Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Iþróttaháskóli Islands á Akureyri FYRIR skemmstu var opinberuð sú hug- mynd nefndar á vegum menntamálaráðuneyt- isins að sameina skyldi nokkra uppeldislega skóla á háskólastigi í Reykjavík. Meðal þeirra sem ætlað er að lendi í þeirri samein- ingu er íþróttakenn- araskóli Islands að Laugarvatni. Vándséð er hvers vegna sá gamli og gróni skóli, sem áratugum saman hefur skilað dijúgu starfi og menntað framúrskarandi Sverrir Páll Erlendsson íþróttakennara þrátt fyrir einangr- un austur í Árnessýslu, á frekar samleið með uppeldislegum stofn- unum á Reykjavíkursvæðinu en annars staðar. Háskólinn á Akureyri setti fyrir tæpum tveimur árum á stofn kenn- aradeild, sem einkum er ætlað að mennta grunnskólakennara, sem vonir standa til að stefna muni til starfa í dreifbýli landsins ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu. Nauðsyn er á að kennaradeildin, eins og aðr- ar deildir Háskólans á Akureyri, vaxi og dafni og víkki út svið við- fangsefna sinna og fyrsti vísir að því er nám í uppeldis- og kennslu- fræðum til kennsluréttinda, sem þegar er hafið. í framhaldi af því er einkar ákjósanlegt að yfirvöld Háskólans á Akureyri, stjórn Akur- eyrarbæjar og aðrir hagsmunaaðil- ar, meðal annars á sviði íþrótta og líkamsræktar, taki til verulega al- varlegrar athugunar hvort semja skuli við yfirvöld menntamála að íþróttakennaraskóli íslands verði fluttur til Akureyrar og gerður að námsbraut við kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Annar kostur væri að íþróttaháskóli íslands yrði sérstök háskólastofnun í samvinnu, með samnýtingu gagnasafna og fleira, við Háskólann á Akureyri. Auk kennaradeildar er þar heil- brigðisdeild, þannig að kennsla í uppeldis-, kennslu- og heilbrigðis- fræðum er þegar fyrir hendi. Aðstæður aðrar til að hafa íþróttakennaraháskóla á Akureyri eru mjög góðar og að mörgu leyti miklu betri, fjölbreyttari og full- komnari en annars staðar á Islandi: I fyrsta lagi væri íþóttakennara- skólinn góð, kærkomin og eðlileg viðbót við þá myndarlegu skólaflóru sem fyrir er í skólabænum Akur- eyri. I öðru lagi má nefna að á Akur- eyri eru tvö, og verða ef til vill bráðlega þijú stór og myndarleg, ný og fullkomin íþróttahús með fullgildri keppnisaðstöðu fyrir mik- inn hluta inniíþrótta þar sem jöfnum höndum eru stundaðar allar helstu boltaíþróttir og fijálsar íþróttir einnig að nokkru. í þriðja lagi má nefna að íþrótta- starf á Akureyri er óvenjufjölbreytt og aðstaða fyrir nemendur íþrótta- háskóla framúrskarandi góð til að læra, kynna sér og taka þátt í marvísleg- ustu íþróttum. í íjórða lagi er nær- tæk og góð aðstaða til að kynna sér vetrar- íþróttir og taka þátt í þeim á Akureyri og í nágrannabæjum, bæði fimi á ís og í snjó. Mið- stöð íslenskra vetrar- iþrótta er í Hlíðarfj alli, örfárra mínútna akstur frá byggð á Akureyri og ekki ósennilegt að hið myndarlega skautasvell Skautafé- lags Akureyrar, fremsta skautafélags landsins um árabil, verði komið undir þak innan skamms. í fimmta lagi er fyrirsjáanlegt að á Akureyri verði innan skamms einhver fullkomnasta og glæsileg- asta sundaðstaða á landinu, hvort heldur er til keppni, innan- jafnt sem utanhúss, eða afþreyingar