Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 35 I I I I í í * < - ATVIN N UA UGL YSINGAR ÞRÓUN Tölvu- og rekstrarrádgjöf Computer and management conaultlnp servlces HOtðebakka 9, 7.h. IS-112 Fteyklavtk. ». 91-686788 Kerfisfræði Þróun hf. óskar eftir að ráða fólk til starfa við hönnun og þróun tölvukerfa. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi háskóla- próf í tölvunarfræði, verkfræði, viðskipta- fræði eða hliðstæðum greinum og áhuga á tölvumálum. Æskileg er þekking á forritunarmálunum Basic, C og Fortran, stýrikerfunum Unix, VAX-VMS og HP-MPE, netkerfunum Novell- NetWare og MS-LanManager, ásamt SQL- gagnagrunnum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast sendar Þróun hf., Höfðabakka 9,112 Reykjavík, merktar: „Starfsmannastjóri.11 Sumarstörf í Bandaríkjunum Getum útvegað ungu fólki á aldrinum 19-27 ára vinnu við sumarbúðir barna eða sem „au pair“ á einkaheimilum. Aðeins 25 stöður í boði. Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Námsfólk við uppeldisbrautir, sjúkraliðar, íþróttafólk og skátar, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Erum jafnframt að taka við umsóknum fyrir ársdvöl sem „au pair“. Vallð var auðvelt hjá okkur. Samtökln Au palr In Amerlca aru traust samtök með mlkla reynslu. Ársdvöl I Bandarikjunum er engu líkt. Lllja Fríða, Arna og Ásta. Sími 91-611183, 96-23112. Au pair in America starfa innan samtakanna American Institute For Foreign Study, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni og starfa með leyfi bandarískra stjórnvalda. Félagsmálastofnun Kópavogs Fjölskyldudeild Laus er til umsóknar 50% staða félagsráð- gjafa. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 12 mánaða. Verksvið er einkum innan barnaverndar. Leitað er eftir félagsráðgjafa með reynslu, helst af barnaverndarstarfi og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf hið fyrsta. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Klængur Gunnarsson deildarfulltrúi í síma 45700. Umsóknarfrestur er til 10. mars nk. Umsókn- um með vottorðum um nám og fyrri störf skal skilað á þar til gerðum umsóknareyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu Félags- málastofnunar Kópavogs í Fannborg 4. Vélaverkfræðingur/ Véltæknifræðingur Marel hf. vill ráða vélaverkfræðing eða véltækni- fræðing til starfa við tæknideild fyrirtækisins. Krafist er þekkingar og reynslu í hönnun vélhluta og kunnáttu í notkun á AutoCad. Umsóknum skal skilaðti! Marel hf. Höfðabakka9,112 Reykja- vík. Umsóknarfrestur rennur út 7. mars 1994. Laust starf Hjá Akureyrarbæ er laust umsóknar starf í tölvudeild bæjarins. Óskað er eftir starfs- manni með háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærilega menntun. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur- eyrarbæjar. Tölvukerfi Akureyrarbæjar saman- stendur af AS-400 móðurtölvu ásamt Novell netkerfi, og er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn hafi fyrst og fremst umsjón með netkerfinu og sinni þjónustu og ráðgjöf í sambandi við það. Þekking og/eða reynsla á netumhverfi og teng- ingum er því mjög æskileg. Upplýsingar um starfið veita deildarstjóri tölvudeildar og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknareyðuþlöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 8. mars nk. Tölvudeild Akureyrarbæjar er reyklaus vinnu- staður. Starfsmannastjóri. Framleiðslustjóri Sameiginleg tæknideild Pressunnar, Heims- myndar, Efst á baugi, AB og annarrar tengdr- ar útgáfu óskar að ráða til starfa framleiðslu- stjóra. Framleiðslustjóri hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á tæknilegri vinnslu sem þessi útgáfa krefst. Viðkomandi þarf að þúa yfir umtalsverðri reynslu af umbroti og hönn- un, notkun helstu umbrots-, myndvinnslu- og teikniforrita, þekkingu á tölvum og prent- vinnsluferli og reynslu af stjórnunarstörfum og mannaforráðum. Góður vinnuandi í vax- andi útgáfufyrirtæki. Framtíðarstarf fyrir réttan umsækjanda. Umsóknir berist til framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins hf., Nýbýlavegi 16, 200 Kópavogur, fyrir 4. mars. PRCSSAN cá ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F Skrifstofuvinna Erum að leita að röskum og áreiðanlegum einstaklingi, sem getur séð um tölvuinnslátt sem og aðra tengda starfsemi skrifstofu- vinnu. Um er að ræða hálfsdagsstarf í byrjun en góðir möguleikar á fullum starfsdegi síðar. Allar nánari upplýsingar veitir Hans Kristján Guðmundsson í síma 13999. Qf Félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra, Lindargötu 59 Óskað er eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. 2 stöður leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra. Óskum eftir fjölhæfu fólki til ýmiss konar fræðslu og föndurkennslu. 2. Hárgreiðslumeistara. Unnið er samkvæmt verktakafyrir- komulagi. 3. Fótaaðgerðafræðingur. Unnið er samkvæmt verktakafyrir- komulagi. 4. Sjúkraliði. Til aðstoðar við böðun og aðhlynningu. 5. Fulltrúi. Starfsmaður vinnur við innheimtu og bókhald, ásamt afgreiðslu og skrif- stofustörfum. Reiknað er með að starfsemi hefjist í apríl/maí nk. Nánari upplýsingar gefur Edda Hjaltested, forstöðumaður, í síma 15355 milli kl. 10.00 og 12.00 virka daga. Umsóknarfresturum störfin ertil 9. mars nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Markaðs- og sölustjóri Stórt matvælafyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu óskar eftir að ráða markaðs- og sölustjóra. Starfssvið: 1. Stefnumótun í markaðsmálum og gerð markaðsáætlana. 2. Stjórnun söludeildar. 3. Þátttaka í vöruþróun í samstarfi við fram- leiðslustjóra. 4. Efla tengsl við nýja og núverandi við- skiptavini, afla nýrra og greina þarfir þeirra um vöruframboð og þjónustu. 5. Umsjón með auglýsingamálum. Við leitum að manni með forystuhæfileika, frumkvæði og dug til að takast á við erfið og krefjandi verkefni. Menntup og reynsla af sviði markaðsmála nauðsynleg. Vald á ensku og einu Norðurlandamáli. Nánari upplýsingarveitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Markaðsstjóri 058“ fyrir 10. mars nk. Hagvangur h f 1 Skeifunni 19 1 Reykjavík I Sími 813666 Ráðningarþjónusta 1 Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.