Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Tillaga Mexíkó og Syfþjóðar: Ekki í samræmi við ályktun Alþingis — sagöi utanríkisráöherra Tillaga Svíþjóðar og Mexíkó um „frystingu" kjarnavopna fer í þremur meginatriðum á svig við þingsályktun Alþingis um stefnu íslendinga í af- vopnunarmálum, sem gerð var samhljóða 23. maí síðastliðinn. Af þeim sökum og í samræmi við fyrri afstöðu íslands sátu fulltrúar þess hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu Svíþjóðar og Mexíko, sagði Geir Hallgrímsson utananríkisráðherra efnislega f utandagskrárumræðu í Sameinuðu þinei í gær. Eitt Norðurlanda Hjörleifur Guttormsson (Abl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær. Hann fullyrti að hjáseta íslands í atkvæðagreiðslu um tillögu Mexíkó og Svíþjóðar um frystingu kjarnavopna gengi þvert á samhljóða ályktun Alþingis um afvopnunarmál frá því á sl. vori. ísland hafi deilt hjásetu með sex ríkjum og verið eitt Norðurlanda með þá afstöðu. Hann spurði utan- rikisráðherra, hvort von væri breyttrar afstöðu íslands við end- anlega atkvæðagreiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna og forsætis- ráðherra, hvort hann og Fram- sóknarflokkurinn væru samsinna utanríkisráðherra um hjásetu. Atriðin þrjú Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði efnislega að tillaga Svíþjóðar og Mexíkó gengi í þrem- ur mikilvægum atriðum á svig við ályktun Alþingis. Af þeim sökum og í samræmi við fyrri afstöðu hefði ísland setið hjá við atkvæða- greiðslu um þessa tillögu. Atriðin þrjú, sem ráðherra nefndi, vóru: • Ályktun Alþingis fjallaði um allsherjar bann, „frystingu", undir traustu alþjóðlegu eftirliti, sem málsaðilar virði. Þessi ákvæði hafi ekki verið fullnægt. • Ályktun Alþingis geri ráð fyrir því „að árlega verði reglu- bundið dregið úr birgðum kjarna- vopna". Þessu ákvæði sé heldur ekki fullnægt. • Loks geri ályktunin ráð fyrir því að slíku banni sé framfylgt á Lifnar yfir loðnuveiðum LOÐNUVEIÐI er nú að glæðast eftir rýra daga að undan- fornu vegna nær stöðugrar brælu. Mjög lítill afli hefur verið þar til á fimmtudag, er 19 skip höfðu tilkynnt 14.310 lesta afla að áliðnum degi. Alls hafa nú veiðzt um 540.000 lestir og veiðisvæðið er norður af Melrakkasléttu. Síðdegis á fimmtudag höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Guðrún Þorkelsdóttir SU, 600, Heimaey VE, 510, Keflvíkingur KE, 530, Örn KE, 580, Gígja RE, 700, Ljósfari RE, 560, Höfrung- ur AK, 890, Sighvatur Bjarna- son VE, 700, Harpa RE, 630, Jöfur KE, 450, Börkur NK, 900, Þórður Jónasson EA, 500, Sig- urður RE, 1400, Gullberg VE, 580, Guðmundur RE, 950, Jón Kjartansson SU, 1.100, Pétur Jónsson RE, 810, Bergur VE, 490 og Eldborg HF, 1.430 lestir. Á miðvikudag tilkynntu eftir- talin 7 skip afla, samtals 4.870 lestir: Gísli Árni RE, 570, Hákon ÞH, 800, Hrafn GK, 650, Fífill GK, 630, Grindvíkingur GK, 1.100, Víkurberg GK, 500, Sæ- berg SU, 620. Á þriðjudag voru eftirtalin skip með afla, samtals 3.410 lestir: Magnús NK, 420, Albert GJ, 550, Harpa RE, 100, Sjávarborg GK, 70, Rauðsey AK, 500, Skarðsvík SH, 610, Huginn VE, 580, og Húnaröst ÁR, 580 lestir. gagnkvæman hátt í samvinnu við alþjóðlega eftirlitsstofnun. Tillaga Svíþjóðar og Mexíkó fullnægi ekki þessu atriði. Ráðherra kvað Norðmenn, sem greitt hafi atkvæði með tillögunni, engu að síður hafa tekið fram, að þeir væru andvígir tilteknum efn- ispunktum í henni, meðal annars þeim er fjalla um gagnrýni á varn- arstefnu Atlantshafsbandalags- ins. Alþingi taki af skarið Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) lét í ljósi þá skoðun að Alþingi íslend- inga ætti, í atkvæðagreiðslu, að segja fyrir um atkvæði íslands um tillögu Mexícó og Svíþjóðar, sem kæmi til endanlegrar atkvæða- greiðslu á þingi Sameinuðu þjóð- anna eftir eina til tvær vikur. „Ég