Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRUAR 1994 RWU negnin Texti: Póll Þórhallsson.Teikning: Ragnar Óskarsson. FYRIRTÆKI sem eyddi um efni fram og safnaði skuld- um þætti ekki til fyrirmyndar. Gildir eitthvað annað um ríkið? Nei, segja vinnuhópar Verslunarráðs íslands. Vanir menn úr athafnalífinu hafa nú lagt sitt af mörk- um og velt því fyrir sér hvað þeir myndu gera sætu þeir í forstjórastóli hjá hinu opinbera. Morgunblaðið ræddi við nokkra menn sem þekkja vel til vandamála í ríkis- rekstri og fékk þá til að tjá sig um tillögur ráðsins. Því er fagnað að samtök á borð við Verslunarráðið velti ríkisfjármálunum fyrir sér af alvöru og fram kom að helsti kostur tillagnanna væri að þær væru raunhæfar; skýrsluhöfundar réðust ekki með offorsi á fjárlagaliði sem lægju vel við höggi heldur gerðu sér grein fyrir að alltaf væri hætta á að útgjöld sem kveðin væru niður á einum stað skytu upp kollinum annars staðar. Helsta gallann töldu fjárlagasmiðir þann að tillögurnar væru ekki mjög frumlegar. Verslunarráðid vill samkeppnishugs- un hjá ríkinu - Þekkjum þessar hug- myndir, segja fjárlagasmiðir Vinnuhópar á vegum Verslun- arráðs íslands hafa í vetur velt fyrir sér raunhæfum niðurskurði ríkisútgjalda og var skýrsla þeirra lögð fram á aðalfundi ráðsins síðastliðinn miðvikudag. Hin óskráða forsenda er sú að ekki verði gengið lengra í skattheimtu til að bæta stöðu ríkissjóðs og þótt núver- andi ríkisstjórn hafi beitt sér fyrir talsverðum niðurskurði ríkisútgjalda megi bétur ef duga skal. Utkoman er 12,5 milljarða niðurskurður. „Sá munur er á þessum tillögum og mörgum öðrum sem maður hefur séð að það er ekki boðið upp á patent- lausnir, það er ieitað að raunhæfum leiðum til að spara,“ segir Birgir Þór Runólfsson lektor í hagfræði. Fram kemur að vinnuhóparnir telja að hallarekstur ríkissjóðs verði ekki stöðvaður nema' ný hugsun komist að. Skilgreina þurfi hvaða verkefnum hið opinbera eigi að sinna og hvaða verkefni séu best komin í höndum einkaaðila. Til þess að gæta hagræðingar þurfi að end- urskipuleggja stjórnsýsluna, bjóða út verkefni, innleiða samkeppnis- hugsun innan ríkiskerfisins og stjórna ríkinu með aðferðum sem reynst hafa vel í atvinnurekstri. í samkeppnishugsuninni felst til dæmis að tekið verði harðar á því þegar einstakar stofnanir fara fram úr fjárveitingum á fjárlögum og stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð þegar við á. Eyða þurfi þeirri þver- sögn sem sums staðar tíðkist að ráðherra velji ekki bara æðsta yfir- mann stofnunar heldur eipnig næstu yfirmenn. Sem dæmi má nefna Ríkisútvarpið og Trygginga- stofnun ríkisins. Ríkið á að mati ráðsins að gera þjónustusamninga við stofnanir sem veiti þeim stjórnunarlegt sjálfstæði til að ná ákveðnum markmiðum, starfsmannamál hins opinbera verði sem líkust því sem tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði, notendur opinberrar þjónustu fái aukið val og fjárveitingar verði lagaðar að raun- verulegri eftirspurn eftir þjónustu. Kostnaðarvitund verði efld bæði hjá ríkisstarfsmönnum og notendum þjónustu hins opinbera. Þau markmið sem ríkisstofnunum verði sett þurfa ekki endiiega að vera peningaleg, þau geta falist í því til dæmis að dómstóll afgreiði svo og svo mörg mál á ári. Tekið verði upp leigufyrirkomulag á öllum fasteignum ríkisins. Þá fyrst er hvatning fyrir stjómendur að nýta húsnæði vel og minnka við sig ef hægt er. Ennfremur verði gerð ávöxtunarkrafa