Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 28 Minning Guðrún Möller Fædd: 3. júlí 1914 Dáin: 18. febrúar 1994 Astkær föðursystir okkar, Guðrún Möller, lést föstudaginn 18. febrúar sl. og var jarðsungin í kyiTþey 25. febrúar. Okkur systurnar langar til að minnast Gunnu frænku í nokkru orðum. í hugum okkar er Gunna frænka hin sterka, sjálfstæða kona sem fór sínar eigin leiðir í lífínu. Þegar við vorum litlar átti Gunna heima í Sörla- skjólinu með Berta syni sínum og þangað komum við oft í heimsókn með foreldrum okkar. Alltaf var notalegt að koma til hennar í stof- una, með þessi stóru, þungu og fal- legu húsgögn umhverfís. Þáttaskil urðu hins vegar í samskiptum okkar við Gunnu frænku þegar hún fluttist í næsta hús við okkar á Tunguvegin- um fyrir um 25 árum ásamt Berta og íjölskyldu hans. Þá kynntumst við Gunnu frænku náið og áttum margar ánægjustundir með henni uppi á hæðinni þar sem hún bjó. Þangað gátum við komið jafnt með erindi sem erindisleysu til að spjalla um lífíð og tilveruna, um ættfræði fjöiskyldunnar eða vina okkar og kanningja, en einnig í þeim eina til- gangi að kíkja í norsku blöðin henn- ar.. Okkur er minnisstætt kímilegt augnaráð hennar um leið og eitthvað skondið var lagt til málanna. Lopa- peysupijónamir voru aldrei langt undan og þeir látnir tifa í sífellu, enda engin ástæða að leggja niður vinnu þótt frænkurnar eða aðrir gestir litu inn. Gunna frænka átti mikinn fjölda vina og kunningja sem höfðu mikið samband í gegnum símann. Það var okkur lærdómsnkt að hlusta á þessi samtöl í heimsóknum okkar, um- ræðuefnið spannaði hin víðustu svið mannlífsins, en hlýjan og vináttan skein út úr hvetju orði sem sagt var. Gunna var fastur punktur í tilveru okkar, alltaf nálæg, alltaf viðræðu- góð og aldrei dæmandi. Hún hlustaði á okkur og spjallaði við okkur sem jafningi. Þegar hún fór í sínar löngu reisur suður á bóginn á vetuma, með hespulopann í farangrinum, var ætíð tilhlökkunarefni þegar hún kom aft- ur. Seinni árin, þegar við höfðum stofnað okkar eigin heimili, Gunna frænka flutt í Seljahlíð og heimsókn- unum fækkaði, fundum við systkinin af Tunguveginum ætíð til hlýju henn- ar í okkar garð, t.d. með árvissum túlipanasendingum og góðum kveðj- um á jólunum. Það er stór hópur aðstandenda sem kveður nú Gunnu frænku hinsta sinn. Við systkinin fímm af Tungu- veginum þökkum henni alla hlýjuna og vináttuna gegnum árin. Eftir sitja kærar minningar um sterka, stað- fasta og góða frænku sem við erum þakklát fyrir að hafa átt samfylgd með. Guð blessi minningu Guðrúnar Möller. _ Ásta Möller, Edda Möller. Mágkona mín, Guðrún Möller, til heimilis á Dvalarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík, andaðist hinn 18. febr- úar sl. Þegar þetta er ritað hefur útför Guðrúnar þegar farið fram í kyrrþey, að hennar eigin ósk. Guðrún var fædd í Stykkishólmi hinn 3. júlí 1914 og var því á áttug- asta aldursári þegar hún lézt. Guðrún var dóttir hjónanna Williams Thom- asar Möller umdæmisstjóra Pósts og síma í Stykkishólmi og Kristínar El- ísabetar Sveinsdóttur Möller. Guðrún var elzt systkina sinna, en albræður hennar eru Óttarr, kvæntur Amþrúði Kristinsdóttur og Jóhann, kvæntur undirritaðri. Kristín, móðir þeirra systkina, lézt um aldur fram, þegar þau vom á barnsaldri. Var lát Krist- ínar fjölskyldunni mikið áfall og harmsefni og dreifðist fjölskyldan þá um skeið. En síðar kvæntist faðir þeirra, William Thomas, í annað sinn, Margréti Jónsdóttur Möiler, sem þannig gekk þessum ungu börnum í móður stað. Er mér kunnugt um að Guðrún og bræðumir tveir hafa ávallt litið á það sem sitt lífslán þeg- ar Margrét gekk þeim í móður stað og fjölskyldan sameinaðist á ný. William Thomas og Margrét eign- uðust þijú börn og eru þau Agnar, kvæntur Leu Rakel