Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 RAD/\ UGL YSINGAR Traktorsgrafa - Case 580K Til sölu er traktorsgrafa Case 580K árgerð 1990 með snjótönn. Lítið notuð. Upplýsingar í síma 674922. Byggingamenn Til sölu framleiðslufyrirtæki í byggingariðn- aði í fullum rekstri. Hreinleg framleiðsla. Miklir framtíðarmögu- leikar. Góð staðsetning í öruggu leiguhús- næði. Verð ca 12 millj. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl., merktar: „B - 4400", fyrir 4. mars. Bílamálarar Sprautuklefi (Blikkver) til sölu. Uppiýsingar gpfnr- OBÍ3III FAXAFENI12 • SÍMI 38000 Einstakttækifæri Vegna breytinga í rekstri er til sölu fatalager á góðu verði. Uppl. í síma 677175 mánudag - föstudags. FASTEIGN ER FRAMTÍD C) C*) (T FASTEIGNA j, k , y MIÐ L UN SVERRIR KRISTJANSSON LOGGILTUR FASTEIGNASALI^i^P^ C í l\/l I C 0 7 7 CQ SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJA VÍK, FAX 68 7072 3 /M/ 00 / / 00 Fisk- og kjötframleiðendur Af sérstökum ástæðum er til sölu á Grand- anum nýtt og gott hús, sérhannað fyrir mat- vælaframleiðslu, hvort sem er fyrir fisk, kjöt eða annað tengt matvælaframleiðslu. í hús- inu átti að fara að hefja sérvinnslu á fiski til útflutnings. í húsinu eru öll tæki þ.m.t. kæli- og frystiklefar af vönduðustu gerð, klórkerfi, háþrýstikerfi, mjög góð aðstaða fyrir starfs- fólk, skrifstofa o.fl. Mjög góð greiðslukjör fyrir traustan aðila. Nú er tíminn fyrir dugmikið fólk, allt er að opnast. Atvinnutækifæri Vegna breytinga á högum eiganda er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst, sportvöruverslun í góðum verslunarkjarna. Sami eigandi í 9 ár. Góðar innréttingar og nýr hátískulager í fal- legri verslun. Sanngjörn húsaleiga og langur húsaleigusamningur. Frábært tækifæri fyrir tvo samhenta aðila eða hjón til að skapa sér góða afkomu. Eignaskipti möguleg. Aðeins traustir að'lar koma til greina. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer til auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. mars merkt: „Sport - 200“ og mun verða haft samband við þá um hæl. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - Óperukór - Vegna fyrirhugaðrar uppfærslu á óperunni Vald örlaganna eftir Verdi vantar bassa, ten- óra og alt söngraddir til liðs við kór Þjóðleik- hússins. Prufusöngur verður nk. miðvikudag 2. mars kl. 18.00. Upplýsingarog skráning á skrifstofu Þjóðleik- hússins í síma 11204. Til sölu Til sölu eru ýmis tæki til prentvinnu o.fl. úr þrotabúi Samútgáfunnar Korpus hf., svo sem: 1. Skanni, Magnascan 646IE, framl. Crosfield Electronics, 1984. 2. Tengi f. sama skanna. 3. Þéttnimæiir, Gretak D-200, Transmisssion Densito- meter, framl. Gretak Ltd. 4. Skoðunarborð f. litgreiningu, framl. JUST Normlicht Vertrieb GmbH, 1985. 5. Plötulýsingarvéi ásamt plötugeymslu, Monakop, framl. Siegfried Theimer GmbH, 1986. 6. Filmukóperingarrammi, Theimeo Quick, framl. Siegfried Theimer GmbH, 1987. 7. Filmukóperingarrammi, SCREEN-p-617 FW, framl. Dainippon Screen MFG Co. Ltd., 1984. 8. Repromaster, Repro SCREEN C-670-E, framl. Dainippon Screen MFG Co. Ltd., 1984. 9. Filmuskammtari, Rollfilm dispenser FD-242-S, framl. Shashin Kogyo. 10. Framköllunarvél, PAKONOLITH-Graph Arts Processor, framl. PAKO Ltd., 1981. 