Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vinnuhópur B í orðanefnd byggingarverkfræðinga: Ragnar Sig- björnsson, Halldór Halldórsson, Einar B. Pálsson við borðend- ann, Ólafur Jensson og Hjörtur Þráinsson. Á myndina vantar nefndarmennina Jens Bjarnason, Sigurð Brynjólfsson og Sigurð Erlingsson. eftir Elínu Pálmadóttur EKKI fyrr en ég er alveg hættur störfum, sagði prófessor Einar B. Pálsson verkJFræðingur fyrir meira en áratug þegar blaðamað- ur Morgunblaðiðsins var að suða í honum um viðtal, þá vegna þeirra merkilegu umhverfisfyr- irlestra sem hann hafði innleitt í verkfræðideild HÍ. Þótt hann sé kominn yfir áttrætt er hann enn svo önnum kafinn að erfitt var að komast að honum. Það sem nú tekur huga hans næstum allan er íðorðasmíð í tæknifög- um, nánar tiltekið verkfræði, þar sem hann veitir forstöðu tveimur orðanefndum. Eins vandlega, faglega og reglubundið sem þar er að málum staðið tekur það upp allan tíma og jafnvel hugsun fram á rauðakvöld þegar Einar er að undirbúa nýyrðasmíð ein- hvers orðs fyrir næsta nefndar- fund. Ekki hefur Einar þó yfir- gefið þau fjölþættu áhugamál, sem hann hefur lagt lið um ævina til hliðar við umfangsmikil aðal- störf sem yfirverkfræðingur Reykjavíkurborgar, prófessor í byggingarverkfræði í Háskólan- um með meiru. Nýlega var t.d. í fréttum frá því sagt að Einar B. Pálsson hefði tekið saman gögn um tónlistarflutning Kammermúsíkklúbbsins frá upp- hafi og í útvarpinu heyrir maður Umferðarráð heiðra hann fyrir framlag til umferðarmáia, svo aðeins sé drepið á það sem þessa stundina er á oddinum og í frétt- um. Einar byrjar á því að útskýra íðorðagerð og hvernig að er staðið. Þarna er verið að búa til fagorð. Sjálft orðið íð þekkjum við úr samsetningum eins og handíð. Upphafið teygir sig aftur til ársins 1919. Þá flutti dr. Björn Bjamason frá Viðfirði erindi í Verkfræðingafélag- inu um að ekki ætti að taka inn erlend orð í íslensku nema þau féllu inn í málkerfið. Þá var skipuð nefnd og gengu dr. Sigurður Nordal og Guðmundur Finnbogason til liðs við verkfræðinga. Það varð á mjög heppilegum tíma, segir Einar, því 1920 kom Rafmagnsveita Reykja- víkur, fyrsta stóra rafveitan með þörf fyrir ný orð, svo sem rofi, teng- ill o.s.frv. Þessi orð urðu smám saman til og voru meðtekin í Iðn- skólanum og breiddust út. Einar útskýrir: „Orðin em eining- ar tungumálsins. Einingar hugsun- arinnar eru hugtökin. Hugtakið, t.d. járnbraut, verður fyrst að skil- greina. Þegar búið er að skilgreina hvað það er, þá er auðvelt að búa til orð, jafnvel á íslensku. Hingað til hafa menn gengið út frá því sem vísu að allir skildu viðkomandi hug- tak og verður af alls kyns rugling- ur. Þetta er svo margrætt og menn hafa áttað sig á því. UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, er nú að taka málið þann veg fyrir. Telur að það muni auðvelda skilning manna á milli í heiminum. Þar hafa verið búnar til ágætar leið- beiningar um hvernig maður skuli standa að skilgreiningu hugtaka. Við höfum hliðsjón af því. Daglega noturn við ekki nema um 4.000 orð. í byggingarverk- fræðinni þarf að kunna skil á 15.000 hugtökum. Ekk nema