Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 19 af notuð íslensk orð yfir hluti og hugtök? Eigum við að gá? Ég hef hvergi séð, að Músikin væri að eyðileggja íslenskt mál. Andante Maestoso, Adagio Cantabile e Sostinuto, og Kammermusik. Appassionata er ekki dónalegt orð, enda mun það skylt heiti hinna ódauðlegu sálma Hallgríms Pét- urssonar. Næstum þvi allt ítalska. Allegro ma grazioso. Stórkostlegt. Og hvað heita verk íslensku tón- skáldanna? Cantata jafnvel með Cadenzu, Coralle, Fúga, Passacagl- ia o.s.frv. Já, hún er falleg ítalskan — Chanteuse. Ekki eru þessi börn- in óhrein, enda mun tónverkið „Sinfonietta" vera alveg nýtt af nálinni. En við megum þó nota latínuna, Nomen Nescio, (sem skammstöfun) ef við látum eitt- hvað af hendi rakna til styrktar góðu málefni, og erum það hógvær- ir, að við viljum ekki láta nafns okkar getið. Ekki er það „kaup- sýsluíslenska". Novella — Fox trot Víða er fanga að leita á akri íslensks máls. í Morgunblaðinu var eitt sinn vakið máls á því, að það væri ókurteisi að láta frá sér ýmsar slettur á erlendum málum, án þess að þýðing fylgdi. Þetta er mikið rétt. En rökin voru, að almenningur skildi ekki þessar erlendu slettur. „Lipurlega skrifuð novella," segir einn Cand. Mag. í íslenskum fræðum nýlega í NT. Og hvað með okkar bestu rithöf- unda, „sletta" þeir aldrei í bókum sínum? Domus Medica heitir hús læknanna, og þeirra mál er latína. Svo er til Domus og það er til Dómkirkja. Ég efast um að allir viti hvað dómkirkja þýðir. Og það eru til fleiri fjólur: Rotary, Lions, Amnesty International, JC o.m.fl. Nú nýlega rakst ég á eitt snilldar- heitið: Inner Wheel-konur. Ég veit ekki hvað þetta þýðir, en gæti látið mér detta í hug innan í hjóli- konur. En ég hef aldrei séð neinar slíkar svo ég viti. Þær geta verið ágætar fyrir því. Business Oft fær maður það á tilfinning- una að atvinnulíf sé í lægri klassa en „listir" og „menning". Umsjón- armenn þáttarins Daglegt mál deila hart á íslenska iðnrekendur fyrir það að láta ekki „íslenska" vöru heita íslenskum nöfnum. Þar skal sem dæmi tekið Hi-C, Trópi, Pepsi Cola, Canada Dry og Wrangler, svo lítið eitt sé nefnt. Þetta og margt fleira er framleitt hér á landi undir erlendum einka- leyfum. Og dettur nokkrum manni í hug, sem hugsar málið til enda, að erlendu fyrirtækin létu þau íslensku framleiða vöru sína, ef það ætti að vera undir öðrum heitum? Þá yrði varan flutt inn fullunnin, og við mundum kaupa hana, en ekki þá íslensku, e.t.v. aðeins vegna nafnsins. Heimur viðskiptanna er miskunnarlaus. Hefði Ashkenazy keypt íslenskan ríkisborgararétt svo dýru verði, að hann hefði þurft að taka upp ís- lenskt nafn? Nafnið er vörumerki tónlistar hans, og við íslendingar státum af því, að hann sé íslenskur ríkisborgari. Og það eru fleiri vörumerki í gangi. Eru ekki lær- dómstitlar vörumerki, þ.e. sölu- vara? Jú, að sjálfsögðu. Látum okkar líka detta í hug, að Inter Continental- og Hilton-hótelkeðj- urnar ætluðu að byggja og reka Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! hótel hér á íslandi. Er líklegt, að af því yrði, ef þau mættu ekki halda sínum nöfnum? Fráleitt. Sjálfsagt væri auðvelt að svara slíku, að við hefðum ekkert með þau að gera. En hvernig er það, var ekki mikið um