Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina In The Name ofThe Father, með Daniel Day-Lewis, Pete Postlethwaite og Emma Thompson í aðalhlutverkum. Jim Sheridan er leikstjóri. Myndin hlaut á dögunum Gullbjöm- inn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hefur verið tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna Dæmdir saklausir í MYNDINNI In The Name of The Father er sögð saga Gerry Conlons, norður-írsks smákrimma sem sat saklaus í fangelsi í 15 ár, dæmdur fyrir aðild að tveim- ur sprengjutilræðum írska lýðveldishersins í bænum Guildford, skammt utan við London í október 1974. Fimm létu Iífíð og fjölmargir særðust í tilræðunum sem ollu almennri reiði og uppnámi í Bretlandi. í nóvember 1974 hafði lögreglu ekki tekist að hafa upp á hinum seku og almenningur og yfírvöld kröfðust þess að hin- ir seku yrðu dregnir fyrir rétt. Margir voru handteknir í handahófskenndri leit lögreglu að sakborningum. Einn þeirra var vinur og samlandi Gerrys frá Norður- írlandi, Paul Hill. Neyðarlög sem samþykkt höfðu ver- ið til að auðvelda lögreglu að berjast gegn hryðjuverk- um gerðu kleift að halda honum dögum saman í varð- haldi án lögfræðiaðstoðar. Þann tíma var hann yfir- heyrður dag og nótt og sætti margs konar harðræði og misþyrmingum. Paul lét undan þrýstingnum, gekkst við tilræðinu og benti á Gerry og tvo aðra kunningja sína, írann Paddy Armstrong og bresku stúlkuna Ca- role Richardson, sem vitorðsmenn. Þau sættu sams konar meðferð með sama árangri; undirrituðu játningar sem fengnar voru fram með harð- ræði. Fjórmenningamir drógu játningar sínar fljót- lega til baka og bentu á fjar- vistarsannanir en allt kom fyrir ekki, þeir voru dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar. í skýrslu sinni blandaði Gerry frænku sinni, hinni konungs- hollu Annie Maguire, í málið. Þegar lögreglan réðist inn á heimili hennar var þar m.a. staddur faðir Gerrys, Guis- eppe, sem var kominn • frá Belfast til að útvega syni sín- um lögfræðing. Hann var einnig handtekinn og ásamt Annie Maguire og fimm öðr- um ákærður fyrir þátt í mál- inu og dæmdur í fangelsi fyr- ir þátt í tilræðinu. Allt þetta fólk hélt statt og stöðugt fram sakleysi sínu og sagði játningamar fengnar fram með harðræði, þvingunum og ofbeldi. Vinir þeirra og lögfræðing- ar trúðu á sakleysi þeirra og háðu frá fyrsta degi baráttu fyrir að fá þau látin laus. Sú barátta bar ekki árangur fyrr en eftir 15 ár en þá kom í ljós að lögreglan hafði leynt vitnisburði manna sem stað- fest höfðu fjarvistarsönnun Gerrys og félaga hans. Stað- reyndin var sú að þegar sprengjumar spmngu voru þeir í almenningsgarði í margra kílómetra fjarlægð, nýbúnir að bijótast inn í íbúð- arhús í London og stela sér peningum. Sannleikurinn kom of seint í ljós fyrir föður Gerrys; Guiseppe Conlon lést í fangelsi árið 1980. Annað mikilvægt atriði í því að fá sakfellingunni hnekkt vom rannsóknir rétt- arsálfræðinga í Bretlandi með Gfsla Guðjónsson fremstan í flokki. Með rann- sóknum þeirra var leitt í ljós að það er til fólk sem játar á sig glæpi sem það hefur ekki framið, persónuleiki þeirra var þannig að væri það beitt nægum þrýstingi og yrði það fyrir nægu mótlæti væri það reiðubúið að játa á sig hvað sem er. Carole Richardson var meðal skjólstæðinga Gísla Guðjónssonar sem einnig yf- irheyrði fólk úr hópi hinna svokölluðu sexmenninga frá Birmingham, sem einnig vom dæmdir saklausir fyrir aðild að IRA-tilræðum. Um rann- sóknir Gísla og ástæður þess að saklaust fólk játaði á sig hroðalega glæpi má lesa í bók sem hann hefur gefíð út og kom út í Bretlandi fyrir um það bil 2 ámm. Mál Guildford-fjórmenn- í yfirheyrslu * EFTIR tveggja sólarhringa yfírheyrslur af þessu tagi brotnaði Gerry Conlon (Daniel Day-Lewis) og játaði á sig ódæði sem hann var saklaus af. inganna og annarra sem svip- að er ástatt um hafa skekið undirstöður breska réttar- kerfísins undanfarin misseri og margir em enn þeirrar