hluti af þeim er kominn á íslensku. í verkfræðideildinni í Háskóla íslands lesum við nú að mestu útlendar bækur, en við þurfum samt að hafa íslensk orð. Þessi fræði verða ekki hluti af okkar menningu nema við getum talað um efnið og skrifað á íslensku. Á þessu getum við ráðið bót með því að búa til orð, verða góðir orðasmiðir. Við byggingar- verkfræðingar erum búnir að vinna að þessu í 13 ár á vegum Verkfræð- ingafélagsins." Einar B. Páisson prófessor. En hvenær fékk Einar sjálfur slíkan áhuga á málinu? „Við Stein- þór heitinn Sigurðsson vorum í skíðaíþróttinni og bjuggum þá til leikreglur. Um leið þurftum við að skilgreina nýju orðin. T.d. bjó ég þá til orðið brun. Það var ákaflega gaman að þessu. Árið 1940 var haldið landsmót á Akureyri, en þangað komu menn úr öllum áttum. Við vorum búnir að senda út regl- urnar og þeir kunnu nýju orðin, flestir nema við Steinþór," segir Einar kíminn. Því má skjóta hér inn í að Einar B. Pálsson er heiðursfé- lagi íþróttasambandsins og Skíða- sambandsins fyrir sitt mikla fram- lag á því sviði. En þeir Steinþór áttu þá hugmyndina að því að stofn- uð yrðu slík sérsambönd innan ÍSÍ. Því má við bæta að þeir tóku sam- an þátt í leiðangrinum á Vatnajökul 1942 og svo 1946, sem var fyrsta vélsleðaferð hér á landi. Voru þá að prófa tækið til að draga farang- urinn. Raunar hefur Einar komið á nær alla jökla landsins. En það er önnur saga. Tvær orðanefndir Orðanefndin var stofnuð af Byggingaverkfræðideild Verkfræð- ingafélagsins á árinu 1980. I upp- hafí voru aðeins þrír í þeirri nefnd, en fengu svo fleiri til liðs. Nú eru þar 12 verkfræðingar og starfa í tveimur vinnuhópum. Til liðs við sig hafa þeir málfræðiráðunaut, pró- fessor Halldór Halldórsson, sem Einar segir ómetanlegt. „Við hitt- umst vikulega, A-vinnuhópurinn í skrifstofu Landsvirkjunar á þriðju- dögum og B-hópurinn í Verkfræði- stofnun Háskólans á föstudögum. Voru 32 fundir í fyrri hópnum á sl. ári og 22 í þeim síðari. Þetta er orðið viðamikið af því að við vinn- um það svo vandlega. Vinnubrögðin eru skipuleg. Einn undirbýr fundinn og hinir geta þá komið áhyggjulaus- ir. Án þess gætum við ekki fengið svo góða menn til liðSj því þeir eru flestir í mikilli vinnu. Ég hef lengst af undirbúið fundarefnið, en nú hefur Ólafur Jensson gengið í lið með mér við það. Oft kvíða menn því að fólk vilji ekki þýðast nýyrði. Við erum komn- ir yfir það að hafa áhyggjur af slíku. Ef nýyrðið er nógu vel til búið þá tekur fólk oft ekki eftir að orðið sé nýtt. Við höfum þá trú að þetta komi að gagni. Islenskan er svo óskaplega fijósöm og býður upp á næga orðstofna. Við erum ekkert bangnir við útlenda stofna, en höf- um nær aldrei þurft að nota þá. En að baki liggur mikil vinna. Við formum skilgreiningarnar á svo auðskildu máli að ég held að meist- ari Þorbergur hefði ekki fundið að þeim.