Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ l- I LISTIR Morgunblaðið/Halldór MAGNEA Tómasdóttir, sópran, heldur Ijóðatónleika í Gerðubergi klukkan 20.30 í kvöld. Undir- leikari hennar á píanó verður Mario Ramón Garcia. ar. Þá hefur Magnea komið fram sem einsöngvari við ýmiss tæki- færi. Haustið 1993 hóf Magnea framhaldsnám við Trinity College of Music og er kennari hennar þar Hazel Wood. Hún hefur komið fram fyrir hönd skólans sem ein- söngvari í „Sieben Friihe Lieder“ eftir Alban Berg og í 2. sinfóníu Mahlers með Trinity Symphony Orchestra. Söngkonan söng „Fyrstu dömu“ í uppfærslu skól- ans á Töfraflautunni eftir Mozart auk þess sem hún var fulltrúi skól- ans í „Maggie Teyte“-keppninni í Covent Garden. Hef verið rpjög heppin „Ég hef verið mjög heppin. Fengið að vinna með góðum stjómendum og góðu fólki og öðl- ast mikla reynslu fyrir vikið. Það á eftir að koma mér mjög vel,“ segir Magnea. „Annars gengur þetta svona fyrir sig. Maður þarf að vera heppinn líka.“ Mario mun ljúka einleikaraprófi í sumar og hefur sett stefnuna á heimaland sitt, Mexíkó. Hann seg- ir að tæpast sé grundvöllur fyrir því að starfa eingöngu sem ein- leikari þar um slóðir og hyggst því einnig sinna kennslu. Píanó- leikarinn hefur lítillega kynnt sér íslenska tónlist og er ekki frá því að hún dragi dám af því marg- brotna umhverfi sem tónskáldin séu sprottin úr. Honum þykir mik- ið til landsins koma og getur vel hugsað sér að koma hingað aftur. Verð alltaf með annan fót- inn á Islandi MAGNEA Tómasdóttir, sópran, efnir til fyrstu einsöngstónleika sinna í Gerðubergi í kvöld klukkan 20.30. Mario Ramón Garcia, píanóleikari frá Mexíkó, mun ann- ast undirleik og í raun má segja að yfirbragð tónleikanna sé alþjóð- legt því á efnisskránni eru ljóð eftir Haydn, Lizt, Strauss, Grieg og Jón Asgeirsson. „Það er mikilvægt fyrir mig að koma fram og ekki síður að kynna mig hér heima,“ segir Magnea sem stundar nám við Trinity College of Music í London. Hún hyggst þannig slá tvær flugur í einu höggi. „Ég hef áhuga á að starfa hér í framtíðinni ef ég fæ tæki- færi. Það eru hins vegar mjög margir íslendingar að læra að syngja út um allan heim; við erum til dæmis ellefu eða tólf í London. Margir gætu því átt eftir að starfa eitthvað erlendis. Ég held samt að við verðum alltaf með annan fótinn á íslandi." Vönduð vinnubrögð Mario píanóleikari leggur einnig stund á nám við Trinity College of Music. Þau Magnea hafa starf- að töluvert saman og láta vel af samstarfinu. Mario segir að Magnea setji samvinnu og vönduð vinnubrögð jafnan í öndvegi og söngkonan bætir við að samvinnan eigi eftir að koma þeim til góða á jafn mikilvægum tónleikum. Kveikjan að tónleikunum var að öðrum þræði sú að píanóleikar- ann langaði til að sækja ísland heim. Hann stundaði nám í Noregi um tveggja ára skeið og er prýði- lega að sér í norrænum fræðum. Þá hefur Magneu lengi dreymt um að efna til eigin tónleika hér á landi og því var ekki eftir neinu að bíða. Magnea segist eðli málsins sam- kvæmt vera spennt fyrir tónleik- ana en hún hafði varla tyllt fæti á íslenska grund þegar hún fyllt- ist af kvefi. „Ekki varð það til að draga úr stressinu!" Hún vonast þó til að verða búin að ná fullri heilsu í kvöld og hlakkar mjög mikið til. Magnea er Kópavogsbúi og hlaut fyrstu tilsögn í tónlist í tón- listarskólanum þar