Morgunblaðið - 06.06.1989, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.1989, Síða 26
26 Að gefnu tilefiii - önnur útgáfa deilurits Þorgeirs Þorgeirssonar DEILURIT Þorgeirs Þorgeirs- sonar, rithöfundar, Að gefnu til- efni, hefiir verið gefíð út í annað sinn. Ritið Qallar um íslenzkt réttarfar og er tilefni þess máls- höfðun ríkissaksóknara á hendur Þorgeiri fyrir skrif hans um lög- regluna. Um mál þetta segir svo í bókar- kynningu: „Það mál er smávægilegt í margra augum og mundi vart þykja umtalsvert ef Þorgeir hefði ekki kosið að láta reyna á vinnu- brögð réttvísinnar sem virðist hafa kolfallið á prófinu, því við blasir hrollvelq'a sem höfundinum þó auðnast að segja frá með undra- verðri gamansemi og skilningi sem hverjum manni er hollt að kynnast." Fyrri útgáfa deiluritsins kom út fyrir 8 mánuðum og er hún upp- seld. Hin nýja útgáfa er 233 blað- síður að stærð og fæst bæði í bóka- búðum og hjá forlaginu Leshúsi. --------------------------- Hátíðargestur virðir fyrir sér muni á listmunasýningunni. Morgunblaðið/Þorkell Sjálfsbjörg þrjátíu ára: Þrjátíu manns heiðraðir Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra hélt hátíðlegt þrjátíu ára af- mæli sitt um helgina og var margt um dýrðir. Homaflokkur Kópa- vogs blés í upphafi, en síðan fluttu Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri ávörp að loknu setning- arávarpi Jóhanns P. Sveinssonar. Eftir ávörpin sungu nemar úr Söngskóla Reykjavíkur nokkur lög við undirleik Hólmfríðar Sigurðar- dóttur, en síðan fluttu innlendir og erlendir gestir ávörp og kveðjur. Því næst voru heiðursmerki í tilefni dagsins afhent og voru um 30 manns heiðraðir með þeim hætti, m. a. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, Davíð Oddsson borgarstjóri, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Alexander Stefánsson alþingismaður,. Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Þór- hildur Þorleifsdóttir alþingismaður svo og fleiri embættismenn og vel- unnarar félagsins. Að loknum dagskráratriðum var opnuð listmunasýning þar sem verk þriggja félaga í Sjálfsbjörg voru til sýnis á skrifstofugangi félagsins. Verkin eru málverk eftir Sigþrúði Pálsdóttur, Sissú, silfurmunir eftir Sigmar Ó Maríusson gullsmið og módel eftir Sigurð Þórólfsson. Eru þeir að fá 'ann ? Vaðandi á urriðasvæðunum „Það hefur verið vaðandi veiði um alla á og er hún þó skoluð og köld og'umhverfið grátt og fremur vetrarlegt," sagði Hólm- fríður Jónsdóttir á Arnarvatni í Mývatnssveit í samtali við Morg- unblaðið, en stangaveiði hófst á urriðasvæðunum í Mývatnssveit og Laxárdal þann 1. júní. Hólm- fríður vildi ekki nefna aflatölur vegna þess að ýmsir sem hefðu verið að veiðum síðustu daga slepptu öllum sínum fiski og væru það allt að 30 fiskar á dag. Hins vegar mætti fljóta með, að margir hafa veitt kvó- tann, sem eru tíu fiskar 35 senti- metrar eða stærri. Hólmfríður sagði sárafáa undir 40 senti- metrum hafa verið skráða og allur þorri veiðinna væri með ólíkindum vænn fiskur, 3-5 punda og feitari heldur en sést hefði í mörg ár. Veiðin misskipt Veiðin hefur verið nokkuð misskipt, einna lökust í Geld- ingaey og Geirastöðum þar sem vatnið er tærara, betri þar sem gruggugt vatn úr Kráká nær að lita Laxá hvemig sem á því stendur. Stærstu fiskamir em þó