Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 21 ræmdu paradÍ9 eiturlyfjanna, Amsterdam, þá sé ekki leitað nákvæmlega í farangri eins einasta þeirra? h. Að það skuli hafa þurft félaga- samtök á borð við SÁÁ til að takast á við áfengisvanda þjóð- arinnar sem fyrir löngu er við- urkenndur? Þessar spurningar ásamt fjölda annarra leita á huga minn eftir að ég hef velt þessum málum tals- vert fyrir mér. Því held ég áfram aðspyrjaognú: Hvað í ósköpunum þarf til að þið vaknið til lífsins? Farið þið á þing til þess að leggjast í dvala, líkt og birnirnir í híði sitt? Eruð þið gjörsamlega steinblind fyrir því sem er að gerast í kring- um ykkur, í þjóðfélagi þess fólks sem á heimtingu á þvi að þið vinnið fyrir laununum ykkar? Ætlið þið að sofa á verðinum þar til allt verður um seinan? Eruð þið að bíða eftir því að neðanjarðarþjóðfélagið í Reykja- vík verði eins og Kristjanía í Kaupmannahöfn? Ykkur að segja þá bendir allt til þess að svo sé þegar komið! Eða eruð þið kannski að bíða eftir því að þeir mörgu sem hafa fengið nóg af sofandahætti ykkar taki lögin í sínar hendur og losi þjóðfélagið við þann sora fólks sem selur áhrifagjörnum unglingum þau efni sem um er rætt? Slíkt hefur gerst erlendis og Guð hjálpi okkur öllum ef það þarf að gerast hér! Finnst ykkur það eðlilegt að fjöldi fólks skuli hafa lífsviðurværi sitt af því að drepa aðra? Þar á ég við „dóp“-salana. Ykkur hlýtur að vera það ljóst að almenningur í landinu er bæði reiður og sár út í stjórnvöld fyrir hugsunarleysi og leikaraskap og þið skulið hafa það hugfast að þið eruð í raun ekkert annað en þjónar okkar hinna — starfsmenn í okkar fyrirtæki. Einnig skuluð þið vera þess minnug að ef starfsmaður stendur sig ekki í starfi sínu þá er hann rekinn! Þið eruð ekki heil- ög og þið þiggið laun sem eru pró- sentuhlutfall af okkar launum. Af þeirri fórn viljum við sjá einhvern árangur! Minnist þess nú þegar þið farið að undirbúa komandi kosningar að við viljum sjá framkvæmdir í verki en ekki aðeins í innantómum kosningaloforðum. Hvað þarf eiginlega að gerast svo þið gerið eitthvað í málunum? Þarf barnabarn einhvers ykkar kannski að lenda inni í vítahring fíkniefnaneyslunnar? í guðanna bænum bregðist ekki því trausti sem ykkur hefur verið sýnt en takið þess í stað á vandan- um strax. Það er fullt af fólki sem er tilbúið að fórna sér fyrir þennan málstað strax í dag og ykkar er valdið. Sýnið okkur viljann í verki og framkvæmið hlutina en látið ekki nægja að tala bara eins og kerling- ar í saumaklúbbi. Að lokum vil ég benda ykkur á að lesa bókina „Ekkert mál“, þá kannski skiljið þið við hvaða vanda eraðetja. Með von um skjót viðbrögð sem svar. Höfundur er tvítugur verslunar- maður á Blönduósi. Drangsnes: Samgöngur með bezta móti mið- að við árstíma Dragsnesi, 3. desember. Tídarfar hefur verið skaplegt hér það sem af er vetrar, snjólaust að kalla en vindasamt nokkuð á köfl- um. Samgöngur innanhéraðs hafa því verið með besta móti miðað við árstíma. í byrjun nóvember var tekin í notkun ný brú á Selá í Steingríms- firði og styttir það leiðina norður Strandir um 1,6 km. Þessi fram- kvæmd á Strandavegi ásamt ný- legum byrjunarframkvæmdum við endurbyggingu Drangsnesvegar um Selströnd markar áfanga í samgöngubótum, annars vegar á leiðinni norður Strandir og hins vegar á leiðinni Drangsnes— Hólmavík. Eitt mesta hagsmuna- mál Dragsnesinga í dag er endur- bygging Selstrandarvegar, sem er orðinn alger forneskja og lítt not- hæfur að