Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónlistarskólinn í Reykjavík Lokapróf einsöngvara og1 selló- leikara Sigurður Bjarki Gunnarsson TVENNIR lokaprófstónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í kvöld og á morgun. Fyrri tónleikarnir eru í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.30 og eru þeir síðari hluti einleikaraprófs Sigurðar Bjarka Gunnarssonar, sellóleikara. Krystyne Cortes leikur með á píanó. Á efnisskrá eru Svíta fyrir einleiksselló eftir J.S. Bach, Són- ata fyrir selló og píanó eftir Beet- hoven, Fantasi- estucke eftir Schumann og Sónata fyrir selló og píanó eftir Prokoffiev. Seinni tónleik- arnir eru í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 20. apríl kl. 20.30 og eru þeir síðari hluti ein- söngvaraprófs Erlu Berglindar Einarsdóttur, sópran, frá skólan- um. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskrá eru Pur Dicesti, o bocca bella eftir Antonio Lotti, Sex sönglög við ljóð Cásars Flaischlen eftir Jóseph Haas, Mens jeg vent- er og En dröm efter Edward Gri- eg, September og Beim Schla- fengehen eftir Richard Strauss og The Lilacs og No Prophet I eftir Sergei Rachmaninoff. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Erla Berglind Einarsdóttir - kjarni málsins! Af bókmenntum og Biblíu BOKMENNTIR F r æ ð i r i t BIBLÍAN OG BÓKMENNTIRNAR Ritnefnd: Gunnlaugur A. Jónsson (ritstjóri), Einar Sigurbjömsson og Pétur Pétursson. Guðfræði- stofnim - Skálholtsútgáfan. Reykjavík 1994. Á UNDANFÖRNUM árum hefur samgangur orðið meiri en áður milli fræðigreina. Á þetta ekki síst við um hugvísindi. Það þarf því ekki að koma á óvart að safnað skuli saman greinum í rit, Biblían og bókmenntirnar, þar sem megin- þemað er tengsl bókmenntafræði og guðfræði. I því er Biblían skoðuð sem bókmenntaverk og áhrif hennar á bókmenntir eru könnuð. Það er helgað minningu Jakobs Jónssonar dr. theol og er það vel til fundið. Almennt sýnist mér að vel hafi tekist til enda þótt hér séu býsna ólík verk á ferð bæði hvað varðar efni og rann- sóknaraðferðir og raunar eru þau leikmönnum einnig misaðgengileg. Tvær ritgerðanna eru textaathuganir í mál- fræðilegu ljósi. Af því tagi er ritgerð Guðrúnar Kvaran, Nokkur orð um málið á Steinsbiblíu. Sú biblíuþýðing hefur raunar verið talin með verstu þýðingum trúarritsins á íslensku. Bendir Guðrún á að samtímamenn hafi í reynd ekki fárast svo mjög yfir dönskuskotnu málfari hennar heldur miklu frekar því að þýðandinn, Steinn biskup Jónsson, hafi þrætt dönsku þýð- inguna af nákvæmni þannig að hann hniki orða- lagi víða frá fyrri þýðingum með þeim afleiðing- um að íhaldssömum lesendum hafi þótt nóg um. Jón G. Friðjónsson nálgast Biblíuna einnig út frá málfræðilegu sjónarhorni í greininni Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál og sýnir fram á það með ótal dæmum hversu ríkuleg áhrif Biblían hefur haft í gegnum tíðina á íslenskt mál. Ýmis orð og orðatiltæki eiga þannig rætur sínar í henni. Vitaskuld er hér ekki um tæm- andi úttekt að ræða. Engu að síður eru dæmin fjölmörg og fræðandi. Höfundar ritgerðanna nálgast viðfangsefni sín á ólíkan hátt. í greinum þeirra Gunnars Kristjánssonar, „Útaf Edens foldu“, og Gunn- ars Stefánssonar, „Ég kveiki á kertum mín- um“, þar sem fjallað er um Paradísarmissi Miltons og trúarljóð Davíðs Stefánssonar, er áherslan mest á túlkun og innlifun. Þessi að- ferð er vandmeðfarin en hentar greinilega ágætlega í þessum tilvikum. Þannig finnst mér umfjöllun Gunnars Kristjánssonar um Paradís- armissi og þýðingu Jóns frá Bægisá á henni andrík og