Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.02.1994, Blaðsíða 27
saman hlýlegt og fallegt heimili sem gaman var að koma á. Siggi og Sveina eins og þau voru kölluð vildu allt fyrir alla gera og kölluðu til sín stóra hópa af okkur félögunum og þá voru hlaðin borð af kræsingum sem Sveina hafði útbúið og ef maður datt inn svona óvænt þá var ekki langt í að maður fyndi pönnukökuilm í lofti og síðan var sest að borði og spjallað um alla heima og geima. Elsku Sveina, margar eru minn- ingamar um góðan dreng. Þær geymum við innra með okkur og köllum Jjær fram þegar á þarf að halda. Eg vil nú að lokum votta þér og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúð frá mér og konu minni. Einnig hafa margir af okkar eldri félögum beðið mig að votta þér og fjölskyldunni sína dýpstu samúð. - Ástvaldur Andrésson. Hinn 19. febrúar síðastliðinn lést Sigurður Karlsson á Landspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var mikið karlmenni og tókst á við veik- indi sín sem slíkur. Okkar kynni hófust fyrir nær 45 árum, þegar við stofnuðum brids- klúbb. Síðan höfum við hist hálfs- mánaðarlega yfir vetrarmánuðina og spilað saman. Mig langar til þess að minnast hans með örfáum orðum og þakka honum fyrir samfylgdina. Sigurður Karlsson var fæddur 24. mars 1915 að Enniskoti i Víðidal í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Karl Friðriksson brúarsmiður. Þau hjónin eignuðust sjö böm, Evu, Sig- urð, Ingunni, Friðrik, Baldur, Ólaf og Kristínu. Fyrstu ár ævinnar dvaidi Sigurður í foreldrahúsum, en fór þá til föðursystur sinnar, Sigurbjargar og manns hennar Bjama Þorláksson- ar. Þau bjuggu í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Vorið 1929, þegar Sigurður var 14 ára, fór hann með föður sínum í brúarsmíði og vann hann við það víða um land í 12 sum- ur. Á vetmm var hann við ýmis störf í Reykjavík og hélt þá heimili með móður sinni, eftir að foreldrar hans slitu samvistum. Árið 1940 kvæntist Sigurður eft- irlifandi konu sinni, Sveinbjörgu Davíðsdóttur, ættaðri úr Lundar- reykjadal. Sveinbjörg er mikil ágæt- iskona, gestrisin í besta lagi og minn- ist ég margra ánægjustunda á þeirra fallega heimili. Þau eignuðust ijögur böm: Davíð, Birgi, Guðrúnu og Sig- rúnu. Sama ár og Sigurður kvongað- ist, réðst hann til Egils Vilhjálmsson- ar og lærði þar bifreiðasmíði, sem hann vann við alla tíð síðan. Hjá Agli vann hann til ársins 1958, en þá stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, fyrst í Mávahlíð 32 til ársins 1964 og síðan í Hvassaleiti 42. Bifreiðasmíði sú er Sigurður stundaði var alls kyns innréttingar í bíla, svo sem sæti og bólstmn þeirra. Ennfremur innréttaði hann marga sjúkrabfla og smíðaði sjúkrakörfur í þá. Við þetta og ýmislegt fleira vann hann eins lengi og kraftar leyfðu. Hann var afburða duglegur og vinnu- samur maður og féll aldrei verk úr hendi. Sigurður var ljóðelskur og minni hans á ljóð var frábært. Hann átti það til að setja saman ferskeytlur, en því flíkaði hann ekki. Þau sumur, sem Sigurður vann við brúarsmíðina, las hann mikið, bæði ljóð og sögur. Hann hafði mikið dálæti á Davíð Stefánssyni og Halldóri Laxness. Þótt vinnan við brúarsmíðina væri erfið, átti hún vel við Sigurð. Hún gerði honum m.a. kleift að fara um landið og kynnast því. Smíði nokk- urra brúa var honum minnisstæð, eins og til dæmis brúnna yfír Hrúta- fjarðará, Laxá í Kjós, Sogið, Skíða- dalsá, og Markarfljót. Sú síðast nefnda var honum sérstaklega hug- leikin, enda var smíði hennar