Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 35
34 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐREISN OG VARADEKK SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Alþýðuflokkur hafa starfað sam- an í tveggja flokka ríkisstjórnum tvisvar sinnum á lýðveldis- tímanum. í hið fyrra skipti stóð samstarf þeirra í nær 13 ár eða frá 1959 til 1971. Það var eitt mesta, ef ekki mesta, umbótaskeið í sögu lýðveldisins. I seinna skiptið stóð samstarf þeirra í fjögur ár þ.e. frá 1991 þar til í fyrradag. Þessi fjögur ár hafa líka reynzt merkilegur umbótatími. í bæði skiptin stóðu þessir flokkar við stjórnvölinn þegar verulega harðnaði á dalnum. Tvær af þremur mestu efnahags- og atvinnukreppum á þessari öld skuilu á í stjórnartíð flokkanna. í báðum tilvikum tókst þeim að sigla þjóðar- skútunni upp úr öldudalnum. Reynslan af sarhstarfi þessara tveggja flokka er því sú, að þeir hafa náð meiri árangri við stjórn landsins en ríkisstjórnir, sem skipaðar hafa verið á annan veg. Ástæðan er augljós: flokkarnir tveir eiga meiri samleið en aðrir tveir stjórnmálaflokkar á íslandi. í ljósi þessarar reynslu var afstaða Morgunblaðsins skýr, þeg- ar úrslit þingkosninganna lágu fyrir. í forystugrein Morgunblaðs- ins hinn 11. apríl sl. sagði m.a.: „Þjóðin hefur veitt Sjálfstæðis- flokki og Alþýðuflokki umboð til þess að endurnýja stjórnarsam- starf sitt til næstu fjögurra ára. Þetta eru merkileg tíðindi í ljósi sögunnar en þessir tveir flokkar stóðu að bezt heppnuðu ríkis- stjórn lýðveldisins, Viðreisnarstjórninni fyrri, sem sat að völdum í þrjú kjörtímabil. Nú gefst tækifæri til að halda áfram á þess- ari braut og það tækifæri eiga stjórnarflokkarnir að nota.“ Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að meirihluti flokkanna tveggja sé of naumur til þess að leggja út í nýtt fjögurra ára tímabil. Til rökstuðnings þeirri af- stöðu benda þeir á, að a.m.k. þrír þingmenn stjórnarflokkanna hafi helzt úr lestinni á liðnu kjörtímabili og ekki sé hægt að leggja út í nýtt ferðalag án þess að hafa varadekk. Um þá röksemd að meirihlutinn væri of naumur fjallaði Morgun- blaðið einnig í forystugrein hinn 11. apríl sl. og sagði: „Þetta er nákvæmlega sami meirihluti og Viðreisnarstjórnin fyrri bjó við í tvö kjörtímabil af þremur. Bent er á, að nú starfi stjórnmála- menn í sviðsljósi fjölmiðlanna og hver og einn fari sínu fram, ef honum hentar og ekki ríki sami agi í þingflokkum og tíðkaðist áður fyrr. Vafalaust er það rétt. Það mun áreiðanlega kosta mikla vinnu og margvíslegar fórnir og erfiðar málamiðlanir að halda þingmönnum stjórnarflokkanna við efnið. En ekki kostar það minni vinnu að bæta þriðja hjóli undir þennan vagn. Þegar á allt er litið eiga stjórnarflokkarnir að láta á það reyna, hvort samstarf þeirra getur gengið upp, þótt meirihlutinn sé naumur. Stundum er meira að segja betra að stjórna með svo litlum meiri- hluta, að ekki má út af bregða.“ Skoðun Morgunblaðsins í þessu efni hefur ekki breytzt á einni viku. Þess vegna veldur það vonbrigðum, að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins hafa komizt að annarri niðurstöðu. Þetta er i annað sinn á rúmum áratug, sem tækifæri til að mynda Viðreisn- arstjórn er ekki notað. Sumarið 1978 var einnig til staðar meiri- hluti þessara tveggja flokka á Alþingi. Þá var það Alþýðuflokkur- inn, sem var ekki reiðubúinn að efna til slíks samstarfs. Samvinna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur vissu- lega skilað margvíslegum árangri, þótt einungis sé vísað til tveggja samstjórna þessara flokka á síðustu tveimur áratugum. Má í því sambandi nefna útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjóm- íiur