Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 46
. 46 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir, ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Vallargötu 29, Þingeyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 13. apríl. Sigurjón Andrésson, Sólveig Sigurjónsdóttir, Matthías Guðjónsson, Kristján Sigurjónsson, Ólafía Sigurjónsdóttir, Guðberg Kristján Gunnarsson, Andrés Sigurjónsson, Elínborg G. Sigurjónsdóttir, Þórður Arason. t Elsku litli sonur okkar, bróðir og barnabarn, ÆVAR ÞORVALDSSON, Kiukkubergi 3, lést á heimili sínu 14. apríl. Þorvaldur Friðþjófsson, Bryndís Ævarsdóttir, Gyða Hrund Þorvaldsdóttir, Sigurður Óli Þorvaldsson, Ragnheiður Sigurðardóttir, Agnes Steina Oskarsdóttir, Ævar Ragnarsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, ÁGÚSTA FRÍMANNSDÓTTIR, Brekkubyggð 14, Blönduósi, lést í Landspítalanum laugardaginn 15. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. apríl kl. 13.30. Ómar Ragnarsson, Eydís Ingvarsdóttir, Unnur Björg Ómarsdóttir, Frímann Haukur Ómarsson, Þorbjörg Elfasdóttir, Fri'mann Hauksson, Unnur Þorieifsdóttir, Ragnar Jónatansson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, OTTÓ JÓNSSON menntaskólakennari, Rekagranda 2 sem lést í Borgarspítalanum 9. april, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 19. apríl, kl. 10.30. Jón Gunnar Ottósson, Margrét Frimannsdóttir, Gunnhildur Ottósdóttir, Bryndfs Ottósdóttir, Guðmundur Geirsson, Guðbjörg Ottósdóttir, Ottó Karl Ottósson, Hildur Ýr Ottósdóttir og barnabörn. t Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, GUÐJÓN KRISTÓFERSSON frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu ídag, miðvikudaginn 19. apríl, kl. 15.00. Helga Rósa Guðjónsdóttir, Reynir Kárason Guðlaugur Kristófersson, Freyja Kristófersdóttir, Guðrún Kristófersdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÖNNU GUÐRÚNAR NORÐFJÖRÐ, Skipasundi 27, Reykjavík. Ása Norðfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. GZJÐJÓN KRISTÓFERSSON + Guðjón Kristó- fersson hús- gagnasrniður var fæddur 26. desem- ber 1929 í Vest- mannaeyjum. Hann lést í Víðistaðaspít- ala 9. apríl sl. For- eldrar Guðjóns voru Þórkatla Bjarnadóttir frá Grindavík, f. 25.2. 1895, d. 13.7. 1975, og- Kristófer Guð- jónsson líkkistu- smiður frá Odds- stöðum, Vest- mannaeyjum, f. 27.5. 1900, d. 11.4. 1981. Systkini Guðjóns voru: Guðlaugur, Freyja Krist- ín og Guðrún. Hann kvæntist Málfríði Jörgensen og eignuð- ÁRIÐ 1933 kom ég fjögurra ára gamall til Eyja, og var Gaui fyrsti strákurinn sem ég kynntist. Óhætt er að segja að hann hafi verið mér kærari vinur en nokkur annar upp frá því, ekki er ég að gera neitt lítið úr öðrum vina minna þó að ég segi þetta, því allir vorum við leikfé- lagar. Gaui var á þeim árum mjög viðkvæmur og vildi allt gott gera, margt væri hægt að minnast á, ef allt kæmi upp í hugann nú á þess- ari stundu. Gaui var jólabarn, fæddur annan jóladag 1929. Það má segja að jólin voru allt um kring, því að eldri bróð- ir hans var fæddur á jóladag og einnig var bróðir minn fæddur þann dag. Foreldrar hans voru Kristófer Guðjónsson frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum og kona hans Þórkatla Bjarnadóttir, hann var því kominn af einni af stórfjölskyldunum í Eyj- um en ættfaðirinn var Guðjón Jóns- son líkkistusmiður og kona hans. Gaui átti þijú systkini eldri Guð- laug, Freyju og Guðrúnu. Við þessa fjölskyldu hafði ég mest samskipti öll mín bernskuár. Þegar við fórum fyrst í skóla fórum við saman og með okkur Jóhanna Herdís. í leik áttum við ust þau eina dóttur, Helgu Rósu, f. 21.2. 1953. Þau slitu sam- vistir. Maki Helgu Rósu er Reynir Ká- rason. Þau eiga þrjú börn: Björgvin, Arna Hermann og Mána. Guðjón lauk búsgagnasmíöa- námi hjá Ólafi Björnssyni í Vest- mannaeyjum. Hann rak um tíma sitt eigið verkstæði ásamt Braga Jóns- syni, en flutti síðar til Keflavíkur og starfaði þar meðan þrek entist. Guðjón verður jarðsimginn frá Fossvogskapellu í dag, 19. apríl, og hefst athöfnin kl. 15.00. og leikfélagamir á Brekkustígnum víða í nágrenninu göturnar. Það var kallað upp í heiði, þar voru lagðar bílabrautir og haldnar þjóðhátíðir sem var svona smá forskot að hinni aðalhátíð okkar Eyjabúa. Þegar tímar liðu fram gerðumst við skát- ar, og er mér alltaf minnisstætt hve alvarlega Gaui tók skátastarfið. Það var honum heilagur ásetningur að rækja skátalög og heit. Um þetta leyti stofnaði Marinó Guðmundsson fyrstu hljómsveitina sem við tókum þátt í þetta rétt upp úr fermingu. Gárungarnir kölluðu hljómsveitina Malla-Skrall en mjór var mikils vís- ir, flestir áttum við eftir að leggja fyrir okkur hljóðfæraleik meira eða minna. Auk okkar Gaua og Marinós voru þeir Guðjón Pálsson píanóleik- ari (þeir voru systkinasynir), Guðni Hermannsson saxofónleikari og listmálari og Björgvin bróðir Marin- ós. Við fórum báðir í iðnnám, hann í húsgagnasmíði en ég í málningu, við vorum samtímis í iðnskóla. Á þeim tíma fórum við fimm félagar í náminu saman í ferðalag norður í land og verður sú ferð ævinlega efst í hugum okkar sakir þess hve ferðin tókst vel. Snemma gerðumst við félagar í Lúðrasveit Vestmanna- t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS O. SIGURÐSSON, Miðvangi 33, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 21. