Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 ópu, milliliðalaust veður á þeirra áfangastað. Hann var mikill músík- maður og hlustaði mikið á djass. Hann átti dýra myndavél og tók tölu- vert af myndum. Á hveiju sumri stundaði hann silungsveiði hér í lón- inu og við leirurnar eftir að vegurinn kom yfir fjörðinn. Notaði hann þá óspart sínar eigin veiðiaðferðir, sem oftar en ekki báru góðan árangur. Hin síðari árin beindist áhugi hans að andlegum sviðum, sálarrannsókn- ir og huglækningar áttu hug hans meira en hálfan. Reyndi hann sjálfur fyrir sér með huglækningar og handayfirlagningar og fundu margir frá honum strauminn en aðrir minna eða ekkert eins og gengur, því alltaf vildi hann hjálpa og að liði verða og ekkert gladdi hann meira en að líkna þeim sem þjáðust. Um leið og við kveðjum góðan dreng með söknuði sendum við að- standendum hans okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Vinnufélagar. Enginn veit hvað nýr dagur ber í skauti sér. Snemma morguns hringdi síminn og okkur var tilkynnt lát Sverris, mágs míns. Þrem dögum áður hafði hann haldið frá okkur norður til Akureyrar, heim til sín, kátur og hress eins og hans var vandi. Síst gat okkur órað fyrir að sá yrði síðasti fundur okkar. Sverrir Vilhjálmsson var borinn og barnfæddur Akureyringur, yngst- ur þriggja systkina, Valgerðar og Jóns Kristins. Foreldrar hans voru þau Vilhjálmur Jónsson, öryggiseft- irlitsmaður á Akureyri, og Magnea Halldóra Daníelsdóttir. Vilhjálmur var sonur Jóns Kristins Kristinsson- ar, bónda á Ystabæ í Hrísey, og Hallfríðar Þórðardóttur. Magnea var dóttir Daníels Gunnarssonar, stein- smiðs, og Valgerðar Arinbjamardótt- ur sem fyrst bjuggu á Melstað í Gler- árþorpi en síðar á Akureyri. Þau Vilhjálmur og Magnea reistu sér hús að Helgamagrastræti 38 í upphafí stríðs og bjuggu þar ávallt síðan. Sverrir lauk prófi í flugumferðar- stjórn og starfði síðan sem flugum- ferðarstjóri við flugstöðina á Akur- eyri. Hann gekk að eiga Hönnu Sig- ríði, símakonu, Sigurðardóttur Hann- essonar, trésmíðameistara, og Svan- bjargar Baldvinsdóttur. Þau skildu. Börn Hönnu Sigríðar og Sverris voru þessi: 1) Svanbjörg, fædd 19. sept- ember 1960, tónlistarkennari að mennt, gift Manfred Lemke, sviss- neskum kennara, og starfa þau bæði við Stórutjamarskóla í Þingeyjar- sýslu; þau eiga þijá syni, Hannes, Sigurð og Þorstein; 2) Halldór Magni, fæddur 5. janúar 1963, vél- stjóri, unnusta hans er Hugrún ívars- dóttir; 3) Hanna Margrét, fædd 17. mars 1965; hennar sonur, Rafn Hall- dór Gíslason; Margrét stundar nú tónlistarnám í Belgíu og unnusti hennar er Naceur E. Klaim, rafeinda- fræðingur. Fömnautur Sverris síðustu árin var Regína Kristinsdóttir frá Önguls- stöðum í Eyjafírði. Var samband þeirra mjög einlægt og gott. Er miss- ir hennar mikill. Margs er að minnast úr um þrjátíu ára samfýlgd bæði sunnan fjalla og norðan. Þær em orðnar margar ferð- imar um byggðir Eyjafjarðar allt til innstu dala. Sverrir var að upplagi náttúraskoðari því að hann hafði næmt auga fyrir formi og litum. Þetta tengdist áhuga á ljósmyndum. Ófáar vom ljósmyndimar sem hann tók af sólarlaginu við flugvöllinn eða úr flugtuminum. Þá var honum hugleik- ið fugialífíð við pollinn og leimmar. Alltaf var áhuginn jafn lifandi að hveiju sem athyglin beindist. Eftir því sem árin færðust yfír tók athyglin í vaxandi mæli að beinast að hinu hulda og dulræna eða sem er í flestum öðmm alveg hulið. Safnaði hann bókum um slík efni. Samur var áhuginn eins og á öllu öðm sem hann fékkst við. Var áhugi þessi þeim sam- eiginlegur Regínu og honum. Vil ég svo að lokum óska honum góðrar ferðar og þakka honum sam- fylgdina. Björn. Suðurhlíð Mosfellsbæ 10294 Til sölu lögbýlið Suðurhlíð í Mosfellsbæ. Byggingar eru nýlegt íbúðarhús og bílskúr ásamt glæsilegu 22 hesta- húsi með gerði og öllum búnaði. Um 7500 fm eignar- land. Glæsiieg eign rétt við borgarmörkin. Nánari upplýsingar á skrifstofu F.M. »FASTEIGNA MIÐSTÖÐIN ■ SKIPHOLTI 50B - 105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 GóScn íbúSir gott verð Til sölu 2ja, 3ja og 4ra herbergjg íbúðir í Grcrfarvogi. íbúðirnctr eru seldar tilbúnar með vönduðum, íslenskum innréttingum og teppum og dúk á gólfum. Allar íbúðir með sér inngangi. Verðið kemur þœgilega á óvart 5.400 þús.