á marg- an hátt sérstæð. Sigurður hafði þess vegna mjög gaman af því að fylgjast með smíði nýju brúarinnar yfír Mar- karfljót og fór nokkrar ferðir austur til þess að fylgjast með þeirri smíð. Nú þegar Sigurður er allur vil ég færa honum þakkir fyrir samfylgdina og margar ánægjustundir. Eiginkonu hans, sem stóð við hlið hans og studdi hann dyggilega í veikindunum, sendi ég og fjölskylda mín innilegar sam- úðarkveðjur, svo og bömum þeirra og öðmm skyldmennum. Blessuð sé minning hversdagshetjunnar Sigurð- ar Karlssonar. Þórður Jörundsson. MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1994 Herborg Hjálmars- dóttir — Minning Fædd 16. september 1914 Dáin 20. febrúar 1994 Á morgun verður Herborg Hjálmarsdóttir borin til grafar. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég var svo heppin að fá að kynnast þessari góðu konu fyrir sjö árum, en hún var amma sambýlismanns míns. Allt frá fyrstu tíð hefur hún reynst mér sem besta amma og þótti mér mjög vænt um það þar sem ég á enga ömmu. Amma Bogga, eins og sonur minn kallaði hana alltaf, bakaði heimsins bestu kleinur og það var ósjaldan sem hún hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki kíkja inn því hún væri nýbúin að baka kleinur. Já, það eru ófáar stundirn- ar sem ég hef drukkið kaffibolla og borðað kleinur með henni í eld- húsinu á Rauðarárstígnum og oft- ar en ekki leysti hún mig út með stórum kleinupoka til að fara með heim. Það kom líka iðulega fyrir að ef hún vissi að við ætluðum eitthvað út úr bænum þá bakaði hún eitthvert góðgæti og bað okk- ur að koma við áður en við færum og taka það með. Oft sátum við og spjölluðum og hafði hún frá mörgu að segja. Var þá oft gaman að hlusta á hana segja sögur frá liðnum árum, bæði fjölskyldusögur og aðrar skemmti- legar frásagnir. Aldrei hef ég heyrt þessa konu hallmæla einum né einum, sem mér fínnst segja meira en mörg orð um hana. * Gjafmildi Herborgar vil ég næstum telja eindæmi. Alltaf var hún að kaupa eitthvað til að gefa. Hún var svo sniðug að fínna alls konar smáhluti sem glöddu okkur. Herborg var mikil blómakona og mörgum blómunum var hún búin að koma til og gefa mér. Oft þegar hún kom til mín á Grettis- götuna byijaði hún á því að kíkja á blómin mín og gefa mér góð ráð, kom jafnvel með áburð á brúsa og gaf öllum og það var eins og við manninn mælt, blómin lifnðu öll við og hresstust. Þessi góða köna gleymdi ekki málleysingjum. Hún kom oftar en ekki með bein, gamlar kleinur eða eitthvert góðgæti handa Skugga, hundinum okkar, enda vék hann aldrei frá henni þegar hún kom í heimsókn. Helga Þorsteins- dóttir — Minning Fædd 2. nóvember 1917 Dáin 10. febrúar 1994 Á haustdögum árið 1962 flutt- umst við hjónin og fjölskylda okkar til Þorlákshafnar. Ég fór fljótlega að syngja með kómum á staðnum, Söngfélagi Þoriákshafnar. Þá kynnt- ist ég Helgu. Þeim kynnum lauk ekki fyrr en nú er hún lést 10. þ.m. Helga hafði fallega háa sópran- rödd. Hún byijaði snemma að syngja í kirkju með Ingólfi bróður sínum sem var organisti í Laugardælakirkju. Oftast stóðum við Helga hlið við hlið á æfíngum og í kirkjunum, sem kórinn söng í að Hjalla og Strönd, svo og í skólanum í Þorlákshöfn, en þar var messað áður en Þorláks- kirlqa var byggð. Betri söngfélaga en Helgu var ekki hægt að hugsa sér. Hún var geðgóð svo af bar, kunni alla sálma- bókina og brást aldrei á háu tónun- um. Ég minnist þess ekki að hana vantaði nokkurn tíma á æfingu eða í messu nema þá að hún væri veik sem ekki var oft. Helga var