Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 27 LISTIR Páska- barokk TÓNLIST Gcrðarsafni BAROKK Marta G. Halldórsdóttir sópran; Martial Nardeau og Guðrún Birgis- dóttir, barokkflautur; Örnólfur Kristjánsson barokkselló; Christine Lecoin, semball. Föstudagur 14. apríl. •ssssssssssss^ mm ■ SsssssssssssA ENGlABÖRNiN Bankastrœtl 10 • sími 552-2201 Forsíða SEMBALLINN, sem dagaði uppi nokkru fyrir 1800, var fyrst „upphaflegra“ hljóðfæra til að koma aftur inn úr kuldanum. End- urkoma barokk-þverflautunnar úr tré er öllu nýrri af nálinni og mun enn tiltölulega sjaldgæfur viðburð- ur á okkar breiddargráðum að fá að heyra þessa fornu blístru, eins og kostur gafst á sl. föstudag þegar heilar tvær barokkflautur birtust í höndum þeirra hjóna Guðrúnar Birgisdóttur og Martials Nardeau. Þetta tiltölulega fáheyrða hljóð- færi líkist engu öðru í hljómi, nema ef vera skyldi tenór-blokkflautu; við liggur, að nútímamálmflauta Böhms frá fyrri hluta 19. aldar sé jafnfjarlæg lit tréþverflautunn- ar og óbó og klarinett. í þokkabót er hin klappakerfislausa tréflauta harla óþæg í inntónum og fingra- setningu og á hún þá agnúa sam- eiginlega með blokkflautunni, sem drukknar í fingraflækjandi gaffal- gripum, um leið og leikur fer áð fjarlægjast grunntóntegund. Þó mátti merkilegt heita, hvað flautu- leikurunum á föstudaginn tókst að jafna þessa annmarka er komu Mozart (sem hataði þverflautuna) til að svara spurningunni: „Hvað getur verið falskara en flauta?" með „Tvær flautur!“, því inntónun þeirra hjóna var víðast hvar prýði- lega góð, þrátt fyrir „klukkudýn- amík“ á iöngum tónum hér og þar. Hinn megingalli tréflautunnar, sem knúði Böhm til endurbóta — nefnilega kraftleysi neðsta tón- sviðsins — komst þó ekki hjá því að gera vart við sig, því þar báru einsöngvari og selló bassafylgi- raddar einfaldlega blásturinn of- urliði. Þegar þetta er sagt verður þó að taka fram, að í heild voru fífumjúkir tónar tréflautnanna hreinasta eyrnaangan í nábýli við gómsætar griplur sembals og silki- sléttan söng barokksellósins og Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur og sýndu fram á réttmæti þess að rifja upp ómhverfi hárkolluald- ar. Sem betur fór reyndist hljóm- burður Gerðarsafnsins nýja í Kópavogi hliðhollur hinni við- kvæmu hljóðfæraskipan. Verkin á tónleikunum voru eftir þá jafnaldra Hándel og J.S. Bach, höfuðjöfra barokktímans. Söngur kom við sögu í tveim þýzkum ar- íum eftir Hándel, tveim aríum úr Mattheusar- og Jóhannesarpass- íum Bachs og í fjórum sálmum úr söngbók G. C. Schemellis, sem Bach útsetti eða frumsamdi, og kom þar glöggt fram, að Marta Guðrún Halldórsdóttir er orðin ein- hver frambærilegasti túlkandi okkar á eldri sönglist. Þó að enn megi auka nokkuð fyllingu botn- sviðsins og liðka flúrsöngstæknina er Marta Guðrún greinilega farin að ná góðum tökum á sléttum söngmáta fyrri tíma. Hún hefur sem fyrr heillandi framkomu og allskýran textaframburð (þó að lengi megi gott bæta) og gljáfægð sópranröddin féll að kyrrlátum nið sembals, sellós og tréflautu sem glófi að fingrum. I einleikssvítu Bachs fyrir semb- al í e-moll BWV 996 sýndi franski semballeikarinn frá Marseille, Christine Lecoin, góð stílræn til- \ þrif, þrátt fyrir nokkur sérkennileg innantakts-rubati, sem hljóta að skrifast á sláttarhefð gallískra clavecinista, og samleikari hennar á selló í hinum verkunum, Örnólf- ur Kristjánsson, var stöðugleikinn uppmálaður. A tónleikunum bar hæst hina bráðskemmtilegu Tríósónötu Bachs í D-dúr BWV 1028, betur þekkt sem gömbusónatan í G-dúr