Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Áskrift að 164.000 fréttum og greinum! Nú geta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir gerst áskrifendur að Gagnasafni Morgunblaðsins og fá þannig aðgang að efni sem birst hefur í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Gagnasafni Morgunblaðsins er skipt í þrjár einingar: ■ Fréttir, bæði innlendar og erlendar - um 100 þúsund ■ Almennar greinar - um 34 þúsund ■ Minningargreinar - um 31 þúsund Efnið er uppfært daginn eftir að það hefur birst í Morgunblaðinu þannig að sífellt bætist í safnið. Samskipti við 0agnasafnið fara fram í gegnum einmenningstölvur sem tengjast móðurtölvunni þar sem allar upplýsingarnar eru geymdar. Til að auðvelda áskrif- endum notkun fylgir áskriftinni aðgengileg notendahandbók Allir sem eiga einmennings- tölvu geta orðið áskrifendur og nýtt sér þær upplýsingar sem eru í Gagnasafninu. Hægt er að leita í safninu eftir orðum, nöfnum, dagsetningum, höfundum ofl. ofl. Mánaðaráskrift er frá kr 8.000 fyrir hvern notanda og er fyrsti mánuðurinn frih Askrifendur þurfa að festa kaup á samskiptafor- rfti og þekkli fyrir hverja vinnustöð. Einnig er í boði sameiginleg áskrift að Gagnasafni Morgun- blaðsins og gagnagrunni Strengs hf„ Hafsjó. í Hafsjó er að finna ýmsar upplýsingar; t. d. gengi gjaldmiðla, dagleg skráning Seðla- bankans, gengi gjaldmiðla á helstu gjaldeyrismörkuðum heims frá Dow Jones/Telerate, þjóðskráin, skipaskrá frá Fiskistofu, veiddur heildarkvóti eftir höfnum, verð og verðþróun á fiskmörkuðum, færð á vegum, veður á helstu fjallvegum landsins, innanlands- • og millilandaflug, helstu vísitölur viðskipti áVerðbréfaþingi íslands og textaleit í EES-samningi. Ef þú hefur hug á að kynnast Gagnasafni Morgunblaðsins og Hafsjó betur veitir Strengur hf. allar nánari upplýsingar í síma 624700 eða 685130. STRENGUR hí. Kohl boðar endurnýj - un íhaldsstefnunnar Baráttan fyrir þingkosningarnar í október er hafin í Þýskalandi Herhvöt kanslarans Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ávarpar stuðningsmenn sína á þingi flokks kristilegra demókrata, sem fram fór í síðustu viku. Kanslarinn lagði áherslu á að flokkurinn gæti unnið sigur í þing- kosningunum í haust ef sigurviljinn bilaði ekki en kristilegir hyggj- ast byggja kosningabaráttu sína á afturhvarfi til fjölskyldu- og sam- félagsgilda í nafni frelsis og ábyrgðar. „ENDURNÝJUN" og upphafn- ing fornra gilda í þýsku samfé- lagi verða helstu kosningaslag- orð kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls kanslara, ef marka má ummæli hans og undirsáta hans í síðustu viku er baráttan fyrir þingkosning- arnar í haust hófst formlega. Kanslarinn hvatti flokksmenn til að fylkja liði í ræðu sem hann hélt í Hamborg á mánu- dag og vísaði öllu uppgjafartali á bug; sýndu flokksmenn sam- stöðu og hefðu þeir viljann til sigurs að leiðarljósi myndu kristilegir demókratar fá stjórnarumboð frá kjósendum í fjórða skiptið í röð í þingkosn- ingunum. Þýskir stjórnmála- skýrendur eru almennt þeirrar hyggju að ræða kanslarans hafi verið sérlega áhrifamikil og að fráleitt sé að afskrifa Kohl með öllu en í þá gryfju hafa margir fallið á undanförnum árum. Enginn vafi er hins vegar á að Kohl á undir högg að sækja, skoðanakannanir hafa verið flokknum