Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 1
80SIÐUR B STOFNAÐ 1913 276. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danmörk: Gegn frum- kvæði í kjam- orkustríöi Kaupmannahöfn, 5. nóvember. AP. DANSKA þingið samþykkti í dag frumvarp um að vinna innan Sam- einuðu þjóðanna að alþjóðlegu samkomulagi uip að leggja bann við því að verða fyrri til að nota kjarnorkuvopn, ef til stríðs kemur. Stjórnarandstöðuflokkur sósíal- demókrata lagði tillöguna fram og var hún samþykkt með 70 atkvæðum gegn 62. Danska stjórnin er því neydd til að leggja fram tillögur um bann við notkun kjarnorkuvopna að fyrra bragði, annað hvort ásamt öðrum ríkjum, sem eru sama sinnis, eða upp á eigin spýtur. Kasparov Karpov Karpov skorar á Kasparov Moskvu, 5. desember. AP. ANATOLY Karpov hefur ákveðið að neyta réttar síns og skora á Garri Kasparov, heimsmeistara, sem vann af Karpov heimsmeist- aratitilinn 9. nóvember sl. Sovéska fréttastofan TASS greindi frá því i dag að Karpov hefði sent Alþjóðaskáksamband- inu, FIDE, svohljóðandi bréf: „Ég ætla að neyta réttar míns til að tefla aftur um heimsmeistaratit- ilinn í skák eins og reglur þær, sem samþykktar voru á þingi FIDE í Graz í Austurríki, kveða áum.“ Einvígið hefst 10. febrúar á næsta ári og stendur til 21. apríl. AP/Símamynd Yelena Bonner, eiginkona sovéska andófsmannsins Andreis Sakharov hitti Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu að máli í gær á skrifstofu þess síðarnefnda. Craxi tekur á móti Bonner: „í virðingarskyni við málstað Sakharovs“ Torino, 5. desember. Frá Brynju Tomer, frétUriUra Morgunblaósins. KONA sovéska andófsmanns- ins Andreis Sakharov, Yelena Bonner, hitti Bettino Craxi, for- sætisráðherra Ítalíu, að máli í Flórens í dag. Hún sagði að fundur þeirra hefði verið hald- inn til að votta Sakharov virð- ingu í útlegð sinni í Gorkí. Bonner sagði að hálftíma langur fundur sinn með Craxi hafi endurnýjað vináttu, sem stofnað var til í Mílanó 1975, og bætti við: „Það eina, sem hefur breyst síðan þá, er að hann er orðinn forsætisráðherra og ég glæpamaður." Bonner talaði við blaðamenn eftir fundinn með Craxi í frétta- sal endurreisnarbyggingarinnar Palazzo Chigi, þar sem skrifstof- ur forsætisráðherrans eru til húsa. Hún neitaði þó að svara spurningum blaðamanna vegna skriflegs loforðs, sem hún gaf áður en hún fór frá Sovétríkjun- um, um að veita hvorki viðtöl, né tala við blaðamenn. Bonner hóf mál sitt á að þakka Craxi fyrir að taka á móti sér: „Ég held að móttakan hafi ekki verið til heiðurs mér, heldur sprottin af virðingu fyrir manni mínum og Sovétríkjunum." Bonner fékk vegabréfsáritun til þriggja mánaða dvalar er- lendis. Fjölskylda hennar hefur nú sagt að ef til vill verði Bonner að vera lengur en ársfjórðung í burtu af . læknisfræðilegum ástæðum. En læknir Bonner, dr. Renato Frazzati, segir að hún verði fyrst að fara í hjartaaðgerð í Bandaríkjunum. Bonner býst við að halda til Bandaríkjanna á laugardag. Mennmgarmálstofnun Sameínuðu þjóðanna: Bretar út um áramótin London, 5. desember. AP. BRETAR hafa ákveðið að ganga úr Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, vegna lítilla afkasta, óráðsíu og pólitískrar hlut- drægni innan stofnunarinnar. Timothy Raison, talsmaður breska utanríkisráðuneytisins, sagði að aðild Breta að UNESCO lyki frá og með 31. desember. Raison kvað fé það, sem Bretar hefðu lagt til UNESCO á næsta ári, renna til hjálpar við ríki þriðja heimsins, sérstaklega að- ilja að breska samveldinu og fyrr- um nýlenda Breta. „Við viljum að framlögum okk- ar til Sameinuðu þjóðanna sé vel varið og þau renni til stofnana, sem vinna gagn. Svo er ekki um UNESCO," sagði Raison. Raison kvað bresku stjórnina hafa skoðað rækilega þær endur- bætur, sem gerðar hefðu verið innan stofnunarinnar frá því að