skoðunar að þeir sem beri ábyrgð á þeim harmleikjum sem mistök og ofurkapp breska réttarkerfísins kallaði yfír saklaust fólk hafí ekki verið látnir taka afleiðingum afglapa sinna. Enn sitja í embætti dómarar sem sætt hafa harðri gagnrýni fyrir þátt sinn í málinu og nýlega vom lögreglumenn sem ákærðir vom fyrir að falsa og leyna sönnunargögnum í málum Guildford-hópsins sýknaðir í réttarsal. Málið er viðkvæmt og eldfímt í breskri umræðu og nokkur tor- tryggni hefur mætt myndinni In The Name of The Father þar í landi. Sú tortryggni hefur meðal annars lýst sér í því að Daniel Day-Lewis og Emma Thompson hefur verið brigslað um óþjóðhollustu fyrir að koma þama nokkurs staðar nærri. Þeir sem vilja ófrægja myndina benda m.a. á að í kvikmyndinni er ýmsum staðreyndum hagrætt, t.a.m. varðandi það að Gerry og Guiseppe vom í raun aldrei saman í fangaklefa og hittust varla í fangelsinu. í myndinni er hins vegar lögð mikil áhersla á að sýna samband Gerrys við föður sinn Guiseppe og samskipti þeirra í fangelsinu þar sem þeir em látnir deila klefa og reynt að sýna með hve ólíkum hætti þeir bmgðust við and- streyminu og hvemig það bar til að sonurinn tók að virða aðferðir föður síns til að beij- ast fyrir sigri, en framan af fangavistinni hneigðist Gerry að málstað hryðjuverka- mannanna sem búið var að dæma hann saklausan fyrir að tengjast. Guiseppe vísaði hins vegar ávallt aðferðum hryðjuverkamannanna á bug og var sannfærður um að sannleikurinn mundi sigra að lokum. Kvikmyndahandritið er unnið upp úr bókinni þar sem Gerry Conlon lýsir reynslu sinni. Höfundar kvikmynda- handritsins þar sem 17 ára sögu er lýst á 2 tímum og korteri, em leikstjórinn Jim Sheridan og írski blaðamað- urinn og leikskáldið Terry George. Sheridan á að baki glæsilegan feril sem leik- stjóri. Fyrsta mynd hans, sem Feðgar í MYNDINNI deila feðgarnir Gerry og Guiseppe Conl- on fangaklefa. Lögfræðingurinn EMMA Thompson leikur Gareth Pierce, lögfræðinginn sem berst fyrir frelsi fjórmenninganna frá Guildford. gerð var árið 1989, hét My Left Foot og hlaut frábærar viðtökur og fímm óskarsverð- launatilnefningar; fyrir bestu mynd, bestu leikstjóm og besta handrit og í tveimur flokkum hlaut myndin verð- launin eftirsóttu, fyrir besta leik konu í aukahlutverki og verðlaun besta leik karls í aðalhlutverki. Aðalleikarinn í My Left Foot var Daniel Day- Lewis og hann og Sheridan vinna hér saman öðm sinni. Day-Lewis tók að sér hlut- verkið eftir að hann hafði komið í heimsókn til vinar síns Sheridans og las hjá hon- um handritsdrögin. í önnur lykilhlutverk myndarinnar völdust m.a. Emma Thomp- son, óskarsverðlaunaleikkon- an úr Howard’s End, sem fer með hlutverk lögfræðingsins Gareth Peirce, en það var hún sem að lokum fékk dóminum hnekkt. Hlutverk Guiseppes er í höndum breska leikarans Petes Postlethwaites, sem vann með Day-Lewis við Old Vic leikhúsið í Bristol. Það þarf ekki að orðlengja að In The Name of The Fat- her hefur fengið afbragðsvið- tökur áhorfenda jafnt og gagnrýnenda þótt ekki sé fögnuðurinn fölskvalaus í Bretlandi. Á kvikmyndahá- tíðinni í Berlín í síðustu viku hláut myndin aðalverðlaunin, Gullbjöminn, og hún er til- nefnd til sjö helstu óskars- verðlaunanna í ár; m.a. sem besta mynd ársins, Jim Sheridan sem besti leikstjóri, Daniel Day-Lewis sem besti aðalleikari, Emma Thompson sem besta leikkona í auka- hlutverki, og Pete Postleth- waite, sem besti leikari í aukahlutverki. Það kemur í ljós hvemig fer 21. mars. Á valdi vinnunnar DANIEL Day-Lewis er leik- ari sem gefur sig allan á vald því hlutverki sem hann tekst á við hveiju sinni. Eft- ir að hafa lesið drögin að handriti í nafni föðurins (In the Name of the Father) á heimili vinar síns, Jims Sheridans, varð hann heltek- inn af hlutverkinu og fannst hann verða að leika í mynd- inni þrátt fyrir einhveijar efasemdir um að hann væri rétti maðurinn í hlutverkið. Ástæðan var meðal annars sú að Day-Lewis er af írsku bergi