var og er því samþykkur." Steingrimur Hermannsson forsæt- isráðherra taldi samhljóða ályktun Alþingis um afvopnunarmál mikil- væga. Hún hafi verið kynnt öðrum þjóðum. Viðræður forystumanna kjarnorkuveldanna væru og góðs viti. Samkomulag stórveldanna væri það eina sem tryggt gæti framgang afvopnunarmála. Ekki væri vænlegt að taka þátt í sam- þykktum sem lytu að jafnvægis- leysi. Forsætisráðherra kvað utan- ríkisráðherra hafa kynnt sér þá ákvörðun að afstaða Islands væri óbreytt í þessu máli. Ég var og er því samþykkur, sagði hann. Stuttur fyrirvari Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.) gagn- Nokkrar tillögur til þingsályktana gengu til þingnefnda í gær, eftir fyrri umræðu. Tveimur tillögum var vísað til atvinnumálanefndar: 1) til- lögu um framleiðni íslcnzkra at- vinnuvega, 2) tillögu um langtíma- áætlun í jarðgangagerð. Tveimur var vísað til allsherjarnefndar: 1) um vistunarvanda öryrkja, 2) um réttaráhrif tæknifrjóvgunar. Tveim- ur til félagsmálanefndar: 1) um námsbrautir á sviði sjávarútvegs, 2) um opinn háskóla. Einni til utan- ríkismálanefndar: um bann við geimvopnum. Bann við geimvopnum Hjörleifur Guttormsson (Abl.) mælti fyrir tillögu sinni og fleiri þingmanna um „að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir og styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum". Tillagan fékk stuðning þingmanna, sem þátt tóku í umræðu, úr Alþýðubanda- lagi, Kvennalista, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði meint „geimvarnar- frunikvæði" Bandaríkjamanna verkefni á rannsóknarstigi. Sovét- menn hefðu haft viðlíka athuganir mun lengur með höndum. And- staða við þessa rannsókn væri af tvennum toga. Annarsvegar teldu menn tilgang hennar, að eyða hverri kjarnaeldflaug, sem skotið yrði á loft, óraunhæfan. Hinsvegar rýndi, að þingmenn fengju vitn- eskju um utandagskrárumræður með of stuttum fyrirvara. Hún hvatti til stuðnings við tillögu Svíþjóðar og Mexícó. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti, taldi gagnrýni Guðrúnar á fyrirkomulag utandagskrárum- ræðunnar byggða á misskilningi. Samkvæmt þingsköpum gæti þing- maður óskað eftir umræðu af þessu tagi eigi síðar en tveimur klukkutímum fyrir þingfund. For- seta bæri þá að kunngera þar um í upphafi þess fundar sem umræða fer fram á. Andvígur utanríkis- ráðherra Páll Pétursson (F) kvað afstöðu og röksemdir utanríkisráðherra „Alþingi skorar á ríkisstjórnina að láta gera áætlun um það á hvern hátt jarðhiti og hveravatn verði bezt nýtt hér á landi í heilsubótarskyni. Jafnframt verði kannað á hvaða stöðum helzt komi til greina að reisa heilsubótarstöðvar er byggi starfsemi sína á jarðhita og hver sé rekstrargrundvöllur slíkra stöðva.“ Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar sem Gunnar G. Schram (S), Birgir ísl. Gunnarsson (S), Eggert Haukdal (S) og Friðjón Þórðarson (S) hafa lagt fram á teldu menn að yfirburðir, sem slíkri aðstöðu fylgdi, myndu eyða því ógnarjafnvægi, sem friður byggðist nú á. Frakkar byggðu andstöðu sína t.a.m. á síðari rök- semdinni. Björn Dagbjartsson (S) talaði í sömu veru. Ný þingmál Frumvarp um aflatryggingarsjóð sjávarútvegsins. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að deildir sjóðsins skuli árið 1986 hafa tekjur af endurgeiðslu söluskatts: 1) Al- menn deild 250 m.kr., 2) Verðjöfn- unardeild 250 m.kr., C) Áhafna- deild 100 m.kr. Sjávarútvegsráð- herra skal heimilt að ákveða sér- staka greiðslu af þessu fé úr verð- jöfnunarsjóði til loðnuveiða og síldveiða. Heimilt er að færa fé þetta milli deilda sjóðsins. Tollskrá. Fjármálaráðherra var með Iögum frá 1981 heimilað að leggja á tímabundið jöfnunarálag á hús og húshluta á tilteknum tollskrárnúmerum, til að rétta hlut innlendrar húsagerðar. Heim- ild þessi hefur síðan verið fram- lengd frá ári til