Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 Hjónaminning: Þorsteinn Hannesson Aldís Alexandersdóttir Sannur öðlingur og ljúfmenni, listamaður og dugandi fram- kvæmdastjóri, Þorsteinn Hannes- son, er kvaddur hinstu kveðju í dag. Sár er söknuður ættingja og vina, sem vonuðust til að njóta lengur samverunnar. Huggun er samt harmi gegn, að hann mátti heita hress og glaður til æviloka, þrátt fyrir háan aldur og nokkuð skerta heilsu. Hann vantaði aðeins um hálft ár í áttrætt. Hrefna, dótt- ir hans, hafði hugsað sér að koma með fjölskyldu sinni alla leið vest- an af Kyrrahafsströnd vegna afmælisins 18. júní í langdeginu. En nú kom hún ein í skammdeginu. Samt yljar það okkur öllum um hjartarætur að hugsa til þess, að hann dvaldist hjá þeim lengi vetr- ar kringum síðustu jól, og nutu þau samvistanna í ríkum mæli. Við andlát Þorsteins leitar hug- ur minn til bernskuára. Aldís Alexandersdóttir, kona hans, var systir Jóns, föður míns, og Krist- þórs, sem í félagi við Þorstein stofnaði Raflampagerðina árið 1934. Þau systkinin eru nú öll látin. Þeir mágarnir, Kiddi og Steini, byrjuðu framleiðslu sína í bakhúsi við Þórsgötu 26, hús Alexanders Valentínussonar og Ásdísar Þórð- ardóttur. Á síðastliðnu sumri var gamla húsið látið víkja fyrir öðru veglegra. En margir eiga ljúfar minningar frá heimili þeirra. Þar ríki góður andi og gestrisni. Oft kom þangað frændfólk og vinir frá Snæfellsnesi, en þau byrjuðu búskap sinn í ólafsvík skömmu fyrir síðustu aldamót. Hús þeirra þar var nefnt Alexandershús. Hálfsystir Ásdísar, Kristjana Þórðardóttir, sem er ern og hress, á svipuðum aldri og börn ömmu minnar voru, var vinkona þeirra og leiksystir. Hún man Aldísi sem elskulegt barn, gætt góðum hæfi- leikum, sem glæddir voru með ástríku og rólegu uppeldi. Móðir hennar söng við störf sín og faðir hennar var þekktur völundarsmið- Fæddur 15. júní 1897 Dáinn 28. nóvember 1985 „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burtu og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“ (Jóh. 14.1—4). Það er sárt og erfitt að missa þann sem maður elskar, þann sem manni þykir vænt um og hefur haft hjá sér allt sitt líf. Við erum Guði þakklát að afi þurfti ekki að þola veikindin lengi því það hafði alltaf átt illa við hann að vera annars staðar en heima hjá ömmu. En tími -afa var útrunninn hér á jörðu og Drottinn tók á móti hon- um á öðrum stað, vistarveru sem er betri og yndislegri en nokkur maður getur ímyndað sér. Við þökkum elsku afa af öllu hjarta fyrir samfylgdina, fyrir alla þá ást og alúð sem hann gaf okkur í svo ríkum mæli og fyrir hans óeigingjarna kærleika sem hann veitti okkur í veganesti í lífinu. Við biðjum Guð að blessa og styrkja ömmu og dætur þeirra um ókomin ár. Megi afi hvíla í friði. Auður, Guðbjörg og Guðmundur. Afi minn, Magnús Pálmason, andaðist á Landspítaianum þann 28. nóvember 1985. Hann var 88 ur, bæði á tré og járn. Aldís lagði að sjálfsögðu stund á kvenlega iðju. Hún lærði að leika á orgel, og sextán ára gamalli var henni trúað fyrir starfi organistans í kirkjunni. Kristjana var í kórnum, og segir, að unga stúlkan hafi staðið sig með mestu prýði. Árið 1924 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Aldís gekk í Kvenna- skólann, og varð vel að sér til munns og handa. Sú menntun reyndist henni notadrjúgt vega- nesti. Hún vann síðan við verslun- arstörf og hjálpaði heilsutæpri móður sinni við heimilisstörfin, og ekki var slegið slöku við hannyrð- irnar. Frá síðsumri 1932 til vors 1933 var hún í vist á heimili há- skólakennara í Oxford í Englandi. Hún hafði mikið gagn og gleði af þeirri dvöl. Þorstein Hannesson hafði hún þekkt