óhagstæðar, atvinnu- leysi er að komast á stig sem Þjóðverjar telja óásættanlegt og viðamiklar kerfisbreytingar á sviði velferðarmála eru taldar óhjákvæmilegar. „Við höfum einsett okkur að sigra í þessum kosningum - markmiðið er sigur en ekki annað sætið,“ sagði Kohl við mikinn fögn- uð stuðningsmanna sinna á fjöl- mennum fundi í Hamborg. Kohl sem er 63 ára og þykir ekki hafa yfir sér sláandi yfirbragð léttleika auk þess sem orðheppni hans hefur á stundum verið dregin í efa þótti komast vel að orði er hann sagði: „Fólk horfir á mig líkt og ég sé torkennilegt fygli og spyr hvernig ég geti talað um sigur í þessum kosningum. Ég hyggst hins vegar byggja á reynslu minni," sagði kanslarinn og glotti en í síð- ustu þingkosningum hefur það þrí- vegis gerst að Kohl hefur sigrað þrátt fyrir að skoðanakannanir gæfu til kynna að flokkur hans nyti mun minna fylgis en helstu andstæðingarnir, Jafnaðarmanna- flokkurinn. Samkvæmt nýlegum könnunum hefur flokkur jafnaðar- manna 6-10% forskot á flokk Kohls en kosið verður 16. október. Óbreytt stjórn og „endurmat“ í ræðu sinni lýsti Kohl yfir því að hann vildi að áfram sæti sam- steypustjóm flokks kristilegra demókrata og ftjálslyndra demó- krata. Hann vísaði því á bug vanga- veltum um að í vændum kunni að vera „stór-samsteypustjórn“ sem svo er nefnd í þýskum stjórnmálum, stjórn kristilegra og jafnaðar- manna. Margir fréttaskýrendur eru þeirrar hyggju að svo risavaxinn vandi blasi við í þýsku samfélagi að einungis slík samsteypustjórn fái tryggt að sæmilegur friður get ríkt um þau umskipti sem óhjá- kvæmileg séu. Sérstaka athygli vakti hversu oft Kohl kanslari endurtók orðin „sigur" og „endurmat". Með þessu lagði kanslarinn grunn að kosn- ingabaráttunni, sem á eftir að reyn- ast bæði hörð og löng. Mikillar þreytu hefur þótt gæta í stjórnar- samstarfinu sem nú hefur staðið í tæp 12 ár og það hefur ekki orðið til þess að auka baráttuþrek flokks- manna Kohls. Yfirlýsingum hans um að sigur gæti unnist var því fyrst og fremst beint að hans eigin flokksmönnum. Það „endurmat" sem kanslarinn boðaði heyrir hins vegar til nýjunga í þýskum stjórn- málum. Breskir íhaldsmenn hafa boðað slíka stefnu, sem nefnd hef- ur verið „afturhvarfsstefnan" en sá málflutningur hefur litlum árangri skilað enda flokkur Johns Majors forsætisráðherra rúinn öllu trausti nú um stundir. Hið þýska „endurmat“ kann hins vegar að falla í frjóan svörð. Raun- ar má heita fullvíst að Kohl og menn hans munu tapa næstu þin- kosningum takist þeim ekki að leiða umræðuna frá efnahags- þrengingum, atvinnuleysi, velferð- arkreppu og þeim byrðum sem lagð- ar hafa verið á herðar skattborg- ara vegna sam- einingar Þýska- lands. Svo virðist sem helstu hugmyndafræðingar flokksins hafi gert sér þetta ljóst og að markmiðið verði nú að taka frumkvæðið í stjómmálaumræð- unni fram að kosningum. Sú „nýja hugsun“ sem Bill Clinton lagði svo ríka áherslu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum 1992 hefur nú náð til Evrópu; stjómmálamenn gera sér nú ljóst að það eitt að hafa yfir sér yfirbragð stöðnunar getur jafngilt pólitískum dauða- dómi. Þetta á ekki síst við um breska og þýska íhaldsmenn. Þeir hafa dregið ákveðnar ályktanir af ósigri George Bush í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum svo ekki sé minnst á þá hróplegu útreið sem kanadískir íhaldsmenn fengu í síð- ustu þingkosningum. Dygðir og fjölskyldugildi Peter Hintze, kosningastjóri Kristilega demókrataflokksins, gerði grein fyrir „endurnýjun íhaldsstefnunnar" í sérlega athygl- isverðri ræðu sem hann flutti á þriðjudag. Hintze, sem er einnig framkvæmdastjóri flokksins, sagði engan vafa leika á að flokkurinn ætti undir högg að sækja nú um stundir en kvaðst jafnframt sann- færður um botninum væri náð og að fylgið færi vaxandi á ný er kjós- endum gæfist tækifæri til að kynna sér hin nýju stefnumál flokksins. „Við boðum endurnýjun íhaldssem- innar í samfélagi voru,“ sagði Hintze og bætti við að á undanförn- um árum hefðu gildi á borð við skyldurækni og fjölskyldubönd ver- ið hundsuð í Þýskalandi auk þess sem grafið hefði verið undan stolti manna yfir því að tilheyra þessu ágæta samfélagi. „Nú um stundir gerum við okkur öll ljóst hversu mikilvægar dygðir um er að ræða. í huga okkar eru þau grundvöllur þjóðfélags frelsis og ábyrgðar," sagði Hintze. Langtímastefnuskrá flokksins sem rædd var á lands- fundi hans í síðustu viku nefnist einmitt „Frelsi og ábyrgð“ og ljóst er að í þessum efnum stefnir flokk- urinn mjög ákveðið lengra til hægii, svo notuð séu hefðbundin viðmið í stjórnmálaumræðunni. Þessi breyting endurspeglar erf- iða stöðu ríkisstjórnar Kohls en hana má rekja til þess kostnaðar sem hlotist hefur af sameiningu Þýskalands og efnahagsþrenging- um í landinu. Vandinn er þó djúp- stæðari. Niðurskurður í velferðar- kerfinu og miklar skipulagbreyt- ingar á því sviði eru nú taldar óhjá- kvæmilegar. Velferðarkerfið sem verið hefur helsta stolt Þjóðvetja er að hruni komið. Sameining Þýskalands fól í sér að 17 milljón- um manna til viðbótar var skolað inn í ríkiskerfið en þriðji hver Aust- ur-Þjóðvetji fær greiðslur í ein- hveiju formi frá ríkinu. Efnahags- þrengingamar hafa getið af sér atvinnuleysi - rúmar fjórar millj- ónir manna eru nú án atvinnu -, sem aftur verður til þess að auka enn frekar þrýstinginn á velferðar- kerfið. Og loks gera menn sér sí- fellt betur grein fyrir að kerfi þetta fær ekki staðist óbreytt í Þýska- landi þar sem meðalaldur þjóðar- innar fer sífellt hækkandi. Um þetta hafa menn rætt árum saman í Þýskalandi. Teikn eru lofti um að viðhorfið í samfélaginu sé að breytast enda ljóst að á næstu 20-30 árum mun fólki á eftirlauna- aldri fjölga gífurlega og ekki verð- ur unnt að standa við óbreyttar líf- eyrisskuldbindingar. Breytingar á eftirlaunakjörum hafa verið mjög til umræðu og hefur þeirri hug- mynd verið varpað fram að leggja beri af tekjutengd eftirlaun á veg- um ríkisins og taka þess í stað upp föst eftirlaun sem fjármögnuð verði í gegnum skattkerfið. Þeirri hug- mynd vex fylgi að auka beri svig- rúmið í heilbrigðiskerfinu til að auka valfrelsið. Rætt hefur verið um að lækka atvinnuleysisbætur, taka upp sérstakan „afkomustyrk" sem kæmi í stað annarra greiðslna úr velferðarkefínu auk þess sem borið hefur á öðrum og róttækari hugmyndum svo sem að leggja nýjan skatt á barnlaus hjón. Sérstaðan bundin við utanríkismál Kannanir gefa til kynna að vel- ferðarmálin, afkomuöryggi og traust skipan lífeyrismála séu kjós- endum sérlega ofarlega í huga fyr- ir þessar kosningar. í þeim hefur ennfremur komið