BWV 1039, sem hér mátti heyra í upphaflegri gerð fyrir tvær flaut- ur og fylgibassa (sembal og selló). Hafi blásturinn ekki verið með öllu hnökralaus var því meira leik- ið af smitandi tilfinningu fyrir þeirri dansgleði sem geislar af guðspjallamanninum frá Eisenach á góðri stund og er óskandi að þau Guðrún og Martial haldi áfram að leggja rækt við hið skemmtilega en erfiða hljóðfæri, barokkflaut- una, því þessi flutningur Iofaði góðu um framtíðina. Ríkarður Ö. Pálsson Ef þú smellir á forsíðu færðu allar fréttir sem birtast áforsíðu Morgunblaðsins í dag. http://www.strengur.is Norræna húsið Málverk, litógrafíur og útskornar myndir SÝNING á verkum danska listamannssins Niels Macholms hefur verið sett upp í anddyri Norræna hússins. A sýningunni eru málverk, litógrafíur og út- skornar myndir. Niels fæddist 1915 og verður því áttræður á þessu ári. Hann rak Macholms Kunsthandel í Rolighedsvej í Kaupmannahöfn 1943-1952 og hélt sína fyrstu sýningu hjá Kunstnernes Eft- erársudstilling 1944. Niels missti sjónina 1979 og þar með lauk ferli hans sem listmálara. Hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar og styrki um ævina, m.a. Henry Heerups-styrkinn og Hessel- lunds-styrkinn. Þá hefur hon- um verið veitt Eckerbergs- verðlaunin. Sýningin stendur til 1. maí. Grænlandsferðir 1995 Úrval Grænlandsferða, ýmsir möguleikar. Meðal annars bjóðum við: 6 daaa veiðiferðir til Narsaa frá krónum 57.616,- Innifalið er flug, gisting, morgunverður, veiðileyfi, fararstjórn, allar ferðir á Grænlandi, nesti í veiðiferðum og flugvallarskattur. 3ia daaa ferð á slóðir Eiríks rauða frá krónum 63.500,- Innifalið er flug, gisting, morgunverður, kvöldverður, fararstjórn, sigling milli Narsarsuaq og Narsaq, skoðunarferðir um Narsaq og Bröttuhlíð og flugvallarskattur. Ferðaskrifstofa GUOMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 683222 Leitið upplýsinga HASKOLIISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Útflutningur: Markaðssetnim 02 fiármö^nun Tvö sjálfstæð námskeið sem mynda þó ein heild. Námskeiðin eru ætluð l'ólki sem er að hefja útflutning eða hefur stundað hann í smáum stfl. Því er áhersla lögð á hagnýt atriði en" ekkifræðileg. Jafnframt eru þau kjörin fyrir ráðgjafasem vilja öðlast innsýn í ýmis hagnýt atriði varðandi útflutning. I Að hefja útflutning: Markaðssetning Tími: 24. og 26. apríl kl. 8.20-12.30. Athyglinni fyrst og fremst beint að markaðs- málum. Hvernig er markaðsstefna mótuð og markaðsáætlun samin? Hvar geta íslenskir útflytjendur leitað aðstoðar hér á landi? Leiðbeinandi: Haukur Björnsson, verkefnastjóri hjá Útflutningsráði Islands. Upplýsingar og skráning: Sími: 569 4923, fax: 569 4080, netfang: endurm(g)rhi.hi.is II Útflutningur: Fjármögnun og trygging fyrir greiðslum Tími: 4. maí kl. 13.00-17.00 og 5. maí kl. 8:30-12:30 Algengustu afhendingar- og greiðsluskilmálar í milli- ríkjaviðskiptum, leiðir til að fjármagna útflutning, útflutningstryggingar og leiðir til að draga úr gengisáhættu. Hvemig geta íslenskir aðilar aflað upplýsinga um væntan- lega viðskiptavini erlendis í því skyni að draga úr áhættu? Umsjón: Finnur Sveinbjömsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu. Leiðbeincndur: Halldór S. Magnússon, forstöðumaður erlendra viðskipta íslandsbanka hf., ívar Guðjónsson, lánasérfræðingur lslandsbanka hf„ Eggert Agúst Sverrisson forstöðumaður fjárstýringar íslandsbanka hf. og Agnar Kofoed-Hansen, forstöðumaður upplýsingaskrifstofu Verslunarráðs íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.