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarfélög. Guðríður Ó. Elíasdóttir, Sjöfn Jónasdóttir, Elías Jónasson, Ingibjörg M. fsaksdóttir, Þóra Stefánsdóttir, Kristinn Marteinsson, Silja Stefánsdóttir, Jón Yngvi Geirsson, Jónas Stefánsson, Klara Ósk, Ásta Júli'a og Elfn Lovísa Eli'asdætur. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Heiðarbæ 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 21. apríl kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Hinrik Jón Þórisson, Kristín Þórisdóttir, Vincent Newman, Sólveig Sveinsdóttir, Benedikt Þ. Ólafsson, Valdemar Sveinsson, Ingunn Björnsdóttir, Ingi Geir Sveinsson, Særún Ragnarsdóttir, Berglind Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson og barnabörn. eyja. Þar voru við saman í hart nær 20 ár, og tel ég þann félagsskap hafa verið mest þroskandi á þeim tíma en við í Eyjum áttum fárra kosta völ að læra tónlist. Leiðbein- andi og stjórnandi var Oddgeir Kristjánsson tónskáld og vinur okk- ar allra sem með honum voru. Leiðir okkar skildu þegar Gaui flutti frá Vestmannaeyjum en þó ekki að fullu því að við höfðum allt- af samband þótt liði stundum langt á milli. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á Vífilsstaði eftir að hann kom þangað, maður fær oft bak- þanka, að hafa ekki komið oftar seinni tímann en ástæður breytast oft þegar á þennan aldur er komið, og góður ásetningur dregst á lang- inn en minningin lifir um minn elskulega vin Guðjón Kristófersson. Að lokum langar mig að senda með þessum orðum það sem bama- vinurinn og vinur okkar á Breka- stígnum, Sigurbjörn Sveinsson skáld, orti. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur, úðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geislakögur, yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfógur. Gísli H. Brynjólfsson, Hveragerði. Ég heyri vorið vængjum blaka og vonir mínar undir taka, því ég er bam með sumarsinni og sólarþrá í vitund minni. Nú er hann farinn til fegri heima, elskulegur vinur okkar og skóla- bróðir, Guðjón Kristófersson, barn með sumarsinni og sólskinið í kring um sig. Það rifjast upp æskudagar í Vest- mannaeyjum. Börnin að leik á göt- unni, úti í hrauni og við ljósastaur- ana á kyrrum haustkvöldum. Á sumrin var hjálpað til við heyskap, fiskþurrkun, reka kýr o.fl. í minn- ingunni em þetta allt bjartir sól- skinsdagar. Svo vorum við einn daginn orðin skólaskyld og allir þyrptust í bamaskólann. Árgangurinn, sem fæddur var 1929, varð upp frá því tengdur sterkum vináttuböndum, eins og systkinahópur. Lengst af kenndi Karl Guðjónsson okkur og þótti okkur öllum vænt um hann. Síðan lá leið okkar flestra í Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja. Þá sagði Freyja, systir Guðjóns: „Auð- vitað farið þið í gagnfræðaskólann. Menntun er það, sem aldrei verður frá ykkur tekin. í Vestmannaeyjum var ekki um fleiri skóla að ræða og fóru menn að sinna ýmsu. Guðjón lærði tré- smíði, enda maður fínlegur og af smiðum góðum kominn, og miklum gleðimönnum svo sem kunnugt var í Vestmannaeyjum. Enda var mjög létt yfir Guðjóni og brosið ávallt á næstu grösum. Hann var í skátafélaginu Fax á yngri árum og í Lúðrasveit Vest- mannaeyja hjá Oddgeiri Kristjáns- syni. Alls staðar hvers manns hug- ljúfi. Hann giftist ungri, fallegri stúlku, Málfríði Jörgensen, og eign- uðust þau eina dóttur, Helgu Rósu. Þegar tímar liðu fóru leiðir okkar skólasystkinanna að skilja. Sumir fluttu upp á meginlandið og aðrir til annarra landa. Á seinni árum fórum við að hitt- ast á fímm ára fresti og stundum oftar og voru það mikiir vinafundir. Guðjón lét sig ekki vanta meðan heilsa leyfði en síðustu árin stóð hann í erfíðu veikindastríði, sem hann bar með karlmennsku og still- ingu og hringdi í aðra, sem hann vissi að voru veikir. Enn „heyrum við vorið vængjum blaka og vonir okkar undir taka“ eins og við sungum forðum á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. Við trúum því að Guðjón Kristó- fersson sé genginn inn í ljósið og fegurðina og þökkum honum öll hjartanlega samveruna. Skólasystkini úr Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.