brotinn og hann lætur sig málefni írlands miklu varða. Fyrsta skref leikar- ans í undirbúningnum var að hitta Gerry Conlon, sögu- hetju myndarinnar. Fyrir- myndin og leikarinn eyddu saman nokkrum vikum og ræddu saman fram og til baka um líf Gerrys, fanga- vistina og það sem Day- Lewis og Sheridan lögðu höfuðáherslu á; samskipti feðganna, Gerrys og Guis- eppe. Að því búnu sagði Daniel Day-Lewis skilið við sjálfan sig og gerðist Gerry Conlon. Meðan á tökum myndar- innar stóð talaði Daniel Day- Lewis ensku með Belfast- hreim frá morgni til kvölds. Hann létti sig um 14 kíló og neitaði að leggja sér ann- að til munns en fangafæði; súpu og kássu. Hann tók því iila ef einhver kallaði hann Daniel en ekki Gerry. Hann eyddi tveimur dögum og tveimur nóttum í fanga- klefa og vakti allan tímann; fyrir því sáu öryggisverðir sem hann hafði ráðið til að beija klefann utan á tíu mín- útna fresti. Ekki nóg með það, þjálfaðir rannsóknar- lögreglumenn voru fengnir til að taka leikarann í langar þriðju gráðu yfirheyrslur, ógna honum, hóta honum og beija hann svolítið. Dvöl- in í klefanum og yfírheyrsl- urnar þjónuðu þeim tilgangi að búa leikarann undir eina af lykilsenum myndarinnar, atriðið þar sem Gerry Conlon bognar eftir yfirheyrslur og játar á sig ódæði sem hann var alsaklaus af. Málefni Guildford-fjórmenninganna er vandræðamál í vitund Breta og hluti bresku press- unnar hefur hreytt í Daniel ónotum fyrir afskipti af myndinni. Hann bregst hart við og segir; „Meðan menn láta svona verður ekki hægt að bæta ástandið á Norður- írlandi. En það er eins og það veiti okkur Englending- um einhveija öryggiskennd að ímynda okkur að handan við hafíð sé ekkert annað en einhver glás af villimönn- um sem ætli sér það eitt að vinna okkur mein. Þangað til við losum okkur við þær grillur breytist ekkert.“ Daniel Day-Lewis varð súperstjama í kvikmynda- heiminum fyrir ógleyman- lega túlkun sína á fjölfatlaða írska listamanninum Christie Brown í fyrstu kvik- mynd Jims Sheridans, Vinstri fætinum (My Left Foot). Fyrir hlutverkið hlaut hann Oskarsverðlaun árið 1989. Síðan lék hann síðasta Móhíkanann í samnefndri stórmynd og hlaut lof og vinsældir fyrir og síðustu vikumar hafa íslenskir kvik- myndahúsagestir fylgst með honum í mynd Martins Scor- seses, Öld sakleysisins (Age of Innocence), þar sem hann leikur á móti Michelle Pfeif- fer og Winonu Ryder. Jim Sheridan, vinur Day- Lewis, segir að hann hafi meiri og dýpri þekkingu á leiklist, kvikmyndagerð og kvikmyndaiðnaðinum en flestir aðrir og Sheridan segir að skýringin sé sjálfsagt sú að hann hafí þetta í genunum. Það er líka rétt, pilturinn ólst upp innan um skáld, leikhúsfólk og kvikmynda- gerðarmenn. Móðir hans Jill Balcon var leikkona og dótt- ir Michaels Balcons, stjóm- anda Ealing-kvikmynda- versins. Faðir Daniels var Cecil Day-Lewis, írskættað lárviðarskáld Breta á sjötta áratugnum. Sem ungur maður ætlaði Daniel, sem er írskur ríkisborgari, sér að starfa við húsgagnagerð en blóðið sagði til sín og hann gerðist atvinnuleikari í Old Vic leikhúsinu í Bristol þar sem Pete Postlethwaite, sem leikur föður hans í I nafni föðurins, starfaði -lengi. Framinn var skjótur og á árunum 1982-1984 vakti hann gífurlega athygli í hveiju stykkinu af öðm. Það var leikstjórinn Stephen Frears sem fyrstur fékk Daniel Day-Lewis til að leika í kvikmynd — hinni eftirminnilegu „My Beauti- ful Laundrette". Eftir það lék hann í Herbergi með útsýni (A Room With A View) og þá í kvikmynda- gerð Philips Kaufmans eftir sögu Kundera, Hinn óbæri- legi léttleiki tilverannar. Síðan tók við gamanmyndin „Stars and Bars“ og þá Jim Sheridan og mynd hans byggð á sögunni um fjölfatl- aða rithöfundinn og málar- ann Christie Brown. Eftir Vinstri fótinn býst enginn við öðra en stórkostlegum leik af Daniel Day-Lewis og þeir sem sjá í nafni föðurins munu sannfærast um að hann stendur undir þeim væntingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.