Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 eftir Ásgeir Sverrisson INN í marmaravegginn í aðal- innganginum eru greyptar rúmlega 50 litlar stjörnur. Þær eru til minningar um þá sem fært hafa hina algjöru fórn, týnt Iífinu við skyldu- störf í þágu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Þúsundir manna fara um inngang þenn- an á degi hverjum. Flestir geta þeir sagt vinum og kunn- ingjum að þeir starfi fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, þótt ekki megi þeir gefa upplýsingar um í hveiju starf- ið sé fólgið. Stjörnurnar 50 vísa til þeirra sem ekki gátu látið uppi starf sitt og stöðu, störfuðu við njósnir erlendis, náðust og voru myrtir. Minn- ing þeirra er helg og henni er haldið að þeim 16.000 manna sem starfa á vegum CIA, þessarar einstöku stofn- unar, sem í senn einkennist af ótrúlegu upplýsingaflæði og gegndarlausri leyndar- hyggju. Starfsmennirnir nefna stofnunina „Fyrirtæk- ið“ og þeir líta á sig sem „menn forsetans“ enda er for- seti Bandaríkjanna æðsti yfir- maður þeirra. Þeim er ætlað að segja forsetanum sannleik- ann. Svik eru því ekki ein- göngu svik við „fyrirtækið“ og samstarfsmennina þau eru svik við forsetann. Nú ríkir gríðarleg reiði í höfuðstöðv- um „fyrirtækisins“ í Langley í Virginíu; í fyrsta skipti í sög- unni hefur verið staðfest að Sovétmenn og síðar Rússar höfðu svikara, „moIdvörpu“, starfandi innan þess I lykil- stöðu. Njósnir Aldrich Hazen Ames og eiginkonu hans Mar- íu eiga eftir að hafa gríðarleg áhrif innan CIA, þau hafa að öllum líkindum valdið óbætan- legum skaða með njósnum sín- um og fullyrt hefur verið að allt 10 Sovétborgarar sem störfuðu á vegum CIA hafi verið leiddir fyrir aftökusveit á grundvelli upplýsinga frá þeim. Það var hins vegar ónefndur KGB-foringi sem skýrði bandarískum leyni- þjónustumönnum frá svika- myllu Aldrich Ames. Stórnjósnari Aldrich Ames (fyrir miðju) í fylgd starfsmanna bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, eftir að hann var handtekinn. Njósnir Ames-hjónanna eru mesta áfall sem CIA hef- ur orðið fyrir í Bandaríkj- unum og málið hefur kallað fram hörð við- brögð af hálfu stjómvalda og þing- manna. Aldrich Ames, var á þriðjudag ákærður fyrir njósnir íþágu Sovétríkj- anna og síðar Rússa. I ákærunni seg- ir að hann hafí selt ríkisleyndarmál í minnst níu ár og þegið rúmar 100 milljónir króna fyrir. Upphæðin sem Rússar reiddu af hendi er óvenju há í njósnaheiminum en Ames var ekki smákóngur í skrifstofubákni „fyrir- tækisins". Um tveggja ára skeið, frá 1983-1985, var hann yfirmaður þeirr- ar gagnnjósnadeildar CIA, sem fékkst við umsvif Sovétmanna. Arið 1985 þegar Ames féllst á að starfa fyrir utanríkisnjósnadeild sovésku öryggis- lögreglunnar, KGB, flúði raunar ann- ar CIA-njósnari, Edward Lee How- ard, til Moskvu. Mál Ames-hjónanna er engu að síður mun alvarlegra. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fullyrðir að Ames hafi látið hina so- vésku vinnuveitendur sína fá nöfn flestra sendimanna og tengiliða CIA í Moskvu frá 1985 og allt þar til hann var handtekinn. FBI telur að allt að 10 Sovétborgarar, þar af tveir starfsmenn sendiráðs Rússa í Banda- ríkjunum og KGB foringi í Moskvu, hafí verið teknir af lífí á grundvelli ákæm um föðurlandssvik. Þessar upplýsingar, komu að sögn heimildar- manna innan FBI, frá Ames en sendi- ráðsmennimir tveir voru þeir fyrstu sem CLA náði á sitt vald í Washing- ton. Fólk þetta var tekið af lífí áður en Sovétríkin leystust upp í árslok 1991. 