árs. Frumvarpið gengur út á framlengingu til árs- loka 1986. Tímabundið vörugjald. Með frum- varpi þessu er það lagt til að sér- stakt tímabundið vörugjald verði framlengt um eitt ár eða til árs- loka 1986 (lög nr. 107/1978 með breytingum í lögum nr. 126/1984). vekja undrun sína. Við hefðum allt eins getað greitt þessari tillögu atkvæði eins og hægri stjórnin í Noregi. Tillaga Alþýðu- bandalagsins Hjörleifur Guttormsson (Abl.) kvað orð Páls vera þingmönnum hvatning um að fylgja þessu máli eftir. Alþýðubandalagið myndi bera fram tillögu til samþykktar Alþingi. í greinargerð segir að víða um heim hafi verið komið á fót heilsuræktar- g baðlækninga- stöðvum, sem byggi starfsemi sína á jarðhita, hveravatni, hveraleir, auk ölkelduvatns, svo sem í Þýzka- landi, Frakklandi, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi. Stöðvar þessar laði að ferðamenn. Tæplega 30% á Alþingi nú þegar þessefnis að Island greiddi atkvæði með tillögu Svíþjóðar og Mexíkó. Sjálfstæð íslenzk afstaða Geir Hallgrímsson utanríkisráó- herra sagði norræna samvinnu góðra gjalda verða. Ekki væri hinsvegar unnt að afsala fslend- ingum réttinum til stjálfstæðra skoðana og stefnumótunar í utan- ríkismálum. Skondið væri og að heyra Hjörleif Guttormsson og fleiri höfða til greinargerðar Norð- manna með atkvæði þeirra, sem að efni gengi þvert á yfirlýstar skoðanir þessara þingmanna. Sjálfsagt væri að láta þingmönn- um í té texta tillögu Svíþjóðar og Mexíkó, bæði á enskri tungu, sem hún væri flutt á, og íslenzku. 74 afvopnunartillögur Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði 74 tillögur um afvopnunarmál liggja fyrir þingi Sameinuðu þjóð- anna. Tillaga Svíþjóðar og Mexíkó væri í sjálfu sér ekkert sérstakari en fjölmargar aðrar, sem færu jafnvel nær ályktun Alþingis frá sl. vori. Við þá samkomulagstillögu ætti Alþingi að halda sér. Fleiri ræður vóru fluttar þó ekki verði frekar rakið að sinni. af nýttum jarðvarma í heiminum tengist heilsurækt og ferðamálum. ísland eigi mikla möguleika á þessu sviði. Vitnað er til skýrslu dr. Maurice Lamarch, prófessors við læknadeild háskólans í Nancy í Frakklandi, sem telur hveravatn hér víða gætt heilsubótareiginleik- Ríkisbönkum breytt í hlutafélagabanka: Sparifé landsmanna og skattfé misnotað — segir Stefán Benediktsson (BJ) „Alþingi ber að kjósa fimm manna nefnd til þess að annast um að breyta ríkisviðskiptabönkum í hlutafélagabanka. Skal nefndin ganga frá samþykktum og ákveða hlutafé hvers banka miðað við eignir hans og viðskiptastöðu í samráði við bankaráð, bankaeftirlit og endurskoð- endur hvers banka. Breyting ríkisviðskiptabanka í hlutafélagabanka skal eiga sér stað eigi síðar en 1. janúar 1987 og falla þá úr gildi sér- ákvæði laga um ríkisviðskiptabanka, eftir því sem við á.“ Framangreint er meginefni frumvarps til laga sem Stefán Benediktsson (BJ) hefur lagt fram á Alþingi. Frumvarpsgrein- in, sem 'að framan er tíunduð, skal koma sem ákvæði til bráða- birgða við lög nr. 86/1985 um viðskiptabanka. Nefndin, sem um ræðir, „skal bjóða hlutabréf bankanna til sölu á frjálsum markaði þegar að loknum stofn- fundum þeirra. Enginn hluthafi má kaupa meira en fimm af hundraði hlutafjár." í greinargerð segir: „Reynslan af því rekstrarfyrirkomulagi bankastarfseminnar, sem spari- fjáreigendum hefur staðið til boða síðastliðin 50 ár, hefur sýnt og sannað að ekki er siðferðilega verjandi að standa lengur að því af löggjafans hálfu að sparifé landsmanna eða skattfé sé mis- notað með þeim hætti sem ríkis- valdið hefur gert og gerir enn í gegnum ríkisbankana." Stuttar þingfréttir „Bann gegn geimvopnum“ Nýting jarðhita til heilsubótar: Þriðjungur nýtts jarð- varma tengist heilsurækt TiUaga um könnun á möguleikum baðlækninga hér á landi V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.