í bæ. Árið 1988 hóf hún söngnám hjá Unni Jens- dóttur, fyrst í Kópavogi en þaðan lá leiðin í Tónlistarskóla Seltjarn- amess og lauk Magnea burtfarar- prófi þaðan vorið 1993. Hún starf- ar með kór Bústaðakirkju og hefur auk þess sungið með Kór íslensku óperunnar og Kór óperusmiðjunn- 1 r i í í > * f > i i i i i ) Ljósið innra Ljós og skuggar BOKMENNTIR Ljóð HVAR ER LAND DRAUMA eftír Rögnvald Finnbogason Forlagið,1995-107 bls. NÚ Á dögum setja menn gjarn- an saman ljóð til að túlka innstu veru sína og skilgreina innri mann. Þau eru því oft leið til sjálfsþekk- ingar. í nýútkominni bók Rögn- valds Finnbogasonar, Hvar er land drauma, setur hann fram ofurlítið játningarkenndar vangaveltur um innstu rök og tengsl við guð, menn og sköpunarverkið. Bókin skiptist í fimm flokka. Fyrsti flokkurinn fjallar um Snæ- fellsnes og sá síðasti um líf og dauða en hinir þrír eru öðrum þræðinum ferðasögur um Norður- lönd, Rússland og Japan. Raunar eru sögur þær höfundinum jafn- framt tilefni til hugleiðinga, sið- ferðilegrar gagnrýni og trúarlegr- ar og fagurfræðilegrar upplifunar. Ljóð Rögnvalds einkennast af trúarsannfæringu en ekki síður af einlægni og hrifnæmi og eru það helstu kostir þeirra. Jafnframt er í þeim siðferðilegur undirtónn sem á þó fremur skylt við réttlætis- kennd en vandlætingu. Kvæði hans verða því gjarnan dálítið spá- mannsleg, ekki síst þar sem sum þeirra eru byggð upp sem orðræð- ur við guð. Ferðaljóðin í bókinni eru fyrst og fremst myndir af þjóðlífi en tengjast þó alla jafnan andlegri upplifun og hugleiðingum um trúarefni eða siðfræði. Sum þeirra eru reyndar eftirminnileg trúarljóð, t.d. kvæðið Emmaus, en sögusvið þess er Palestína. Öllu áhrifameiri þóttu mér þó kvæði fyrsta hlutans, einkum vegna þess hversu hugblær þeirra kvæða er sterkur. Rögnvaldur hefur undanfarin tuttugu ár verið sóknarprestur í Staðarstaðarprestakalli og þjónað guði sínum þarna undir Ljósufjöll- unum og Jökii. Fyrsti ljóðaflokkur bókarinnar hefst á orðræðum gam- als prests sem er að kveðja þetta prestakall sitt og guðs. Einhvern veginn kemur það ekki á óvart að guðfræði kvæðisins er í frjálslynd- ara lagi. Það er eitthvað við kristni- hald á þessum stað sem kallar á slíkar væntingar enda segir guð skáldsins að það skipti engu hvort hann sé ákallaður „undir nafni Búddha eða Kvannon / eða hvort mín er leitað í Maríukirkjum / Aþenuborgar eða undir köldum / sverðlaga krossi í Neskirkju." Trú prestsins snýst nefnilega um ljósið innra , „guðdómsneistann í hjarta mannsins“. í þessu ljósi verða kenningar, helgisiðir og guðfræði bara til trafala. Það er hið beina, milliliðalausa samband við guð- dóminn sem skiptir máli. Annars er það angurvær tónn kvæðanna í þessum fyrsta hluta sem gerir þau eftirminnileg. Prest- urinn er ekki bara að kveðja prestakallið og kirkjuna á Stað heldur einnig helgidóm náttúrunn- ar og það er ekki laust við að það gæti saknaðar og trega í kvæðun- um þótt stundum læðist kímnin með, t.d. þegar skáldinu finnst sindurmóða kvöldsólarinnar lyfta jöklinum upp frá jörðu og það hugleiðir að pakka honum inn og halda á honum „með öðru farteski mínu / þegar ég kveð.