Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 49 FRETTIR Sumardagsskemmtun í Grafarvogi SKEMMTIDAGSKRÁ verður kl. 14-17 á sumardaginn fyrsta fyr- ir íbúa í Grafarvogi. Skrúðgang- an leggur af stað frá OLÍS-bens- ínstöðinni við Gullinbrú kl. 14. Gengið verður austur Fjallkonu- veg að félagsmiðstöðinni Fjörg- yn og þar hefst fjölskyldudag- skrá kl. 14.30 og stendur til kl. 17. Meðal skemmtiatriða er að skólahljómsveit Grafarvogs spil- ar kl. 14.30, hljómsveitin Fjör- karlar skemmtir ungum sem öldnum, kaffi og kökusala á veg- um Fjölnis, þ.e. 3 fl. karla í fót- bolta, þrautabraut sem Skátafé- lagið Vogabúar annast, danssýn- ing þar sem Reykjavíkurmeistar- ar í Freestyle sýna, unglinga- klúbbar í Fjörgyn annast leik- tæki, andlitsmálningu, diskótek og kökubasar, veitingasala verð- ur á staðnum og leiktækjanám- skeið Fjörgyn verður kynnt. Barnaskemmt- un í Vinabæ Morgunblaðið/KGA Hátíðarhöld í Kópavogi HÁTÍÐARHÖLD sumardagsins fyrsta í Kópavogi hefjast kl. 10.30 með skátaguðsþjónustu í Digranes- kirkju. Prestur er sr. Þorbergur Kristjánsson og ræðumaður nýkjör- inn skátahöfðingi, Ólafur Ásgeirs- son. Ritningarlestur er í höndum skáta. Kl. 13.30 hefst skrúðganga frá Kópavogsskóla að íþróttahúsinu Digranesi. Fyrir göngunni fer fána- borg skáta og Skólahljómsveit Kópavogs. Kl. 14 hefst fjölskyldu- skemmtun í Digranesi m.a. skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson, Örninn lofthræddi, Skólahljómsveit Kópavogs, Skólakór Kársnesskóla, Fimleikasýning frá Gerplu. Þá er börnum boðið upp á andlitsmáln- ingu. Að venju verður kaffisala skáta í Félagsheimilinu. Skátafé- lagið Kópar sér um dagskrá dags- ins. Hverfishátíð í Seljahverfi Á SUMARDAGINN fyrsta verða sameiginleg hátíðarhöld í Selja- hverfi á vegum Félagsmiðstöðvar- innar Hólmasels, Seljakirkju, ÍR og Skátafélagsins Seguls í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Dagskráin hefst kl. 10.30 með ÍR-Visahlaupi fyrir aldurshópinn 6-12 ára. Allir þátttakendur fá við- urkenningu sem verður afhent síðar um daginn. Hátíðarhöldin byija svo með skrúðgöngu undir stjóm skáta, lagt verður af stað frá Kjöti og fiski við Seljabraut kl. 13.30. Hljómsveit- in Karnevala gengur með og leikur hress lög. Gengið verður að Selja- kirkju en þar verður fjölskylduguðs- þjónusta sem hefst kl. 14. Að guðsþjónustunni lokinni kl. 14.30 verður fjölbreytt skemmti- dagskrá í hverfismiðjunni. Margs konar leiktæki verða, andlitsmálun, pylsusala. Við félagsmiðstöðina verða fjölbreytt skemmtiatriði eins og dans, söngkvartettinn Ómar og körfubolti frá ÍR. Inni í Félagsmið- stöðinni verður kaffi- og vöfflusala og nemendur frá Tónskóla Eddu Borg munu leika. Hljómsveitin Karnevala verður svo á svæðinu. ÞINGSTÚKAN og Vinabær, Skip- holti 33, bjóða öllum krökkum og foreldrum á skemmtun á sumar- daginn fyrsta kl. 15. Margir góðir gestir koma til að heilsa upp á börnin og í þeim hópi eru meðal annarra: Undrastúlkan Bella (Edda Björg- vinsdóttir) er kynnir og henni til aðstoðar verður Túrhilla Júhanson frá Færeyjum ef veður leyfir. Vit- grönnu löggurnar tvær, Jón og Jón- Jón (Gísli Rúnar og Randver Þor- láksson) fara yfir umferðarmerkin og sýna töfrabrögð og kynna nokkra furðufugla sem þeir tóku fasta í síðasta áramótaskaupi. Heið- ursgestur er Eiríkur Fjalar (Laddi) sem tekur lagið og undirleikari hans er hinn eini og sanni Dengsi. Söng- elsku trúðarnir Skossa og Skotta (Soffía Vagnsdóttir og Guðrún Þórðardóttir) skemmta með söng og hljóðfæraslætti. Raddbandið bregður á leik með bömunum. Tö- framaðurinn taugaveiklaði (Björg- vin Franz) fremur ósvikinn galdur. Söngsystur taka lagið. Götuleikhús- ið verður á sveimi um ganga húss- ins með eldgleypa, stultudansara og fleiri grallaraspóa. Aðgangur er ókeypis fyrir alla og lukkumiðar eru seldir á staðnum með góðum vinningum. Hátíð í vest- urbæ SUMARDAGINN fyrsta verða hátið- arhöld í vesturbænum á vegum fé- lagsmiðstöðvarinnar Frostaskjóls og KR. Skrúðgangan fer frá Melaskóla kl. 13.30 og