al- mennings. I sjötta lagi er á Akureyri ein- hver eftirtektarverðasta vagga og helsti vaxtarbroddur judoíþróttar- innar á íslandi. í sjöunda lagi eru á Akureyri stórar og mjög vel búnar líkams- ræktarstöðvar, þar sem stundaðar eru nútímalegar líkamsíþróttir við bestu aðstæður. í áttunda lagi eru á Akureyri góðar endurhæfingarstöðvar og fjöldi vel menntaðra sjúkraþjálfara með mikla reynslu í meðferð íþróttameina, meðferð lamaðra og fatlaðra, meðferð hjartasjúklinga o.s.frv. í níunda lagi er á Pollinum við Akureyri verið að byggja upp að- stöðu til vatnaíþrótta, meðal annars bretta-, sjóskíða- og siglingaað- stöðu. í tíunda lagi er á Akureyri mikið hestaíþróttastarf og aðstaða verður sífellt betri til þess, auk þess sem örstutt er að fara til að kynna sér hrossarækt og tamningar að Hólum í Hjaltadal. I ellefta lagi er á Jaðri við Akur- eyri besti golfvöllur íslands og þar er unnið mikið og merkilegt starf á sviði golfíþróttarinnar. I tólfta lagi er á Akureyri unnið dijúgt og markvert starf í íþróttum fatlaðra og íþróttum aldraðra, sem íþróttakennaranemum hlýtur að vera nauðsynlegt að kynnast. í þrettánda lagi er sífellt verið að bæta aðstöðu til einstaklings- íþrótta og hópíþrótta að eigin vali, ganga, hlaup, skokk, hjólreiðar á sumrum auk skíðagöngu og fleira á vetrum, meðal annars á útiíþrótta- svæðum við Kjarna og á bökkum Eyjaijarðarár. I fjórtánda lagi eru Akureyringar þegar mjög framarlega í ýmsum flugíþróttum, til d'æmis fallhlífa- stökki og svifflugi, og hafa góða aðstöðu til þess við Flugstöð Þór- unnar hyrnu á Melgerðismelum. Þótt hér sé talið aðeins fátt af því mikla íþróttastarfi sem fram fer íþróttakennaraskóli ís- lands verði fluttur til Akureyrar, segir Sverr- ir Páll Erlendsson, og gerður að námsbraut við kennaradeild Há- skólans á Akureyri, á Akureyri má vera ljóst að Akur- eyri er mikill íþróttabær og því til- valinn staður fyrir íþróttaháskóla íslands, með allri þeirri aðstöðu og kjölfestu sem nauðsynleg er. Ekki væri auk heldur að efa að ef til þess kæmi að þessi skóli yrði á Akureyri fylgdu því töluverðar framkvæmdir, sem gerðu staðinn enn fullkomnari til þessa en hann er nú þegar. Til dæmis þyrfti nokk- urt átak til að koma uppVaranlegri aðstöðu til þjálfunar og keppni í fijálsum íþróttum utanhúss og að- stöðu til að iðka megi knattspyunu á upphituðum eða yfirbyggðum velli að vetrarlagi. Spurt hefur verið hvar íþróttahá- skóli íslands á Akureyri ætti að vera. Svarið við því er sáraeinfalt. Fyrirsjáanlegt er að á allranæstu árum verði starfsemi Háskólans á Akureyri að mestu komin að Sól- borg, ýmist í þau hús sem þar eru fyrir eða nýbyggingar sem þar munu rísa. Þá stendur eftir autt, einmitt í hjarta íþróttanna á Akur- eyri, núverandi hús Háskólans á Akureyri, gamli Iðnskólinn. Sund- laugin handan götunnar og íþrótta- höliin sömuleiðis. KA-höllin í ör- skotsfjarlægð. Skokkfæri að hesta- svæðunum og golfvellinum svo og í Kjarnaskóg, skákhúsið handan gatnamótanna, menntaskólarnir innan seilingar auk grunnskólanna á Brekkunni, Fjórðungssjúkrahúsið sömuleiðis. Þetta gæti ekki verið ákjósanlegra. Það er ekki að efa að íþróttahá- skóli íslands á Akureyri yrði ómet- anleg lyftistöng fyrir allt íþróttalíf á íslandi, ekki síst