-6.980 þús. íyrir íullbúnaíbúð! Allar nánari upplýsingar gefa sölumenn okkar á skrifstofunni á Funahöfða 19 í síma 813599. Opið surmudag kl. 13-17. Armannsfell m Funahöfða 19 • Sími 91-813599 Nesbali 116 - opið hús Rúmgott og fallegt raðhús á þremur pöllum 251 fm. Innbyggður bílskúr. Gott eldhús með sérsmíðaðri inn- réttingu, dagstofa með arni, 4 svefnherb., bókaherb., sauna o.fl. Húsið stendur í útjaðri byggðar vestast á Nesinu. Frábært útsýni. 3539. Húsið verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14-17. EIGNAMIÐLIMN", Sími 67-90-90 - Síðium'ila 21 Opið hús kl. 14-17 iIÓLl FASTEIGNASALA Fossagata 11 - hæð + ris © 10090 SKIPHOLTI50B, 2. hæðt.v. Franz Jezorski, lögg. fast.saii. Bollagarðar 91 - Seltjn. Þetta stórgl. einbhús alls 235 fm er til sölu og sýnis fyrir þig og þína fjölsk. í dag. Húsið sem er sórl. vandað skiptist m.a. í 4 herb. og stórar stofur m. einu glæsil. sjávarútsýni á Nesinu. Sjón er sögu ríkari. Grímur og Guðfinna taka á móti þér í dag milli kl. 14 og 17. Það er ekkert mól að skoöa. Ath. kaffiveit- ingar á Hóli við undirskrift tilboðs. Esjugrund 31, Kjal. í þessu hlýlega endurbyggða húsi getur þú í dag skoöaö og keypt efri hæð og ris sem er fallega innr. sem 2 sjálfstæð- ar íb. Mögul. er að sameigna íb. í eina ef vill. Bílskróttur fylgir. Áhv. byggsj. o.fl. 8,0 millj. Verð 11,5 millj. Stangarholt 4 - hæð + ris Sórdeilis falleg íb. á efri hæð og í risi á þessum fráb. staö. íb. skartar nýrri eldhinnr. og endum. baöherb., 4-5 svefnherb. og 2 stofum. Láttu ekki happ úr hendi sleppa og skoðaðu í dag. Verð aðeins 7,8 millj. Baughús 10 - einb. Þetta gullfallega einbhús sem er 185 fm á einni hæð getur þú skoöað í dag. Húsið sem er hið vandaðasta skiptist m.a. í 4 herb. og stofu m. góðri ver- önd. Verðið er sórl. hagst. aðeins 9,9 millj. og þú getur boðið þína eign uppí. Kristbjörg og Tryggvi taka á móti þór í dag milii kl. 14 og 17. Þetta er góður sunnudagsbíltúr. Holtsgata 31, 2. hæð Þetta gullfallega nýja hús sem er 238 fm auk 40 fm bílsk. stendur á frób. út- sýnisstað í Grafarvogi. Arinn í stofu. Mögul. að hafa 2 íb. í húsinu. Stefón og Berglind bjóða þig sérstaklega vel- kominn til þess að skoða í dag. Áhv. 5,7 millj. Verð 15,9 millj. Flókagata nr. 6 Mjög skemmtileg 3ja herb. íbhæð á þessum sívinsæla staö skammt frá Kjarvalsstöðum. Hæöin skiptist í 2 rúmg. stofur og 1 svefnherb. Stór suð- urgarður. Nýr bílsk. fylgir. íb. er laus strax. Gakktu í bæinn. Verð aöeins 7,5 millj. Huldubraut 12 - Kóp. Glæsil. 174 fm nýtt parhús með innb. bílsk. á fráb. útsýnisstað í vesturbæ Kóp. Sérl. vönduö innr. í eldh. og bað- herb. Áhv. húsbr. 6,9 millj. Þessa glæsi- eign getur þú skoðað í dag milli kl. 14 og 17. Gakktu í bæinn. Verð 13,5 millj. Austurberg 16 - bílsk. I þessu virðulega steinh. í vesturbæn- um bjóðum við upp á klassíska 3ja herb. 90 fm íb. sem skiptist m.a. í stórt svefn- herb. og 2 saml. stofur. Hagst. verð kr. 6,0 millj. Þú bankar upp ó í dag milli kl. 14 og 17 og skoðar. Huldubraut nr. 66 - parh. Glæsil. 160 fm parhús á tveimur hæö- um m. innb. bílsk. 3 svefnherb. Maka- skipti mögul. ó minni eign. Líttu inn í dag milli kl. 14 og 17. Áhv. 7,3 millj. Verð 12,1 millj. Hér býðst þór 5 herb. 107 fm íb. m. góðum herb., suðursvölum og frábæru útsýni. Eign í góðu óstandi. Bílskúr fylg- ir. Áhv. 4,9 millj. Verðið er hagstætt og klárt kr. 7,9 millj. Vertu ekki feimin/n og skoðaðu þessa í dag milli kl. 14 og 17, annars gætirðu misst af henni. Opiðídag kl. 14—17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.