Lárusdóttur, Kristín, gift Kristjáni Ragnarssyni, og Wiiliam Thomas, kvæntur Önnu Njálsdóttur. William Thomas, faðir systkinanna sex, lézt 17. apríl 1961, en Margrét býr hjá dóttur sinni Krist- ínu og tengdasyninum Kristjáni, í hárri elli en við allgóða heilsu. Guðrún Möller ólst upp í Stykkis- hólmi fram undir tvítugsaldur og tengdist hún þar á æskuárum sínum vináttuböndum með jafnöldrum sín- um og öðram, sem urðu sterkur þátt- ur í lífí hennar þá og æ síðan. Var hún framarlega í hópi þeirra sem héldu uppi félagslífi bæjarins, ekki sízt með leiklistarstarfsemi og söng. En hæfíleikar hennar í þeim efnum komu snemma fram, og má geta þess að hún var síðar ein þeirra sem tónlistaijöfurinn Páll Isólfsson valdi f útvarpskórinn, sem starfaði um árabil undir hans stjórn. I Stykkishólmi hóf Guðrún ævi- starf sitt fyrir Landssíma íslands, en þar vann hún á símstöðinni hjá föður sínum þar til hún seinna réðst til starfa á langlínuafgreiðslu Lands- símans í Reykjavík. Þegar Guðrún hafði starfað í nokkur ár við langlínu- afgreiðsluna fluttist hún í annað verkefni hjá stofnuninni og tók að sér starf fuiltrúa í útgáfudeild síma- skrárinnar, en það varð hennar starfsvettvangur þar til hún seinna lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á ungum aldri var Guðrún heit- bundin enskum manni, Bertram Henry Mallet, og eignuðust þau son sem við skím hlaut nafn föður síns, Bertram Henry. Síðar skildu leiðir þeirra Guðrúnar og Bertram Henry Mallet, en við þá reynslu beindist hugur hennar til þess, að sonurinn eignaðist hennar eigið ættarnafn. Þessari ósk Guðrúnar var mætt og komið í kring með ættleiðingu. Bertr- am Henry Möller er lögreglumaður í Reykjavík að ævistarfi og hefur einnig starfað mikið sem hljóðfæra- leikari og söngvari, einkum með danshljómsveitum, en einnig í kór- starfsemi lögreglumanna. I þessum störfum mun Bertram vera þekktari undir nafninu Berti Möller, og mun raunar þjóðþekktur maður undir því nafni. Bertram Möller er kvæntur Erlu Halldórsdóttur og eiga þau þijú böm sem eru Guðrún, flugfreyja, maki hennar Ólafur Ámason, Sóley Halla, bankastarfsmaður og Einar Kári, nemandi. Fyrir hjónaband eign- aðist Bertram soninn Hákon Gunnar, sem er búsettur í Bandaríkjunum. Sonur Guðrúnar flugfreyju er Kristó- fer, sem var sérstakur augasteinn langömmu sinnar, en sama má raun- ar segja um alla fjölskyldu Bertrams að með þeim og Guðrúnu ömmu og langömmu var alla tíð einkar hlýtt kærleikssamband, enda er hennar sárt saknað af þeim og öðrum í fjöl- skyldu hennar. Leiðir þetta hugann að hinum mörgu vinum Guðrúnar, bæði í Stykkishólmi og annars stað- ar, og munu þeir minnast þess nán- ast reglulega sambands sem á milli þeirra var síðari árin, einkum með símtölum. Á þetta einnig við um stór- an hóp ættmenna Guðrúnar, ná- skyldra og fjarskyldra. Af áhugamálum Guðrúnar, sem voru mörg, var alltaf í fyrirrúmi vel- ferð fjölskyldunnar, en ýmis önnur bar hátt. Hún var margfróð um ætt- ir fóiks á íslandi og átti gott bóka- safn til ástundunar þeirra fræða og vann eigin ættarskrár sem bera vitni um færni hennar í þessu efni. Hún unni ferðalögum innanlands sem utan, og eftir starfslok dvaldi hún oft langdvölum erlendis og hafði það þá sem tómstundavinnu að skipu- leggja ferðir sínar sjálf, án aðstoðar ferðaskrifstofa, enda var hún góð tungumálamanneskja. Þá var mörg- um kunn elja hennar og færni við hvers konar handavinnu sem hún gat unað við langtímum saman. Persónueinkenni Guðrúnar Möller tel ég helst vera jafnvægi í skap- gerð, vináttutryggð, jákvætt hugar- far en festu í afstöðu til manna og málefna, þakklát gleði í velgengni en einstakt æðraleysi í andstreymi sem entist henni allt til þess er yfír lauk á dauðastundu. Þykist ég þess nokkuð viss að samferðafólk Guðrún- ar á iífsleiðinni