Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 45

Morgunblaðið - 06.12.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 45 < Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Vitur klerkur sagði: Paradís var heimili Adams, góðum niöjum hans er heimilið Paradis. A góðu heimili eru nærð bæði líkami og sál. í nútíma þjoðfélagi gegna málsverðir lykilhlutverki í sameiningu fjölskyldunnar. Þess vegna þarf, í lok starfsdags, að vera til matar eitthvað sem bæði ilmar og bragðast vel. Rétturinn í dag uppfyllir þær óskir vel. Þetta er: Austurlenskt karrý 400—500 gr kjöt kindalundir (eða nautavöðvi), 4 laukar niðursneiddir, 4 msk. matarolía, 2 msk. (u.þ.b.) smjörlíki, 1 msk. karrýduft, 1—2msk edik, 'k bolli kjötsoð (vatn og kjöt- kraftur), salt og pipar. Þessi réttur er aðlagaður hér- lendum aðstæðum og hefur stór- lega verið dregið úr kryddi og þó sérstaklega edikinu. Kindalundir eru góðar í þennan rétt og þarf u.þ.b. 2 stórar lundir í rétt fyrir 4. 1. Lundirnar eru hreinsaðar, fita og himnur eru skornar í burtu og eru þær síðan skornar niður í litlar sneiðar. 2. Laukurinn er sneiddur niður. Feitin er hituð á pönnu og er lauk- urinn látinn steikjast í feitinni þar til hann er við það að brúnast, 1 msk. af karrý er sett saman við og látinn steikjast með lauknum. 3. Kjötið er léttsteikt með laukn- um og karrýinu. Edikinu er bætt í dropataii út í og hrært vel í á meðan. Kjötsoðið er sett varlega út í og salti bætt við eftir smekk. 4. Lok er sett á pönnuna eða kjötið er sett í pott með loki og er það látið rétt krauma í 30 mínútur. Ef notaö er nautakjöt í þennan rétt, er nauðsynlegt að áætla suð- utíma helmingi lengri, að minnsta kosti. Austurlenskt karrý er borið fram með soðnum grjónum í sér- stakri skál. Einnig er ágætt að bera fram með þessum rétti vænan skammt af hvítkálssalati (rifið hvítkál, epli og agúrka) með sæt- súrri salatsósu. Mjög ánægjuleg breyting hefur orðið í þjóðfélaginu á síðustu árum, nú er mun meiri áhugi fyrir LEGUKOPAR Legukopar og fóöriogar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Borgartúni 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík. matseld en kökubakstri. Þar sem minna er um bakstur á heimilum en áður ber að þó enn við á bestu bæjum að einhver segir: „Það er bara aldrei neitt til með kaffinu." Hér er uppskrift af einföldu, vin- sælu kaffibrauði. Smjörkökur % boilivatn, 3 msk. þurrger, 5—5'k bolli hveiti eða (3 b. hveiti, 2 b. heilhveiti), V* bolli sykur, 1 tsk. salt, 'k bolli mjólk, 50 gr smjörlíki, 1 stk. egg. Vatnið ylvolgt er sett í volga skál og er þurrgerið sett saman við. Bætið við 1 msk. af sykri, gerillinn nærist á sykrinum og gerjar fyrr. Látið gerið bólstra í skálinni það tekur um 2—3 mín. Ef það gerist ekki þá hefur vatnið verið of heitt eða kalt. Gerið aðra tilraun. Hveiti, heilhveiti, sykur og salt er sett í skál. Smjörlíkið er látið bráðna að mestu í volgri mjólkinni og er eggjunum bætt út í. Mótið „geil“ í hveitið. Setjið mjólkina með eggjunum og vatnið með ger- inu gerjuðu í „geilina" og vinnið hveitið smám saman upp í vökvann með sleif. Deigið er hnoðað, létt og samfellt. 1 msk. matarolía er sett í skál, deiginu velt upp úr olíunni og látið lyfta sér (tvöfald- ast) í skálinni í 30 mín. Deigið er síðan flatt út á plötu 30—50 sm, smurt með smjörlíki og yfir er stráð kanilsykri með múskati og 'k bolli rúsínur ef til eru. Deiginu er rúllað upp og skorið i 21—23 sneiðar og þær settar í 3 tertumót. Þær eru látnar lyfta sér í klukkustund og bakaðar síðan við meðalhita í 30 mín. Á meðan kökurnar eru volgar eru þær smurðar „glassúr" þ.e. flórsykur hrærður út með mjólk og nokkrum sítrónudropum. Einn- ig má hræra flórsykurinn út með safa úr appelsínu og rifnum app- elsínuberki sem bragðbæti. Smjör- kökurnar geymast vel frystar. Vefjið um þær álpappír og frystið. Áður en þær eru bornar á borð eru þær settar frosnar í ofninn og hitaðar, þá verða þær sem nýjar. Verð á hráefni: Kindalundir 400 gr. kr. 245,00 Vfepk. grjón 17,80 4 laukar u.þ.b. 15,00 kr. 277,80 Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. 1 L bm Laugardaginn 7. des. veröa til viðtals Sigurjón Fjeldsted formaöur veitustofnana Reykjavíkur og SVR og í stjórn fræðsluráós, Margrét S. Einarsdóttir varaformaöur heilbrigö- isréös og í stórn félagsmélaréðs og dagvistunarstofnunar Reykjavíkurborgar og Vilhjélmur G. Vilhjálmsson fulltrúi í umhverfismálaráöi og félagsmálaráði. Baðvörur sem gæla við þig ÚTSÖLUSTAOIR: Reykjavlk: Arsól. Efstalandi 26. Andrea. Laugavegi 82. Isadóra, Austurstræti 8. RegnhlltabúÖ- in. Laugavegi 11. Snystist. Gréta. Dunhaga 23. Lyfjaberg. Drafnarfelli 16. Abæjar Apóptek, Hraunbæ 102. LyfjabúÖ Breiöholts. Arnarbakka, Garös Apótek, Sogavegi 108, Elln. Strandgötu 2. Hf.. Einar Guöfinnsson vers!.. Bolungarvlk. Lindin, Akranesi. Hún og hann. Akureyri. Störnuapótek, Akureyri, Egilsstaöa Apóptek, Selfoss Apótek, Isafjaöar Apótek. KASK. Hornafiröi, Kf. Rang., Hvolsvelli, Kf. Héraösbúa. Reyöarfiröi. Rósný, Keflavlk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.