skemmtileg. Hann lýsir verkinu með mörgum dæmum og túlkar það en leggur þó ekki síst áherslu á það megingildi verksins að vekja spurningar með lesendum. Trúarleg viðhorf Davíðs Stefánssonar eru meginefnið í upplýsandi grein Gunnars Stefáns- sonar sem upphaflega var erindi um skáldið. Telur Gunnar Davíð eitt fremsta trúarskáld íslendinga á þessari öld þótt margt af því sem hann yrki um kunni að vera óskylt kristin- dómi. Algengasta aðferð fræðimannanna við að nálgast efni ritgerðanna, a.m.k. hvað fram- setningu varðar, er einhvers konar afleiðsla (deduction) en svo nefnist röksemdafærsla þar sem niðurstaðan er fólgin í forsendunum. Oft Davíð Jónas Stefánsson Hallgrímsson er þá farið á stað með vinnutilgátur ellegar kenningar og sýnt fram á hvernig viðkomandi verk samræmist þeim. Vissar hættur eru fólgn- ar í þessari vinnuaðferð en á hinn bóginn auð- veldar hún oft skýra og skematíska framsetn- ingu. í þessum anda skoðar Ásdís Egilsdóttir biskupasögur í ritgerðinni Um biskupasögur út frá þeirri tilgátu eða forsendu að þær séu tengdar svokölluðum játarasögum enda hafi þær svipaða frásagnagerð og lík minni. Til- gangur ritunar þeirra sé að koma á helgi aðal- persónanna líkt og gert er í játarasögunum. Einhæfni þessarar sagnagerðar stafi af því að vinnubrögð höfundanna séu í samræmi við guðfræðilegan persónuleikaskilning miðalda. Hér tel ég þó þá hættu fólgna í rannsóknarað- ferðinni að mönnum verði einum of starsýnt á einhæfni textanna í stað þess að leita að sér- kennum þeirra enda þótt vafalaust hafi Ásdís margt til síns máls. Pétur Pétursson ritar grein- ina Afturhvarfsreynsla Matthíasar Ólafssonar og bændavakningin á Fellsströnd. í grein sinni vinnur hann út frá kenningum William James um fjóra áfanga slíkrar reynslu og reynir að greina félagslegar og sálfræðilegar ástæður hennar. Enn fremur kannar hann afleiðingar hennar meðal sveitunga Matthíasar. í mínum huga hefur umskipting Matthíasar frá þrætu- gjörnum manni til elskandi og baráttuglaðs hjálpræðishershermanns fyrst og fremst félags- sálfræðilegt gildi. Mér sýnist ég litlu nær um trúarreynslu hans þótt hún samræmist áföngum William James. Grein Einars Sigurbjömssonar, Píslarsaga og Passíusálmar, fjallar um áhrif dulúðar á lútherskan rétttrúnað og þátt píslarsögunnar í henni. Það er hans vinnutilgáta að dulúðarguð- fræði móti Passíusálmana og virðist hann hafa margt fyrir sér í því. En umfjöllunin um Passíu- sálmana verður einhliða fyrir bragðið, enda nálgast Einar kvæðið sem guðfræðingur e'n ekki bókmenntafræðingur. Grein hans veitir hins vegar ágæta innsýn í heim dulúðarguð- fræðinnar og hvernig trúarskáldið, Hallgrímur Pétursson, fellir hana inn í kvæðið. Silja Aðal- steinsdóttir kannar trúar- og siðferðishugmynd- ir í fimm nýlegum verðlaunabókum í grein sem hún nefnir Trú og siðferði í íslenskum bamabók- um og ber saman við bækur tveggja klassískra barnabókahöfunda. Hún grípur til siðferðisþro- skakenningar Piagets til að varpa ljósi á siðferð- isstig persóna í barnabókunum. Hún gætir þess hins vegar vel að afleiðslan verði einungis eitt af rannsóknartækjunum, leggur mikla vinnu í að túlka efni bókanna og hefur þar að auki góða yfirsýn yfir efnið. Helstu niðurstöður hennar em þær að siðferðileg barátta í kristn- um anda gegni áberandi veigameira hlutverki í nýrri bókunum en þeim eldri. Með öfugum formerkjum nefnist ritgerð Álfrúnar Gunn- laugsdóttur en vinnubrögð hennar líkjast tölu- vert vinnubrögðum Silju . Hún gerir grein fyr- ir þremur suðuramerískum skáldsögum sem til eru í íslenskri þýðingu, Forseta