Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 29 Minning Sturla Bogason Fæddur 5. febrúar 1913 Dáinn 17. febrúar 1994 í Kópavogi eru flestir eldri íbú- arnir aðfluttir, hafa komið frá hin- um ýmsu sveitum og héruðum landsins. Þar eru fáir opinberir stað- ir sem íbúarnir geta notað til þess að hittast og kynnast með óform- legum hætti, en þar skal þó fyrst nefna Sundlaug Kópavogs. Við sundlaugina eru heitir pottar til afnota fyrir sundlaugargesti og þar taka menn og konur gjaman tal saman. Fyrir allmörgum árum, er aðeins lítil sundlaug var til staðar, sem fremur fáir sóttu, safnaðist saman flest síðdegi nokkur hópur fólks, fastagestir, í pottunum og kynni hófust. í ljós kom að flest þetta fólk var frá Breiðafirði eða Snæ- fellsnesi og myndaðist þama nokk- urs konar átthagaklúbbur, en utan- aðkomandi fólk öðlaðist þátttöku- rétt meðal innvígðra, ef það hafði dvalið þar um slóðir lengri eða skemmri tíma. Þarna fóru fram umræður um landsins gagn og nauðsynjar, sagðar sögur úr heima- hémðum og rætt það sem efst var á baugi í þjóðfélaginu eða Kópavogi á hveijum tíma. Þarna var glatt á hjalla. í hópi þessa fólks var Sturla Bogason frá Flatey á Breiðafírði, sem nú hefur kvatt hópinn rúmlega áttræður að aldri. Hann var þarna í fyrirsvari fyrir aðra Breiðfirðinga, hafði látið af sínu lífsstarfi, sjó- mennskunni, er hér var komið sögu og sótti allra félaga best laugina. Það mátti í flestum tilfellum ganga að því vísu, að væri Sturla ekki mættur hefði hann bmgðið sér vest- ur í Flatey á gamlar heimaslóðir, en þar hafði hann hús til umráða. Sturla, þessi ljúfi, granni og hóg- væri félagi með bjarta yfirlitið hafði frá mörgu að segja í pottinum. Hann hafði siglt um áratugi á ís- landsströnd sem vélstjóri 'á skipum ríkisins auk þess að stunda sjó- mennsku á æskuárum við Breiða- Qörð. í lifandi frásögnum sagði hann okkur af mannlífi í Breiða- í'jarðareyjum, sérkennilegu fólki og óvæntum uppákomum í eyjabyggð- inni, en hann var sérstaklega að kynna sér og lesa um sögu Flateyj- ar á síðustu æviárum sínum. Ekki voru svo síðri frásagnir hans af ævintýralegum siglingum á strönd- inni og fólkinu sem hann kynntist við þau störf. Fyrir rösku ári sátum við pottfé- lagarnir í 80 ára afmælisfagnaði með Sturlu, fjölskyldu hans og vin- um, og væntum þá þess að hann yrði mörg ár enn í hinum glaða félagahópi okkar. En um sl. áramót varð okkur ljóst að hann ætti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Síð- ast hittum við hann í pottinum í bytjun þessa árs. Við pottfélagarnir minnumst Sturlu Bogasonar með miklu þakk- læti og virðingu. Hann gladdi okkur og fræddi á góðum stundum og minningin um hann og frásagnir hans lifir í hugum okkar. Við send- um eftirlifandi eiginkonu hans, af- komendum og öðrum ættingjum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. F.h. pottfélaganna í Sundlaug Kópavogs, Ásgeir Jóhanncsson. Sturla Bogason var fæddur í Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum, Boga Guðmundssyni kaup- manni og konu hans, Sigurborgu Ólafsdóttur. Á uppvaxtarárum hans var enn þá blómlegt mannlíf í Flat- ey og fleiri Breiðafjarðareyjum; þar var verslunarmiðstöð og útgerð, þar sátu þjóðkunnir prestar og skóla- menn, þar var frægt bókasafn. Það eimdi sem sé eftir af fornri frægð Flateyjar hvað athafna- og menn- ingarlíf varðar á þeim árum. Eg tel víst að þetta umhverfi hafi átt ríkan þátt í að móta skaphöfn ungs drengs og framgöngu hans alla, og meðfæddir eðliskostir voru áreiðan- lega fyrir hendi hjá honum. Sturla tók strax á barnsaldri þátt í algengum störfum