Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Heilbríg-ðisráðherra um tillögn Verslunarráðsins um spamað í heilbrigðiskerfínu Óraunhæfar hugmyndir Formaður heilbrigðismálanefndar Alþingis segir ekki koma til greina að sjúklingar greiði matarkostnað HEILBRIGÐISMÁLARÁÐHERRA Guðmundur Árni Stefánsson segir að spamaðartillögur Verslunarráðs upp á 8 milljarða króna í heil- brigðiskerfinu séu margar ákaflega óraunhæfar og raunar lítt meira en ómótaðar hugmyndir. Formaður heilbrigðismálanefndar Alþingis segir það hafa verið slag við fjárlagagerð að stöðva hugmyndir um að sjúklingar greiði fyrir mat sinn á sjúkrahúsum. „Lykilatriði í tiljögunum eru út- boð á þjónustu. í heilbrigðiskerfi okkar eru í fjölmörgum tilvikum einkaaðilar eða félagasamtök að sinna ýmsri þjónustu í einskonar verktöku fyrir ríkið, þannig að menn þekkja slíkt fyrirkomulag. Því þykir mér ákaflega óraunhæft að ætla að menn nái niður jafn stór- kostlegum kostnaði og þama er gert ráð fyrir með útboðskerfi, auk- inheldur sem þessi þjónusta er með þeim hætti að lægstbjóðendur eru ekki endilega það besta sem völ er á. Meta þarf samhliða gæði þjón- ustu og kostnað,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Hann segir að ýmsar aðrar hug- myndir sem fram koma í skýrslu Verslunarráð séu í eðli sínu pólitisk- ar, s.s. sú hugmynd að þeir sjúk- lingar sem Iiggja innan við 4 vikur á sjúkrahúsi greiði matarkostnað sinn sjálfír til að ná fram tæplega hálfs milljarðs króna sparnaði. „Eg er og hef verið andstæður slíkum hugmyndum. Fólk sem leggst inn á sjúkrahús hefur ekkert val, eins og kannski sumstaðar annars stað- ar í heilbrigðisþjónustunni, og ég er þeirrar skoðunar að samfélagið eigi að standa undir sjúkrahúsvist sem er eitt alvarlegasta stig heilsu- brests, og að vistin eigi að vera endurgjaldslaus fyrir það fólk sem þarf að leggjast inn. Þar séu út af fyrir sig þau skil í kostnaðarhlut- deild sem ekki verður farið yfir. Ég hef ekki farið nákvæmlega í þá tölu sem Verslunarráð gefur" sér, en sýnist þó að gert sé ráð fyrir að ná býsna háum fjárhæðum með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ámi. Jón ekki í nefndinni Hann segir að matarkostnaður sjúkrastofnana hafí þó verið í skoð- un hjá ráðuneytinu eins og annar kostnaður í heilbrigðiskerfinu, og hafi í þeim tilgangi verið safnað upplýsingum frá öllum sjúkrahús- um og hjúkrunarheimilum hérlend- is. Þar komi fram að fæðiskostnað- ur á dag sé misjafnlega hár, svo muni jafnvel allt að helmingi, og ef öll sjúkrahús væru við lægstu mörk myndu sparast upphæðir sem Björn kveðst vilja kynna sér bet- ur efnislegar forsendur tillagna um fækkun sendiráða sem hann hafí ekki séð í heild, áður en hann tjái sig frekar um þær. Honum finnist hins vegar skynsamlegar áherslur í þeim tillögum nefndanna sem telja hundruð milljóna. „Við munum áfram knýja á um að heilbrigð- isstofnanir leiti ódýrstu og hentug- ustu leiða, og þessi er ekki undan- skilin,“ segir Guðmundir Ámi. Heilbrigðisráðherra vill taka fram að Jón H. Karlsson, aðstoðar- maður ráðherra og formaður stjóm- ar Ríkisspítalanna, sem sagður er í skýrslu vinnunefnda Verslunar- ráðs vera einn nefndarmanna sem vann að tillögum um niðurskurð ríkisútgjalda í heilbrigðis-og trygg- ingamálaráðuneytinu, átti ekki sæti í nefndinni. Flöt gjaldtaka óeðlileg Hugmyndir