frá æskuárum, en hann var einnig ættaður af Snæ- fellsnesi, sonur Hannesar Krist- jánssonar og Einbjargar Þor- steinsdóttur. Þau bjuggu að Grunnasundsnesi, skammt frá Stykkishólmi. Þorsteinn var yngstur sex systkina. Enn lifa þrjár systur hans, Ingibjörg og Guðbjörg, húsmæður, og Krist- jana, fyrrverandi kennari og skóla- stjóri á Staðarfelli. Kristján lækn- ir og Matthildur ljósmóðir eru lát- in. Þorsteinn lauk prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík sem málara- meistari og lærði auk þess teiknun. Veturinn, sem Aldís var í Eng- landi, var hann við framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Vorið 1933 opinberuðu þau trúlofun sína í Edinborg og sigldu saman heim. Þau voru bæði fædd árið 1906. Á afmælisdegi Aldísar, 20. október 1934, gengu þau í hjónaband í Reykjavík. Foreldrar brúðarinnar héldu þeim veglega veislu á Hótel Skjaldbreið. Fallegt var fyrsta heimilið þeirra við Eiríksgötu. Þar var margt að skoða fyrir iitlu frænk- una, sem ég var þá. Þar var skápur, ára gamall þegar hann dó og var því samfylgd okkar orðin 36 ár. Á svona stundum streyma minn- ingarnar um huga manns. Ég átti því láni að fagna að vera honum mikið samtíða. Það leið aldrei langur tími milli þess að við sáumst eða töluðum saman í síma. Þessi orð eiga að vera til að þakka þau kynni og alla þá skemmtun sem við áttum saman. Við vorum ung systkinin þrjú þegar faðir okkar dó, afi kom þar fljótt til hjálpar og var okkur sem góður faðir og hollur ráðleggjari. Þetta vil ég, Björg og Óli þakka. Það verður tómlegra að koma í Safamýrina og sjá hann ekki sitja við borðið og leggja kapal eða með bók í hönd sem hann hefur verið að lesa fyrir ömmu, en hún að sauma krosssaum eða prjóna. Kyrrð ríkir, amma hleypur fram í eldhús að hita kaffi og ekkert ellileg, 84 ára gömul. Þarna er hægt að tala saman. Afi stundaði sund næstum hvern dag frá því hann var ungur maður og taldi það allra meina bót. Átti hann til að segja við þá sem eitt- hvað amaði að: „Blessaður drífðu þig bara inn í laugar". Afi var fé- lagslyndur og sagði okkur oft frá árum sínum með Karlakór Fóst- bræðra. Söngjrinn átti hug hans og var hann óspar á að taka lagið á góðri stund. Hann var góður hagyrðingur og ti! er eftir hann töluvert af vísum og kvæðum. Afi var einnig ágætur Iandlags- málari en flíkaði því ekki mikið, málaður fögru litamunstri, skreyttar skeljar og lampaskerm- ar, allt verk húsbóndans, að ógleymdum málverkunum hans. Frábærar hannyrðir húsmóður- innar voru líka mikil heimilis- prýði. Hann átti fiðlu, sem hann lék á, og hún átti gítar, sem hún spilaði á undir söng. Á þessum árum var oft komið saman á heim- ilunum, gömlu lögin sungin við orgelið hans pabba míns, og spilað á spil á Þórsgötu 26. Ég var eina barnabarnið í föðurætt minni, sem lífs varð auðið, meðan Ásdís amma lifði, og tíður gestur í afahúsi. Þar hitti ég oft Aldísi, þær dekruðu við mig, mæðgurnar, og margt lærði ég af þeim. Aldís kenndi mér til dæmis faðirvorið og að prjóna fyrstu erfiðu lykkjurnar. Á útmánuðum 1936 urðu Aldís og Þorsteinn fyrir þeirri þungu raun, að missa fyrsta barnið sitt, dóttur, sem lifði þrjá daga. Aldís veiktist af mænusótt, og var lengi að ná'sér. En haustið 1939 fæddist Ásdís í sigurkufli, hraust og efni- leg. Minnisstæð er mér skírn henn- ar. Þá var hátíð í Suðurgötu 3. Þegar hún var sofnuð í skírnar- kjólnum laumaðist ég að vöggunni og horfði lengi á hana með gleðitár í augum. Svo kom Hrefna sumarið 1942 og fullkomnaði hamingju fjölskyldunnar. Þau hjónin voru vinsæl og gestrisin, og margir eiga góðar minningar um yndislegar þó eiga flestir í fjölskyldunni mynd eftir hann. Ferðalög