Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 17 Orðanefnd byggingarverkfræðinga, vínnuhópur A, á vikulegum fundi. Frá vinstri við borðið: Einar B. Pálsson, Bragi Þorsteins- son, Páll Flygenring, Sigmundur Freysteinsson og Eymundur Runólfsson, Halldór Halldórsson (snýr baki í myndavélina), Hall- dór Sveinsson og Ólafur Jensson. eftir að hann kom frá námi verk- fræðingnr hjá bæjarverkfræðingi í Reykjavík á árunum 1936-61, fyrst við undirbúning og byggingu Hita- veitunnar, síðan í gatna- og hol- ræsadeild ogfrá 1945 yfirverkfræð- ingur og staðgöngumaður bæjar- verkfræðings. Starfaði þá m.a. að og hafði umsjón með áætlunum og framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gerð nýrra borgarhverfa, gatna og holræsa, svo sem Hringbrautar, Miklubrautar, Laugardalsræsis, Kringlumýrarræsis og við endur- byggingu Lækjargötu. Þegar geng- ið er á hann um Miklubrautina, sem átti í umræðunni að vera skandali og vinnusvik, segir hann og brosir: „Miklabrautin var á skipulaginu dregin með reglustiku frá Mikla- torgi að Elliðaánum. Á leiðinni voru mest þormaðar tjarnir og blautar mýrar. Efninu var öllu mokað upp og ekið á Klambratúnið. Þar fraus það og varð nánast að engu. Ég vissi af sandnámi í nánd, þar sem Efstaleitið er nú. Sandur og möl var sett í staðinn í götustæðið og hefur ekkert sigið síðan. Sums stað- ar varð skurðurinn 4 metrar á dýpt. Það hefði nú verið skandali ef hefði þurft á hverju ári að gera við göt- una. Þetta var ný aðferð á sviði sem nú heitir jarðtækni. Þetta var að vísu mjög erfiður tími því hluti borg- arfulltrúanna hélt að þetta væri bara vitleysa hjá mér. En sá sem treysti mér og mínum rökum var borgarstjórinn Gunnar Thoroddsen. Það var fenginn hingað þýskur sér- fræðingur, skólabróðir minn sem síðar varð þekktur maður í Þýska- landi, sem komst að sömu niður- stöðu.“ Við drepum aðeins á Lækjargöt- una, en breikkun hennar var á Ein-. ars hendi. „Menn voru svo ríkir eftir stríð og það var svo mikil eftir- sókn í lóðir að menn gáfu sér ekki tóm til að hugsa fyrir umferðinni í stórum stíl og skipuleggja kerfi umferðaræða. Bílum var að fjölga. Ég fór þá til borgarstjóra og sagði: Við verðum að breikka Lækjargöt- una. Hún var þá aðeins 12,5 metra breið. Við gengum tveir saman þangað út og það var upphafið að áætlun og framkvæmdum, sem lok- ið var 1949. Þá komu líka fyrstu umferðarljósin. Reynt var að gera úr þessu pólitískt mál, meira að segja sagt að það væri gert á hlut Menntaskólans af því að Pálmi Hannesson framsóknarmaður væri þar rektor. En það var nú öðru nær, Pálmi var einn af þeim fýrstu sem var látinn vita um áformin og var þeim samþykkur. Sannleikurinn er sá að það er ekki nema mjög lítill hluti af borgarmálum sem þarf að afgreiða eftir pólitískum leiðum, hitt eru tæknileg og framkvæmda- leg atriði," bætir Einar við. Hefur upplifað alla tæknibyltinguna Talið berst að hinni hröðu þróun sem orðið hefur og Einar hefur tek- ið þátt í. Hann minnir á að iðnbylt- ingin kom ekki hingað fyrr en um aldamótin. „Ég man eftir fyrsta bílnum sem ók um götur Akureyrar og eins fyrsta vörubílnum, sem Espolínsbræður áttu og við krakk- arnir þvoðum fyrir þá. (Páll Einars- son faðir hans var þá sýslumaður og bæjarfógeti á Akureyri.) Ég hefi upplifað þessar breytingar all- ar. Fyrsti verkfræðingur landsins, Sigurður Thoroddsen, var kennari minn. Og Jón Þorláksson varð til þess að ég varð byggingarverk- fræðingur en ekki skipaverkfræð- ingur. Nátturufræðigreinar komu til álita, enda átti ég 18 ára gam- all mikið safn af sjaldgæfum ís- lenskum plöntum, en ég vildi ekki verða kennari, svo náttúrufræði og útivist urðu að vera mitt áhugamál um ævina, sem ég hefi haft mikla ánægu af. En Árni bróðir minn, sem var byggingarverkfræðingur sjálf- ur, fór