30 ára ferill Það er ekki einungis að skelfíng hafí gripið um sig í Bandaríkjunum. I Evrópu eru yfirmenn njósnastofn- ana miður sín og á næstunni munu fara fram viðamiklar rannsóknir á því hvaða upplýsingar Ames hafði undir höndum um njósnastarfsemi annarra NATO-ríkja í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum. Verið getur að Ames hafi unnið mun lengur fyr- ir Sovétríkin. Hann er 52 ára en hóf störf hjá CIA aðeins 21 árs gamall og hlaut skjótan frama innan stofn- unarinnar. Hann var með öðrum orð- um starfsmaður „fyrirtækisins" og skuldbundinn forseta Bandaríkjanna í rúm 30 ár. Líklegt má telja að Ames hafi einnig miðlað upplýsingum til Rússa um menn þá sem CIA hafði grunaða um að vera á vegum sovéskra/rúss- neskra stjómvalda. William Colby, yfírmaður CIA, í forsetatíð þeirra Richards Nixons og Geralds Ford sagði í viðtali í síðustu viku að slík „moldvörpustarfsemi“ gæti ævinlega haft hinar alvarlegustu afleiðingar Hlaut skjótan frama Aldrich Ames hóf störf fyrir CIA aðeins 21 árs gamall og hlaut skjótan frama innan stofnunarinn- ar. Snemma fékk hann aðgang að trúnaðarskjölum og um tíma var hann yfirmaður gagnnjósna gagn- vart Sovétríkjunum. Fyrrum málaliði María del Rosario Casas Ames, eiginkona, Aldrichs Ames, var á árum áður á mála hjá CIA í Mexíkó. Hún var heimavinnandi húsmóðir en bréf eiginmannsins gefa til kynna að henni hafi verið fullkunnugt um njósnir hans. Moldvarpa i Fyrirtækinu Njósnir Ames- hjónannn hnf a valdii CIA miklum skaia og talii er ai svik þeirra hafi kostai 10 manns, hii minnsta, lífii fyrir viðkomandi stofnun. Innan CIA væri hins vegar ávallt gengið að því sem vísu að verið gæti að slíkar „moldvörpur" væru að störfum og reynt væri að taka mið af þessu í allri starfsemi leyniþjónustunnar. Sé þetta rétt og hafí Ames látið sendi- menn KGB fá lista yfir nöfn þeirra sem lágu undir grun um að vera njósnarar Kremlvetja hefur sá skaði sem hann hefur valdið í Bandaríkjun- um einkum falist í því að auka um- svif og um leið mikilvægi þeirra njósnara sem ekki voru á skrá CIA. FBI, bandaríska alríkislögreglan, hafði um tvegga ára skeið safnað upplýsingum um Aldrich Ames og konu hans sem ættuð er frá Kólomb- íu en var í eina tíð á mála hjá CIA í Mexico. Þau komu skýrslum til sendimanna KGB í Washington með ýmsum hætti en beittu einkum þeirri aðferð að koma leynilegum skjölum fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum. Þessi aðferð nefnist á ensku „dead drop“ en staðirnir sem ákveðnir eru takmarkast eingöngu af mannlegu ímyndunarafli. Fáir þurfa vitanlega að vera á ferli en jafnframt er æski- legt að viðkomandi geti með skjótum hætti horfið í fjöldann. Vatnskassi á almenningssalerni eða á veitinga- húsi, hefur löngum þótt sérlega hent- ugur staður í þessu skyni en jafn- framt er ávallt til áætlun um hvern- ig bregðast skuli við fari eitthvað úrskeiðis. Sorpið skoðað, símarnir hleraðir Símar þeirra hjóna voru hleraðir, skrifstofa hans rannsökuð reglulega og jafnvel sorpið frá heimili þeirra var næstum því skoðað í smásjá, líkt og gert er grein fyrir í skýrslu, sem lögð hefur verið fram um njósnir Ames og eiginkonu hans. í skýrslunni segir, að í október í fyrra hafi FBI fundið ritvélar- eða prentaraborða í sorpinu og með sérstökum aðferðum hafí mátt lesa af þeim tvö bréf eða skjöl, sem Ames hafði skrifað. í öðru fjallar Ames að sögn um „starfsmenn CIA, um aðgang að leynilegum upp- lýsingum, um leynilegar aðgerðir bandarísku leyniþjónustunnar" og um væntanlegan fund með starfsmönn- um rússnesku leyniþjónustunnar í Caracas í Venesúela. Þangað átti hann erindi, að því er hann sagði yfírmönnum sínum hjá CIA, til að hitta tengdamóður sína. í ljós kom hins vegar að tengdamóðir hans var þá stödd í Bandaríkjunum. í hinu bréfinu segir Ames: „Kona mín veit hvað ég er að gera og sýnir mér skilning og stuðning í því.“ FBI komst einnig í einkatölvu á heimili Ames-hjónanna og í bréfi, sem Aldrich Ames skrifaði á hana 8. júní 1992 segir hann meðal ann- ars: „Það, sem brennur mest á mér núna, er fjárskortur,11 en FBI segir, að þau hjónin hafí fengið um 1,5 milljónir dollara fyrir njósnirnar eða rúmar 100 milljónir ísl. kr. „Eins og ég hef áður sagt, geri ég mitt besta til að fjárfesta fyrir sem mest af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.