“ í þessari vinnu tekur Einar að sér í undirbúningnum að fínna hvaða hugtök þurfi að koma þarna fyrir til að búa til heilsteypt íðorða- kerfi. Svo fer þetta fyrir fund, þar sem hinir gagnrýna það ótæpilega, segir hann. Þá fáum við mest af þeirri gagnrýni sem annars kæmi fram í þjóðfélaginu. Svo laga þeir þar til þetta er orðið það áferðarfal- legt að fólki finnist það ekkert vera, eins og Einar orðar það. Og með nýyrðinu fylgir hugtakið á fjórum tungumálum, dönsku, ensku, sænsku og þýsku og í stöku grein- um líka á norsku. Einar sýnir mér nokkur dæmi um orð sem þurfa að ná yfir býsna víðtæk hugtök, svo sem auðlind. „Nákvæmni skiptir svo miklu í fagmáli,“ segir Einar. „Svo þarf að hafa í huga tengsl orðanna og að þau séu sundurgreinanleg - svo að hægt sé að muna þau. Of lík orð verða ekki aðskilin í hugan- um. í lokin þurfum við svo að stytta og samþjappa. „Við viljum vinna það til að búa til eitt orð og stytta það, minnugir þess að það á eftir að koma fyrir í samsetningum." Gaman hefði verið að hafa hér rúm til að tíunda þau dæmi sem Einar rekur um nýmyndun ýmissa orða, svo sem eins og orðið body sem Bretar nota, en engin leið er að nota beinu þýðinguna líkami yfir. Ekki er hægt að segja vatnslík- ami yfir vatnið í Tjörninni, sem er „body“ ef vatnið væri tekið upp sem klumpur. Þar hafa þeir félagar komið sér niður á orðið hlot, sbr. orðin flot, brot og skot, en ekki hafði neitt samsvarandi nafnorð verið gert af sögninni að hljóta eins og í hinum tilfellunum af að fljóta, brjóta og skjóta. Ekki fer á milli mála að þeir sem gefa tíma sinn og þekkingu í að starfa í þessum orðanefndum eru áhugamenn sem annt er um íslensk- una og sitt fag, verkfræðina. Einar vekur athygli á því að margir þeirra hafa alist upp á heimilum þar sem þjóðleg fræði voru mikils metin. Og bætir því við að þegar búið er að skilgreina hugtak geti Halldór Halldórsson búið til orðið. Hann sé ótrúlega hugkvæmur á orð. „Ég hringi oft til hans og segi honum hvað ég er að undirbúa fyrir næsta fund. Hann sér orðmyndunarmögu- leikana fyrir sér eins og við sjáum margföldunartöfluna. Þegar ég sæki hann á fundinn, þá getur hann venjulega boðið nokkrar hugmyndir um orð, sem við getum valið um.“ Breytingar kallaðar skandalamál Einar vill helst að við tölum ekki um annað en íðorðagerðina, er enn með allan hugann við málefnin nú og til framtíðar. Enda hefur hann komið víða við og haft forgöngu um margar nýjungar um ævina. M.a. þegar hann vann að umferðar- málum á vegum Reykjavíkurborg- ar, svo sem Umferðarráð minnti á um daginn með því að heiðra hann. Umferðarráð á rætur sínar að rekja til „Hægri nefndarinnar" sem Einar var í. Lagði þar til vísindalega hlut- ann á verkfræðisviði. „Margir töldu að umferðaslysum mundi stórfjölga ef tekin væri upp hægri umferð, spáðu allt að því blóðbaði á götun- um. Við urðum að geta tryggt okk- ur gegn sleggjudómum með því að hafa nákvæma og klára skilgrein- ingu á slysunum og tölur um þau í tvö ár á undan. Það kom að gagni því fyrsta traktorsslysið varð þegar bóndi keyrði út í skurð í eigin túni. Var það slys í umferðinni? Við vor- um þrír í Framkvæmdanefnd hægri umferðar, Valgarð Briem lögfræð- ingur, Kjartan Jóhannsson læknir og ég,“ útskýrir Einar. Það minnir á þá tíma þegar hann var yfirverkfræðingur hjá Reykja- víkurborg og á deilurnar um Miklu- brautina. En Einar B. Pálsson var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.