verður gengið að KR- svæðinu. Þar verður boðið upp á skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna: Hljómsveitin Páll Óskar og milljóna- inæringamir spila, Lúðrasveit verka- lýðsins, fímleikasýning, danssýning frá Dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar, kökubasar og kaffi- sala. Andlitsmálun, hestar fyrir böm- in, útileiktæki og spákona fyrir börn- in. Aðgangur er ókeypis. Sumarkomu fagnað í Arseli FÉLAGSMIÐSTÖÐIN í Árseli gengst í ár í áttunda skiptið í röð fyrir fjöl- skylduskemmtun í Árbæjarhverfi á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Dagskráin er miðuð við alla fjöl- skylduna og hefst með skrúðgöngum frá Selásskóla og Ártúnsskóla klukk- an 13.30. Göngurnar mætast við Árs- el. Klukkan 14 hefst hátíðin við Ársel með skemmtiatriðum og auk þess verða kaffi, tertur og grillaðar pylsur á boðstólum. Hátíðinni lýkur um klukkan 16.30. Opið hús í garð- yrkjuskólanum Á SUMARDAGINN fyrsta verður opið hús í Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum, Ölfusi, frá kl. 10-18. Það em nemendur skólans sem standa fyrir þessu opna húsi. Hægt verður að kynna sér þær brautir sem em í boði í skólanum, umhverfi skólans, hægt verður að skoða gróðurhúsin og ýmsar óvænt- ar uppákomur verða allan daginn. Fjölmörg fyrirtæki í „græna geiran- um“ kynna þjónustu og vörur, nem- endur verða með markaðstorg þar sem hægt verður að gera góð kaup, tombóla verður starfrækt og kaffi- sala verður allan daginn svo eitt- hvað sé nefnt. Á meðan opið er gefst gestum kostur á að fara ókeypis í sundlaug Hveragerðis í Laugaskarði. Sumargleði Barnabókaráðs SUMARGLEÐI Barnabókaráðs verður haldin í Norræna húsinu 19. apríl, sumardaginn fyrsta, og hefst hún kl. 15. Dagskráin verður sem hér segir: Afhending viðurkenninga Bama- bókaráðsins fyrir framlag til bama- menningar, sumarsaga, Gegnum holt og hæðir. Leikið og sungið úr leikriti Herdísar Egilsdóttur, flytj- endur eru böm og unglingar úr Mosfellsbæ undir stjóm Bjarneyjar Lúðvíksdóttur. Kynnir verður Guð- finna Rúnarsdóttir. Allir em velkomnir og aðgangur er ókeypis. Skátamessa í Hallgríms- kirkju SKÁTAMESSA verður í Hallgríms- kirkju sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson mun þjóna til altaris og predikari verður Hallfríður Helgadóttir. Organisti verður Hörður Áskelsson. Að aflok- inni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykjavíkur á þriðju hæð Skátahússins að Snorra- braut 60. Skátar munu að venju ganga í skrúðgöngu frá Skátahúsinu eftir Snorrabraut, niður Laugaveg og síðan upp Skólavörðustíg sem leið liggur að Hallgrímskirkju. Skrúð- gangan hefst kl. 10. FRÁ skírdegi til þriðjudags eftir páska vom 539 færslur í dagbók- ina. í 23 umferðaróhöppum urðu meiðsli á fóiki í 5 tilvikum og í tveimur öðrum er gmnur um að ökumenn hafi verið undir áhrifum áfengis. Auk þeirra eru ellefu ökumenn grunaðir um ölvuna- rakstur um hátíðirnar. Tæplega 40 einstaklingar gistu fanga- geymslumar á tímabilinu. Lögreglumenn þurftu 7 sinnum að fara á heimili fólks vegna ófrið- ar og leysa þurfti úr þremur öðr- um ágreiningsmálum. Talsvert var um hávaða og ónæði í heima- húsum. í 21 tilviki reyndist nauð- synlegt að fara á staðinn og skakka leikinn. Tilkynnt innbrot voru 20 talsins sem og 18 þjófnaðir. Skemmdar- verkin voru 7 og rúðubrotin 14. Lítið var um líkamsmeiðsl, eða 2 talsins. Þrír ökumenn, sem stöðvaðir voru, reyndust réttindalausir. Margir vom kærðir fyrir að aka of hratt, eða 40 ökumenn. Á sjö- unda tug ökumanna fengu áminn- ingu fyrir ýmis umferðarlagabrot. Á fimmtudag varð árekstur þriggja bifreiða á Gullinbrú. Öku- menn og farþegar tveggja bif- reiða fóru sjálfir á slysadeild vegna minniháttar meiðsla í hálsi og i baki. Síðdegis á föstudag varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið á Kjalarnesi. Á laugar- dagsmorgun þurfti að flytja öku- mann á slysadeild eftir tvo árekstra þriggja bifreiða á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og á gatnamótum Bústaðavegar