Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Yngsti þingmaðurinn boðinn velkominn ■ Jón Baldvin Hannibalsson tokur 6 móti Lúðvík Bergvinssyni, eina nýliðanum í sjö manna þingflokki Alþýöu-1 flokksins. Lúövfk, sam er þritugur Eyjamaöur, er yngsti alþingismaður hins nýja þings. Nei, nei, Nonni minn, þú þarft ekkert að borga. Þetta er bara smá þakklætisvottur frá S-listanum. Morgunblaðið/Muggur TOGARINN Drangur frá Grundarfirði færði Lóm til Reykjavíkurhafnar í fyrradag. Lómur stjórnlaus við Garðskaga Menntaskólinn í Reykjavík Sögupróf á páskum HÁTT í 200 stúdentsefni þreyttu sögupróf í Menntaskól- anum í Reykjavík annan páska- dag. Guðni Guðmundsson, rekt- or, segir að aldrei hafí verið farin sú leið að prófa á páskum áður. Hann sagði að nemendur hefðu beðið um að einu prófi yrði flýtt til að létta á sjálfum prófatímanum. „Sagan er ein þriggja greina sem kenndar eru í sama magni í öllum deildum. Við ákváðum að velja söguna og þau fengu nokkra aukatíma í síðustu viku til að fara yfir námsefnið," sagði Guðni. Um námsefnið sagði hann að prófað væri í gjörfallri mannkynssög- unni frá fomöld til samtímans. Skól£islit 1. júní Guðni sagðist óttast að ekki hefðu allir nemendur tekið nýl- iðið kennaraverkfall sem langt upplestrarfrí eins og ráðlagt hafí verið. Ekki væri heldur ráðlegt að láta reyna of mikið á það heldur gefa nemendum eðlilegan tíma svo alls réttlætis væri gætt. Hann sagði í skóla- byijun hefði verið ákveðið að slíta skólaárinu 1. júní og svo yrði. FLUTNINGASKIPIÐ Lómur varð stjórnlaust vestur af Garðskaga á páskadag þegar skipið missti stýr- ið skyndilega. Lómur var á leið austur á firði til þess að lesta loðnumjöli og óskaði strax eftir aðstoð samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldu. Björgun- arbátur Slysavarnafélags íslands f Sandgerði, Hannes Þ. Hafstein, fór á vettvang og búið var að koma taug á milli skipanna þegar svo vildi til að Hannes bilaði og þurfti að halda til hafnar. Að því búnu var sent eftir björg- unarbáti Slysavarnafélagsins í Reykjavík, Henry Hálfdanarsyni, en sjólag var orðið það vont þegar út undir Garðskaga var komið að hann þurfti frá að hverfa. Var þá leitað til togara skammt undan, Drangs frá Grundarfirði, sem hélt Lómi til aðstoðar. Tók Drangur Lóm í tog og komu skip- in til Reykjavíkurhafnar um átta- leytið að kvöldi annars páskadags. Lómur er enn í höfninni og bíður þess að vera færður í slipp. Rannsóknardagnr Borgarspítalans í dag RANNSÓKNARDAGUR Borgar- spítalans verður haldinn í dag en til- gangur hans er að gefa þeim sem vinna að rannsóknum tækifæri til að kynna þessa vinnu fyrir sam- starfsfólki á Borgarspítala og öðrum. Slíkt ætti ekki einungis að vera hvetj- andi fyrir flytjendur heldur einnig fyrir samstarfsfólk á Borgarspítalan- um til að vinna að frekari rannsókn- arverkefnum hér eða í samvinnu við aðrar stofnanir, segir í fréttatilkynn- ingu frá Borgarspítalanum. Einnig segir: „Borgarspítalinn er háskólasjúkrahús og gegnir mikil- vægu hlutverki i kennslu lækna- nema, hjúkrunarnema og annan’a heilbrigðisstétta. Til að Borgarspít- alinn geti rækt þetta kennsluhlutverk sitt er nauðsynlegt að starfsfólki gefíst kostur á, samhliða starfi á spítalanum, að vinna að rannsókn- arverkefnum sem eru bæði hvetjandi fyrir kennara og nemendur. Vísindaráð Borgarspítalans telur að þátttakan í þessum fyrsta Rann- sóknardegi, þar sem fleiri en 50 rannsóknarverkefni verða kynnt, sýni að vissulega sé unnið á þessu sviði hér á spítalanum enda þótt stöð- ugt megi þar auka við. Þessi verk- efni koma frá flestum deildum spítal- ans og eru unnin af mörgum starfs- stéttum. Vísindaráð vonast til að þessi Rannsóknardagur verði til þess að efla þessa starfsemi og geti orðið að árlegum viðburði hér á spítalan- um.“ Þjónusta við spilafíkla hjá SÁÁ Fáum eina til tvær fyrir- spurnir á viku Pétur Tyrfingsson MEÐFERÐ fyrir spilafíkla á sér nokkurn aðdrag- anda hér á landi að sögn Péturs. „Það eru nokkur ár síðan við fengum dæmi um spilafíkil inn á borð til okkar en fram að því höfð- um við cinungis fengið fyrirspurnir. Arið 1990 gerði ég síðan tilraun með það að vinna með nokkr- um spilafíklum. Það gekk hins vegar mjög illa og hópurinn flosnaði upp því það er erfitt að halda spil- afíklum saman í hópi. Ég er þeirrar skoðunar að það liggi í sjúkdómnum sjálf- um. Spilafíkillinn er gjarn- an einn með sitt vandamál og því fylgir oft mikil skömm. Hann hefur ekki samskonar aðhald og alkóhólisti frá umhverfinu.