um að láta sjúklinga borga gjald fyrir fæðu á sjúkrahús- um komu fyrst fram við fjárlaga- gerð árið 1991 fyrir árið 1992. Morgunblaðið greindi frá varðandi hlutverk sendiráða. „Mitt mat er að rétt sé fyrir okkur íslendinga að leggja áherslu á sendiráð sem þjóna þáttöku okkar í fjölþjóðlegurn stofnunum, eins og fram kemur í tillögum Verslunarráðs," segir Þeim var hafnað þá og ég stóð í forystu fyrir þeirri neitun ásamt ýmsum öðrum, og tel enn að þetta komi ekki til greina,“ segir Gunn- laugur Stefánsson, formaður heil- brigðis- og tryggingamálanefndar Alþingis um tillögur vinnunefnda Verslunarráðs íslands að láta skammtímalegusjúklinga greiða fýrir fæði meðan á dvöl stendur. „Slagurinn við fjárlagagerð þessa árs var erfiður því vorum að reyna að koma í veg fyrir það eins og frekast væri hægt að forða sjúkl- ingum frá slíkri greiðsluþátttöku," segir Gunnlaugur. Gunnlaugur segir að á móti slík- um hugmyndum mæli fyrst og fremst að sjúkrahúsþjónusta eigi að vera öllum opin án tillits til efna- hags. „Flöt gjaldtaka er óeðlileg skattheimta því hún tekur ekki til- lit til aðstæðna fólks, og ég held að það sé grundvallaratriði sem verði að standa á, að hún komi Björn. „í Ijósi breyttra að- stæðna í heim- inum eigum við að leggja mikla rækt við þátt- töku í fjölþjóð- legum stofnun- um, og ekki síst í Evrópu. Þar sem við höfum ekki ákveðið að stíga það skref að ganga til samninga um aðild að Evrópusambandinu, verðum við að treysta stöðu okkar í alþjóðlegu samstarfi með öðrum hætti en þau ríki gera sem fara þar inn. Þar er þátttaka í hvers kyns fjölþjóðlegu samstarfi Evrópuþjóðanna afar mikilvæg.“ Vinnunefnd Verslunarráðs lagði einnig til úrsögn Islendinga úr UNESCO, Menningarstofnun Sam- Guðmundur Gunnlaugur ekki til álita. Ég tel að við höfum aðrar leiðir sem við getum farið í ríkari mæli en við höfum gert til að fjármagna heilbrigðiskerfið, það er að segja skattkerfið sjálft, því það er hin réttláta leið sem tekur af fólki skattpeninga með hliðsjón af efnahag hvers og eins. Við þurf- um þess vegna að breyta því kerfi en taka ekki upp sérstakan sjúk- lingaskatt á borð við þann sem til- lögur Verslunarráðs boða,“ segir Gunnlaugur. Hann kveðst álíta það aðalsmerki íslenskrar heilbrigðis- þjónustu að fólk fái notið hennar án tillits til efnahags, og að draga verði mörkin í kostnaðarþátttöku á þessu sviði. „Um leið og við erum farnir að taka gjald af sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru við búnir að opna fyrir leið sem ég sé fyrir mér að geti endað með ósköp- um,“ segir Gunnlaugur. einuðu þjóðanna, í sparnaðarskyni. Aðild að stofnunum skoðuð Bjöm kveðst álíta að aðild þjóðarinnar að stofnunum á vegum SÞ eða annarra alþjóðastofnana eigi að vera í sífelldri endurskoðun, og ekki sé réttmætt að einangra eina stofnun umfram aðrar. „Fram hefur komið gagnrýni á fleiri sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna heldur en UNESCO, þannig að ef menn ætla að skoða þáttöku í þeim finnst mér að leggja eigi málið undir í heild og skoða aðild að öllum þessum stofnunum," segir Bjöm. Hann segist ennfremur vera þeirrar skoðunar að vert sé að skoða gaum- gæfilega hugmyndir sem skotið hafa upp kollinum um sameiginleg sendiráð Norðurlanda í vissum heimshlutum. Formaður utanríkismálanefndar um tillögur um fækkun sendiráða Kynnu