nokkrir 5 pundarar og hafa flugumar Nobbler, Hólmfríður, Black Ghost og Þingeyingur verið drýgstar. Að sögn Sigurbjargar Hauks- dóttur ráðskonu í veiðihúsinu í Laxárdal, byijaði veiðin einnig afar vel á neðra svæði urriða- svæðisins. „Það veiddust 35 fiskar fýrsta daginn og síðan verið nokkur veiði dag hvem, minnst þó þegar kólnað hefur eins og í gær,“ sagði Sigurbjörg. Að sögn hennar er þorri aflans 2-4 punda silungur og þeir stærstu nokkrir 5 punda fiskar. Hún nefndi sömu flugurnar, en bætti við flugunum Rektor og Dóná svo blá. Laxinn enn tregur Laxveiðin er enn treg, enda ekkert lát á vatnavöxtum og vatnskulda. Norðurá var t.d. aðeins þriggja gráðu heit í gær og Þverá valt áfram kolmórauð og jökulköld. í henni hefur enn ekkert veiðst, en tveir komið á land úr Norðurá, síðast 14 punda hængur á flugu úr Kaupa- mannapolli. Þar hafa menn séð reyting af laxi, en vitað er að nokkur lax er genginn úr sjó, hann fer hins vegar lúshægt í svo miklum vatnskulda og tekur varla agn. Reytingsveiði er í netin, vænn lax. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Þyrla Landhelgisgæshinnar kemur með stúlkuna sem slasaðist í Borgarfirði á Borgarspítalann. Borgarfjörður: Stúlka slasað- ist í bílveltu UNG kona hlaut alvarlega áverka, meðal annars höfuðkupubrot, er fólksbíll sem hún var farþegi í valt í skammt norðan við Munaðarnes í Stafholtstungum um klukkan sjö á laugardagskvöld. Hún var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Fimm voru í bílnum. Aðrir sluppu lítið meiddir. Fólkið var á leið frá Reykjavíkur til Akureyrar. Ökumaðurinn missti stjórn á bflnum, Audi, við bæinn Grafarkot. Bíllinn fór tvær veltur . Stúlkan, sem slasasðist, sat í aftur- sæti og kastaðist út úr bflnum. Ferðafélagar hennar hlutu minni- háttar áverka en voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akra- nesi. Annar bíll valt í Borgarfirði á laugardagskvöld. Það átti sér stað við bæinn Refsstað í Hálsasvseit. Tveir menn sem i bílnum voru sluppu ómeiddir en bfllinn er talinn ónýtur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun. Mjög bjartsýn á framtíð Kennarasambandsins - segir Svanhildur Kaaber, sem var endurkjörin formaður „Ég er mjög bjartsýn á framtíð Kennarasambandsins og ég vona sannarlega að nýkjörin stjóm eigi eftir að reynast samhent og dugleg og að það sem við höfurn samþykkt á þessu þingi, meðal annars hvað snertir virkt starf aðildarfélaga okkar um allt land, eigi eftir að ganga eftir,“ sagði Svanhildur Kaaber í samtali við Morgunblaðið, en hún var endurkjörin formaður KÍ til næstu tveggja ára á fimmta þingi sam- bandsins sem lauk á laugardag. Lögum sambandsins um stjómar- kjör var breytt á þessu þingi og í stað ellefu manna stjómar og sjö manna varastjómar, var nú kjörin ein fimmtán manna aðalstjóm. Auk Svanhildar vom kjörin í stjóm Eirík- ur Jónsson, varaformaður, en Loftur Magnússon, sem gengdi embætti varaformanns áður gaf ekki kost á endurkjöri, Rut Guðmundsdóttir af Suðurlandi, Rúnar Sigþórsson af Austurlandi, Bima Siguqónsdóttir úrKópavogi, Sigríður Jóhannesdóttir af Reykjanesi, Ragnhildur Skjaldar- dóttir af Norðurlandi eystra, Sigurð- ur Ingi Andrésson frá Sambandi sér- skóla, Ingibergur Elíasson frá Sam- bandi sérskóla, Sigrún Ágústsdóttir úr Reykjavík, Arthúr Morthens úr