Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Skrifstofuhúsnæði - opinber stofnun Fasteignamiðstöðinni hefur verið falið að leita að ca 600 fm skrifstofuhúsnæði í Reykjavík, helst miðsvæðis. Kaupandinn er opinber stofnun. Til greina kemur hús í byggingu eða fullbúið, þá með góðri skrifstofu- og fundaraðstöðu. Gæðakröfur sem m.a. eru gerðar: ★ Vandað húsnæði, snyrtilegt umhverfi. ★ Góð bílastæði. ★ Lyfta, ef húsnæðið er ekki á jarðhæð. Þeir aðilar sem telja sig hafa húsnæði eins og hér er óskað eftir eru beðnir að hafa samband við sölumenn okkar. ffe^FASTEIGNA — MIÐSTÖÐIN 62 20 30 SKIPHOLTI50B - 105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 Logafold - parhús Vorum að fá í sölu þetta glæsilega parhús við Loga- fold, ca 250 fm á tveimur hæðum. Glæsilega innréttað, stofur með arni, 4-5 svefnherb., 2 baðherb. Innb. ca 50 fm bílsk. Mögul. á séríb. á jarðhæð. Teiknað af Kjartani Sveinssyni. Áhv. veðdeild 3,0 millj. Verð 16,4 millj. Húsið - fasteignasala, Skeifunni 19, sími 684070. Eyþór Eðvarðsson, hs. 679945. Helgi M. Hermannsson, hs. 667406. Lúxusíbúðir Brekkubæ 1-11 Raðhús Brekkubæ 13-17 Til sölu eru nýjar fullinnréttaðar lúxusíbúðir í tvíbýlishús- um á besta stað í Árbæjarhverfi. 3ja herb. 130,8 fm efri sérhæð á kr. 10.800.000.- 5-6 herb. 189,4 fm neðri sérhæð ásamt bílskúr á kr. 14.200.000.- íbúðirnar eru fullinnréttaðar á mjög vandaðan hátt með fullfrágenginni lóð og eru sýndar með húsgögnum frá EXO og Ingvari og Gylfa, lýsingu frá Lúmes og glugga- tjöldum frá Z-brautum og gluggatjöldum. Einnig erum við með í sölu fokheld raðhús í Brekkubæ nr. 13, 15 og 17 og eru þau 288 fm kjallari og tvær hæðir auk 21 fm fullfrágengis bílskúrs. Lóð er fullfrá- gengin. Verð kr. 10.600.000.- til kr. 10.900.000.- Til afhendingar strax. Til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13.00-16.00 og frá mánudegi til föstudags frá kl. 17.00-19.00. if ÁSBYRGI if Suóurlandsbraut 54, 108 Reyk|avik, simi 682444, fax: 682446. INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SÖLUMENN: Þórður Ingvarsson og Lárus Hauksson. Sverrír Vilhjálms- son - Minning Fæddur 13. júU 1931 Dáinn 21. febrúar 1994 Það var að morgni 21. þ.m. sem okkur starfsfélögunum barst sú harmafregn að Sverrir Vilhjálmsson, flugumferðarstjóri á Akureyri, hefði látist þá um morguninn. Sverrir hóf störf hjá Flugmála- stjóm árið 1956 eftir að hafa lokið námi í flugumferðarstjóm. Hann starfaði fyrst á Keflavíkurflugvelli en fluttist fljótlega til Akureyrar og starfaði þar til dauðadags. Miklar tæknibreytingar hafa orðið í flugumferðarstjóm frá 1956 og eiga sér enn stað. Sverrir hafði ótakmark- aðan áhuga á öllum nýjungum er lutu að flugumferðarstjóm og flugi almennt. Hann vann óeigingjamt og ómetanlegt starf í þágu Flugmála- stjómar. Fyrir utan aðalstarf hans sem flugumferðarstjóra má þar m.a. minnast á beina fjarskipasambandið við flugtuminn á Akureyri og aðra flugvelli, allt frá Sauðárkróki til Þórshafnar, en hann átti þar stærst- an þátt í að það yrði að veruleika. Þá vann hann einnig ötullega að því að blindaðflug úr suðri til Akureyrar sæi dagsins ljós. Sverrir var óvenju veðurglöggur maður og er vitað að oft nutu flugmenn, sem leið áttu um Akureyrarflugvöll, góðs af því. Hann bar mikla umhyggju fyrir velfamaði flugsins, og reyndist mörgum nýlið- anum góður leiðbeinandi enda ósínkur á að miðla öðram af visku- branni sínum. Of langt mál yrði að telja upp allt það sem Sverrir kom til leiðar á langri og gæfuríkri starf- sævi, en vonandi sýna þessi fáu dæmi hvaða mann hann hafði að geyma. Það verða margir samferðamenn sem