með mig til að leita álits Jón Þorlákssonar. Á hveiju hefur þessi ungi maður áhuga? spurði hann. Skipaverkfræði! Jón horfði stórum döprum augum á mig og sagði: Nei, það verða aldrei byggð skip á íslandi. Hann sagði líka: Ja, bygg- ingarverkfræði, það verða alltaf byggð hús á íslandi. Svo það varð Tvisvar í viku kemur hópur byggingarverk- fræóinga saman ó vinnufundi til íóoróa- smíða í þessu tækni- fagi. Þessi f ræði verða ekki hluti af okkar menningu nema við getum talað um ef nið og skrif að ó ís- lensku, segir prófess- or Einar B. Pólsson, sem þar er í forustu úr. Annars hefði ég líklega orðið fyrsti skipaverkfræðingurinn á landinu." Músíkin varð hans fylgifiskur Einar hélt til Þýskalands eftir stúdentspróf 1930. Hópur af ungum mönnum braut þar í blað, því hefð- in var að íslendingar færu til slíks náms í Kaupmannahöfn. Hann fór fyrst til Darmstadt, þar sem íslend- ingarnir urðu allt í einu 10 talsins, m.a. Árni SnævarfyJón Á. Bjarna- son, Jón Sigurðsson, síðar stökkvi- liðsstjóri, og Einar Sveinsson, húsa- meistari. Og síðan í Darmstadt hef- ur músíkin verið hans fylgifiskur. Það voru þó ekki hans fyrstu kynni af tónlist, því hann er af mikilli tónlistarætt. Ámi Thorsteinsson tónskáld var ömmubróðir hans. „Það var alltaf músík á æskuheim- ili mínu og ég lærði snemma að fara á tónleika með móður minni, Sigríði Siemsen. Í Darmstadt var Óperan við hliðina á Háskólanum. Það var mikil reynsla fyrir mig og ég vandist á að fara þangað. Þarna voru ungir menn sem síðar urðu heimsfrægir, Karl Böhm hljóm- sveitarstjóri, Karl Ebert leikstjóri og Rudolf Bing listrænn fram- kvæmdastjóri. Eftir fyrrihlutanám í Darmstadt flutti ég mig til Dresd- en. Þar var líka góð Ópera, þar sem óperustjórinn var hæst launaði embættismaður saxneska ríkisins. Fáar Óperur eiga annan eins feril. Þeir höfðu 22-25 mismunandi óperur á sýningarskrá á einum mánuði og tvenna sinfóníutónleika að auki. Og þetta var á kreppuárun- um,“ segir Einar, sem varð liðtækur í að byggja upp tónlistarlíf á ís- landi þegar hann kom heim og hef- ur verið þar dijúgur liðsmaður fram á þennan dag. Þegar Einar kom heim 1937 var Tónlistarfélagið farið af stað með styrktarfélagakerfi, sem var byij- unin á skipulegu tónleikahaldi. Það hafði allt á sinni könnu, óperur, kóra, einsöngvara og kammermús- ík. Fyrir 40 árum tók Kammermús- íkklúbburinn að sér það hlutverk að halda uppi hljómleikum af því tagi. Honum hafa fáeinir menn haldið uppi síðan og Einar verið einn af þeim. Nú hefur Einar tekið að sér og nýlokið við að taka saman alla tónleika og safnað öllum efnis- skrám sem Kammermúsíkklúbbur- inn hefur verið með frá byijun. Það er mikið verk. Hann hefur skráð alla tónlistarmenn sem þar hafa komið fram og tekið saman hvert tónverk og hve oft það hefur verið spilað. „Nú vitum við betur hvaða verkum við eigum að sækjast eft- ir,“ segir hann af hógværð og sýn- ir mér möppumar með öllum þess- um verkum. Hitler var kominn til valda áður en Einar fór heim. Nýlega rakst hann á bréf sem hann hafði skrifað móður sinni 1936. Þar segir hann að vígbúnaðurinn sé kominn í fullan gang og geti ekki endað nema á einn veg. „Auðvitað var þetta skrif- að undir rós, því ritskoðun var á bréfum. Þá ákvað ég að fara heim. Mér stóð til boða vinna hjá prófess- ornum mínum í burðarþolsfræði. Hjá honum vann ég í eitt ár áður en ég fór heim til íslands. Þjóðveij- ar vom þá að þróa og reikna út vængi á flugvélarnar og þurftu mikið af byggingarverkfræðingum, svo maður gat fengið næga vinnu.