var eitt af því sem amma og afi höfðu gaman af og áttu þess kost að fara nokkuð víða. Þegar heim kom skrifaði hann stundum ferðasöguna og dreifði henni til dætra sinna svo allir mættu njóta. Kom þá vel fram nákvæmni hans og vandvirkni. Hann var mínútu maður í öllu og mikið snyrtimenni bæði með sjálf- an sig og í allri umgengni. Heimili ömmu og afa er mjög fallegt, amma er mikil húsmóðir og þau hvort öðru góð. Þetta hefur verið gott fyrir okkur yngra fólkið aðsjáogkynnast. Ég veit ég tala fyrir munn allra barnabarnanna ef ég þakka þessa samfylgd og sendum við þér, amma mín, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Afi minn hvíli í friði og hafði hann þakkir fyrir allt og allt. Magnús Theodórsson samverustundir hjá þeim og veisl- ur við hátíðleg tækifæri. Þriðja heimili þeirra var á Laugateig 3. Þar uxu dæturnar upp til fullorðinsára. Ásdís fór til Þýskalands til framhaldsnáms í fiðluleik. Þar kynntist hún eigin- manni sínum, Wolfgang Stross, sem er sonur kennara hennar, pró- fessor Wilhelm Stross. Þau giftust 1962 í Þýskalandi, og var Aldís viðstödd, en fluttust til íslands og hafa búið hér síðan, fyrst í risíbúð- inni á Laugateig 3. Wolfgang hefur unnið við fyrirtæki tengdaföður síns, sem nú heitir Lampar og gler, og einnig við ferðamannaþjónustu á sumrin. Þau eignuðust þrjár dætur. Ásdís lét þær ekki tefja sig mikið frá tónlistinni. Hún er fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit fs- lands. Aldís og Þorsteinn voru stolt amma og afi. En litlu stúlkurnar þrjár voru í frumbernsku, þegar Aldís veiktist af krabbameini og dó haustið 1968. Sár var harmur ástvina hennar, og sorglegt fyrir hana sjálfa að kveðja hamingju sína og lífsblóm. Hrefna eignaðist dóttur í janúar 1969, og kom hún til afa síns eins og ljós í myrkri. Þær mæðgur bjuggu hjá honum fyrstu æviár telpunnar. Hrefna gerðist læknaritari hér í borg, og hafði einnig unnið við það um tíma í Svíþjóð. Árið 1974 fóru hún og dóttirin til Bandaríkjanna með unnusta Hrefnu, John Milner, sem er íslenskur í móðurætt, en brúð- kaup sitt héldu þau hér heima nokkru síðar. Þau búa í borginni Edmonds í Washingtonríki og hafa eignast tvö börn saman. Hann leggur stund á krabbaveiðar ná- lægt Alaska, en hún er læknarit- ari. Þorsteinn var glaður og þakk- látur fyrir barnalán sitt, og varð reyndar langafi í fyrra. Honum entist þrek til að ferðast talsvert á efri árum, bæði til Hrefnu og með Ásdísi og Wolfgang, m.a. með Sinfóníuhljómsveitinni. Á síðastliðnu sumri heimsótti ég hann og gaf honum litla nýút- komna ljóðabók. Hann bauð mér út í bílskúrinn sinn, þar var fagurt um að litast, myndirnar hans innrammaðar á veggjum. Hann bað mig að velja mér eina, sem ég þáði með þökkum, en vandi var að velja, þær voru allar svo fallegar og vel gerðar. Hann hafði ennþá vinnustofu með penslum og litum í risíbúðinni, þar sem hann kaus að búa, eftir að hann var orðinn einn. Nýlega hringdi ég til hans, til að fá nýtt heimilisfang Hrefnu, og segja honum, hve myndin, sem hann gaf mér vakti mikla aðdáun í fjölskyldu minni. Hún er af sveitabæ sunnan undir háu fjalli. Er slíkt heimilrekki eins og óska- draumur þeirra, sem þéttbýlið þjakar? Þorsteinn var hress í bragði, en sagðist þurfa að ganga undir aðgerð vegna kviðslits. Hann var í rannsókn, þegar kallið kom. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. En ekki megum við trúa því, að öll sagan sé sögð með þessari vísu. Svo margt hefur fyrir okkur borið, sem styrkir eilífðartrúna. Hví skyldi það vera svo ótrúlegt kraftaverk að lifa eftir dauðann, eða hafa lifað áður? Er ekki mannlífið hér á okkar yndislegu Magnús Pálma- son — Minning Jörð ámóta merkilegt fyrirbæri? Þrátt fyrir skugga helsprengj- unnar megum við ekki missa trúna á handleiðslu guðlegrar forsjónar, né gleyma kenningu Jesú Krists. Margt gengi betur í þjóðlífi okkar, ef menn læsu, þó ekki væri nema einu sinni á ári fjallræðuna, og reyndu að fara eftir henni. Guð gefi okkar þreyttu þjóð sannkrist- iniól. I trausti þess, að Steini hitti Dísu sína á fæðingarhátíð frelsar- ans, kveð ég og fjölskyldan hann með virðingu og þökk og vottum hans nánustu innilega samúð. Erla Þórdís Jónsdóttir í dag verður til moldar borinn mætur og góður félagi okkar, Þorsteinn Hannesson kaupmaður. Þorsteinn fæddist 18. júní 1906 á Nesi hjá Stykkishólmi, en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og hóf þá nám í málaraiðn. Lauk hann sveinsprófi og stofnaði fyrirtæki í þeirri iðn árið 1934 ásamt félaga sínum Kristþóri Alexanderssyni. Á þessum árum og seinna meir nam hann einnig teikningu og myndlist og málaði fjölda mál- verka á yfir 50 ára ferli sínum sem málari. Hin síðari ár var það hans helsta tómstundaiðja að sitja með pensil í hönd og festa minningar og mótiv á léreft. Þegar þeir félagar byrjuðu samvinnu sína var nú ekki alltaf nægjanlega vinnu að fá fyrir mál- ara allt árið um kring, og varð það úr að þeir félagar stofnuðu skermagerð, sem þeir gátu unnið að á veturna og nefndu þeir það fyrirtæki Raflampagerðina. Var það fyrirtæki stofnað sama ár, 1934, og ráku þeir það sameigin- lega til ársins 1975 að þeir skiptu fyrirtækinu. Hét þá fyrirtæki Þorsteins upp úr því Lampar og gler og rak hann það alla tíð síðan með góðri aðstoð tengdasonar síns. Snemma gerðist Þorsteinn með- limur í Kaupmannasamtökum ís- lands og árið 1965 varð hann einn af stofnfélögum Félags raftækja- sala, sem varð sérgreinafélag inn- an KÍ. Alla tíð lét hann öll störf þess félags sig miklu varða og var einn af þeim, sem ávallt sóttu fundi ef hann gat því við komið. Þorsteinn var hæglátur maður en ávallt var vel á hann hlustað þegar hann kvaddi sér hljóðs á fundum í félaginu, enda var greinilegt að þar fór maður með mikla reynslu og var hann óspar á að miðla okkur, yngri mönnum, af fróðleik sínum. Þá var hann einnig mikill stuðningsmaður að stofnun Stofn- lánasjóðs raftækjasala, en hann sá fljótt hve mikill stuðningur slíkur sjóður gæti verið félaginu og hve mikið gagn hann gæti gert. Var hann oft tilnefndur og kosinn í stjórnir og nefndir fyrir félagið og sjóðinn, og vann samviskusam- iega að framgangi réttlætismála félaganna. Það var því ekki að tilefnislausu þegar orðunefnd Kaupmannasamtakanna ákvað að heiðra tvo heiðursmenn nú fyrir hálfum mánuði þegar Félag raf- tækjasala hélt upp á 20 ára afmæli sitt, að annar þeirra var Þorsteinn okkar Hannesson. Við í félaginu vissum þá ekki um veikindi hans og því miður kom Þorsteinn aldrei til þess fagnaðar. { afmælishófinu biðum við með að byrja á ræðu- höldum — Þorsteinn hlyti að koma eins og ávallt áður — hann hafði jú alltaf mætt á fundi okkar og það af minna tilefni en 20 ára afmælishófi. Það varð okkur því mikil harmafregn þegar við heyrð- um 3 dögum síðar að Þorsteinn hefði farið á sjúkrahús nokkrum dögum áður og andast þar hinn 25. nóvember. Örlögin eru stund- um svona — Við félagarnir, sem ætluðum að samgleðjast með þess- um góða samstarfsmanni og félaga okkar, stöndum nú í þeim sporum að skrifa síðustu kveðjuorð um hann. Við kveðjum nú mjög góðan félaga, sem við munum geyma fagrar og bjartar minningar um. Við sendum dætrum hans og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðarkveðjur — Guð blessi minningu góðs manns. Félag raftækjasala K.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.