sakna þessa góða drengs en sárastur er þó söknuður ástvinanna. Við samstarfsmenn hans hjá flug- umferðarþjónustu Flugmálastjómar þökkum Sverri fyrir ánægjulegar stundir, bæði í starfi sem og utan þess. Við vottum öllum ástvinum hans okkar dýpstu samúð og biðjum þeim styrks og blessunar. Fyrir hönd starfsmanna flugum- ferðarþjónustu, Einar Einarsson. Flugtuminn á Akureyri er „h'till" vinnustaður þar sem flórir flug- umferðarstjórar og einn tæknimaður vinna. Sverrir Vilhjálmsson var elst- ur, hafði komið með græjunum úr „Gilinu" þegar flutt var í tuminn árið 1960. Við kölluðum hann Gamla, eða oftast hann Gamla okkar. Þá var hann ekki gamall bara litlu eldri en við hinir og þess vegna tekið meira tillit til þess sem hann lagði til mál- anna og hans skoðanir því þyngra metnar en annars. Og svo líða öll þessi ár. Tuminn er opinn næstum allan sólarhringinn og stundum mik- ið að gera og stundum ekki neitt. Menn hittast við vaktaskiptin og samkomulagið er gott, en að öðra leyti höfum við lítil samskipti og ólík áhugamál. Á sunnudaginn kvöddum við hann Gamla okkar með orðunum „sjáumst á miðvikudaginn", en eram svo strax á mánudaginn famir að hugsa um eftirmæli um hann. Það er því ljóst að snögglega hefur hann verið brott kallaður, næstum eins og í slysi, því hans stóra hjarta hætti að slá snemma á mánudagsmorguninn, en hann var lagður inn á sjúkrahúsið kvöldið áður. Þó hann hafí alltaf verið einstaklega heilsuhraustur og nánast aldrei verið við vinnu vegna veikinda allan sinn starfsferil, vissum við að eitthvað var að gefa sig í kransæðakerfínu, það hafði komið í ljós í árlegri læknisskoðun, en við héldum allir að nútíma tækni og læknavísindi myndu fara létt með að bjarga því. En dýrustu lækninga- tæki og æðsta menntun dugar þeim skammt, sem er aftarlega í biðröð- inni eftir læknisaðgerð. Nema hann Gamli okkar reykti næstum alla sína ævi og dó svo iangt um aldur fram án þess að kosta ríkið og sjúkrastofn- anir krónu. Það var líka alveg í hans stíl því aldrei vildi hann láta hafa neitt fyrir sér eða vera upp á aðra kominn. Þeir sem bráðkvaddir verða losna við langvarandi þjáningar og ástvinir þeirra þurfa heldur ekki að horfa á hvemig þeim hrakar dag frá degi. Varla er hægt að hugsa sér ljúf- ari samstarfsmann en hann Gamla okkar. Vart átti hann skap til skipt- anna en gat þó orðið ansi argur ef honum þótti eitthvað heimskulegt gert, eða réttlætistilfinningu hans var misboðið. Hann var einstakt náttúrabam og tók vel eftir öllu sem í kringum hann gerðist. Vaki fiska, flugi fugla, veiðum minka og ferðum manna. Honum var alveg sama hvemig veðrið var og gladdist jafn mikið í grenjandi vetrarstormi og á sólríkum sumardegi. Hann var ekki sérstaklega sérvitur, en samt lét hann ekki reikna sig út. Fór stundum í sumarfrí á vetuma, vildi heldur eiga tvo gamla bíla heldur en einn nýjan og einu sinni þegar hann átti erindi til Vopnaflarðar, fór hann til Þórs- hafnar. Með ýmsum svona smámun- um skar hann sig úr fjöldanum og varð umtalaðri og vinsælli fyrir vik- ið. Svo var hann einkar hjálpsamur og það svo, að hann hjálpaði mönnum stundum meira en þeir vildu og allt- af var hann tilbúinn að taka á sig mikið ómak og marga króka, ef gera þurfti einhveijum greiða. Áhugamál og hugðarefni átti hann Gamli okkar mörg. Við hæfi er að nefna fyrst starfið, en á því og öllu sem kom flugvellinum og aðfluginu við, hafði hann brennandi áhuga. Margir flugmenn munu líka minnast hans lengi fyrir lipra þjónustu og ómetanlega aðstoð í misjöfnum veð- ram, því hann var einstaklega laginn við radarinn og klár í að greina flug- vélamar