Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Holdið er tor- velt að temja eftir Bergljótu Ingólfsdóttur SÓMAKÆRIR Bretar höfðu rétt haldið jólin hátíðleg og bjuggu sig undir að fagna nýju ári, þegar yfir þá dundi hvert hneykslismálið á eftir öðru, þar sem þingmenn fhaldsflokksins áttu hlut að máli. Auk vafasamra viðskiptahátta, sem gerðir voru opinberir, urðu nokkrir þeirra uppvísir að því að hafa hrasað á vegi dygðarinnar, þeir höfðu haldið fram hjá eiginkonum sínum. Bresk blöð hafa kallað þau mál „svefnherbergisfarsa“ og má ef til vill til sanns vegar færa. Almenningur á Bretlandi gerir enn þá kröfu til þeirra manna, sem veljast til forystu með þjóðinni, að þeir gangi á undan með góðu fordæmi jafnt í einka- lífi sínu sem því opinbera. Fyrsti þáttur farsans varð kunnur strax á annan í jól- um þegar varaumhverfis- ráðherrann, Tim Yeo, viður- kenndi að hafa eignast tvö óskilgetin böm, hvort með sinni konunni, það yngra tæplega hálfs árs. Frá því var greint í Morgunblaðinu nýlega. Þegar menn höfðu rétt jafnað sig á afsögn Tims Yeos (sem hann var þving- aður til) var komið að öðrum þætti. Sá orðrómur var á kreiki að þingmaðurinn David Ashby hefði yfírgefið konu og böm og væri tekin saman við karlmann. Tveim- ur dögum eftir að ofangreint komst í hámæli kvaddi As- hby fréttamenn tii heimilis þeirra hjóna í Putney í Lond- on. Þegar þangað kom stóðu þau hjón hlið við hlið, hann með annan handlegg um axlir hennar. Ashby sagðist vilja koma málum á hreint, sagði það algjöran tilbúning að hann væri farinn að heiman, en viðurkenndi að hjónabndið væri storma- samt á stundum. Hann sagðist líka vilja leggja áherslu á það, að ekkert ósiðsamlegt hefði átt sér stað, þegar hann deildi rúmi með vini á hóteli í París. Hann sagði það hafa verið gert í sparnaðarskyni — með því fékk hann gistinguna fyrir hálfvirði! Hann sagði þá menn ruglaða sem bendluðu hann við samkynhneigð og þá sem komu þeim orðrómi af stað illa innrætta. Skýring Ashby þótti ekki sennileg, svo ekki sé fastar að orði kveðið, við eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði fyrr haft þann háttinn á, þ.e. deilt rúmi með karlmanni, á lélegu hóteli í Goa á Indlandi í byrjun nóvember síðastlið- inn. Þriðji þátturinn varð að átakanlegri harmsögu þegar Diana, eiginkona jarlsins af Caithness (Katanesi) svipti sig lífí 8. janúar sl. Það er ekki venja í þeirri þjóðfé- lagsstétt, sem hjónin til- heyra, að greina nánar frá tildrögum þegar atburðir eins og þessir gerast. Það var þó gert í þetta sinn og það voru foreldrar hinnar látnu sem það gerðu. Þau sögðu að um hjónabandserf- iðleika hafí verið að ræða, sögðu jarlinn í tygjum við aðra konu og dóttur þeirra hafi verið það kunnugt frá vormánuðum. Hún hafi allt eins talið að jarlinn myndi yfírgefa hana og börnin og heimilið yrði leyst upp. Hún hafði bundið miklar vonir við að þau hjón og bömin yrðu saman á jólum, þau voru boðin til foreldra hennar. Þangað fór hún með bömin en hann lét ekki sjá sig. Þegar jarlinn sagði svo frá því á opinberum fundi sem hann sat, að hann hefði eytt jóiunum í faðmi fjöl- skyldunnar var tengdafor- eldmm hans nóg boðið og skýrðu frá ofangreindu. Jarlinn hafði rétt ráðrúm til að segja af sér embætti va- rasamgönguráðherra áður en þessi sorgarsaga varð kunn. Það mun enginn hafa gert sér grein fyrir bágri andlegri heilsu hinnar látnu konu. Seinheppinn forsstisráöherro Það verður ekki annað sagt en John Major, breski forsætisráðherrann, sé sein- heppinn maður. A lands- fundi íhaldsflokksins