoðaðar o.s.frv.; sem sendiherra vann hann ötullega að því að velja landinu heppilega ræðismenn er liðsinnt gætu íslendingum á fjarlægum slóð- um. Síðar samdi hann bæði leiðbein- ingabók fyrir kjörræðismenn, „Manual for Honorary Consuls of Iceland" (1979) og rit um „Meðferð utanríkismála" (1987) og hélt fræðslunámskeið fyrir nýliða utan- ríkisþjónustunnar. Samskipti ríkja fara fram með rótgrónum hætti sem þróast hefur í aldir og fest rætur af því að hin hefðbundnu vinnubrögð hafa reynst tryggja vænlegastan árangur. Oft er um að ræða vanda- söm og viðkvæm mál, stundum þannig að velferð þjóða getur oltið á hvernig til tekst. Pétri var ríkt í huga mikilvægi þess að þeir sem kæmu fram fyrir hönd íslensku ut- anríkisþjónustunnar væru vel að sér um rétt vinnubrögð svo að álit lands- ins eða hagsmunir yrðu ekki rýrðir af því að slíku væri ábótavant. Fræðslustarf Péturs og öll árvekni hans við að halda skútu utanríkis- þjónustunnar á réttum kili og góðri siglingu var því einkar mikilvæg - en ekki síður hitt hvernig hann var sjálfur fyrirmynd um öguð og vönd- uð vinnubrögð. Viðskiptamál urðu strax í fyrstu vist Péturs ytra mikilvægasta við: fangsefni hans og lengi síðan. í þeim efnum reið á miklu fyrir hið unga íslenska lýðveldi að koma ár sinni vel fyrir borð og ríkti meðal ráðamanna samstaða um að vöxt utanríkisþjónustunnar utan Norð- urlanda ætti að miða við markaðs- möguleika fyrir íslenskar afurðir og spamað. Vegna ótal knýjandi verk- efna sem Pétri Benediktssyni sendi- herra voru falin víðsvegar um Evr- ópu veitti Pétur Thorsteinsson sendiráðinu í Moskvu forstöðu um langt skeið. Hann varð þannig for- maður í viðskiptaviðræðum við Sov- étríkin árið 1946. Þær báru þann árangur að Sovétríkin keyptu það ár um 20% af verðmæti heildarút- flutnings Islendinga og við af þeim 9% innflutnings. Eftir að löndunar- bann lokaði ísfiskmarkaði íslend- inga í Bretlandi í mótmælaskyni vegna útfærslu íslensku fiskveiði- lögsögunnar í 4 mílur árið 1952 og landsmenn voru í þröngri stöðu kom það aftur í hlut Péturs að fara fyrir samninganefnd til Sovétríkjanna sumarið 1953 þar sem tókst að ná samningi er Bjarni Benediktsson þáv. utanríkisráðherra nefndi { út- varpsávarpi „mikii tíðindi og góð“. Var með honum seldur m.a. 1/3 freðfiskframleiðslunnar á því ári, jafnstór hluti áætlaðs saltsíldar- magns Norður- og Austurlands og a.m.k. helmingur væntanlegs salt- síldarmagns Suð-Vesturlands auk verulegs magns freðsíldar. í staðinn voru keyptar nauðsynjavörur svo sem brennsluolíur, bensín, kornvör- ur, sement og járnvörur og mat ráðherra þetta „hagstæð viðskipti“. Enda þótt stjórnmálaástæður eftir lát Stalíns í mars 1953 séu taldar hafa átt þátt í vilja Sovétmanna til samninga kastar það síður en svo rýrð á frammistöðu íslensku samn- ingamannanna. Á 2ja mánaða tíma- bili máttu þeir til þess að ná samn- ingum sitja 38 viðræðufundi og fara fimm sinnum til viðræðna í stjórnar- skrifstofur í Moskvu. Það er einnig til marks um hve margþættar og flóknar viðræðurnar voru að meðan þær stóðu fóru um 150 skeyti á milli nefndarinnar og ráðune.vta í Reykjavík. Af öðrum mikilsverðum störfum Péturs á sviði viðskipta má nefna stjórn hans árin 1950-53 á viðskiptadeild utanríkisráðuneytis- ins sem veitti öll útflutningsleyfi fyrir íslenskar afurðir og annaðist margt annað er að milliríkjavið- skiptum laut. Ég minnist þess að hafa heyrt Pétur rifja upp frá Moskvuárum sínum að með því að fylgjast þar vandlega með þróun viðskiptakjara hafi stundum verið hægt að þrýsta verði á vörum, sem íslendingar keyptu, niður þegar til samningaviðræðna kom þannig að„ ábatinn nam