Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 * Verkamannabústaðir á Isafírði íbúðirnar þykja of dýrar — og seljast ekki á almennum markaði Morgunblaöiö/JG Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands í rædustól á fundinum á Akranesi. Vesturland: Kaupmenn stofna með sér félag „Það hafa verið nokkur vandræði með að koma út íbúðum okkar í Hnífsdal og er það bæði vegna þess að það er ekki mikil eftirspurn eftir íbúðum þar og eins vegna þess að íbúðirnar eru tölvert yfir markaðs- verði,“ sagði Guðmundur Helgason í stjórn verkamannabústaða á ísafirði. í fyrri viku var frétt um það í Vestfirska fréttablaðinu að 9 íbúð- ir í verkamannabústaðakerfinu á ísafirði stæðu auðar og illa gengi að selja íbúðirnar á almennum mark- aði. „Lögum samkvæmt ber verka- mannabústöðum að innleysa íbúð- ir ef eigendur óska eftir því. Þegar það er gert reynum við að selja íbúðirnar aftur, en það gengur illa núna þar eð mönnum þykja þær of dýrar," sagði Gumundur. Verð íbúðanna er framreiknað eftir vísitölu og mun vera nokkuð hærra en íbúðaverð á frjálsum markaði. „Við megum ekki leigja þessar íbúðir eða selja á frjálsum mark- aði, svo það gæti reynst erfitt að koma þeim út,“ sagði Guðmundur. Á sama tíma og þetta gerist eru Verkamannabústaðir að byggja 9 íbúða blokk í Fjarðarstræti á ísafirði. Þær hafa flestar selst. Ríkarður Steinbergsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannabú- staða í Reykjavík, sagði að eftir- spurn eftir íbúðum á vegum kerfis- ins væri mjög mikil á höfuðborgar- svæðinu, og væru fjórar umsóknir um hverja íbúð sem byggð væri. „Þessir söluerfiðleikar á ísafirði koma mér nokkuð á óvart, en þeir hljóta að stafa af því að markaður- inn er mettaður eða vegna þess að leiga er lág,“ sagði Ríkarður. „Það er rétt að framreiknað mark- aðsverð íbúða verkamannabústaða er hærra en markaðsverð, ein- faldlega vegna þessa að markaðs- verð er nokkuð undir byggingar- verði, en ég myndi halda að hag- stæðir greiðsluskilmálar ættu að vega þar á móti. Það þarf einungis að greiða 20% út, en eftirstöðvarn- ar eru lánaðar til 43 ára með 1% vöxtum. Mánaðargreiðslur eru á við hálfa leigu," sagi Ríkarður Steinbergsson. Akranesi, 3. desember. KAUPMENN á Vesturlandi hafa stofnað með sér kaupmannafélag sem kemur í stað Kaupmannafélags Akraness sem nú hefur verið lagt niður. Svæði félagsins nær frá Hval- fjarðarbotni að sunnan og að Gils- firði að vestan. { fundarboði sem kaupmenn á svæðinu fengu var tillaga um að stækka félagssvæði Kaupmanna- félags Akraness yfir fyrrnefnt svæði og nafni félagsins yrði breytt í Kaupmannafélag Vestur- lands með heimili og varnarþingi á Akranesi. Stofnfundurinn var haldinn á Akranesi fimmtudaginn 21. nóv- ember sl. og á hann voru mættir um 40 kaupmenn víðsvegar af Vesturlandi. Magnús E. Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands og stjórnaði fund- inum og skýrði frá uppbyggingu samtakanna og upplýsti um störf og stefnu þeirra. Sigurður Har- aldsson formaður samtakanna flutti ávarp og óskaði hinu nýja félagi velfarnaðar. Hreinn Sumar- liðason erindreki lýsti starfi sínu og hvað unnist hefur í starfi kaup- manna. Eftir að lög hins nýja félags höfðu verið samþykkt fór fram stjórnarkjör og var ólafur Theo- dórsson, Ákranesi kjörinn formað- ur og með honum í stjórn Jón Haraldsson, Borgarnesi, Hrafnkell Alexandersson, Ólafsvík, Alfreð Gunnarsson, Akranesi, og Viðar Magnússon, Akranesi. Að loknu kjöri stjórnar og annarra trúnað- armanna fóru fram umræður um hin ýmsu hagsmunamál kaup- manna. Þar kom m.a. fram mikill áhugi kaupmanna á Vesturlandi fyrir hinni nýju félagsstofnun. JG ' _ , MorgunblaðiÖ/Júlíus VSI gegn Dagsbrun: Beðið gagna úr samskonar máli í Kaupmannahöfn Fljótlega eftir helgina verður á ný tekið fyrir í Félagsdómi mál það, er Vinnuveitendasamband íslands hefur höfðað gegn verkamannafélaginu Dagsbrún í Reykjavík vegna uppskipunar- og afgreiðslubanns, sem félagið hefur sett á vörur frá Suður-Afríku. VSÍ telur bann Dagsbrúnar, sem nýtur m.a. stuðnings Alþýðusambands íslands, ólöglegt Málið var þingfest í fyrri viku og tekið fyrir á ný sl. mánudag, þegar meðfylgjandi mynd var tekin. Þá var því írestað þar til í næstu viku á meðan lögmenn afla sér frekari gagna í málinu. Helst er beðið eftir greinargerðum úr samskonar máli, sem rekið er fyrir