árið 1975. En sú samvinna reyndist báðum flokkunum erfið og olli verulegri óánægju innan þeirra beggja. Flokkarnir hafa þá helzt tekið höndum saman um landsstjórnina, þegar ekki hef- ur verið annarra kosta völ. í ljósi þeirrar baráttu, sem Morgunblaðið hefur háð nokkur undanfarin ár fyrir þeirri grundvallarbreytingu á fiskveiðistefn- unni, að útgerðin greiði fyrir afnot af auðlindinni, og menn hvorki selji, kaupi, veðsetji né erfi það sem aðrir eiga, þ.e. þjóðin, þá hlýtur blaðið að hafa nokkrar áhyggjur af því, hvert stefnir í sjávarútvegsmálum í samstjórn þessara tveggja flokka. Og það eru fleiri sem af því hafa áhyggjur um allt land. Innan Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks er að finna þá aðila, sem harðast hafa barizt gegn breytingum til siðferðilegs réttlætis í þessum *efnum. Þegar þessir tveir flokkar taka höndum saman um lands- stjórnina er augljós hætta á því, að það hróplega ranglæti, sem nú ríkir í tengslum við þessa mestu auðlind þjóðarinnar verði fest í sessi. í kosningabaráttunni mættu frambjóðendur allra flokka mikilli og vaxandi andstöðu við óbreytta fiskveiðistefnu. Þess vegna verður mjög eftir því tekið hvernig fjallað verður um sjávar- útvegsmálin í væntanlegum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. En auðvitað er það svo, að grundvallarumbótum í sjávarútvegsmáium og landbúnaðarmál- um verður ekki komið fram nema með stuðningi þessara tveggja flokka. Þá er aðhald í ríkisfjármálum eitt mikilvægasta verkefnið nú um stundir en reynslan með nokkrum undantekningum er sú, að vinstri stjórnir hafa meiri tilhneigingu til aukinnar skatt- heimtu en aðrar ríkisstjórnir. Að öðru leyti er ástæða til þess að bíða niðurstöðu stjórnar- myndunarviðræðna flokkanna tveggja og þess málefnasamnings, sem þeir gera sín í milli áður en frekari afstaða er tekin til þeirr- ar stjórnarmyndunar, sem nú er í bígerð. STJÓRIMARMYNDUN Framsókn varð að hrökkva eða stökkva Forystumenn Framsóknarflokksins mátu það svo að þeir yrðu að hrökkva eða stökkva er Sjálfstæðisflokkurinn leitaði eftir við- ræðum, annars hefði Alþýðubandalagið — - ■ ■ gripið tækifærið. Olafur Þ. Stephensen, --*--—---------------------------------- Omar Friðriksson og Guðmundur Sv. Hermannsson iylgdust með atburðum í stjómarmyndunarviðræðum. FORYSTA Framsóknarflokks- ins taldi sig ekki eiga ann- arra kosta völ, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar um vilja til að mynda vinstri stjóm, en að samþykkja boð sjálfstæðismanna um stjómarmyndunarviðræður um páskana. Að öðrum kosti töldu fram- sóknarmenn að alþýðubandalagsmenn myndu skjótast fram fyrir þá og hefja viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Ummæli forystumanna flokkanna um stjórnarmyndun, einkum Halldórs Ásgrimssonar, formanns Framsókn- arflokksins, fyrir kosningar hafa verið rifjuð upp vegna ákvörðunar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að hefja stjórnarmyndunarviðræður. I sjónvarpsumræðum 7. apríl, kvöldið fyrir kjördag, sagði Halldór: „Ég nátt- úrlega stend við það, sem ég hef sagt í þessari kosningabaráttu, að ég tel eðlilegt, ef Framsóknarflokkurinn fær til þess afl, að ég ræði fyrst við stjórn- arandstöðuflokkana. Ég tel það mína skyldu og okkar að ræða saman, sem höfum verið í stjórnarandstöðu, en Framsóknarflokkurinn gengur óbund- inn til þessara kpsninga eins og flest- ir aðrir flokkar gera og það mun ráð- ast af málefnunum hvaða ríkisstjórn verður hér mynduð.