“ Bestu kvæði Rögnvalds eru að mínu mati þau kvæði þessa hluta bókar- innar sem byggjast á einföldum og hnitmiðuðum náttúrumyndum, t.d. kvæðið Vængtök álfta: Aðeins vængtök álfta kljúfa frosna kyrrðina. Hvít þoka yfir dimmu hafi. Lygn fellur áin og fleytir gullnu skini inn í nóttina. Annars er ljóðstíll Rögnvalds Rögnvaldur Finnbogason fremur látlaus, opinn og einfaldur. Kvæðin eru gjaman útleitin og stundum margorð á upphöfnu tal- máli. Stöku kvæði vilja verða nokk- uð langorð. Oft eru þó kaflar í hinum lengri kvæðum sem eru knappir og gætu jafnvel staðið sjálfstæðir. Þannig er t.d. um hækukennnd lokaorðin í þriggja blaðsíðna löngu kvæði, Steingarð- inum Ryoan-ji. Þau segja raunar meira en mörg löng kvæði: Þessi garður svo smár yfirlætislaus sól í hádegisstað blávængjað fiðrildi sest á hvítt blóm svo smátt yfirlætislaust .. .líM Ljóðabókin Hvar er land drauma er ljóðræn bók. Hún einkennist af hugleiðingum um innstu rök tilver- unnar og minningarbrotum úr ferðum skáldsins. Eftirminnileg- asti kveðskapur hennar er náttúru- kveðskapur fyrsta hlutans sem tengist angurværum hugblæ kveð- justundar. En umfram allt annað er bókin persónuleg og einlæg sjálfstjáning og það er höfuðstyrk- ur hennar. Skafti Þ. Halldórsson. BOKMENNTIR Ljóð LJÓS OG SKUGGAR eftír Þórarin Guðmundsson. Kápu- mynd: Þórarinn Már Baldursson. Útgefandi höfundur — Akureyri 1995. ÞÓTT Ljós og skuggar sé fyrsta bók höfundar er auðfundið að hann er enginn nýgræðingur í ljóðlist. Enda hafa ljóð eftir hann birst í blöð- um og tímaritum gegnum langa tíð. Einkenni ljóðanna í heild er hug- lægt viðhorf. íslensk tunga leikur sér í vitund skáldsins, enda var það íslenskukennari alla sína starfsævi. Það kemur víða við á jarðarhvelinu og þrá eftir samkennd, án áfellis, leitar út í orðum, sem þó bera oft sársauka vitni í samskiptum við hið óviðráðanlega í hverfulum, rang- snúnum heimi. Strokudrengur Við komum úr leitinni -. Þú hafðir ekki snert á frelsinu handan við fjallið. Seinna - mal syíjaðra radda. Nú virtust margir góðviljaðir þó skildu þig fáir jafnvel tillitssemin var strigakoddi og á morgun man enginn eftir þörf þinni fyrir kærleika. Trúarleg siðfræði er ekki boðuð í Ijóðunum, þó virðist hún bakhjarl alls þess sem skáldinu liggur á hjarta og ræður raunar ferðinni þótt átök daganna geri henni stundum erfitt fyrir. Andvaka Meðan dagsljósið gengur til hvílu róa skuggar skipum sínum áralaust að strandkiettum ) þeirra brjósta { sem taka með sér kvíða harmþrungins dags ’ inn í forsæluskóga vökunætur. í sumum ljóðanna birtist stóísk rósemi er veldur því að slæða óræðni torveldar lesanda að komast að kjarna þeirra. Af því leiðir að austurlensk áhrif gægjast fram og staðfesta sig í nokkrum ljóðanna. Hunang Löngu löngu áður | en veröldin stráði mildum ilmi beitilyngs á hár mitt sat ég hjá bústöðum vitringanna; þeir létu hunang orðanna dijúpa milli augna minna öll sumarsíðdægrin; i því er það að ég brosi óræðum hljóðleika I þegar kvöldar. Ljóðið „Mené Tekel“ er kannski eitt sterkasta ljóðið í bókinni. Þar búa orðin sér áhrifameiri athygli lesanda þótt mörg ljóðanna hitti vissulega í mark. Meistarar veganna hafa djúpkannað verund göngubarna I samtíðar i hafa þó sjaldan haldið öllum þráðum • tilgangsins í hendi ekki með öllu greint þjáninguna í togstreitu okkar við lífið. Ljóðin í heild sóma sér vel meðai góðra ljóða. Þau vekja til umhugsunar og væru hollt lesefni í amstri dægranna. Kápumynd undirstrikar óræðni ) vegferðar. Jenna Jensdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.