til allra annarra eigna þannig að kostnaður við fjár- bindingu verði ljós öllum sem taka ákvarðanir um fjárfestingar fyrir hönd ríkissjóðs eða ríkisstofnana. Fjárlög til nokkurra ára Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að í skýrslu Ríkisendurskoðunar og at- hugasemdum yfirskoðunarmanna ríkisreiknings síðastliðið haust hafi komið fram mikilvægi þess að skil- greina hvaða verkefnum hið opin- bera eigi að sinna. „Ég tek mjög undir þetta og hef lýst því í ræðum á Alþingi." Jafnframt segir hann að nú þegar séu menn byijaðir að inn- leiða þessa hugsun um samkeppni og 'stjórnunartækni atvinnurekstrar í ríkisreksturinn. I skýrslunni er lögð áhersla á að sett verði rammafjárlög til nokkurra ára, fjárlagahalli verði bannaður eða að minnsta kosti torveldaður, greiðslur umfram fjárlög verði tak- markaðar og hömlur settar á sjálf- virk útgjaldafrumvörp. Birgir Þór tekur undir að það verði að gera langtímasjónarmiðum hærra undir höfði í fjárlagagerðinni og sjálfvirkni ríkisútgjalda sé einn stærsti vand- inn. Þingið samþykki frumvörp sem kosti svo og svo mikið án þess að tekið sé á því hvernig eigi að standa straum af því. „Það er líka mjög stórt atriði að torvelda afgreiðslu fjárlaga með halla. Það mætti til dæmis banna slíkt en gefa svigrúm til að mæta óvæntum útgjöldum á fjárlagaárinu að því tilskyldu að aukinn meirihluti þingmanna sam- þykki,“ segir hann. „Ég tel sjálfur að það sé sjálfsögð skylda stjórnvalda á hveijum tíma, sérstaklega í upphafi kjörtímabils, að gefa út rammaíjárlög og vinna eftir þeim,“ segir Sigbjörn Gunnars- son. Hann segist einnig vera með hugmyndir um breytt vinnubrögð við fjárlagagerðina í þá veru að fag- nefndirnar í þinginu láti meira til sín taka en fjárlaganefndin móti meginlínur. Hann telur varasamt að banna fjárlagahalla því það verði að vera svigrúm til að mæta tíma- bundnum erfiðleikum. Þingmönnum fækki í 41 Vinnuhópar Verslunarráðsins vilja taka til á toppnum enda þýði lítið að prédika sparnað en lifa sjálf- ur í vellystingum praktuglega. Þeir leggja til að ráðherrum fækki úr tíu í sjö, ráðuneytum úr 15 í 7 og þing- mönnum úr 63 í 41. í ríkisstjórn verði forsætisráðherra, fjármála- og viðskiptaráðherra, atvinnuvegaráð- herra, félags- og heilbrigðismálaráð- herra, innanríkisráðherra (dóms- og kirkjumál og samgöngu- og um- hverfismál), menntamálaráðherra og utanríkisráðherra. Við þetta myndi einnig fækka aðstoðarmönn- um, ráðherrabílum og draga myndi úr risnukostnaði og húsnæðisþörf. Hvað þingmannafjöldann varðar er ísland borið saman við nokkur önnur lönd og kemur þá í ljós að á íslandi eru 4.408 menn á bak við hvern þingmann, í Lúxemborg er hlutfallið 1/6.300, í Svíþjóð 1/24.613 og í Frakklandi 1/62.946. Ef hlutfallið frá Lúxemborg er notað kemur út 41 þingmaður. Halldór Árnason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins, tekur undir röksemdirnar fyrir þessari fækkun en hann spyr jafn- framt hvort það verði nokkurn tíma pólitískur vilji til að fara þessa leið. Birgir Þór segir að það sé líklega rétt sem fram kemur í skýrslunni að ekki þýði annað en binda tölu ráðherra í stjórnarskrá vilji menn fækka þeim. Sigbjörn Gunnarsson segist fylgjandi fækkun ráðherra en hefur efasemdir um fækkun þing- manna: „Ef tillögurnar næðu fram að ganga, yrðu eftir 34 þingmenn, sem ekki væru ráðherrar. Eg teldi mjög erfitt fyrir þá að sinna þeim verkefnum, sem við erum stöðugt að takast á við, til dæmis erlendum