það talað hér á árunum, að það þyrfti að koma upp íslenskri Academiu? Aldrei auðn- aðist mér að nema íslenska heitið á þeirri stofnun. En það hefði sjálfsagt verið gott vörumerki fyrirlandogþjóð. Hvað nú ungi maður? Ég veit það ekki. En ég hef heyrt ýmsa sleggjudóma koma fram í þáttunum Daglegt mál. Minnist aðeins á eitt, enda hef ég ekki skrifað hjá mér nöfnin á fjólunum. Kvartað var undan því hjá útvarp- inu, að einn flokkur tilkynninga heitir „Frá hinu opinbera". Það er rétt, þetta er frekar hvimleitt. En hvað er til ráða? Það var stungið upp á „Frá stjórnvöldum". En það eru mjög margar opinberar stofn- anir, sem ekki hafa neitt stjórnun- arlegt vald, svo að þetta er varla hægt. Og enn kemur upp, hvað er „business"? Titlarnir eru business! En eru öll erlendu heitin á öðrum sviðum lífsins business? Hvað um aðrar listir? Við nefndum hér að framan „Novellu". Hvað með Ab- stract, Skúlptúr, Portrait, Relief, Fantasía o.m.fl.? Þetta leyfa lista- menn sér að nota, og það óátalið. Svo er sett upp Gallery og munirn- ir seldir þar. Er þetta aðeins „Good Housekeeping“-merkið eða er það „kaupsýsluíslenska"? Og þá er stóra spurningin, hvað er kaup- sýsluíslenska? Contrapunktur Um það eru vart skiptar skoðan- ir, að íslensku máli er almennt að hraka. Að auki hinna beinu er- lendu áhrifa mun tvennt vera mest áberandi: Annars vegar orðfæðin, og svo stáglstíllinn. Þetta er hörmulegt og ekki síst í ljósi þess, að stærri og stærri hópur Islend- inga er að verða langskólagenginn. Og þá vaknar enn spurning um það, hver sé orsök þessarar aftur- farar. Einn mjög mikilvægur þátt- ur í viðhaldi ritmáls hér áður munu hafa verið almennar bréfa- skriftir milli fólks. Ég hef séð ogs fengið afburða vel skrifuð bréf frá fólki, sem aldrei naut minnstu tilsagnar á þeim vattvangi. Sér- staklega var það áberandi, hve bréfin voru vel stíluð, þótt staf- setningu væri stundum ábótavant. Kenndin fyrir hrynjandi málsins var miklu ríkari. Og svo enn: hver er þáttur skólanna? Epilogue í dúr Það mun víst vera veikleiki okkar flestra, mannanna barna, að sjá betur flisina í auga náung- ans en bjálkann í sínu eigin. Ein- hver var ástæðan fyrir því, að annar afkomandi Bólu-Hjálmars, Ólafur Sigfússon í Forsæludal, fann hvöt hjá sér til að gera at- hugasemdir við málflutning manna, er hann kom eitt sinn út af fundi: „Ég hefi fundi átt í dag með ýtakindum. Alsjáandi á eiginn hag, en annars blindum.” Þarna mun ég sjálfsagt ekki vera nein undantekning. En spurn- ingunni, eni allir jafnir fyrir lögun- um?, hvað málfar og málnotkun varðar, er enn ósvarað. Höfundur er forstjóri Plastprents hf. ÍSLENSK BÓKAMENNING ERVERÐMÆTI^ FODURLAND VORT HAlFT ER HAHD LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR IV. Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út 1980,1982 Meginkaflar þessa nýja bindis eru: og 1983 og eru stórvirki á sviöi íslenskra fræöa. BEITA OG BEITING, VEIÐAR MEÐ HANDFÆRI, 9 VEIÐAR MEÐ LÓÐ OG ÞORSKANETUM, LEND- í Bókin er 546 bls. meö 469 myndum þar af eru 35 ING-UPPSETNING-FJÖRUBURÐUR, SKIPTI- I prentaðar í litum. VÖLLUR-AFLASKIPTI, LANDLEGUR, VER- GÖGN, HAGNÝTING FISKIFANGS, ÞORSK- HAUSAR OG SKREIÐARFERÐIR OG FISKI- FANGSVERSLUN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.