og Grensásvegar. Síðdegis á skírdag ætlaði starfsstúlka verslunar við Lauga- veg að stöðva tvo 14-16 ára pilta eftir að þeir höfðu ætlað út með geisladiska án þess að greiða fyrir þá. Annar piltanna veitti viðnám með þeim afleiðingum að starfsstúlkan hlaut minniháttar áverka. Aðfaranótt föstudagsins langa, þegar flestir bjuggu sig undir að minnast krossfestingarinnar fyrir tæpum 2000 árum, var talsvert um að lögreglumenn þyrftu að hafa afskipti af ölvuðu fólki í heimahúsum. Líklegt má telja að magir þeirra hafi verið lítt burð- ugir daginn eftir. Á föstudaginn langa var eitt- hvað svolítið um að sjoppueigend- ur virtu ekki lokunarbann. Þeim stöðum var lokað, enda óheimilt að hafa verslanir opnar á föstu- daginn langa, auk þriggja annarra 13.-18. apríl - páskahelgin daga á árinu, þ.e. páskadag, jóla- dag og hvítasunnudag. Sektað verður fyrir brot á samþykkt um afgreiðslutíma verslana. Aðfaranótt föstudagsins var brotist inn í verslun við Norður- brún, en þar sást til þjófanna. Svo var einnig um þijá pilta er brut- ust inn í bílskúr við Frostafold og höfðu á brott með sér verkfæri og tvo pilta er brutust inn í versl- un við Skólavörðustíg og ollu skemmdum á hurð. Á föstudagskvöld stöðvuðu lög- reglumenn í eftirliti bifreið í Stiga- hlíð. Tveir menn, þekktir af lög- reglu, voru í bifreiðinni. í henni fundust 7 lítrar af landa, þijú útvarpstæki og hátalarar. Menn- irnir voru færðir á lögreglustöð- ina. Aðfaranótt laugardags var skemmtistaður við Lækjargötu opinn þrátt fyrir bann þar við. Eigandanum var gefinn kostur á að loka ella yrði málið kært. Hann hunsaði tilmæli lögreglu og mun mál hans því hljóta venjulega málsmeðferð, en skv. fyrri niður- stöðum mun staðnum að öllum líkindum verða lokað á næstunni. Um nóttina söfnuðust margir unglingar saman við Arnarbakka. Þeir höfðu eldsneyti með sér og gerðu sér að leik að hella yfir leik- tæki og kveikja í. Um 20 ungling- ar á aldrinum 13 til 15 ára voru færðir á lögreglustöðina og síðan sóttir þangað af foreldrum sínum. Aðfaranótt laugardags hand- tóku lögreglumenn tvo pilta eftir að hafa stöðvað þá í akstri. Grun- ur var um að þeir hefðu brotist inn í verslun við Norðurbrún nótt- ina áður. í bifreið þeirra fannst þýfi úr innbrotinu. Piltarnir voru vistaðir í fangageymslunum. Seinnipart laugardags meiddist lögreglumaður lítillaga á fæti eft- ir að bifhjól, sem hann var á, lenti aftan á lögreglubifreið á Hverfis- götu. Lögreglumenn höfðu verið að athuga með meinta bensínþjófa þegar óhappið varð. A laugardagskvöld fyrir páska var opið á sjö skemmtistöðum í miðborginni. Umráðamönnum staðanna var gerð grein fyrir lok- unarbanni og brugðist þeir flestir vel við og lokuðu. Þeir fáu sem þverskölluðust við verða kærðir og fá mál þeirra venjubundna málsmeðferð. Páskadagur var friðsamur þó þá væri meira tilefni til að fagna en oftast áður. Aðfaranótt annars í páskum var talsverð ölvun. Á þremur stöð- um sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af, var húsfyllir af ölvuð- um unglingum. Hafði ungt heimil- isfólk notað tækifærið á meðan foreldrar voru í sumarbústað eða á Spáni og haldið sér og sínum vinum samkvæmi. Á einum staðn- um var 15 ára stúlka ein heima. Hún bauð vinum sínum heim til sín um kvöldið, en fljótlega frétt- ist þar af húsfylli. Endaði það með því að stúlkan réð ekki við neitt. Lögreglumenn hreinsuðu út úr íbúðinni og haft var samband við ættingja stúlkunnar, sem kom á staðinn og tók við stjórninni. Síðdegis á mánudag þurfti að svipta ökumann ökuréttindum eft- ir að lögreglumenn höfðu mælt bifreið hans á 152 km hraða á Vesturlandsvegi. Um svipað leyti var tilkynnt um eld í geymslu við Seilugranda. Grunur leikur á að einhver hafi kveikt í geymslunni. Minniháttar skemmdir hlutust af. Á næstunni munu lögreglu- menn í samvinnu við starfsmenn tollsins fara um og klippa skrán- ingarnúmer af þeim ökutækjum, sem ekki hafa verið greidd af lög- bundin bifreiðagjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.