“ í sömu umræðum sagði Davíð Oddsson, aðspurður hvort Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur myndu halda áfram samstarfi ef meirihluti þeirra á Alþingi héldi: „Nei, það er ekki sjálfgefið. Flokk- arnir þurfa að ræða saman ef það gerist og ég hef sagt og það sama hefur utanríkisráðherrann sagt að við göngum algerlega óbundnir til þeirra kosninga og ég hef engan kost valið öðrum kostum fremur. En ef það myndi gerast — því miður er ekki lík- legt að sú staða muni verða uppi — þá myndu þeir þurfa að ræða saman.“ Davíð sagði einnig: „Þannig að ég vil vera algjörlega óbundinn af öllum kostum og geta rætt við menn eftir málefnum og ég hef tekið það fram að ég útiloka engan ...“ Hins vegar tók Davíð skýrt fram að hann kysi tveggja flokka stjórn. I kosningunum laugardaginn 8. apríl fór síðan svo, að stjórnarflokk- arnir héldu tæpasta meirihluta, eða 32 þingmönnum á móti 31 manni stjórnarandstöðunnar. Jón Baldvin hafnaði fjögurra flokka viðræðum Á mánudagsmorgni eftir kosning- arnar óskaði Halldór Ásgrímsson eftir fundi með Jóni Baldvin Hannibalssyni og sagðist gera það í umboði Alþýðu- bandalags og Kvennalista. Sá fundur fór fram á heimili Hall- dórs milli klukkan 12 og 13. Þar kynnti Halldór þau áform sín að freista þess að mynda ríkisstjórn Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Kvennalista. Sam- kvæmt heimildum úr forystu Fram- sóknarflokks þótti framsóknarmönn- um ýmis ummæli Jóns Baldvins á þessum fundi benda til að hann væri vantrúaður á stjórnarsamstarf við ein- staka alþýðubandalagsmenn og Kvennalistann. Jón Baldvin sagði að eins og lýst hefði verið yfir fyrir kosningar myndu stjórnarflokkarnir láta reyna á frek- ara stjórnarsamstarf. Hann myndi ekki eiga í stjórnarmyndunarviðræð- um við aðra á meðan þessar viðræður færu fram. Jón Baldvin sagði einnig, að ef slitnaði upp úr viðræðunum við Sjálf- stæðisflokk þá væri Alþýðuflokknum ekkert að vanbúnaði að mæla með því að Halldór fengi umboð til að freista þess að mynda slíka stjórn. Áfram látið reyna á samstarfið Síðar á mánudaginn héldu bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur þingflokksfundi og var þar samþykkt að veita flokksformönnunum umboð til að ræða um áframhaldandi sam- starf. í báðum tilfellum litu flokksfor- mennirnir svo á að þeir hefðu fengið víðtækt umboð til stjórnarmyndunar. í þingflokki sjálfstæðismanna var • samstaða um að reyna stjórnarmynd- un með Alþýðuflokknum. Að minnsta kosti tveir þingmenn, þau Sigríður Anna Þórðardóttir og Kristján Páls- son, bæði af Reykjanesi, vöruðu hins vegar sterklega við stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn og tók Einar K. Guðfinnsson af Vestijörðum undir með þeim, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Ríkisstjórnin kom saman á fundi á þriðjudagmorgni. Davíð Oddsson lét þar svo um mælt að viðræður um áframhaldandi samstarf yrðu hafnar, en hann áskildi sér rétt til að ræða við forystumenn annarra flokka, „ef mál myndu skipast með þeim hætti“. Góður andi í fyrstu en efasemdir hjá Sjálfstæðisflokki Viðræður Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks hófust að afloknum rík- isstjórnarfundinum. Tveir ráðherrar frá hvorum flokki skipuðu viðræðu- nefndina og þar var farið yfir helstu mál sem gætu orðið ásteytingarsteinn flokkanna tveggja. Eftir þær viðræður voru forystumenn beggja flokka nokkuð bjartsýnir á að málefnaleg samstaða gæti náðst, og kom mönn- um úr báðum flokkum saman um að góður andi hefði verið á ríkisstjórnar- fundinum og viðræðufundinum að honum loknum. Ákveðið var að nefndin myndi hitt- ast aftur um páskahelgina og fund- artími var síðar ákveðinn síðdegis á laugardag, en næstu daga var Jón Baldvin upptekinn vegna heimsóknar kínverska utanríkisráðherrans til landsins. Talsverðar efasemdir voru