til sjávar og sveita á þeim tíma; auk sjóróðra og fiskveiða í Flatey var hann nokk- ur sumur í sveit í Múlasveitinni og kynntist þá af eigin raun sveitabú- skap með „gamla laginu". Ungur að árum gerði hann svo sjómennsk- una að lífsstarfi sínu, fyrst á skút- um og fiskibátum frá Flatey, síðar sem vélstjóri á vélskipum. Árið 1954 giftist Sturla eftirlif- andi konu sinni, Ragnhildi Daníels- dóttur, sem er borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur. Þau hjónin eign- uðust fjögur böm, sem öll eru upp- komið myndarfólk. Ragnhildur átti fyrir þjú brön, og var samband Sturlu við stjúpbörnin með ágætum. Fyrstu hjúskaparár Sturlu og Ragnhildar stóð heimili þeirra við Hraunteig í Reykjavík, en haustið 1964 fluttust þau á Borgarholts- braut 36 í Kópavogi, og urðum við Minning Gísli Gíslason Fæddur 31. mars 1909 Dáinn 18. febrúar 1994 Hann afi okkar er dáinn, hann kvaddi okkur systurnar á friðsælan og fallegn hátt hinn 18. þ.m. Var þar höggvið stórt skarð í líf okkar allra. Alla tíð hefur hann staðið við hlið okkar í blíðu og stríðu og er eftirsjá okkar mikil. Aldrei nokkurn tíma vafðist það fyrir honum hvem- ig hann gæti komið okkur til aðstoð- ar eða hjálpar. Enda var hann okk- ar stærsta fyrirmynd og vona ég að við getum tileinkað okkur hans gjörðir gagnvart börnunum okkar og öðrum. Minningarnar um elsku besta afa okkar munum við geyma um eilífð alla. Og þó að hann sé ekki lengur hér á meðal okkar í sínum líkama þá er víst að sál hans er hér og. heldur verndarhendi sinni yfir okk- ur og veitir okkur kraft til að tak- ast á við verkefni framtíðarinnar. Afi var svo elskur að börnum, að efast má um að margir menn ali slíka önn fyrir sínum börnum líkt og hann gerði. Hann var alltaf til staðar til að veita huggun og stuðning og mátti aldrei hallmæla börnum í hans eyru. Yngstu barna- barnabömin og barnabarnabarna- barnið fengju að njóta hans í stutt- an tíma en minninganna muriu þau njóta því hann hverfur aldrei úr huga okkar eldri og munum við miðla þeim áfram í þeirra hjörtu. Með þessari bæn sem þú og amma kennduð okkur viljum við kveðja þig, elsku besti afi. Guð geymi þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H.P.) Þín barnabörn. c \'(‘ishi|)j6i vusui 'vwBfl 1 Erfidrykkjur Verð Irá 750 kr. á mann 61 4849 V \ 4 Hann elsku afi okkar er dáinn. Leiðir okkar hafa skilið að sinni, en sá styrkur sem hann hefur sýnt okkur mun fylgja okkur alla ævi. Hann var alltaf góður við okkur bömin og alltaf átti hann eitthvað handa okkur er við heimsóttum hann. Við minnumst þess líka að þegar hann hafði heilsu til, fór hann oft með okkur í bíltúr á Landróvern- um, stundum upp í kindakofa eða í dótabúðina. Hann var engum líkur í gæsku og gjafmildi. Við munum sakna þín sárt og enginn mun geta fyllt það stóra skarð sem þú, elsku besti afi, lætur eftir þig. Þín bamabarnabörn. Gísli Gíslason verkstjóri Flóka- götu 23 er látinn. Hann var fæddur 31. mars 1909 að Vötnum í Ölfusi, en lést á Landspítalanum 18. febr- úar 1994, og var því tæplega 85 ára er hann lést. Það eru 44 ár liðin er ég hitti Gísla fyrsta sinni. Ég kom þá sem tilvonandi tengdasonur á heimili Gísla og Guðlaugar Ólafsdóttur. Guðlaug var ekkja með tvær dæt- ur, Þómnni og Guðrúnu. Gísli gekk þeim í föðurstað og gekk allt hans líf út á það að þær skorti ekkert. Það gekk líka yfir barnabörnin og barnabarnabörnin, alltaf var hugur- inn hjá þeim, alltaf eitthvað til að láta í litlu munnana, já, afi Gísli var svo góður. Þó svo að leiðir okkar skildu, þá héldum viði alltaf góðu sambandi og það hélst til dauðadags. Gísli