lýðveldisins, Pedró Páramo og Hundrað ára einsemd. Hún bendir á að persónur þessara sagna spegli ýmsar hugmyndir existensíalismans. Siðfræði þeirra geri ráð fyrir ábyrgð manns- ins á gjörðum sínum og ástleysi þeirra sé oft meginástæða þess hversu vonlausar aðstæður þeirra kunna að virðast. Þetta vonleysi verði enn áhrifaríkara í ljósi þess að trúarbók kristinna manna býður upp á von. í þessa bók vísi skáld- sögumar þjár með öfugum formerkjum og ef til vill stafi meint vonleysi þeirra af því. Miklu ítarlegri sundurgreiningu efnisins er að finna í ritgerðum þeirra Clarence E. Glad, Lestur og ritskýring 1. Korintubréfs 8 , og Svövu Jakobs- dóttur, Ljós og litir í Alsnjóa. Raunar lýsir Glad rannsóknaraðferð sinni sem svo að það beri að flækja málin fremur en skýra þau. „Þessi þver- sögn, að markmiðið sé að flækja hlutina fremur en varpa ljósi á þá, dregur fram mikilvægi þess að sjá tiltekið sögulegt fyrirbæri í stærra sam- hengi og láta ekkert ósnert sem fyrri rannsókn- araðferðir hafa talið óviðeigandi í þeirri viðleitni að vega og meta allt sem hugsanlega kann að varpa ljósi á það sem rannsakað er.“(s.loo) í anda þessarar sundurgreinandi rannsóknarað- ferðar flækir hann lesandann í flóknar blæ- brigðaskýringar á grískum fomyrðum og kenn- ingum um uppeldismál svo að eitthvað sé nefnt. 8. kafla 1. Korintubréfs, þar sem fjallað er um deilur Páls postula og hinna svonefndu „vitru“ í Korintuborg, tengir hann bókmenntum uppeld- islegs eðlis gagnstætt öðrum fræðimönnum sem lagt hafa áherslu á tengsl hans við heimsslita- bókmenntir samtímans. Textinn sýni því fremur en margt annað gagnrýni Páls á kennsluaðferð- ir. Þótt þetta viðfangsefni liggi langt fyrir utan áhugasvið undirritaðs er ekki hægt annað en dást að lærdómi og glöggskyggni höfundar enda þótt því verði vart neitað að ritgerð hans verði aðferðarinnar vegna býsna óaðgengileg leik- mönnum. Ég hygg að svipað megi segja um ritgerð Svövu Jakobsdóttur sem að minni hyggju er eitt af fremstu rannsóknarverkefnum á sviði bókmenntarannsókna hin seinni ár og mikil- vægt innlegg í umræðuna um hið gagnmerka kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alsnjóa. Svava fer hér á kostum og flettir hveiju merkingarlag- inu ofan af öðru í ástríðufullri leit að kjarna ljóðsins sem _hún telur allegórískt trúarljóð og helgimynd. Ég tel að Svava hafi með ritgerð sinni gefið okkur nýja sýn á skáldið Jónas og fram hjá henni verði ekki gengið í framtíðarum- fjöllun um það. í heild finnst mér að vel hafi tekist til um gerð og ritstjórn þessa rits og það sé aðstandendum sínum til sóma. Skafti Þ. Halldórsson Fæst hjá öllum bóksölum Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 3.990.— Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútið og framtíð Oröabókaútgáfan Málaskólinn Mímir Býður upp á stutt markviss málanámskeið fyrir sumarleyfið: Ensku, þýsku og spænsku fyrir byrjendur og lengra komna. Einnig er boðið upp á viðskiptaensku. Kennt er með aðferðum hraðnámstækni (Accelerated Learning Technique). Kennt tvisvar í viku í fjórar vikur. Verð aðeins kr. 9.900. Kennsla hefst mánudaginn 24. apríl. Notfærið ykkur þetta einstaka tækifæri til þess að bæta tjáskipti ykkar á erlendri grund og njóta sumarfrísins enn betur. Úrvals kennarar- úrvals kennsluaðferðir - hagkvæmt verð Málaskólinn Mímir er í eigu Stjórnunarfélags íslands. Nánari upplýsingar i sima 10004. Málaskólinn Mímir Stjórnunðrfélag islands Hilda Torres, spænska Barry Green, enska Reiner Santuar, þýska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.