“ - Er boðið upp á meðferð fyr- ir spilafíkla hjá SÁÁ núna? „Við höfum brugðið á það ráð að bjóða upp á ráðgjöf einn dag í viku og ég er einnig að reyna að stofna stuðningshóp sem hittist einu sinni í viku. Einnig ráðleggj- um við fólki að ganga í „Gambl- ers Anonymous" eða GA-samtök- in. Við stefnum svo auðvitað að því að víkka þetta út. En við erum þó byijaðir á því að reyna að greina þá áfengissjúklinga sem við höfum til meðferðar og eru hugs- anlega haldnir spilafíkn. Þess má geta að tölur erlendis frá segja okkur að um það bil helmingur spilafíkla sé einnig háður áfengi eða öðrum vímuefnum. Tölur um vímuefnameðferð í Bandaríkjun- um sýna að 5-12% sjúklinga eigi einnig við að stríða vandamál tengd Ijárhættuspilum, hvort sem það er orsök eða afleiðing." - Hvaða þættir eru sameigin- legir með spilafíklum og áfengis- eða vímuefnasjúklingum? „Afleiðingarnar eru oft svipað- ar, einnig getur maður sagt það að leiðin til bata er í grundvallar- atriðum mjög áþekk. Það er að segja að þeir þurfa að temja sér raunsæi, ná sér út úr afneitun, taka á sínum vörnum og breyta lífsmynstri. Þeir þurfa að læra að taka á streitu og tilfinningum á nýjan hátt. En maður þarf að vara sig á því að rugla þessu ekki saman þegar rætt er um orsakaferli sjúkdómsins. í ljós kemur að spilafíklar búa ekki yfir neinum sérstökum persónu- þáttum frekar en alkóhólistar." - Eru margir spílafíklar á ís- landi? „Miðað við faraldsfræðilegar rannsóknir erlendis eru 1-2% af þjóðinni spilafíklar. En það er varasamt fyrir okkur að yfirfæra slíka tölfræði alveg beint því þegar bandarískar rannsóknir eru skoðað- ar er hlutfajlið af spila- fíklum mjög breytilegt eftir því hversu aðgengileg fjárhættuspilin eru. Möguleikarnir á slíkum spil- um hafa aukist hér á landi og því má búast við að spilafíklum hafi verið að fjölga hér undanfar- in ár. Það lækkar eitthvað fjöld- ann hins vegar að við erum ekki með einkareknar fjárhættuspila- stofur eða jafn fjölþætta mögu- leika. Það sem fólk ánetjast hér fyrst og fremst eru spilakassarnir og bingó.“ ► PÉTUR Tyrfingsson fædd- ist í Reykjavík 18. maí 1953. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum við Tjörnina 1974, las síðan sljórnmálafræði við Háskóla Islands og félags- fræði, hugmynda- og lærdóms- sögu við Háskólann í Lundi frá 1975-1981 en lauk aldrei prófi. Hann stundaði verkamanna- vinnu frá 1981-86 og hefur starfað við áfengismeðferð hjá SÁÁ síðastliðin níu ár. Pétur kvæntist Svövu Guðmundsdótt- ur árið 1974 en hún lést árið 1987. Þau eignuðusttvo syni, Guðmund og Gunnlaug Má, en núverandi sambýliskona Pét- urs er Kolbrún Jónsdóttir. Pét- ur stundar nú nám í sálfræði við HÍ með starfi sínu. - Hvað hafa margir leitað til ykkar? „Ætli það séu ekki 1-2 á viku sem hafa talað við okkur í vetur en þess verður þó að geta að vafi leikur á því hvort þeir séu allir haldnir spilasýki. Þeir sem tolla hjá okkur eru mun færri." - Hvernig er skiptingin milli kynja og starfsstétta? „Karlmennirnir eru fleiri en konurnar og yngri. í fræðunum er talið að spilasýki byrji yfirleitt mjög snemma á ævinni og yfir- leitt fyrir tvítugt." - Hver telst spilasjúkur og hver ekki? „Fólk getur lagt fyrir sig þijár einfaldar spurningar. Hvort það hafi tekið fé að láni til að stunda fjárhættuspil, annaðhvort hjá annarri manneskju eða varið pen- ingum sem ætlaðir voru í annað. í öðru lagi getur það spurt hvort fjárhættuspil hafi einhvem tíma orðið þess valdandi að viðkomandi hafí vanrækt eitthvað sem honum er kært eða finnist skipta máli, hvort sem það er nám, fjöl- skylda eða heimilislíf. í þriðja lagi má spyija hvort viðkom- andi hafi mistekist að draga úr eða hætta spila- mennsku. Ef maður svarar einni spurningu játandi eru nokkrar lík- ur á því að maður eigi við eitt- hvað vandamál að stríða. Svari maður tveimur eða öllum játandi er nokkuð víst að maður sé spila- sjúkur. Þetta er hins vegar ein- ungis stikkprufa sem ekki er beitt þegar verið er að sjúkdómsgreina fólk. Hún nægir hins vegar ef fólk vill átta sig á því hvort það á að leita sér aðstoðar.“ Spilafíkillinn er gjarnan einn með sitt vandamál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.