minn, ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú varst mér og minni fjölskyldu, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af þeim sem á undan þér voru farnir. Minningin um góðan mann lifir hjá okkur sem eftir eru. Blessuð sé minning hans. Pétur Þorgeirsson. Elsku afi minn. Það er svo sárt að sjá á eftir þér í burtu frá mér, sem gat alltaf leit- að til þín og fengið allt það öryggi sem eitt barn þarfnast. í dag hugsa ég um allt sem við gerðum saman og allt það góða sem þú kenndir mér, elsku afi. Guð geymi þig og takk fyrir allt. Þinn Pétur Þór. Að kofa og konungshöllum þú kemur einn á ferð. Þú grætur yfir öllum og allra synda berð. Þú veist er veikir kalla á vin að leiða sig. Þú sérð og elskar alla þó allir svíki þig. (Davið Stefánsson) Elsku besti afi Gísli minn, ég sakna þín mikið. Ég á rnargar góð- ar minningar um þig. Ég man þeg- ar ég heimsótti þig í vetur að þú sagðir að ég væri svo köld á hönd- unum og þú gafst mér trefilinn þinn svo mér yrði ekki kalt. Ég nota trefilinn alltaf þegar það er kalt úti. Ég man líka að eitt sinn fórstu með mig i dótabúð og ég sá dúkku sem mér fannst ofsalega falleg, og svo gafstu mér hana í jólagjöf. Ég varð svo glöð. Mér þykir svo vænt um hana. Elsku afi Gísli minn, þú gerðir svo margt fyrir mig og munt alltaf vera langbesti afi í heimi fyr- ir mig. Þín Silja. þá nágrannar. Fljótlega tókst góður kunningsskapur milli heimila okkar, börnin okkar urðu leikfélagar og skólasystkin, og sú hefð komst á að við skiptumst á heimboðum, t.d. um áramót. Ég minnist með þakklæti margra slíkra samverustunda. Sturla var höfðingi heim að sækja og einkar viðræðugóður maður, hress í máli og alla jafna glaður og reifur og hafði margt að segja frá löngum sjómannsferli sínum. Hann hafði siglt til Englands og Þýskalands á stríðsárunum, þá togarasjómaður, og kunni ýmislegt að segja frá hafn- arborgum erlendis. Og eftir langan starfsferil sem vélstjóri'á strand- ferðaskipum vissi hann orðið deili á fólki og staðháttum á viðkomu- stöðum skipanna hringinn í kring- um landið og lýsti því af lifandi áhuga. En kærasta umræðuefni hans var þó lífið í Flatey á duggara- bandsárum hans. Hann var tengdur berskustöðvunum óijúfandi tryggðaböndum; þangað fór hann í fríum sínum, og eftir að hann lét af starfi um áramótin 1981-1982, dvaldi hann þar meira og minna á hveiju sumri. í hans tilviki áttu vel við ljóðlínurnar alkunnu: Römm er sú taug er rekka dregur fóðurtúna til. Það var honum auðheyrilega mikið fagnaðarefni að börnin hans tóku einnig ástfóstri við eyjuna hans og dvöldu þar löngum með honum, ekki síst núna síðustu sumr- in. Við Ingibjörg kveðjum nágranna okkar, Sturlu Bogason, að leiðar- lokum með þakklæti fyrir ljúfar og ógleymanlegar samverustundir og vottum aðstandendum hans innileg- ustu samúð. Böðvar Guðlaugsson. t Fósturfaðir okkar, afi, langafi og langalangafi, GÍSLI GÍSLASON fyrrverandi verkstjóri, Flókagötu 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Þórunn Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSDÍSAR ERNU VIGFÚSDÓTTUR, Múla, Vopnafirði. Gísli Jónsson, Jón Kristinn Gfsiason, Ingunn Lára Hannesdóttir, Heimir Þór Gfslason, Kirsten Nielsen-Toft, Gísli Arnar Gíslason, Árný Vatnsdal, Vigfús Vopni Gfslason.Særún Sævarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við ölium þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, ÞORGEIRS G. GUÐMUNDSSONAR, Vistheimilinu Seljahlíð. Elfsabet Þorgeirsdóttir, Örn Norðdahl, Sigurbjörn Þorgeirsson, Þórunn Pálsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.