kannast við hana í þessu ljósi. Skal í því efni ekki gleymt því fólki sem hún átti samleið með síðustu æviárin í Dvalarheimilinu Seljahlíð, bæði því fólki sem þar var í vist með henni og þá ekki síður þeirri einstöku góðvild og umhyggju- semi sem hún alla tíð taldi sig njóta þar af hendi læknaliðs, hjúkranar- fólks og alls starfsliðs heimilisins. Enda var það augljóst að með því öryggis- og þjónustuskipulagi sem hún þar varð aðnjótandi ásamt því andrúmslofti umhyggju og glað- værðar sem hún taldi ríkjandi í Selja- hlíð, eignaðist Guðrún það ævikvöld sem hún gat tæpast ímyndað sér að betra gæti orðið. En um leið skal þess minnst að í allri dvöl sinni í Seljahlíð naut Guðrún, þar sem endranær, einstakrar umhyggju son- arins Bertrams og tengdadótturinnar Erlu ásamt börnum þeirra sem voru í sambandi við hana öll þessi ár, þannig að tæpast féil dagur úr, lang oftast með heimsóknum til hennar, en annars í síma. Svipað má segja um marga aðra ættingja hennar og vini sem héldu reglulegu sambandi við hana. Guðrún Möller er kvödd með trega af fjölskyldu og stóram hópi ætt- menna og vina, og fylgja henni þakk- læti og blessunaróskir um alla fram- tíð. Elísabet Árnadóttir Möller. Fríöfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN MÖLLER, lést á heimili sínu 18. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Bertram Möller, Guðriður Erla Halldórsdóttir, börn og barnabörn. t Útför SVERRIS VILHJÁLMSSONAR flugumferðarstjóra, Norðurbyggð 19, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Regína Kristinsdóttir, Svanbjörg Sverrisdóttir, Manfred Lemke, Halldór Magni Sverrisson, Hugrún ívarsdóttir, Hanna Margrét Sverrisdóttir, Naceur E. Kraim, Hannes, Sigurður, Þorsteinn og Rafn Halldór. t , Maðurinn minn, GUNNAR PÉTURLÁRUSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. mars 1994 kl. 13.30. Sigurlaug Sigurðardóttir. t Ástkser móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli, þriðjudaginn 15. febrúar, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju miðvikudag- inn 2. mars kl. 13.30. Bióm og kransar afþökkuð en þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamleg- ast bent á hjúkrunarheimilið Sel, eða aðrar líknarstofnanir. Börn og tengdabörn. t Heiðursborgari Akraneskaupstaðar, SÉRA JÓN M. GUÐJÓNSSON fyrrverandi prófastur, sem andaðist 18. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju miðvikudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans, láti, samkvæmt hans eigin ósk, Byggðasafnið í Görðum á Akranesi njóta þess og skal minningargjöfum varið til að koma á fót listasafni, staðsettu í húsakynnum safnsins. Gefendur skrái nöfn sín í minningabækur sem liggja frammi: í Reykjavík: í Kirkjuhúsinu og á Biskupsstofu. Á Akranesi: í bókaverslunum og blómabúðum bæjarins og á símstöðinni. Fyrir hönd bæjarstjórnar Akraness, Gísli Gislason, bæjarstjóri. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT SVEINSSON, Fálkagötu 28, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 2. mars, kl. 13.30. Halldór Eggertsson, Sigurður Eggertsson, Guðný Eggertsdóttir, Salóme Eggertsdóttir, Sveindis Eggertsdóttir, ÁsgeirV. Eggertsson, Ómar Eggertsson, Kristín Eggertsdóttir, Eggert Eggertsson, Hlíf Jónsdóttir, Elfn Sigurvinsdóttir, Ken Crist, Hjalti Guðmundsson, John N. Charais, Jónína M. Arinbjarnardóttir, Jósúa Steinar Óskarsson, Sveinn Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN GUÐMUNDSSON, Kleppsvegi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameins- félag íslands. Þuríður Guðmundsdóttir, Haukur M. Stefánsson, Arnheiður S. Stefánsdóttir, Guðmundur Þ. Stefánsson, Hrefna Helgadóttir, Soffia Bryndis Guðlaugsdóttir, Jens Gunnar Ormslev, Jacquline Raatz, Ingólfur Þorsteinsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.