meiru en rekstrar- kostnaði sendiráðsins það ár. í samandregnu máli er óhætt að segja að sá málaflokkur hafí nánast ekki verið til á starfssviði utanríkis- þjónustunnar sem Pétur kom ekki nærri með einum eða öðrum hætti einhvemtíma á ferli sínum svo sem fyrirgreiðslu við lánsútveganir, loft- ferðasamningum, hafréttarmálum, menningarsamskiptum, afnámi vegabréfsáritana, tvísköttunarmál- um og þannig má áfraih telja. Hann gerði sér far um að hafa góða yfirsýn bæði á vinnustaðnum sem hann bar ábyrgð á og í þeim löndum sem vom starfssvæði hans hveiju sinni, skráði gjama hjá sér annál þess sem gerðist í samskiptum íslands við löndin og hélt til haga úrklippum um slík efni. Góð skipu- lagning einkenndi störf hans og hann sagði skýrt til um þau verk sem hann vildi láta vinna. Sjálfur var hann vakinn og sofinn í störfum sínum; hamhleypa til verka. Pétur var hár vexti, nokkuð þétt- ur á velli og bar með sér traust og virðuleika um leið og framkoma hans var látlaus. Hann flíkaði hvorki skoðunum sínum ná tilfinningum en samræður við hann leiddu fljótt í ljós hina staðgóðu þekkingu og áhuga á málum er til þjóðnytja horfðu. Málakunnátta auðveldaði honum samskipti við útlenda menn en hann talaði, auk Norðurlanda- mála, ensku, frönsku, rússnesku og þýsku. Sagt hefur verið um forföður Péturs, Gunnlaug Briem (1773- 1834) sýslumann, ættföður Briem- anna, að hann væri strangt yfír- vald. Pétur hafði stundum á sér slíkt yfírbragð; tillitssemi, mildi og hlýja réðu þó meiru í fari hans og sýndi hann jiað með stórmannlegum hætti. Á hátindi reynslu sinnar gerði hann sér far um að láta uppvaxandi kynslóð samstarfsmanna finna að hann virti þá og stöðu þeirra. Og geta má til gamans að þrátt fyrir það kapp sem hann lagði á röð og reglu amaðist hann ekki við því þegar ritari bað um að fá að geyma kjötböggulinn sinn í gluggakistu ráðuneytisstjóraskrifstofunnar af því að þar væri kaldara. Það er sannasta merkið um að Pétur undi sér ekki nema sívinnandi að þegar aðrir setjast í helgan stein að loknum embættisferli réðist hann til atlögu við mesta þrekvirki lífs síns, ritun sögu utanríkisþjón- - ustunnar sem Matthías Á. Mathie- sen ráðherra fól honum í tllefni af 50 ára afmæli utanríkisþjónustunn- ar. Þessu mikla ritverki, „Utanríkis- þjónusta íslands og utanríkismál - sögulegt yfírlit", sem er þijú stór bindi, alls 1436 blaðsíður, lauk hann á aðeins 5 árum. Kom það út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi 1992. Það er ómetanlegt að maður sem þekkti jafnvel til utanríkisþjón- ustunnar af eigin raun nær allt tímabilið skyldi fást til að vinna þetta verk. Þar er að fínna margvís- legar upplýsingar sem sérstakt gagn er að nú skuli vera svo að- gengilegar. Mun verkið lengi standa sem lofsamlegur minnisvarði um' höfund sinn. Nú síðast vann svo Pétur að ritun endurminninga frá starfsárum sín- um og hafði lokið um þriðjungi þeirra (tímabilinu 1944-1960) þeg- ar hann féll frá. Það var von að slíkt verkefni væri áleitið því hann hafði upplifað margt. Hann var nærri þegar Nikita Krústjoff ljóstr- aði upp um glæpi Stalíns og reyndi að heíja umbætur ! landi sínu; einn- ig þegar Sovétstjómin meinaði Bor- is Pasternak að taka við Nóbelsverð- launum 1958 og þegar U-2 njósna-- þotan var skotin niður yfir Sovét- ríkjunum með víðtækum afleiðing- um fyrir samskipti austurs og vest- urs. Hann var kominn til Bonn þeg- ar hinn fllræmdi Berlínarmúr var hlaðinn. í Frakklandi ríkti stundum umsátursástand vegna átakanna um Alsír sem einnig leiddu til tilræð- is við de Gaulle forseta. Þannig var“ SJÁNÆSTUSÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.