samskiptum sem tengjast samning- um við önnur ríki. Ég er heldur ekk- ert viss um að verkefni íslenskra þingmanna séu minni en verkefni sænskra þingmanna þótt sænska þjóðin sé mun fjölmennari en sú ís- lenska." Hann segir að meiri mögu- leikar til sparnaðar og hagræðingar væru fólgnir í að koma Alþingi und- ir eitt þak. Skýrsluhöfundar gera tillögur dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta að sínum og tekið er fram að það sé skrýtið að Alþingi skuli hafna tillögum fagráð- herra um niðurskurð. Þarna hafi kjördæmahagsmunir ráðið ferðinni og afdrif tillögu dómsmálaráðherra sýni betur en margt annað nauðsyn breyttrar kjördæmaskipunar. Sig- björn er ekki á því að andstaða við niðurskurð hjá ríkinu sé mest hjá þingmönnum í kjördæmapoti heldur sé hún ekki síður í ráðuneytunum og hjá ríkisstofnunum. Aðrar þjóðir hafa endurskoðað rannsóknir Skýrsluhöfundar telja að skera megi niður 850 milljónir hjá opinber- um rannsóknarstofnunum. Flestar vestrænar þjóðir hafi tekið á þessum málaflokki og gert viðeigandi breyt- ingar varðandi rekstur og stjórnun. Norðmenn hafi síðastir Norður- landaþjóða lokið lagalegri hlið máls- ins fyrir fimm árum. Ekki sé seinna vænna en íslendingar taki á þessu. Halldór Árnason gagnrýnir þenn- an hluta skýrslunnar.. „Mér sýnist að það gæti ákveðins misskilnings. Þar er talað um að skera 850 milljón- ir niður í rannsóknum. Gert er ráð fyrir að helmingi þessarar upphæðar verði beint til verkefnatengdra rann- sókna og jafnframt verði hægt að nýta nokkur hundruð milljónir til að mæta töpuðum skatttekjum ríkis- sjóðs. Þar fer hinn helmingurinn. -850 milljónirnar eru því ekki sparn- aður heldur tilfærsla." Halldór segir að ekki sé góð reynsla af sjálfseignarstofnunum hérlendis vegna þess hve erfitt er að koma við eftirliti og því finnist honum nær að breyta rannsóknar- stofnunum í hlutafélög en sjálfseign- arstofnanir eins og ráðið leggur til. Ferjumálin Ef einhver hluti ríkisrekstrarins fær útreið í skýrslu Verslunarráðs eru það feijumálin. Feijurnar séu yfirleitt illa nýttar og sérstaklega er fundið að fjáraustri í Vestmanna- eyjafeijuna Heijólf og flóabátinn SPARNAÐARTILLÖGUR Mennta- og menningarmál tJreytt greiðsiutimogun tn naskoia Stjórnsýsluráðuneytin M.kr. Útgáfustyrkir felldir niður 98 og framhaldsskóla 1.000 Fækkun ráðherra 40 Auknar sértekjur Hagstofu 16 Auknar sértekjur menningarstofnana 118 Fækkun þingmanna 235 Auknar sértekjur Náttúruverndarráðs Afnám framlaga til ýmissar starfsemi 117 Sameining Þjóðhagsstofnunar og Veðurstofu 42 Lækkun og sameining styrkja 50 og Hagdeildar Seðlabankans 45 SAMTALS 1.286 SAMTALS 1.285 Breyting á Byggðastofnun 185 Atvinnuvegaráðuneytin Heilbrigðismál Uppstokkun sendiráða 200 Rannsóknarstofnanir 850 Útgjöld til lyfjamála 790 Úrsögn úr UNESCO 7 Hafna- og flugmál 240 Tryggingastofnun ríkisins 3.155 Sameining sýslumannsembætta Búnaðarfélagið og stofnanir 195 Rekstur sjúkrastofnana 3.600 og héraðsdómstóla 170 Framleiðnisjóður landbúnaðarins 300 Fæðiskostnaður sjúkrahúsa 460 Útboð á rekstri fangelsa 13 Framlög til félagasamtaka 23 Meðferðarstofnanir 100 Auknar sértekjur dómsmálaráðuneytis 15 Ferjumál-rekstur 142 Pappírslaus viðskipti 70 Sameining skattstofa 20 SAMTALS 1.750 SAMTALS 8.175 Alls gera hugmyndirnar ráð fyrir að lækka rikisútgjöld um 12,5 milljarða króna með beinum hætti sem er 11 % af útgjöldum samkvæmt fjárlögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.