mjög góð hannyrða- kona. Sem ung stúlka var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og hafði mjög gaman af að minnast þess tíma og sagði mér ýmsar skemmtilegar sögur þaðan. Veturinn eftir skólavistina á Blönduósi réðust Helga og Ólöf systir hennar sem vefnaðarkonur að vefstofu sem rekin var í Húsinu á Eyrarbakka og mun hafa verið á vegum Heimilisiðnaðar- félagsins en Ragnhildur í Háteigi sá um rekstur stofunnar, sem starfaði í þijá vetur. Þar ófu þær gólfteppi úr íslenskri ull í sauðalitunum. Mér þótti þetta svo skemmtilegt að ég mátti til með að segja frá því. Helgu féll aldrei verk úr hendi og hún var að sauma út og pijóna alveg fram undir það síðasta. Aðdáunarvert var hve hún tók veikindum sínum með miklu æðru- Elsku amma Bogga, þú varst alltaf svo góð við okkur og ég mun kappkosta að segja syni mín- um frá þér og halda minningu þinni á loft gagnvart honum. Við Lúlli Már vorum búin að gera það að vana okkar að koma oftast við hjá þér í hádeginu áður en ég fór í vinnuna. Sá stutti var stundum varla kominn inn úr dyrunum þeg- ar hann bað þig um brauð og ost, sem þú gafst honum með mikilli ánægju og ekki skemmdi fyrir þegar sá litli þakkaði fyrir sig með því að segja: „Takk, amma mín. Ég veit að þér þótti mjög vænt um Lúlla litla og ég veit að það var gagnkvæmt. Farðu í friði, elsku Bogga amma. Kristrún. leysi og trausti til Guðs. Eins þótti mér mikils um vert að verða vitni að þeirri miklu elsku og alúð sem Guðni maður hennar sýndi er hann hugsaði um hana heima *il síðasta dags. Ég bið Guð að blessa hann og alla fjölskylduna. Með alúðarkveðjum frá okkur hjónunum. Sigurlaug A. Stefánsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GYLFI HJÁLMARSSON, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 1. mars, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjóð krabbameinssjúkra barna. Vera Snæhólm, Magnhild Gylfadóttir, Vera Ósk Gylfadóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUÐJÓN GUÐJÓNSSON Stóragerði 18, lést í Borgarspítalanum 18. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ingibjörg Rebekka Jónsdóttir, Ingibjörg R. Guðjónsdóttir, Óiafur J. Gunnarsson. + Útför eiginmanns míns, STURLU BOGASONAR frá Flatey á Breiðafirði, ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. febrúar, kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnhildur Daníelsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR KARLSSON bifreiðasmiður, Hvassaleiti 42, verður jarösunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Sveinbjörg Davfðsdóttir, Davið B. Sigurðsson, Hulda K. Finnbogadóttir, Birgir Sigurðsson, Ása Pétursdóttír, Guðrún Sigurðardóttir, Lúðvik B. Ögmundsson, Sigrún E. Sigurðardóttir, Óskar Halldórsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERBORG HJÁLMARSDÓTTIR, Rauðarárstfg 28, Reykjavfk verður jarðsungin mánudaginn 28. febrúar kl. 10.30 í Fossvogskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Ásgeir Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Sigrún H. Magnúsdóttir, Hjördfs Hinriksdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, • ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR, Dalalandi 14, Reykjavfk, er lést í Landspítalanum 19. febrúar sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1. mars kl. 15.00. Sigrfður Gústafsdóttir, Skúli Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Kristín Sigurðardóttir, Gústaf Gústafsson, Björg Hauksdóttir * og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.