frá upp- hafi innan Sjálfstæðisflokks um áframhaldandi samstarf stjórnar- flokkanna vegna þess hve þingmeiri- hluti þeirra væri naumur. Þegar leið á vikuna munu þessar efasemdir hafa orðið stöðugt meiri, enda ljóst að lítið gæti þurft til að velta ríkisstjórninni. Almennt blasti staðan þannig við for- __ Halldór -- Davíð Jón Baldvin Ásgrímsson Oddsson Hannibalsson ystumönnum Sjálfstæðisflokksins að afar erfitt gæti reynst að ná tökum á t.d. ríkisfjármálum, ef hver einstak- ur þingmaður gæti til dæmis staðið í vegi fyrir samþykkt fjárlaga og gert kröfur um aukin fjárútlát. Forysta Sjálfstæðisflokksins hafði einnig áhyggjur af að ráðherrar í helstu útgjaldaráðuneytunum væru teknir að þreytast á niðurskurði, og af þeim sökum gæti orðið erfitt að ná utan um vandann í ríkisfjármál- unum. Þá töldu sjálfstæðismenn fyrirsjá- anlegt að mun auðveldara gæti orðið fyrir Alþýðuflokkinn en Sjálfstæðis- flokkinn að mynda nýja stjórn með stjórnarandstöðuflokkunum, ef slitn- aði upp úr viðræðum stjórnarflokk- anna, og því gæti Sjálfstæðisflokkur- inn setið eftir í stjórnarandstöðu fyr- irvaralaust. Jafnframt höfðu sjálfstæðismenn á orði að svipuð staða gæti komið upp ef upp úr stjórnarsamstarfinu siitnaði eftir eitt til tvö ár vegna hins nauma meirihluta, og þá gæti Alþýðuflokkur- inn gert bandalag við aðra, eins og hann gerði þegar ríkisstjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks sprakk árið 1988. Ekki væri hægt að gripa til þess úrræðis að rjúfa þing og boða til kosninga ef slíkt gerðist, þar sem samþykki beggja stjórnarflokka þyrfti í raun til að nota þingrofsréttinn eins og komið hefði í ljós síðastliðið sumar er Alþýðuflokkur- inn hindraði haustkosningar. Ásakanir um viðræður við aðra Bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson segjast þess fullvissir að samtöl hafi hafist milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks skömmu eftir kosningar. Sighvatur sagði í samtali við Morg- unblaðið að á fyrsta fundi ríkisstjórn- ar eftir kosningar hefðu menn orðið sammála um að ræða áfram mögu- leikana á áframhaldandi samstarfi og sagði hann að sá fundur hefði verið mjög jákvæður og lofaði góðu um framhaldið. „Sama máli gegndi um fyrsta við- ræðufundinn sem við sátum fjórir ráðherrar. Forsætisráðherra tók það að vísu fram að hann hefði fengið umboð frá sínum þingflokki til þess að ræða við forystumenn hinna flokk- anna en við gengum út frá því sem gefnu að hann vildi láta reyna á þetta fyrst, því það lá strax fyrir að meiri- hlutinn væri tæpur. Á laugardags- kvöldinu var hins vegar komið allt annað hljóð í strokkinn og síðan hefur komið í ljós að þeir dagar hafa verið notaðir til þess að ræða við aðra,“ sagði Sighvatur. Heimildarmenn innan Sjálfstæðis- flokksins segja aðra sögu. Samkvæmt þeim heimildum fóru engar viðræður fram milli Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks í seinustu viku. Hins vegar ræddi forysta Sjálfstæðisflokksins það fyrir fundinn með alþýðuflokksráð- herrunum á laugardag að staðan væri mjög þröng og meirihlutinn svo tæpuL_.að varla væri reynandi að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Engu að síður voru þau sjónarmið uppi að sjálfstæðismenn yrðu að hafa annan kost fastan í hendi áður en viðræðunum við krata yrði slitið. Þegar ráðherrarnir hittust í fund- arsal ríkisstjórnarinnar kl. 18 á laug- ardag lagði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra fram gi-einargerðir um stöðu ríkisfjármála. Þær greinargerðir voru ræddar lauslega en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sagði Halldór taldi að reyndi Framsóknar- flokkurinn að ná saman að nýju