að loka sendiráðum hér BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur að hugmyndir vinnunefnda Verslunaráðs íslands um fækkun sendiráða íslands úr níu í þrjú, kunni að vera of róttækar. Hann kveðst telja nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir mikilvægi tvíhlíða sam- skipta milli ríkja, þrátt fyrir að fjölþjóðlegt samstarf hafi færst í vöxt, og telur afar óskynsamlegt fyrir Islendinga að draga úr þeim í Ijósi breyttar heimsmyndar, og nefnir t.a.m. Norðurlönd, Þýska- land, England, Frakkaland, Bandaríkin og Rússland í því sambandi. „Ákaflega margt kemur upp í samskiptum okkar við önnur ríki sem kalla myndi á gagnrýni á að hafa ekki fulltrúa ytra með aðgang að æðstu mönnum ríkjanna, og mjög varasamt fyrir okkur að taka slíka áhættu. Við sjáum dæmi um nauðsyn slíkrar hagsmunagæslu, þrátt fyrir tvíhliða samninga, nú í Frakklandi. Vlð megum heldur ekki gleyma að lokun sendiráða íslands erlendis kynni að verða til þess að viðkomandi ríki lokuðu sendiráðum sínum hérlendis," segir Björn. Björn ) i i i [ I Framkvæmdastj óri VSÍ um dóm Hæstaréttar vegna verkfallsvörslu í Leifsstöð Einstaklingar utan félags mega ganga í störf verkfallsmanna Markar nýja lagareglu, að mati framkvæmdastjóra ASI DÓMUR Hæstaréttar yfir Verslunarmannafélagi Suðurnesja þar sem það er dæmt til fébóta vegna verkfallsvörslu í Leifsstöð í apríl 1988 markar nýja lagareglu varðandi heimild forstjóra fyrirtækis til að ganga í störf undirmanna sinna, að sögn Láru Júlíusdóttur, fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands íslands. I dómnum segir að það hafi ekki brotið í bága við lög eða reglur að Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, leysti af hendi afgreiðslustörf í stað undirmanna sinna í verkfalli þeirra. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, dreg- ur þá ályktun af dóminum, að einstaklingar sem standa utan verkalýðs- félags sem á í verkfalli megi ganga í störf verkfallsmanna. Lára sagði að annars vegar kæm- ist dómurinn að þeirri niðurstöðu að verkfallsverðir hefðu farið út fyrir þau mörk sem 18. grein laga um Sembaltónleikar FRANSKI semballeikarinn Crist- ine Lecoin heldur tónleika í Hafnarborg í kvöld, sunnudags- kvöld, klukkan 20:30. Á tónleikunum leikur Lecoin verk eftir frönsku tónskáldin Rameau, Forqueray og Royer. Cristine Leco- in hefur hlotið viðurkenningar fyrir leik sinn, m.a. hefur hún hlotið fyrstu verðlaun í alþjóðlegu sam- keppninni í Atlanta. stéttarfélög og vinnudeilur heimilaði frá árinu 1938 og hvað það snerti væri dómurinn í samræmi við dóm um verkfallsvörslu á Akureyrarflug- velli sem fallið hefði fyrir fáum árum. Hitt atriðið sem veki undrun væri sú regla sem Hæstiréttur markaði þegar hann segði að forstjóri Flug- leiða hefði heimild til að sinna um- ræddum störfum á Keflavíkurflug- velli. í dómnum segir orðrétt: „Það braut ekki í bága við ákvæði í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða aðrar réttarreglur að forstjóri Flugleiða hf. innti af hendi framangreind störf í stað und- irmanna sinna í verkfalli félags- manna stefnda.