Reykjavík, Sigríður Sveinsdóttir frá Félagi tónlistarskólakennara, Þor- valdur Pálmason af Vesturlandi, Þóra Elfa Bjömsson, frá Sambandi sérskóla og Ragna Ólafsdóttir úr Reykjavík, en fjögur þau síðast- nefndu koma ný inn í stjómina. Svanhildur sagði að þingið hefði samþykkt viðamiklar breytingar á lögum sambandsins, auk þess sem gengið hefði verið frá framtíðar- stefnu KÍ í launa- og kjaramálum og skólastefnan einnig endurskoðuð. „Um bæði þessi mál fóru fram mikl- ar umræður, en það vom litlar breyt- ingar gerðar á þeim drögum sem lágu fyrir þinginu, til dæmis hvað launastefnuna varðar. Mér fínnst það sýna vel að undirbúningurinn var góður. Þetta mál er unnið með mark- vissri umræðu í skólum um allt land. Þama er því launastefna kennaranna sjálfra á ferðinni, en ekki hugmyndir lítils hóps sem mótaði stefnuna," sagði Svanhildur. Hún sagði að kjaramálastefnan lyti annars vegar að kjaramálum al- mennt í þjóðfélaginu og hins vegar að kjaramálum kennara sérstaklega. í almenna hlutanum væri meðal ann- ars fjallað um launajafnrétti milli karla og kvenna, að hagsmuna þeirra sem minna mættu sín væri gætt sér- • • Olvaður ók a staur TVEIR ungir menn hlutu minni- hattar meiðsli er bfll sem þeir voru farþegar í hafhaði á þ'ósa- staur við Amarbakka aðfaranótt sunnudags. Fjórir menn voru í bílnum og er ökumaðurinn grunaður um ölvun. Þá ók maður sem talinn er hafa verið ölvaður á þijá bíla í Mavahlíð aðfaranótt sunnudagsins. Hann bakkaði út úr stæði og ók þá á tvo bíla, síðan hugðist hann halda áfram en hafnaði á hinum þriðja. Þá nam hann staðar og beið á staðnum þegar lögreglan kom að. staklega, að öll böm ættu jafnan rétt á dagvistun, kaupmáttur launa yrði tryggður, dagvinnulaun nægðu til framfærslu og að launagreiðslur undir framfærslukostnaði einstakl- ings verði óheimilar. Þá er fjallað um vinnutíma, skattamál, trygginga- mál, veikindarétt, fæðingarorlof og fleira. Gerð er krafa um að ríkissjóð- ur standi undir öllum kostnaði við grunnskóla og framhaldsskóla og að framlag ríkisins til skólamála verði aukið. „Þetta teljum við alveg tvímæ- alalaust eitt af verlferðarmálunum í þjóðfélaginu," sagði Svanhildur. í sambandi við kjör kennara sér- staklega er lögð mikil áhersla á mat kennarastarfsins og laun í samræmi við það. Kennari þurfi ekki bara að sinna kennslu, heldur sé hann að auki bæði uppalandi og verkstjóri. Þá eru einnig nefnd atriði í sam- bandi við starfsskilyrði í skólunum og stjómun þeirra. „Við viljum vinna að launajöfnuði innan kennarastéttarinnar og við teljum að grundvallarforsenda launa- jöfnunar sé hækkun dagvinhulauna og fækkun launaflokka. Með slíku yrði dregið mjög mikið úr yfirvinnu og þar með auknir möguleikamir á að ná fram jöfnuði. Hins vegar leggj- um við líka áherslu á að framhalds- og endurmenntun sé metin til launa, sem og reynsla í starfi. Þá er mikil þörf á að minnka kennsluskylduna og við leggjum mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að koma til móts við gífurlega þörf á viðhaldi kennara- menntunar, sem sé endurmenntun, framhaldsmenntun og símenntun. Einmitt í starfi eins og kennslu er óhemju mikilvægt að kennarar hafi tækifæri til þess að auka við og þróa sína starfsmenntun," sagði Svan- hildur Kaaber að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.