Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER1985 17 Jón Á. Gissurarson einu sinni nefnt með nafni og ekki fyrr en seint í bókinni. Ekki þarf að efa að eitthvað hefur fyrir höfundi vakað með því að hafa þennan hátt á. Að vísu getur hann þess einhvers staðar að hann hafi snemma verið talinn sérvitur. En naumast dugar sú skýring í þessu tilviki. Fremur hygg ég að þetta sé hans aðferð til að miðla skýrari mynd af bernsku sinni, samskiptum við aðra og áhrifum þeim sem mótuðu hann. Hallast ég að því að þannig hafi hann raunar komist beinni leið. Aftur á móti á ég erfiðara með að skilja ástæðuna fyrir skipt- um frá þriðju persónu frásögn yfir til fyrstu persónu. í raun er höf- undur ekki nær lesandanum í síð- asta kafla, — hafi sú verið ætlan hans, — því að honum er hreint ekkert sýnt um að hlaupa í fang lesanda sínum. Segi ég það ekki til lasts. Þessi bók hefur marga kosti til að bera. Höfundi er lagið að bregða upp hnituðum og snjöllum lýsing- um af mönnum og atburðum. Hann hefur einatt glettnislegt blik í auga, sem gerir frásögnina lifandi og skemmtilega. Skólalífið og að- stæður í Flensborg, Menntaskól- anum á Akureyri og í Reykjavík er lýst á athyglisverðan hátt og hann bregður upp myndum af kennurum sínum og skólasystkin- um, sem þess eru verðar að eftir þeim sé tekið. Þess minnist ég ekki að hafa lesið öllu trúverðugri og hreinskilnislegri lýsingu á Sigurði skólameistara á Akureyri en hér. Ofsagt þykir mér að vísu á bók- arkápu að þessi bók sé „einstæður aldarspegill“. Margt skortir á að hún sé það, enda geta endurminn- ingarnar verið um margt merkar og góðar án þess að markið sé sett svo hátt. Ekki er mér kunnugt um hvort höfundur hyggst fram halda end- urminningaskrifum sínum. En óneitanlega fýsir mig að heyra hann segja frá löngum ferli sínum og merkum sem skólamanns og hver viðhorf hafa mótast með honum í því starfi. Trúlegt er að svo einarður og gjörhugull maður sem Jón Á. Gissurarson hafi þar sitthvað að segja sem gagnlegt er á að hlýða. Helst kýs ég því að líta á þessa bók sem formála og for- sendu að skrifum um þau efni. Höfundur er ljómandi vel ritfær maður og lætur sér bersýnilega annt um að rita bæði hreint og lýtalaust mál. Þar er ekki hnökra að finna. Stíll hans er beinskeytt- ur, knappur og skýr. Helst er að stundum er hann eins og nokkuð „höggvinn" (staccato). Því veldur að höfundur forðast mjög að nota viðskeyttan greini. Það er óefað ágæt regla, en öllu má þó ofgera. Frágangur bókarinnar er vand- aður og smekklegur. Bladburöarfólk óskast! Uthverfi Suöurgata 29—41 Síöumúli Ármúli Blesugróf Vesturbær Tjarnargata frá 39 Skerjafjörður Gnitanes Hörpugata og Fossagata fyrir noröan flugvöllinn. JXTóíTíg OTiMaft t Fimm spennandi ástarsögm Theresa Charles Skin eftir skúr Dbde er ung munaöailaus stúlka, íögur og sjálístœö. Hún iekui ásamt írœnku sinni dvalarheimili á Helgavatni. Dúrie hieiíst mjög aí hinum vinsœla sjónvaipsmanni Pétri en írœnku hennai lízt lítt á hann Síðan hittir Dixie Adam Lindsay Gioidon dulaiiullan mann sem óvœnt birtist á Helgavatni. Báðii þessii menn eiu gmnaðir um að haía íiamið aíbrot og einnig Patrik irœndi Dúrie. Hvert var leyndarmálið, sem þessii þríi menn vom flœktir t og hvers vegna laðaðist Dixie svo mjög að Adam? *W« Cartland. ®é)áöG Bœkui Theresu Charles og Barböru Cartland haía um mörg undaníarin ár veriö í hópi vinsœlustu og mest seldu skemmtisagna hér á landi. Rauðu ástarsögumar haf a þar fylgt f ast á eftir, enda skrif- aöar af höfundum eins og Else-Marie Nohr, Erik Nerlöe og Evu Steen, sem allir eru vinsœlir ástar- sagnahöfundar. Eldri bœkur þessara vinsœlu höfunda eru enn fáanlegar í flestum bókabúöum eða beint írá forlaginu. Barbara Cartland Veömál og ást Brock hertogi veðjar við vin sinn um það, að hann geti tarið einsamall ríðcmdi íiá London til York án fylgdarliðs og án þess að þekkjast. Á krá nokkurri á leiðinni hittii hann hina íögm Valoru sem er ung og saklaus stúlka en stjúpmóðir hennai œtlast til þess að Valora giítist gegn vilja sínum gömlum barón Brock hertogi hjálpai Valom að flýja trá stjúpmóðui sinni og þau lenda í ýmsum hœttum og œvintýmm áður en þau ná til York. Ebe-Marie Nohi HÁLF- SYSTURNAR Else-Marie Nohr Hálísystumaz Eva er á leið að dánaibeði íöður síns, þegai hún hittii litla telpu eina síns liðs, sem haíði stiokið at bamaheimili. Eva ákveður að hjálpa henni en með því leggur hún sjálla sig í lííshœttu Faðir litlu stúlkunnai ei eítirlýstur af lögreglunni og svííst einskis Örlög Evu og telpunnai em samtvinnuð tiá þeina íyrsta tundi. Erík Nerlöe Láttu hjartað ráða Torsten vai leyndardómsíullur um naln sitt og upp- runa, og það vai Maríanna einnig. Það vai leikui þeina - í kjánaskap þeina og kátínu œskunnai. En sá dagui kom að Maríanna skildi snögglega að áhyggjulaus leikurinn var allt í einu orðinn örlaga- rík alvaia og að Torsten heíði eí til vill svikið hana og vœri í rauninni hœttulegasti óvinui hennar og sjúks íöðui hennar. Og samt vai Maríanna trú björt- um draumi sínum - draumnum um hina miklu ást. Crlk Ncrlóc Láttu hjartaö ráða Eva Steen Sara Konungssinnamir diápu eiginmann Söm, þegai hún var bamshaíandl og síðan stálu þeir bami hennar. Þiátt tyrii það bjargar hún lííi konungssinna sem ei á flótta og kemst að því að hann ei sonui eins morðingja manns hennar. En þessi maður getur hjálpað Söm að komast i gegnum víglínu konungs- sinna. Hún er ákveðin í að hefna manns síns og enduiheimta bam sitt, en í ringulieið byltingarinnai á ýmislegt eftir að geiast sem ekki var fyrirséð. SARA Já, þœr eru spennandi ástarsöguxnar irá Skuggsjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.