vinnudómstólnum í Kaupmannahöfn. Mál- flutningur í því máli á að fara fram á morgun, að sögn Bjarna K. Bjarnasonar borgardómara, sem er formaður Félagsdóms. Almenningur aftur farinn að sýna bókinni áhuga Verð bóka hlutfallslega lægra í ár en í fyrra ALMENN ánægja ríkir meðal bókaútgefenda með upphaf bókavertíðarinn- ar nú fyrir jólin, segja þeir að úrvalið sé gott, þótt titlar séu ekki eins margir og oft áður, og almenningur sé nú aftur farinn að sýna bókinni áhuga. Verð bóka er hlutfallslega lægra í ár en var í fyrra, þótt enn vanti nokkuð á að bókakaup séu jafn viðráðanleg og var árið 1980. Það eina sem skyggir á bókavertíðina nú, að mati útgefenda, er hversu seint gengur víða hjá prentsmiðjum að skila af sér bókum. En bókin er á uppleið, segja þeir, og hugmyndir eru uppi um að fylgja þeirri þróun eftir með stofnun bóka- sambands, sem hefði það hlutverk að vinna að eflingu bókarinnar með öllum ráðum og dáðum. Þá stendur til að hefja reglulega útgáfu lista yfir metsölubækur, vikulega nú fyrir jólin en síðan mánaðarlega í framtíðinni. siðustu árin, en á hinn bóginn er það rangt að bækur hafi hækkað umfram aðrar vörur. Það hafa þær ekki gert,“ sagði Kristján. Bókasamband Islands Á bókaþingi í Borgarnesi í haust var reifuð sú hugmynd að stofna bókasamband allra þeirra aðila sem tengdust útgáfu og miðlun bóka. Hið almenna hlutverk sliks sambands væri að vinna að eflingu bókarinnar, en þessa dagana er verið að ræða það með hvaða hætti slíkt yrði gert og hvert yrði ná- kvæmlega verksvið bókasam- bandsins. Ólafur Ragnarsson hjá bókaforlaginu Vöku, sagði að mikil þörf væri því á samstilltu átaki þeirra aðila sem að framleiðslu bóka stæðu til að kynna bókina, finna nýjar leiðir til að koma henni á framfæri og auka skipulagningu. „Það hafa komið fram hug- myndir um að stuðla að því að lengja jólabókavertíðina, reyna að teygja hana út janúarmánuð, en fram til þessa hefur henni lokið um áramótin. Þá eru menn stað- ráðnir í að reyna að skapa nýja bókavertíð, á vorin, og bjóða þá einkum upp á ódýrari bækur í kiljuformi. Ennfremur er áhugi mikill á því að fjölga mjög alls konar viðurkenningum og verð- launum fyrir vel unnin störf tengdum bókaútgáfu," sagði ólaf- ur. Listi yfir metsölubækur Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar verður tekinn upp sá siður að birta reglulega lista yfir metsölubækur á Islandi. Fyrir jólin verður listinn birtur vikulega, en síðan er meiningin að halda áfram birtingu slíks lista mánaðarlega í framtíðinni. Helst það í hendur við þá viðleitni bóka- útgefenda að dreifa sölu bóka meira yfir árið. Það er Kaupþing sem annast útgáfu metsölulistans. Góður hugur til bókarinnar „Vertíðin fer vel af stað núna og maður verður greinilega var við að það er góður hugur til bókarinn- ar,“ sagði Eyjólfur Sigurðsson eigandi Bókhlöðunnar. „Það kemur mikið af góðum bókum fram á sjónarsviðið núna, bæði tölvert eftir íslenska höfunda og eins vandaðar þýðingar á þekktum er- lendum höfundum. Fólk er ekki farið að kaupa mikið ennþá, en það skoðar tölvert og það er góðs viti. Eyjólfur sagði að það væri eng- inn vafi á því að lægðin sem var í bókaútgáfunni á árunum 1982— ’83 væri gengin yfir og bókin stæði nú mun betur en þá. „Því má þakka meðal annars hinu óformlega „kvótakerfi" sem bókaútgefendur hafa komið sér saman um. Við höfum áttað okkur á að markaður- inn þolir ekki meira en rúmlega 300 titla, og höfum leitast við að halda okkur innan þeirra marka. Fjöldi titla í ár verður á bilinu 320—50, en var um 500 árið 1983. Þá er ljóst að samkeppnin við myndböndin og tímaritin er geng- in yfir, og síðast en ekki síst hefur þeim átökum linnt sem voru milli aðila á bókamarkaðinum fyrir tveimur árum,“ sagði Eyjólfur. Bókaverð Verð bóka er hlutfallslega lægra í ár miðað við laun en í fyrra, en nokkuð hærra en það var árið 1980. Samkvæmt upplýsingum Krist- jáns Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Almenna bókafélagsins, voru bækur 29% dýrari árið 1984 en 1980, en eru 11% dýrari nú en 1980. Áð sögn Kristjáns hefur hækkun á bókaverði undanfarin fimm ár haldist í hendur við hækkun framfærsluvísitölu: „Það er mikið rætt um það þessa dagana að bækur séu dýrar. Það er rétt að því leyti að þær hafa hækkað nokkuð miðað við laun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.