fram að þýskir kjósendur treysta Rudolf Scharp- ing, kanslaraefni Jafnaðarmanna- flokksins, betur í þessum efnum en Kohl kanslara. Kristilegir demó- kratar þurfa því í senn að leggja fram nýjar lausnir á þessum vett- vangi og um leið að öðlast traust kjósenda. Þetta mun ennfremur kalla á „neikvæða kosningabar- áttu“ af hálfu flokksmanna kansl- arans en tilraunir þeirra til að gera framgöngu jafnaðarmanna tor- tryggjlega er sameining Þýska- lands var yfirvofandi hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. í raun er það svo að það er ein- göngu á vettvangi utanríkis- og öryggismála sem almenningur í Þýskalandi telur að reynsla og þekking Helmuts Kohls kanslara geti talist sérlega mikilvæg. Því kann svo að fara að Kohl freisti þess að- koma fram sem holdtekja stöðugleikans á þessu sviði í kosn- ingabaráttunni. Hvað Evrópusam- bandið (áður Evrópubandalagið, EB) varðar hefur flokkurinn varpað fyrir róða efasemdum um ágæti hins „yfirþjóðlega" valds í hinni nýju Evrópu en margt bendir til þess að samrunaþróunin sé fremur neðarlega á forgangslista kjósenda. Kohl er í nokkrum vanda stadd- ur hyggist hann leggja áherslu á sérstöðu sína á sviði utanríkismála. Kanslarinn hefur að undanförnu unnið að því að treysta samskipti Þýskalands og Rússlands umfram þau sem viðtekin eru á sviði efna- hags- og öryggismála. Hætt er við að almenn ummæli um þátt Þjóð- veija í að tryggja stöðugleika í álf- unni verði misskilin í mikilvægustu ríkjum Evrópusambandsins á þann veg að Þjóðveijar ætli að láta til sín taka í óhóflegum mæli. Þá mun Kohl varast að styggja Borís Jelts- ín Rússlandsforseta með nokkrum hætti. Tvennt getur þó orðið til þess að þessi málaflokkur öðlist aukið vægi í hugum kjósenda. í fyrsta lagi sýnir reynslan að valdabarátt- an í Rússlandi getur kalláð fram óvænta atburði, sem aftur verða til þess að krafan um reynslu stjórnmálaleiðtoga tekur að skipta máli. f annan stað getur þróunin í Bosníu orðið til þess að styrkja stöðu kanslarans. Almenningur í Þýskalandi hefur sérlega þungar áhyggjur af stríðinu í Bosníu enda hefur ekkert ríki tekið við fleiri flóttamönnum frá fyrrum lýðveld- um Júgóslavíu. Geti Þjóðveijar tryggt sér aukið hlutverk í þeim viðræðum sem framundan eru um lausn Bosníudeilunnar verður það Helmut Kohl til hagsbóta. Rússar hafa sýnilega ekkert á móti því að Þjóðveijar láti til sín taka í deilu- máli þessu og ætla má að Banda- ríkjamenn séu sama sinnis enda bendir allt til þess að stjóm Clint- ons forseta líti á Þýskaland sem forysturíki í hinni nýju Evrópu. Boðberi breytinga? Staða stjómarandstöðunnar er að sönnu sterk í Þýskalandi nú um stundir. Krafan um afkomuöryggi og hnitmiðuð viðbrögð við vaxandi atvinnuleysi hljómar sterkt. Jafn- aðarmenn hafa lagt áherslu á sköp- un nýrra atvinnutækifæra en mörgum þykir málflutningur þeirra óljós og skýrra svara verður kraf- ist. Þær breytingar sem Kohl kansl- ari boðar þurfa að fá hljómgrunn hjá almenningi og skila sér í skoð- anakönnunum ætli hann sér að komast í sóknarstöðu í kosninga- baráttunni. Margir Þjóðveijar munu hins vegar eiga erfitt með að skilja hvernig maður sem stjórn- að hefur Þýskalandi undanfarin 12 ár getur skyndilega gerst boðberi breytinga. BAKSVID eftir Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.