Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 ATVINNUA UGL YSINGAR Isteka Fyrirtæki á sviði líftækni óskar eftir lyfjafræðingi eða náttúruvísinda- menntuðum eintaklingi til að starfa sem verk- smiðjustjóri við lyfjaverksmiðju fyrirtækisins. Reynsla af vinnu við áfyllingu lyfjaefna í sæfðu (aseptic) umhverfi og/eða reynsla af próteinhreinsun á stórum skala er æskileg. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri dr. Hörður Kristjánsson, í síma 814138 (frá 1. mars). Skriflegar umsóknir sendist til ísteka hf., Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. íslensk tónverkamiðstöð Starf framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar er laust til umsóknar. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða al- hliða þekkingu á tónlist og gott vald á erlend- um tungumálum. Starfið felst m.a. í daglegum rekstri mið- stöðvarinnar, kynningu á íslenskri tónlist inn- anlands sem utan, fjármögnun og útgáfu á íslenskri’tónlist. Skriflegar umsóknir sendist stjórn íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Síðumúla 34, 108 Reykjavík, fyrir 11. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Hróðmar I. Sigur- björnsson í síma 21276, mánudag og þriðjudag. Frá Háskóla íslands Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður við námsbraut í hjúkrunarfræði: • Sérstök tímabundin lektorsstaða í hjúkrunarfræði með áherslu á hjúkrun og heilsugæslu mæðra, nýbura og fjölskyldna þeirra. Staðan veitist frá 1. ágúst 1994 til þriggja ára en um stöðuna gilda reglur um ráðningar í sérstakar kennarastöður við Há- skóla íslands. • Hálf staða lektors í hjúkrunarfræði. Stöðunni fylgir umsjón með kennslu í hjúkrun bráðveikra sjúklinga á almennum legudeild- um sjúkrahúsa. Staðan veitist frá 1. júlí 1994 til fimm ára. • 37% staða lektors f hjúkrunarfræði með áherslu á geðhjúkrun. Staðan veitist frá 1. júlí 1994 til fimm ára. Umsækjendur um ofangreindar stöður skulu láta fylgja umsóknum sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, rit- smíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknum skulu send eintök af vísindaiegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir sem umsækjandi hyggst stunda verði honum veitt staðan. Laun skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 1994 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Há- skóla íslands, aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Framleiðslustjóri Kjötiðnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða framleiðslustjóra. Starfssvið: 1. Umsjón með innkaupum og birgðahaldi. 2. Skipulagning framleiðslu og framleiðslu- stjórnun. 3. Starfsmannastjórnun í framleiðsludeild. 4. Samstarf við söludeild. Vöruþróun og gæðaeftirlit. 5. Tæknimál. Við leitum að manni með þekkingu og reynslu á framleiðslusviði. Verkfræði/tækni- menntun eða önnur framhaldsmenntun í kjötiðnaði eða skyldum greinum nauðsynleg. Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi. Frumkvæði og leiðtogahæfileikar nauðsyn- legir kostir. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framleiðslustjóri 059“ fyrir 10. mars. Hasva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 813666 I Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ HF. Lynghálsi 5 • P.O.Box 10110 • 130 Reykjavík Þjónustufulltrúi fýrir Stöð 2 og Bylgjuna Vegna stækkunar dreifikerfis Stöðvar 2 og Bylgjunnar til aukinnar þjónustu við áskrif- endur vítt og breitt um landið, auglýsir ís- lenska útvarpsfélagið hf. eftir þjónustufulltrú- um til samstarfs á eftirtöldum stöðum: Grindavík, Hveragerði, Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Vík, Kirkjubæjarklaustri, Höfn í Hornafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski- firði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Vopnafirði, Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Húsavík, Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Sauðárkróki, Hofsósi, Blönduósi, Hvammstanga, Bolungarvík, ísafirði, Suður- eyri, Flateyri, Þingeyri, Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði, Búðardal, Stykkishólmi, Grundarfirði, Hellissandi, Ólafsvík, Borgar- nesi, Akranesi, Keflavík og Sandgerði. Verkefni þjónustufulltrúa er fyrst og fremst að annast umsýslu með myndlykla og af- greiðslu þeirra, auk þess að veita áskrifend- um tæknilega ráðgjöf og þjónustu, sjá um eftirlit með útsendingargæðum o.fl. íslenska útvarpsfélagið hf. er fyrst og fremst að leita að rafeindavirkjum eða aðilum með sambærilega menntun, en það er þó ekki skilyrði. Ekki er um fullt starf að ræða, en er tilvalið með öðrum verkefnum. Nánari upplýsingar verða gefna í síma 91-633 600 þriðjudaginn 1. mars eftir hádegi. Áhugasamir vinsamlega sendi umsókn fyrir 7. mars nk., þar sem tilgreint er nafn, heim- ili, kennitala, aldur, menntun, fyrrverandi og núverandi starf til: íslenska útvarpsfélagsins hf., þjónustudeild, merkta: „Þjónustufulltrúi“ Lynghálsi 5, 110 Reykjavík. !p Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar stöður leikskóla- stjóra í nýjum leikskólum: Funaborg við Funafold, Lindarborg við Lindargötu og Sólborg við Vesturhlíð. Gert er ráð fyrir að leikskólarnir hefji starf- semi í vor. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. Allar nánari upplýsingar gefa Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri, og Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri, í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. R E T T I R IMATREIOSLUKLÚBBUR g VOKU-HELQAFELLS § Eitthvað fyrir þig? Nýir eftirlætisréttir er nýr og spennandi matreiðsluklúbbur þar sem boðið er upp á fjölbreyttar og Ijúffengar uppskriftir, nám- skeið, klúbbkort og ýmis fríðindi. Af því tilefni óskum við hjá Vöku-Helgafelli eftir að ráða áhugasamt fólk til sölu- og kynn- ingarstarfa í tengslum við klúbbinn. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Hall- dórsdóttur í síma 688300 mánudag, þriðju- dag og miðvikudag milli kl. 9 og 13. Tekjutrygging og góðir tekjumöguleikar fyrir gott fólk! Vaka-Helgafell. Laus störf ★ Þjónustufyrirtæki (57). Móttökuritari, 50% starf, tvær vikur í mánuði frá kl. 9-17. Áhersla er lögð á þjónustulipurð og góða framkomu. ★ Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki (34). Sjálfstætt og krefjandi sölustarf. Áhersla er lögð á frumkvæði og framkvæmd í starfi. Tölvu- og tungumálakunnátta er nauðsynleg (enska/Norðurlandamál). ★ Þjónustufyrirtæki (50). Sérhæft skrif- stofustarf. Góð bókhalds- og tölvuþekking nauðsynleg. Starfsreynsla er skilyrði,. ★ Þjónustufyrirtæki (47). Sérhæft skrif- stofustarf sem krefst góðrar þekkingar í tölvunotkun (Excel) og tungumálum. Fram- haldsmenntun æskileg. ★ Innflutningsfyrirtæki (60). Lagerstarf hjá traustu fyrirtæki sem býður snyrtilega og góða vinnuaðstöðu. ★ Fyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur (49). Bókari. Færsla tölvubókhalds (Alvís), af- stemmingar og uppgjör. Ábyrgðarstarf. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Haeva ngurhf w' Skeifunni 19 Reykjavík [ Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.