“ Lára segir að það að forstjóri í fyrirtæki geti sinnt störfum í allt annarri deild, störfum sem hann hafi aldrei komið nálægt og heyri ekki beint undir hann sé víðtækari túlkun en hafí ríkt til þessa varðandi heimildir til að ganga í störf verk- fallsmanna. Þetta sé rýmri túlkun að hennar mati en til dæmis sé að finna í grein eftir Sigurð Líndal í Úlfljóti frá árinu 1978 um störf í verkfalli. Þama sé mörkuð sú stefna að að minnsta kosti forstjóri fyrir- tækis megi ganga inn í störf undir- manna. „Það er alveg greinilegt að Hæstiréttur er með þessum dómi að þrengja að því sem hefur verið talið rétt og lögleg framkvæmd á verk- falli hér hjá okkur,“ sagði Lára. Hún sagði að afleiðingar þessar gætu orðið þær að í stað þess að atvinnurekendur reyndu að leysa vinnudeilur gagnvart starfsfólki sínu settu menn sig í stellingar til að ganga í störf undirmanna sinna og það gæti orðið til þess að lengja verk- föll og gera verkalýðshreyfíngunni erfiðara um vik að fá atvinnurekend- ur til þess að setjast að samninga- borði. Það hefði verið stórt vandamál í kjaradeilum undanfarinna ára að ekki hefði verið hægt að setjast nið- ur í fullri alvöru fyrr en búið væri að boða verkfall. Fleiri verkfallsdag- ar hér á landi en víða annars staðar stafaði fyrst og fremst af viljaskorti atvinnurekenda til þess að setjast niður og ræða málin. „Verkalýðsfor- ystunni er það fullkomlega ljóst að verkfallsboðun er alltaf neyðarúr- ræði þegar öll önnur ráð hafa verið reynd,“ sagði Lára. Ófélagsbundnir mega ganga í störf verkfallsmanna Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, dregur þá ályktun af dómi Hæstaréttar í máli Verslun- armannafélags Suðumesja, að ein- staklingar sem standa utan verka- lýðsfélags sem á í verkfalli megi ganga í störf verkfallsmanna. Eins telur hann að stéttarfélög muni beita verkfallsvopninu af meiri varfærni í framtíðinni þegar ljóst sé að þau geti verið skaðabótaskyld vegna tjóns sem af ólögmætum verkfallsað- gerðum kann að leiða. Þórarinn segir að lagaákvæðið sem dómurinn' byggir á feli í sér að einungis sé óheimilt að stöðva vinnu- deilu með aðstoð félagsmanna þess félags sem á í vinnudeilu. Hann telur að gangályktun af þessu feli í sér að ófélagsbundnir megi vinna störfín. „Verkfall stöðvar einungis það að félagsmenn tiltekins félags vinni, en kemur ekki í veg fyrir að aðrir vinni þau störf.“ Lára Þórarinn Stéttarfélög skaðabótaskyld Þórarinn bendir á að stéttarfélagið | hafí verið dæmt skaðabótaskylt vegna tjóns sem verkfallsaðgerðirnar ollu. Af dóminum megi ráða að Flug- | leiðir hafi átt skaðabótakröfu á hend- ur verkalýðsfélaginu vegna þess tjóns sem flugfélagið varð fyrir vegna verkfallsins. Flugleiðir hafi hins vegar verið þvingaðir til að falla frá málssókn á hendur Verslunar- mannafélagi Suðurnesja með við- skiptalegum þvingunum. Áð mati Þórarins mun dómurinn hafa þau áhrif að fyrirtæki og ein- staklingar muni í ríkari mæli en áður leita bóta vegna tjóns sem af ólög- mætum verkfallsaðgerðum leiðir. Staðfesting eldri dóma Þórarinn segir að dómur Hæsta- réttar staðfesti enn frekar niðurstöð- , ur tveggja eldri hæstarréttardóma i um að yfirmönnum sé heimilt að ganga inn í störf verkfallsmanna í fyrirtækjum sínum. Þeir dómar vörð- uðu annars vegar hvort háskólarekt- or hefði verið heimilt að ganga í störf , húsvarðar og opna skólann fyrir nemendum og starfsliði. Hins vegar- hvort verkfallsmönnum á Akureyri hefði verið heimilt að meina farang- urslausum flugfarþega að ganga um borð í flugvél.______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.