við- ræðum um fjögurra flokka stjórn með Alþýðuflokk innanborðs, gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð Alþýðu- bandalaginu í viðræður og þar með útilokað framsóknarmenn, sem sætu eftir í stjórnarandstöðu. Davíð Oddsson síðan að ekki þýddi að ræða málefni fyrr en menn hefðu gert það upp við sig pólitískt hvort stjórnarflokkarnir treystu sér til að halda áfram samstarfi með svo nau- man meirihluta. Á fundinum var siðan rætt um mögulega veikleika í röðum stjórnar- flokkanna. Meðal annars var nefnt að Egill Jónsson úr Sjálfstæðisflokki hefði stundum farið eigin leiðir í mála- fylgju. Einnig voru nefndir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum vegna sjávarútvegsmála og að sumir nýir þingmenn væru óskrifað blað. Þá höfðu menn spurnir af því að Guðmundur Árni Stefánsson, varafor- maður Alþýðuflokks, hefði í samtölum við menn gefið í skyn að hann myndi ekki alltaf verða til friðs. Einkum voru það ráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins sem sögðust sjá ýmsa annmarka á samstarfinu. Fundinum lauk engu að siður með því að ákveðið var að hittast aftur kl. 11 að morgni annars páskadags og höfðu sjálfstæðismennirnir tveir uppi orð um að rétt væri að hugsa málin á sunnudeginum. Halldór fús til viðræðna Á laugardagskvöldinu ræddu for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins það sín á milli að rétt væri að leita nú hóf- anna um samstarf við aðra, og voru á þeim tímapunkti orðnir afhuga frek- ari tilraunum til að halda áfram sam- starfi við Alþýðuflokkinn. Eftir samráð við Friðrik Sophusson og nokkra nán- ustu ráðgjafa sína ákvað Davíð Odds- son að hafa samband við Halldór Ás- grímsson, formann Framsóknarflokks- ins, og bjóða honum upp á samstarf. Heimildir Morgunblaðsins innan Framsóknarflokksins herma að Hall- dór hafi verið búinn að lesa þannig í stöðuna, að talsverðar líkur hafi verið á að slitnaði upp úr viðræðum Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Fréttir af áhuga Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins, og fleiri þingmanna flokks hans á sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn hafi valdið Halldóri áhyggjum og hafi hann talið að reyndi Framsóknarflokkurinn að ná saman að nýju viðræðum um fjögurra flokka stjórn með Alþýðu- flokk innanborðs, gæti Sjálfstæðis- flokkurinn náð Alþýðubandalaginu í viðræður og þar með útilokað fram- sóknarmenn, sem sætu eftir í stjórnar- andstöðu. Hann hafi því metið það svo að fengi Framsóknarflokkurinn tækifæri til viðræðna við Sjálfstæðis- flokkinn, ætti að grípa það hið snar- asta. Það mun því hafa komið forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins nokkuð á óvart, hversu fús Halldór var til viðræðna er Davíð Oddsson hafði sam- band við hann. Það varð að samkomu- lagi á milli þeirra að Halldór myndi ræða við trúnaðarmenn sína, og þeir Davíð myndu síðan hittast og ræða saman á sunnudagskvöldinu. Á fundi Davíðs og Halldórs leitaði forsætisráðherrann eftir stjórnar- myndun með Framsóknarflokknum, en vildi jafnframt tryggingu fyrir því að framsóknarmenn færu í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn í fullri alvöru. Varð að samkomulagi á milli þeirra að Davíð myndi biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt eftir helgina. í samræð- um við forseta Islands að þeirri gjörð lokinni, myndi Halldór svo mæla með því að Davíð fengi umboð til stjórnar- myndunar, með það fyrir augum að flokkarnir tveir freistuðu þess að ná saman. Alþýðuflokksmenn órólegir Alþýðuflokksmenn höfðu orðið þess áskynja á fundinum á laugardag að sennilega væri ekki allt með felldu og voru orðnir órólegir. Á