vetrarlagi. Verða Drangsnesingar þá að aka af stað í öfuga átt ef þeir ætla til Hólma- víkur, norður í Bjarnarfjörð um Nesströnd og síðan aftur yfir á Selströnd yfir Bjarnarfjarðarháls, en þetta lengir leiðina um 24 km fram og til baka. Verða slíkar samgöngur vissulega að teljast lítt við unandi og þættu varla bjóðandi annars staðar við svipaðar kring- umstæður. fbúar Drangsness eru nú um 130 talsins og fer fjölgandi. Þurfa þeir að sækja margháttaða þjónustu til Hólmavíkur. Má í því sambandi nefna lækni, heilsugæslustöð, sjúkrahús, sóknarprest, sýslu- skrifstofu, skóla, bókasafn, kaup- félagsskrifstofur, verkstæði, versl- anir, Hólmavíkurrútu, flugstöð o.fl. Síðast en ekki síst fara svo sérhver aðföng og afurðafluttning- ar fram landleiðis. Það liggur því í augum uppi, að það er byggðun- um við Steingrímsfjörð, og þá fyrst og fremst kauptúnunum tveimur, Hólmavík og Drangsnesi, hið mesta hagsmunamál að kröfunni um nýjan Drangsnesveg um Sel- strönd verði fullnægt svo fljótt sem verða má. Tvö einbýlishús eru í smíðum á Drangsnesi auk þess sem hrað- frystihúsið er að ljúka byggingu vinnsluhúss fyrir verkun grá- sleppuhrogna. Sex bátar eru gerðir út frá Drangsnesi. Tveir þeir stærstu veiða hörpudisk og landa á Hólmavík þar sem skelfisk- vinnslan fer fram. Hinir fjórir stunda rækjuveiðar og landa á Drangsnesi. Engin rækja hefur veiðst á Steingrímsfirði í haust og hefur því orðið að sækja hana lengra en oft áður, einkum yfir í mynni Hrútarfjarðar. Þar hefur veiðst góð rækja, en þó hafa menn nokkrar áhyggjur af minni rækju- gengd en verið hefur að því er virðist. Tvær rækjuvinnsluvélar eru nú keyrðar í Hraðfrystihúsi Drangs- ness hf. og eru vikuafköstin um 30 tonn en 20-30 manns vinna þar á tveimur vöktum. Þá er þess að geta, að einn rækjubáturinn, Grímsey, stundar jafnframt línu- veiðar. Hefur hann fiskað dável, 4-7 tonn í róðri. Aflinn er fluttur viðstöðulaust með bíl til Reykja- víkur og þaðan í gámum á Bret- landsmakað. í grunnskólanum á Drangsnesi eru nú um 30 nemendur og tveir fastir kennarar að skólastjóra meðtöldum. Skólahúsnæði er úrelt og vanbúið og brýn þörf á veruleg- um endurbótum í náinni framtíð. Nýtt samkomuhús var reist fyrir nokkrum árum og hefur það ger- breytt aðstöðu til félagslífs enda þótt það eigi nokkuð í land að geta talist fullfrágengið. í þessu húsi fer m.a. fram heimilisfræðsla og íþrótt akennsla grunnskólans. Félagslíf er bærilegt eftir atvik- um og kveður þar mest að Ung- mennafélaginu Neista og Kven- félaginu Snót. Bæði þessi félög halda uppi líflegu starfi, einkum hið fyrrnefnda með íþróttir í önd- vegi. Hafin er gerð íþróttavallar á Drangsnesi en framkvæmdir skammt á veg komnar. — ÞHE. TILBOÐ: BÖKUNARVÖRUR Finax hveiti 2 kg Pillsbury Best hveiti 10 Ibs. Strásykur 1 kg Odense Nougat 90 gr TV kakó 400 gr Ljóma smjörlíki GB engifer 100 ml Hjartarsalt 100 ml Vanillusykur 100 ml Odense marsipanrúllur 85 gr Odense marsipanrúllur 200 gr MMiMPMBMfiíMMIHMHHMMHHMHHHHHHÉ Síríus konsum 100 gr Síríus konsum 200 gr Opal hjúpsúkkulaði 300 gr Móna tertuhjúpur 500 gr Móna súkkulaðispænir Pressaðar döðlur 250 gr Hagver dökkar rúsínur 250 gr Júmbó kúrennur 125 gr Kr. 36,90 Kr. 139,80 Kr. 16,50 Kr. 31,90 Kr. 65,00 Kr. 38,50 Kr. 33,60 Kr. 16,80 Kr. 36,00 Kr. 35,50 Kr. 79,50 Kr. 40,00 Kr. 80,00 Kr. 52,00 m ? g ss Wt': Kr. 87,00 Kr. 33,30 HHMHHMMMMMMMHHBI Kr. 56,80 ■HHHHHHHHHHHHHHH Kr. 42,90 Kr. 12,80 HAGKAUP ÓSA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.