Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C STOFNAÐ 1913 48. tbl. 82. árg. SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg VETRARSTILLUR í ÞÓRSMÖRK Tveir fallnir o g á annan tug slasaðir í óeirðum á hernumdu svæðunum PLO ákveður að kalla samningamenn heim ísraelar neita að afvopna landnema og leyfa ekki alþjóðlegt gæslulið Khasbúlatov látinn laus RÚSLAN Khasbúlatov, fyrrum forseti rússneska þingsins, og annar leiðtoga valdaránstilraunarinnar í október, var látinn laus úr fangelsi í gær. Hann og Alexander Rútskoj, fyrrum varaforseti, undirrituðu báðir yfírlýsingu þess efnis að þeir sættust á sakaruppgjöf en þar sem eitt orð vantaði í undirritun Rútskojs fékk hann ekki að yfirgefa fangelsið. Borís Jeltsín, Rússlandsfor- set, bað í gær Alexei Kazannik, ríkis- saksóknara að fella sakaruppgjöfina úr gildi en Kazannik sagði af sér. Sagði hann ástæðuna þá að hann hefði ekki lagalegt vald til að uppfylla ósk Jelts- íns. Kvaðst Kazannik vera sömu skoð- unar og Jeltsín um valdaránstilraunina í október, en lögin veittu enga heimild til standa gegn ákvörðun neðri deildar þingsins. Mafían myrð- ir þingkonu LÖGREGLA telur að leigumorðingjar mafíunnar hafi verið að verki er frönsk þingkona var myrt á föstudag. Stóð þingkonan, Yann Piat, í fararbroddi í baráttu gegn eiturlyfjasmygli mafíunn- ar í suðurhluta Frakklands. Piat var á leið heim, er maður á mótorhjóli ók upp að hlið bíls hennar, skaut fyrst á bílstjórann, sem særðist, og skaut hana síðan tveimur skotum. Piat var 44 ára, þingmaður miðjuflokksins UDF. Hún var áður þingmaður Þjóðarfylkingar Jean Marie Le Pens, en var rekin úr honum árið 1988 fyrir að gagnrýna Le Pen, sem var guðfaðir hennar. Rafvirki átti fornmuni fyrir hundruð milljarða ÓTRÚLEGT samsafn fornmuna, sumir mörg hundruð ára gamlir, fannst fyrir skömmu á heimili 73 ára gamals úkra- ínsks rafvirkja eftir lát hans. Alexandr Iljin hafði ekki leyft nokkrum manni að koma inn fyrir dyr á heimili sínu þar sem hann átti fornminjar að verð- mæti hundruð milljarða króna. Dag- blaðið Komsomolskaja Pravda fullyrðir að andvirðið myndi nægja til að greiða allar erlendar skuldir Ukraínu. Meðal þess sem fannst í húsi rafvirkjans eru aldagamlir íkonar og sjónaukar, hús- gögn frá átjándu öld og 70.000 bækur. Enginn veit hvernig Ijjin komst yfir þessa muni en menn hafa getið sér þess til að faðir hans hafi tekið þátt í að ræna heimili aðalsins i byltingunni. Jerúsalem, Betlehem, Túnisborg. Reuter. PALESTÍNUMENN hafa hert mjög kröfur sínar í friðarviðræðum við ísra- ela, eftir fjöldamorðin í Hebron á föstu- dag, er að minnsta kosti 56 manns létu lífið. Hafa Frelsissamtök Palestínu- manna (PLO) ákveðið að kalla heim samningamenn sína í Kaíró, París og Washington. Sendi PLO kröfugerð sína í friðarviðræðunum til ísraela og segja palestínskir embættismenn að áfram- hald þeirra sé undir viðbrögðum ísraela komið. Mikil ólga var í gær á hernumdu svæðunum og skutu ísraelskir hermenn tvo Palestínumenn og særðu fjórtán er Palestínumenn beindu rejði sinni að ísra- elum. Þá særðust tveir ísraelar í óeirð- um. Er talsmenn PLO voru inntir eftir því hvort sú ákvörðun að kalla samningamenn heim, þýddi að friðarviðræður við ísraela væru í hættu, svöruðu þéir því til að allt gæti gerst. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í samtali við AÍBC-sjónvarpsstöðina, að samningaviðræðurnar hefðu nú glatað áreiðanleika sínum. Hann og Yitzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, samþykktu hins vegar á föstudag að halda viðræðunum áfram. Landnemar ekki afvopnaðir Haft var eftir Shimon Peres, utanríkis- ráðherra ísraels, að enginn vafi væri á að fjöldamorðin myndu gera samningaviðræð- ur við PLO mun erfiðari en ella. ísraelsk yfirvöld neituðu þeirri kröfu PLO að ísra- elskir landnemar yrðu afvopnaðir og að al- þjóðlegt gæslulið yrði fengið til að veija Palestínumenn á hernumdu svæðunum. Sagði Peres, að gæslulið megnaði ekki að koma á friði, það væri hlutverk stjórnmála- manna. Þá sagði hann að ísraelskir land- nemar yrðu ekki afvopnaðir undir neinum kringumstæðum. ísraelar settu útgöngubann og fjölguðu hermönnum sínum mjög á hernumdu svæðunum á föstudag í kjölfar fjöldamorð- anna. Sögðust lögregluyfirvöld ætla að koma í veg fyrir að Palestínumenn yfírgæfu her- numdu svæðin til að leita hefnda. MOLDVARPAf FYRIRTÆKINU vmsnpn/jnvnnroiiF Á SUNNUDEGI VERKFRÆÐIIVGAR í VIMUGÖLLUM Rikifif megnin 14 Aðbúa til orð Rcett vió Einar B. Pálsson prófessor 16 B Góði hirðirinn á Krossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.