frá þykkri úrkomu og beina þeim til lendingar. Á löngum vöktum hlustaði hann mikið á erlendar út- varpsstöðvar, fréttir og annað efni og því gat hann oft útvegað flug- mönnum sem vora að fara til Evr- Minning Jóhann Bjamason Vestmannaeyjum Fæddur 16. október 1913 Dáinn 6. febrúar 1994 Hinn 6. febrúar sl. lézt Jóhann Bjamason frá Hoffelli í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Var útförin gerð frá Landakirkju 12. febrúar. Jóhann stóð á áttræðu, var fæddur 16. október 1913. Hann ól allan sinn aldur hér og helgaði Eyjunum starfskrafta sína. Jóhann var sonur Jónínu Sigurð- ardóttur og Bjama Bjamasonar, elst- ur þriggja alsystkina. Hin vora Bjami, rakari, kvæntur Kristínu Ein- arsdóttur, hafa þau búið í Reykjavík eftir gos, og Sigríður, sem gift var Edvald Mixon, bæði látin, sömuleiðis er hálfbróðir þeirra, Óli, látinn. Jóhann var 11 ára, er faðir hans drakknaði í hörmulegu sjóslysi við Eiðið 16. desember 1924, en þá fór- ust sjö menn í blóma lífsins, þar á meðal hinn ástsæli læknir Halldór Gunnlaugsson. Þannig fékk Jóhann ungur að reyna föðurmissi og mikla sorg, er hann stóð við hlið móður sinnar og yngri systkina og varð að taka til hendinni við alvöra lífsins er aldur og geta leyfði. Það varð þeim mikil gæfa er Jón- ína kynntist Þórami Ólasyni frá Húasvík. Reyndist hann Jónínu og bömum hennar hinn mesti öðlings- maður. Eignuðust þau son eins og fyrr er frá greint. Fönguleg stúlka frá Fáskrúðsfirði varð lífsförunautur Jóhanns og varð það hans mesta hamingja, er hann 1937 gekk að eiga Oddnýju Bjama- dóttur, er við jafnan köllum Dúddu á Sóla, en hún var fyrsta forstöðu- kona bamaheimilisins. Hennar starfa er jafnan minnst með miklu þakk- læti þeirra fjölmörgu, sem nutu hjálpfysi hennar og kærleiksverka. Vora ófár spor sem Jói átti fyrir bamaheimilið á þessum áram. Kjördóttir Dúddu og Jóa er Hanna Mallý, búsett í Reykjavík. Ungur að áram fór Jói, eins og flestir Eyjapeyjar þá, til sjós. Lengst af var hann vélstjóri. Á stríðsáranum sigldi Jói á mb. Skaftfellingi, er var í ísfiskflutningum til Englands. Voru þetta áhættusamar og oft miklar svaðilfarir á þessum litla bát, er var undir öraggri stjóm Páls Þorbjöms- sonar. Komust þeir ávallt ferða sinna gegnum brim og boða, auk ógna sem af styrjöldinni leiddi og kostaði marg- an sjómanninn lífið. Jói var með 20. ágúst 1942, þegar þeim félögum á Skaftfellingi tókst að bjarga þýzkri kafbátasskipshöfn, 51 manni, af sökkvandi kafbáti. Er ávallt í minn- um hafður sá kjarkur og æðraleysi að hugsa fyrst um að rétta bræðram i nauð hjálparhönd, hveijar sem af- leiðingamar yrðu. Er Jói hætti sjómennsku eftir 30 ár, gerðist hann starfsmaður í vél- smiðjunni Magna og síðar hafnar- vörður um árabil. Öll störf stundaði hann með alkunnri ljúfmennsku og skyldurækni, eins og allt er hann tók sér fyrir hendur. Jói var félagslyndur og starfaði lengi í Vélstjórafélaginu og Starfs- mannafélaginu, en vænst þótti hon- um um Oddfellowregluna, þar sem hann lét sig aldrei vanta, meðan kraftar leyfðu. Síðasta áratuginn var heilsan farin að gefa sig og sömuleið- is hefur Dúdda lengi átt við van- heilsu að stríða. Á miðju síðasta ári bragðu þau búi, er þau fluttu frá Ásavegi 8 er þau reistu og höfðu búið í lengst af ævinnar í næsta nágrenni Hoffells, æskuheimilis Jóa. Lá þá leiðin á Elliheimilið, en því miður varð samveran þar ekki löng, er Jói slasaðist illa og lærbrotnaði í desember sl. og var bundinn við rúm- ið síðan. Góður drengur er fallinn frá. Guð blessi minningu hans og styrki ást- vini alla. Jóhann Friðfinnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.