í Blackpool í október sl. sagði hann í stefnuræðu sinni að hann teldi mikilvægast af öllu að hlúa að heimilinu, íjölskyldunni og hefja gömul Tim Yeo fyrrum varaumhverfis- ráðherra játaði að hafa eignast tvö óskilgetin böm. David Ashby Profumo varð að þingmaður: segja af sér. Óæskilegur orð- rómur ... Sovétmaðurinn Evgeni Ivanov var sendur heim. gildi til vegs, styrkja undir- stöðuna. Við sama tækifæri sagð- ist hann telja eitt mesta vandamál í bresku þjóðlífí vera ú'ölda einstæðra mæðra. Þeir þrír samheijar hans, sem sagt er frá hér áður, tóku heilshugar undir mikilvægi þeirra mála sem forsætisráðherra setti á odd- inn. John Profumo Það er þó ekki einungis nú, á síðustu og verstu tím- um, að þingmenn og ráð- herrar íhaldsflokksisn verða að segja af sér vegna kvennamála. Árið 1963 var íhalds- stjóm við völd í Bretlandi undir forystu Harolds Macmillans. Vamarmála- ráðherra var þá maður að nafni John Profumo (fæddur 1915), virtur vel og hafði tekið við hveiju mikilvæga embættinu á fætur öðm. Hann var kvæntur Valeri Hobson sem var kvikmynda- leikkona á yngri ámm. Prof- umo varð það á að taka upp samband við unga konu, Christine Keeler, en hún og stalla hennar, Mandy Rice, voru taldar til „fínni“ vænd- iskvenna. Þær störfuðu und- ir handaijaðri læknis, Step- hens Wards að nafni, hann bjó og starfaði í West End í London og hafði það að aukastarfí að kynna fallegar stúlkur fyrir væntanlegum viðskiptavinum. Ward kynnti Christine Keeler fyrir fleirum er Profumo, „fastur kúnni“ varð einnig ungur maður, Evgeni Ivanov, full- trúi í sovéska sendiráðinu í London. Það varð því ekki lítill hvellur þegar uppvíst varð, að þeir háttuðu til skiptist hjá Christine Keeler varnar- málaráðherra landsins og sovéskur þegn, sem allt eins gat verið njósnari. Og þetta var í miðju kalda stríðinu! Profumo sagði af sér embætti, rúinn trausti og æm, hann hefur ekki tekið þátt í opinberum störfum síðan en fengist við góðgerð- arstörf. Þessi atburður er talinn hafa valdið því að Harold Macmillan hrökkl- aðist frá og í kosningunum 1964 komst Verkamanna- flokkurinn til valda undir forsæti Harolds Wilsons. Það verður því ekki annað sagt en að bólferðir utan hjónasængur geti sannar- lega dregið dilk á eftir sér, jafnvel orðið heilum ríkis- stjómum að falli. Af Sovétmanninum Evg- eni Ivanov er það að segja að hann var sendur til síns heima og fór ekki til starfa erlendis eftir það. Hann er nú nýlátinn í Moskvu 68 ára að aldri. Profumo-hneykslið gleymist sennilega seint því málið varð efniviður í sjón- varpsmyndina „Scandal" (Hneyksli) og hefur víða verið sýnd m.a. hér á Stöð 2. Svo ótrúlega vildi til að á meðan mest var fjallað um þau hneykslismál sem upp komu í janúar var myndin „Scandal" sýnd á löngu fyr- irfram ákveðinni dagskrá á „Cannel 4“ sjónvarpsstöð- inni bresku. Hvort þingmenn íhalds- flokksins breska eru veikari á svellinu en aðrir menn, eða bara svo óheppnir að upp um þá kemst, skal ósagt látið. Hvað sem því líður er til íslenskur málsháttur sem segir svo: „Margur ljær holdi lausan taum, þó leynt fari.“ llilliil! I.O.O.F. 3 = 1752288 = FL. I.O.O.F. 10 = 1752288 = Dn □ HELGAFELL 5994022819 IVA/ 2 □ MlMIR 5994022819 11 Atkv. Frl. □ GIMLI 5994022819 III = 1 Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavik. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. Auðbrekka 2 • Kópavoqur Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Burnie Sanders prédikar. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 11.00: Helgunarsamkoma og sunnudagaskóli. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Major Anne Gurine og Daníel Óskars- son tala á samkomum dagsins. Mánudag 28. febrúar kl. 16.00: Heimilasambandið. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. UTIVIST Hallveigarstig I • simi 6I4330 Dagsferð sun. 27. feb. Kl. 10.30 Gullfoss í klakaböndum. Brottför frá BS( benslnsölu, miðar við rútu. Dagsferð sun. 6. mars. Kl. 10.30: Lýðveldisgangan. Útivist. auglýsingar Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Svanur Magnús- son. Barnagæsla og barnasam- koma á sama tíma. Allir hjartan- lega velkomnir. Félagið Svölurnar Félagsfundur verður haldinn í Slðumúla 11 þriðjudaginn 1. mars kl. 20.30. Gestur kvöldins verður Stefán Jón Hafstein. Kaffiveitingar. Allar starfandi og fyrrverandi flugfreyjur velkomnar. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11. Allir hjartaniega velkomnirl Sjónvarpsútsending á Omega kl. 16.30. fítmhj álp Almenn samkoma I Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Vitnis- burðir Samhjálparvina. Kórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðu- maður Óll Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60 „Þér skuluð viðurkenna að ég er Drottinn." Esek. 36, 38. Almenn samkoma I Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.00. Upp- hafsorö hefur Sigurgeir Gísla- son. Ræðumaður: Ragnhildur Hjaltadóttir. Allir eru velkomnir. Kaffi eftir samkomuna. Nýja postulakirkjan N\\|/// fslandi, i Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Peter Tege prestur frá Bremen messar. Verlð velkomin í hús Drottins! Fjallið mannræktar- stöö, Krókhálsi 4, (Harðviðar- valshúsið), s. 91-672722. Dagskrá í mars Skyggnilýsing. Þiðjudagskvöld- ið 1. mars kl. 20.30 verður Ingi- björg Þengilsdóttir með skyggni- lýsingu í húsnæði stöövarinnar (Harðviðarvalshúsið, 2. hæð, bakatil). Aðgangseyrir kr. 700. Nðmskeið. Helgina 5.-6. mars kl. 10-17 báða dagana verður námskeið t hugleiðslunni Fjallið. Leiðbeinendur Ingibjörg Þeng- ilsdóttir og Jón Jóhann. Upplýsingar og skráning í síma stöðvarinnar 672722. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 27. febr. 1. Kl. 9.00 Seljalandsfoss - Skógarfoss. öku- og skoðunar- ferð austur ( Skóga. Fljótshlföin í bakaleið. Safnið I Skógum heimsótt. Verð 2.200 kr. 2. Kl. 10.30 Skfðaganga: Blá- fjöll - Hlíðadalsskóli. Góð skíðaganga frá Bláfjöllum niður í Ölfus. 3. Kl. 13.00 Hafnarskeið - Þor- lákshöfn. Þetta er auðveld og skemmtileg ganga með strönd- inni austan Þorlákshafnar. Tilvalin fjölskylduferð. 4. Kl. 13.00 Skfðaganga: Lága- skarð að Meitlum. Þetta er ferð fyrir þá sem vilja styttri skíða- göngu. Byrjendur velkomnir. Verð kr. 1.100 f ferðir 2-4. Frftt f. börn 15 ára og yngri með full- orðnum. Brottför frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin (stansað við Mörkina 6 og við leiðlna úr bænum t.d. Hraunbæ). Skíðagönguferð kringum Hengll 12.-13. mars. Gist í Nes- búð á Nesjavöllum. Vetrarfagnaður F.f. og Horn- strandafara verður laugardags- kvöldið 18. mars f Hótel Sel- fossi. Frábær skemmtun. Rútu- ferö frá Mörkinni. Einnig gisti- möguleiki, en þá þarf aö panta fyrir 5. mars. Skfðagönguferð f Noregi 16.-23. aprfl. Pantið fyrir 16. mars. Opið hús á þrlðjudagskvöldið 1. mars kl. 20.30 f Mörkinni 6 (risi). Allir velkomnir.. Heitt á könnunni með meiru. Ferðafélag íslands. Heilsugæslustöðin Sólvangi Hafnarfirði Frá og með 1. mars 1994 veröur símatími Hauks Heiðars Ingólfs- sonar, læknis kl. 9.00-9.45 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.