hinar dreifðu byggðir landsins. Reynslan hefur sýnt að nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri fara frekar til starfa utan Reykjavíkur en þeir sem brautskrást frá skólum í Reykjavík. Með því að tryggja að íþróttaháskóli íslands verði á Akur- eyri mætti jafnframt tryggja íþróttafélögum vítt og breitt um landið hæfa og vel menntaða þjálf- ara og skólunum þar vel menntaða íþróttakennara. Æska landsins á þetta skilið. Tekið skal rækilega fram að þessar hugmyndir um að íþróttahá- skóli íslands skuli vera á Akureyri eru ekki fram komnar til að varpa minnstu rýrð á starf íþróttakenn- araskóla Islands að Laugarvatni. Þar hefur verið unnið ómetanlegt starf, oft við erfiðar aðstæður. En kröfur tímans eru þær að íþrótta- kennsla verði á háskólastigi og nútímalegir íþróttaháskólar krefj- ast mikils samneytis við sambæri- legar stofnanir og mikilla tengsla við fjölbreytilegt og ríkt íþrótta- starf. Af ofanséðu má vera Ijóst að Akureyri er einkar heppilegur stað- ur fyrir skóla af þessu tagi. Spurt hefur verið hvað gera skuli við þau mannvirki sem af myndar- brag hafa verið gerð við íþrótta- kennaraskólann að Laugarvatni ef skólinn flyst þaðan. Full þörf er fyrir þá aðstöðu alla fyrir íþrótta- starf landsmanna: Þar yrði áfram íþróttaskóli, meðal annars með námskeiðahald af ýmsu tagi vetur, sumar, vor og haust, æfingabúðir ólíkra íþróttagreina allt árið um kring, aðstaða fyrir landslið íslend- inga í ýmsum íþróttum til undirbún- ings keppni heima og erlendis á hvaða tíma árs sem er, svo eitthvað sé talið. Nú má vera ljóst að íþróttahá- skóli íslands á Akureyri verður ekki til fyrirhafnarlaust. Framundan hljóta að vera rannsóknir, kannanir og samningar af ýmsu tagi til að undirbúa þetta merka mál. Þess vegna er afskaplega nauðsynlegt að yfirvöld Akureyrarbæjar og Há- skólans á Akureyri grípi ásamt öðr- um hagsmunaaðilum tafarlaust til allra þeirra krafta sem tryggja mega að skólanum verði búinn stað- ur á Akureyri, þar sem aðstæður eru bestar. Höfundur er menntaskólnkennari á Akureyri Alúðarþakkir til ykkar allra, sem glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á 80 ára afmœli mínu 4. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Elin Konráðsdóttir, Öldugranda 9. GULLSMIÐJAN « PYRIT-G15 mSb Laugavegur- Veitingahús Til sölu mjög þekkt veitingahús á besta stað, við Laugaveg - þar sem fólkið er. Góð rekstrar- eining - sæti fyrir 50 manns - vel tækjum búinn, - besti tíminn framundan. Gott verð - einstök kjör - laus strax. Nafn, kennitala og símanúmer sendist til afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „C - 2304.“ Vortiiboö Vegna stöðugleika og hagstæðrar gengisþróunar bjóðum við 15% afslátt af öllum flísum út apríl ALFABORG ? KNARRARVOGI 4 wleft-Packard prentara |ik Liturinn er galdurinn. Hewlett-Packard er trygging fyrir gæðum, endingu og endalausri ánægju í litaútprentun. Hátækni til framfara HP LaserJet 4L geislaprentarinn. Tilvalinn prentari fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Tilboðsverð: HP ScanJet llcx litaskanninn. Glæsilegur hágæða borðskanni. Hérá stórlækkuðu verði. Tilboðsverð: kr. 59.900 stgr. kr. 99.900 stgr. ffl Tæknival Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.