“ Rifu kjaft við herinn Heima var kreppan í algleymingi og enga vinnu að hafa. Það vildi Einari til að verið var að undirbúa hitaveituna og hann fékk vinnu við það. Var fyrsti verkfræðingurinn sem ráðinn var eingöngu að hita- veitunni. Hann var ráðinn hjá bæj- arverkfræðingnum til aðstoðar við Helga Sigurðsson. Einar segir mér söguna af því þegar átti að fara að leggja hitaveitu og rörin urðu innlyksa úti í Hamborg er Þjóðveij- ar tóku Danmörku. Þá var ekki hægt að halda áfram, en búið var að grafa og verkamennimir ekki stöðvaðir í skurðgreftinum þótt rör- in væru innilokuð. Það vora ægileg- ar tilfæringar að koma hitaveitu- stokkunum fyrir í gangstéttunum innan um allar hinar lagnimar. All- ur bærinn var því sundurgrafinn. Skurðir og moldarhaugar í öllum götum. „Lengi? Okkur fannst biðin að minnsta kosti löng þar til rör komu frá Bandaríkjunum. Svo komu allar heimæðarnar og ég gerði skissur að þeim. Hefi því kom- ið inn í hvert hús. Þetta var allt innan Hringbrautar þá, nema Norð- urmýrin. Svo lentum við tveir ungir menn í því að hafa samskipti við herinn. Þegar Bretamir komu höfðu þeir byggt sína bragga. Hvert bragga- hverfið reis af öðru, sem öll þurftu vatn og skolpræsi. Því þurfti að hafa samskipti við bæinn, en þar voru fyrst engir sem töluðu enskt tæknimál nema Valgeir Bjömsson bæjarverkfræðingur og allt fór því í gegn um hann. Öðrum var ekki til að dreifa nema kornungum manni, Hjálmari Blöndal, sem talaði ensku, og ég var settur í þetta með honum. Ég var ekki enskumaður en varð að læra hana. Þetta hefði auðvitað hvergi verið gert, að setja tvo kornunga menn til að semja við herinn. Þegar bandarísku Iand- gönguliðarnir komu og sáu að Bret- ar höfðu byggt alls staðar inni í miðjum bæ, sögðu þeir að slíkt kæmi ekki til mála. Það væri of hættulegt ef til loftárása kæmi. Svo tók bandaríski flotinn við og þeir sömdu beint við landeiganda vestur á Melum. Reykjavíkurborg vissi ekki um það fyrr en búið var að semja um landið. Við Hjálmar heimtuðum því viðtal við aðmírál- inn. Fóram út í skip til hans og brúkuðum munn. Hann yppti bara öxlum, sagði: Við eram flotinn en ekki landgönguliðið! Seinna fréttum við að honum hefði þótt undalegir þessir ungu menn, sem enga virð- ingu báru fyrir mannvirðingum og her.“ Eftir að Einar hætti hjá borginni 1961 starfaði hann sem sjálfstæður ráðgefandi verkfræðingur í Reykja- vík. Fyrst með Dönunum Peter Bredsdorff og Anders Nyvik að aðalskipulagi Reykjavíkur, þá við hægri umferðina, síðan fyrir Stræt- isvagna Reykjavíkur. Sá fyrsti sem vann fyrir þá sem umferðarsérfræð- ingur og hann gerði fyrstu umferð- arspána um Skúlagötu með Skúla Guðmundssyni. Þeir töldu að 2.000 bílar þyrftu að geta farið um hana á klukkustund í framtíðinni. Það þótti þá með ólíkindum. „Hafnar- stjóri og vegamálastjóri spurðu hvaðan allir þessir bílar mundu koma og hvert þeir væra að fara. Því gat ég ekki svarað," segir Ein- ar. „En þessi tala var ekki svo gal- in. Svo gerðum við 1962 þessa umferðakönnun. Það var mjög gam- an því þá kom í ljós að umferðin yrði svona mikil og að gera yrði nýja Skúlagötu." Einar B. Pálsson var prófessor í byggingarverkfræði við Háskóla íslands frá 1974, en hafði þá lengi verið þar viðloðandi í margvíslegum störfum, allt frá því að hann var f nefnd til að gera áætlun um verk- fræðinám við Háskóla íslands 1943, var prófdómari öll árin og kenndi. Var gerður heiðursdoktor við HÍ fyrir störf sín í þágu háskólans. Hvenær hann hætti er óljóst. Að minnsta kosti var hann enn að leggja þar ýmislegt til eftir sjötugt þegar ég fyrst byijaði að falast eft- ir viðtali. Og er raunar enn, liðlega áttræður. Um þetta vill Einar ekk- ert tala eða um ýmislegt fleira sem hefur orðið útundan. Finnst vera komið meira en nóg. Islenski dansflokkurinn í Þjóðleikhúsinu l'muntudaginn 3. inars /i i/mfymng I.augardagiiin 5. mars kl. 11 2. xyning MiðvikiKlaginn 9. mars kl. 20 7. \ynim< I'iinmludaginn 10. mars - kl. 20 /. sýniiw )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.