sunnudags- kvöld hringdi Jón Baldvin til Davíðs Oddssonar en náði ekki í hann og bað fyrir skilaboð um að hann óskaði eft- ir einkafundi þeirra morguninn eftir, kl. 10. Sighvatur-Björgvinsson segir að af þessum ástæðum hafi hann hringt í Davíð Oddsson forsætisráðherra á sunnudagskvöldið. „Erindi mitt var að benda honum á að fyrir fjórum árum hefði það ver- ið Alþýðuflokkurinn sem réð úrslitum um að hann var fyrst valinn til þess að mynda ríkisstjórn," segir Sighvat- ur. „Ég minnti líka á að við höfðum átt samtöl fyrr í vetur þar sem Davíð kom meðal annars með þá hugmynd að ef stjórnarmeirihlutinn stæði tæpt gæti vel komið til greina að leita stuðnings þriðja flokks og nefndi þá Kvennalistann. Ég spurði hann ein- faldlega að því, ef hann væri hræddur um að þessi stjórnarmeirihluti væri í tæpara lagi, hvort hann gæti ekki hugsað sér að þeir flokkar sem hefðu starfað saman'allt kjörtímabilið ættu að reyna að leysa þau vandamál í sameiningu. Hann hafði ekki áhuga á því.“ Davíð Oddsson segist hafa greint Sighvati frá því í símtali þeirra að hann væri á leið til fundar við Hall- dór Ásgrímsson. „Það má vel vera að hann hafi í því samtali rætt um að hann myndi tala við Halldór Ásgríms- son, en ég verð að viðurkenna að ég tók það ekki þannig að hann væri að tilkynna mér að hann ætlaði tafar- laust að vinda sér í stjórnarmyndunar- viðræður við Haildór Ásgrímsson áður én hann lyki samtölum við okkur," segir Sighvatur. „Eftir því sem Hall- dór sagði okkur, tilkynnti forsætisráð- herra honum þegar þetta kvöld að hann myndi slíta stjórnarmyndunar- viðræðunum við Alþýðuflokkinn og biðja um lausn fyrir ríkisstjórnina. Þannig að formaður Framsóknar- flokksins vissi það talsverðu áður en formaður Alþýðuflokksins." Sighvatur segir að fram hafi komið hjá Halldóri að ákvörðun hans að ræða við Sjálfstæðisflokk hafi átt sér lengri aðdraganda en sá fundur sem þeir Davíð áttu saman að kvöldi páskadags og að þeir hafi rætt áður saman í síma. „Þessar þreifingar hafa því staðið mun lengur yfir en við héld- um. Okkur hefur líka verið sagt að jafnframt hafi Sjálfstæðisflokkurinn skýrt frá því að þeim hefði borist ein- hver ábending frá Alþýðubandalag- inu. Það virðist því vera að sjálfstæðis- menn hafi verið að ræða við marga á sama tíma og við vorum í viðræðum við þá,“ segir Sighvatur. Sjálfstæðismenn telja hins vegar að ekki hafi verið alger heilindi af hálfu Alþýðuflokksins. Davíð Oddsson sagði í gær að hann hefði fyrst heyrt af því á mánudag í þessari viku að Jón Baldvin Hannibalsson hefði viku áður tjáð Halldóri Ásgrímssyni að ef viðræður Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks sigldu í strand, hefði hann umboð til að til að mæla með því við forseta að Halldór fengi umboð til að mynda fjögurra flokka stjórn. Stjórnarsamstarfinu slitið Jón Baldvin Hannibalsson ræddi við Guðmund Árna Stefánsson á mánu- dagsmorgni til að ganga úr skugga um að flokkurinn væri heill á bak við sig og segir Jón Baldvin að Guðmund- ur Árni hafi fullvissað sig um að svo væri. Að því samtali loknu gekk Jón Baldvin á fund Davíðs Oddssonar á heimili forsætisráðherrans. Þar rifjaði Jón Baldvin það upp að þeir Davíð hefðu samið um að setja þessa stjórn á laggirnar á sínum tíma. Honum sýndist af ummælum hans og athöfnum að nú fylgdi enginn hugur máli og hann teldi sig eiga rétt á því að heyra frá Davíð hvort hann væri búinn að gera upp hug sinn um að hann vildi slíta þessari stjórn. Davíð svaraði að hann hefði gert upp hug sinn að hann ætlaði að biðj- ast lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann sagðist einnig hafa rætt við Halldór Ásgrímsson kvöldið áður og þar