11. Stimpilklukka, Lathem Ommi Chron II. 12. Loftræsikerfi, með rakastýringu. Ofangreind tæki verða til sýnis fyrir væntan- lega kaupendur í Ármúla 22, Reykjavík, mánudaginn 28. febrúar nk. milli kl. 13 og 15 síðdegis. SigurmarK. Albertsson, hrl., skiptastjóri þrotabúsins. Samkeppni um merki Félag tölvunarfræðinga efnir til samkeppni um hönnun merkis fyrir félagið. Merkið, sem umfram allt á að vera stílhreint og einfalt, á fyrst og fremst að nota á bréfs- efni og almennt sem tákn félagsins. Æskilegt er að nafn félagsins komi fram, annað hvort tengt merkinu eða sem hluti af því. Skila skal teikningu af merkinu, ásamt útfærslu þess á bréfsefni, í umslagi merktu dulnefni, en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Sé merkið í fleiri en einum lit skal einnig sýna útfærslu þess í mismunandi tónum eins lits. í aðalverðlaun er vönduð Macintosh far- tölva frá Apple-umboðinu, en einnig verða veitt aukaverðlaun frá Bóksölu stúdenta. Samkeppnin er öllum opin og er skilafrestur til 1. apríl 1994. Hugmyndum skal skila til Félags tölvunar- fræðinga, pósthólf 8573, 128 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Kjartan Guðmunds- son, formaður Félags tölvunarfræðinga, í síma 608000. Félagið áskilur sér rétt til að nýta, að höfðu samráði við höfunda, hluta hugmyndar eða hafna þeim öllum. 1 Apple VKS ORACLG' bók/aia, /túderxtð, tmmwmwwnm tr^nTwtrw^ ■'•W’ammam&mwMXBMwmMí&maw-itw-wmwr&i w » st Opinn fundur Opinn fundur verður haldinn með Sighvati Björgvinssyni, iðnaðarráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum iðnaðarins, fimmtudaginn 3. mars, kl. 20.00, á Suður- landsbraut 30. Að loknu framsöguerindi svarar ráðherra fyrirspurnum fundarmanna. Atvinnumálanefnd Samiðnar, Félag járniðnaðarmanna, Bíliðn, Nót, Félag blikksmiða, Málarafélag Reykjavíkur, Trésmíðfélag Reykjavíkur, Félag byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði, Félag garðyrkjumanna, FRÍMERKI Dagana 4. - 6. mars verður Lars-Tore Eriks- son staddur hér á landi á vegum uppboðs- fyrirtækis síns í Svíþjóð. A uppboði fyrirtækisins í nóvember sl. seld- ust frímerki og frímerkjaefni fyrir 4,2 milljón- ir s.kr. eða í ísl. krónum fyrir nær 40 milljónir. Fór það langt fram úr því, sem búist hafði verið við, en sýnir, að áhugi og kaupgleði er mikil um þessar mundir. Þeir, sem hafa hug á að selja frímerkjasöfn og ekki síst íslensk frímerki, stök eða á bref- um, og eins alls konar póststimpla á frímerkj- um, geta haft samband við Lars-Tore Eriks- son á Hótel Esju, þar sem hann verður til viðtals ofangreinda daga. Ef menn vilja fá nánari upplýsingar, geta þeir snúið sér til Jóns Aðalsteins Jónssonar, Geitastekk 9, s. 74977. Þorvaldur Skúlason í Gallerí Borg Sýning á verkum Þorvaldar Skúlasonar, sem nú stendur yfir í Gallerí Borg, er að Ijúka. Opið í dag frá kl. 14-18. Málverkaupppboð á Hótel KEA Gallerí Borg heldur, í samvinnu við Listhúsið Þing, málverkauppboð á Hótel KEA í kvöld kl. 20.30. Verkin verða sýnd í Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13, í dag frá kl. 14-18. éraé&LÓ BORG Listhúsið Þing. Sumarhús Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar eft- ir að taka á leigu orlofshús í Austur-Eyjafjalla- hreppi, Vestur-Skaftafellssýslu og/eða Vestur-Barðastrandarsýslu í júní-ágúst 1994. Æskilegt er að húsin hafi rafmagn og heitt vatn og geti hýst að minnsta kosti 6-8 manns. Upplýsingar veitir Hanna Ingibjörg Birgis- dóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík, sími 91-687575, fax 91-680727. Svar óskast fyrir 15. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.