Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 63 Vilmundarstaðir: Rúmlega tvö tonn af aliöndum fóru í búðir ÞEIM birgðum sem til eni í landinu af aliöndum frá Vilmundarstööum í Borgarfirði verður va-ntanlega eytt á næstunni vegna salmonellusýkla sem fundist hafa í sýnum. Á þessu ári var slátrað á þriðja þúsund ali- öndum frá Vilmundarstöðum og komu 3,4 til 3,7 tonn af kjöti út úr því. Stór hluti af því er kominn á markað, því aðeins er rúmt eitt tonn eftir í frystigeymslu sláturhússins. Sölubann var sett á vöruna og hún innkölluð úr verslunum, en ekki vitað hvað mikið kemur til baka, þann- ig að tjón eiganda búsins er óljóst. Ekki er vitað að neinn hafi fengið matareitrun eftir að hafa borðað aliönd frá Vilmundarstöðum. Halldór Runólfsson deildar- slátrun fuglanna. í þessu tilviki dýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins sagði í gær að ekki væri búið að ákveða að eyða andakjöt- inu, en það yrði væntanlega gert. Hann sagði að andastofninum á Vilmundarstöðum yrði fargað og allur búnaður þar sótthreinsað- ur. Sagði Halldór að ekki væri vitað hvernig salmonellan hefði komist í fuglana, taldi þó líkleg- ast að það hefði gerst með inn- fluttu fóðri. Salmonellan var út- breidd í búinu, þvi hátt hlutfall rannsakaðra sýna var með sýkil- inn. Sagði Halldór að hann gæti borist á milli fugla og dafnaði best í óþrifnaði, en tók fram að Hollustuverndin hefði ekki kynnt sér aðstæður á þessum tiltekna bæ. Ólafur Þ. Þórðarson alþingis- maður er með Vilmundarstaði á leigu og rekur þar anda- og gæsabú. Hann sagði ekki vitað hvað tjón sitt vegna salmonell- unnar væri mikið. Búið væri að selja meira en helming fram- leiðslunnar og enn ekki vitað hversu miklu yrði skilað aftur. Hann sagði að venjan væri sú að Hollustuverndin tæki sýni við hefði slátrun lokið í júlí og sér hefði ekki borist nein aðvörun frá heilbrigðisyfirvöldum fyrr en nú. Sagði Olafur að ef endurnar væru jafn hættulegar og af væri látið væri einkennilegt að enn hefði enginn kvartað yfir þeim. Spurður um framhaldið sagði ólafur: „Ég er lítill spámaður um það. Ég hugsa mér hins vegar að njóta þess að borða eitthvað af þessum öndum sem taldar eru óætar, þó ég geti auðvitað ekki borðað allar birgðirnar." Sagði hann að bakterían dræpist við suðu og steikingu og öllum kunn- ugt um að langt væri umliðið síðan íslendingar hættu að éta hrátt andakjöt. Taldi hann ekk- ert að því að borða kjötið ef fyllsti þrifnaður væri viðhafður við matreiðsluna. Tók hann fram í þessu sambandi að hann deildi ekki á Hollustuverndina fyrir aðgerðir hennar, hún hefði gert það sem henni bæri. Halldór Runólfsson sagði, að sýktir fuglar gætu smitað út frá sér. ólafur Þórðarson sagði að endurnar hefðu allar verið heima á bænum í nokkrar vikur fyrir ■ ■ Morgunblaðið/Bernhard Vilmundarstaðir í Reykholtsdal. Andabúið er í fjósinu fyrir miðju á milli gamla íbúðarhússins (lengst til vinstri) og fjárhússins, til hægri. Fréttaritara Morgunblaðsins var neitað um leyfi til að taka myndir heima á bænum. Á innfeldu myndinni: Aliendur frá Vilmundarstöðum í verslun í Reykjavík í gær, er búið var að taka þær úr sölu. slátrun en gæsirnar færu aftur á móti eitthvað um. Hann sagði að ekkert benti til þess að gæs- irnar væru með salmonellubakt- eríuna, enda lítill samgangur á milli þeirra og andanna. Halldór Runólfsson sagði að tvisvar hefði komið upp faraldur af völdum þessa sýkils (Salmon- ella typhimurium). Árið 1962 hefðu 250 manns fengið matar- eitrun af hans völdum eftir að hafa borðað majones. Var sýk- ingin rakin til andareggja frá ákveðnu alifuglabúi sem notuð höfðu verið í majonesið. Árið 1954 kom einnig upp alvarlegur faraldur. Þá veiktust 120 manns af ógerilsneyddri mjólk, en þar var einnig um að ræða aðra tegund salmonellusýkils. Fyrir nokkrum árum veiktust ein- hverjir vegna salmonellu í kjúkl- ingum frá kjúklingabúi norðan- lands. Halldór sagði að einkenni þessarar tegundar matareitrun- ar væru hiti, niðurgangur og uppköst. Áhrifin kæmu ekki fram fyrr en sólarhring eftir að skemmdu vörunnar væri neytt. Hann sagði að sýkingin gæti verið lífshættuleg, einkanlega börnum og gamalmennum. Hann sagði einnig að aukning ýmissa tegunda salmonellusýkla í ali- fuglum væri orðið áhyggjuefni og sagði að á næstunni yrði boðað til samráðsfundar með þeim aðilum sem sjá ættu um heil- brigðiseftirlit um það hvernig hægt væri að bregðast við því. 100 ÁRA AFMÆLIÐ eftir Brian Pilking- ton og Þráin Bertelsson. Barnabókin sem sló í gegn á síðasta ári og hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabókin 1984. Þessi bók hefur nú þegar verið þýdd á nokkur tungumál og er komin út í Danmörku. Vönduð bók handa vandlátum lesendum. Verd kr. 385r ÞAÐVAROG.. • Úrval útvarpsþátta Þráins Bertelssonar, sem notið hafa fádæma vinsælda undanfarin ár. I þessum þáttum sem birtast nú á prenti í fyrsta sinn kemur Þráinn víða við og fjallar um ýmsar hliðar mannlífsins á sinn einlæga og glettna hátt. Verd kr. 1095r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.