Bandaríkjamenn hættu aðild um síðustu áramót, og þær hefðu ekki verið nægar til áframhaldandi aðildar að UNESCO. Raison neit- aði einnig að Bresk stjórnvöld hefðu með ákvörðun sinni látið undan þrýstingi Bandaríkja- manna. M’Bow, yfirmaður UNESCO, harmaði að Bretar skyldu ganga úr UNESCO og sagði að það kæmi þeim, sem undanfarið hefðu unnið að endurbótum, á óvart. Ástralía: Bretar skaðabótaskyldir vegna kjarnorkutilrauna Canberra, Astralíu, S. deaember. AP. SVO GETUR farið að Bretar verði að greiða kostnað upp á 700 millj- ónir Bandaríkjadala vegna kjarnorkutilrauna sem þeir gerðu fyrir meira en 20 árura í Ástralíu, ef þeir saraþykkja niðurstöður opin- berrar nefndar, sem birtar voru í dag. Kjarnorkutilraunirnar voru Breska stjórnin hefur skýrsl- erðar í strjálbyggðum héruðum una nú til athugunar, en ekkert hefur verið látið uppi um hver niðurstaða stjórnarinnar verður. Skýrsla nefndarinnar kemur í framhaldi af rannsóknum og yfirheyrslum, sem staðið hafa í meira en ár. Formaður nefndar- innar er fyrrverandi ráðherra Verkamannaflokksins og dómari Jim McClelland. í skýrslunni koma fram ávitur á fyrrverandi ráðamenn í Ástralíu fyrir að stralíu og segir nefndin að Bretar skuli bera kostnaðinn af því að koma þessum héruðum í samt lag, en áströlsku ríkis- stjórninni beri að greiða frum- byggjum Ástralíu skaðabætur og jafnframt að þessi svæði verði gerð byggileg á nýjan leik. Frum- byggjarnir hröktust frá heima- slóðum sínum vegna tilraun- anna. hafa leyft tilraunirnar. Kemur fram að þeir leyfðu þær án þess að nokkur rannsókn færi fram á því hver áhrif þeirra á lífríkið yrðu. Bretar gerðu 12 kjarnorkutil- raunir i Ástralíu frá því í október 1952 og fram til september 1957. Sprengikraftur stærstu sprengj- unnar var 60 kílótonn. Nefndin var sett á laggirnar 1984, eftir að fjölmiðlar fluttu fregnir af óvenjulegum sjúkdómum og dauða meðal frumbyggja, sem sögðu þá stafa af “svörtu skýjun- um“, eins og þeir nefndu spreng- ingarnar. Filipseyjar: Sameinast stjórnarandstað- an um Aquino? Manila, Kilippseyjum, 5. desember. AP. STJÓRNARANDSTAÐAN á Filippseyjum hefur um langt skeið verið klofin og ósamhuga, en nú ætlar hún í fyrsta sinni að sameinast um einn forsetaframbjóðanda, Corazon Aquino eða Salvador H. Laurel, í kosning- unum 7. febrúar. Kosningabaráttan hefst eftir sex daga. Kröfur hafa borist frá níu aðiljum uin að kosningar fari ekki fram í febrúar og hefur hæstiréttur Filipseyja ákveðið að fjalla um þær um miðjan desember. Ferdinand E. Marcos, forseti, hefur látið að því liggja að hann ætli að ræða við Corazon Aquino í beinni sjónvarpsútsendingu að hennar ósk. Húr. sakar Marcos um að hafa myrt eiginmann sinn, Benigno Aquino, árið 1983 og hann beri einnig ábyrgð á að menn úr hernum voru sýknaðir af morðinu á mánudag. „Viðræður mínar við konur hafa alltaf verið ánægjulegar og ég geri ráð fyrir að ég muni lifa af þennan fund,“ sagði Marcos í viðtali i dag. Laurel sagði í dag að lýst yrði yfir sameiginlegu framboði stjórn- arandstöðunnar á sunnudag. Hann sagði að þetta yrði mikilvæg yfir- lýsing, „því að þá kemur í ljós hver gengur fram fyrir skjöldu til að kollvarpa stjórn, sem enginn vill og engum líkar." Corazon Aquino lýsti yfir undr- un sinni á fullyrðingum Laurels og neitaði að segja nokkuð um málið: „Það kemur í ljós á sunnu- daginn." Hún kvaðst ákveðin í að bjóða sig fram til forseta, ekki varafor- seta, og hefur áður boðið Laurel sæti varaforsetaefnis í framboði sínu. „Það er litið á mig sem samein- ingarafl og margir hafa sagt að þeir myndu aðeins styðja mig,“ sagði Corazon og átti við aðra forsetaframbjóðendur, sem nú hafa snúið bökum saman um hana. „Ég held að það gerði landi mínu ekki mikið gagn ef ég byði mig fram í embætti varaforseta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.