hefðu þeir bundið fastmælum að freista stjórnarsamstarfs. Eftir fund formannanna var fyrir- huguðum fundi ráðherranna fjögurra síðar um morguninn aflýst. Davíð hafði samband við þá þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem hann gat náð í og skýrði þeim frá gangi mála. Hins vegar var ekki ákveðið að boða til þingflokks- fundar um málið strax og er fundur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins ekki boðaður fyrr en á föstudag. Ekki andóf í þingflokkum Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nokkur óánægja meðal sumra þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins að ekki hafí verið boðaður fundur í þingflokknum til að ræða málin. Á ýmsum þingmönnum er að heyra ákveðna óánægju með að flokksfor- ystan hafí séð sig tilneydda að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn, en jafnframt viðurkenna flestir að aðrir kostir kunni ekki að vera í boði, og ekki sé líklegt að andóf verði í þingflokknum gegn ákvörðunum flokksforystunnar. í þingflokki Framsóknarflokksins var haldinn stuttur, óformlegur fund- ur á mánudag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson þingmenn um stöðu mála og fékk staðfest umboð til viðræðn; við SjálfBtæðisflokk. Samkvæmt upp lýsingum Morgunblaðsins andmælt enginn fundarmaður slíkum viðræð um. Forystumenn Framsóknarflokks- ins virðast almennt líta svo á að fyrst ekki hafi náðst samstaða milli vinstri flokkanna eftir kosningar um að reyna myndun fjögurra flokka stjórnar, hafi flokkurinn nú átt fáa aðra kosti. Framsóknarmenn taka flestir undir það mat formanns síns, að hefði þetta tækifæri ekki verið gripið, hefði Al- þýðubandalagið getað skotið Fram- sóknarflokknum ref fyrir rass. Að auki telja þeir að í raun hefði hvorki Framsóknarflokkur né Alþýðu- bandalag getað hafnað viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn í því skyni að bíða eftir að stjórnarmyndunarumboðið losnaði, þar sem þá hefði Davíð Odds- syni verið í lófa lagið að halda stjórn- arsamstarfinu áfram og láta reyna á hinn tæpa meirihluta um einhvern tíma. Mat þeirra var að Davíð hefði tæpast beðist lausnar fyrir stjórnina nema eiga annan kost. Önnur tilraun við vinstri stjórn Jón Baldvin Hannibalsson ræddi við Halldór Ásgrímsson kl. 13 á mánudag og þar staðfesti Halldór að hann myndi mæla með því við forseta ís- lands að Davíð fengi stjórnarmynd- unarumboð. Jón Baldvin lét síðan Ólaf Ragnar Grímsson og Kristínu Ást- geirsdóttur vita um hvaða stefnu mál hefðu tekið. í þeim samtölum sögðu Ólafur Ragnar og Kristín að Halldór hefði ekki sagt þeim frá því að Alþýðu- flokkurinn myndi taka jákvætt í mála- leitan um viðræður ef slitnaði upp úr viðræðunum við Sjálfstæðisflokk. Því bauðst Jón Baldvin til að koma með þeim til fundar við Halldór ef þau óskuðu til að freista þess að koma á viðræðum um vinstri stjórn. Var sá fundur haldinn í þingflokksherbergi Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu á mánudagskvöld. Þar sagði Halldór að hann hefði kvöldið áður skuldbundið sig með Sjálfstæðisflokknum og hefði þegar óskað eftir viðtali við forseta Islands til að skýra henni frá hvernig mál stæðu. Farið var yfir fund Halldórs og Jóns Baldvins viku áður, og staðfesti Halldór frásögn Jóns Baldvins af fundinum en sagði að það hefði verið sitt mat á samtali þeirra að Jón Bald- vin hefði engan áhuga á vinstri stjórn. Halldór vildi á fundinum hvorki neita því né játa að hann hefði haft upplýsingar um að menn úr Alþýðu- bandalagi hefðu leitað hófanna við Sjálfstæðisflokkinn. Ólafur Ragnar andmælti því hins vegar að slíkt hefði gerst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.